Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 23. SBPTEMBER 1989. Fréttir Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva: Kjarasamningar verði framlengdir óbreyttir og hagsmunaaðilar taki yfir stjóm á ísfiskútflutningi „Eg segi það ekki að sú afstaða lánastofnana til fiskvinnslunnar, sem kom fram hjá til að mynda Guð- mundi Haukssyni, bankastjóra Út- vegsbankans, hafi komið á óvart. En talsmenn lánastofnana, sem töluðu hér á fundinum boðuðu mun meira aðhald en verið hefur í lánveitingum tií fiskvinnslunnar sem annarra. Auk þess sögðu þeir okkur að tími skuldbreytinga væri liðinn,“ sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, í samtali við DV að loknum aðalfundi samtak- anna sem haldinn var í Vestmanna- eyjum í gær. Á aðalfundinum var samþykkt samhljóða allharðorð ályktun. Þar segir meðal annars að brýnasta verk- efnið næstu misserin sé aö draga úr verðbólgunni og ná jöfnuði í sam- skiptum við útlönd. Fyrirtækin geti ekki lifað við verðbólguna og lífs- kjaraskerðing almennings sé óhjá- kvæmileg við þessar aðstæður. Þá segir að samdráttur þjóðartekna þriðja áriö í röð krefjist þess að sam- neyslan dragist saman eins og einka- neysla og fjárfestingar. Ríkisvaldiö getur ekki afgreitt fjárlög með halla og ná ekki tökum á sírum fjármál- um. Og síðan segir orðrétt: „SF telur skynsamlegast að núgild- andi kjarasamningar verði fram- lengdir um að minnsta kosti eitt ár, án allra launahækkanna. Kaup- hækkanir nú eru aðeins ávísun á meiri verðbólgu og lakari lífskjör til lengri tíma. SF hafna efnahags- stefnu, sem keyrt hefur fjölda fisk- vinnslufyrirtækja í uppgjöf og gjald- þrot. Efnahagsstjómin verður að miðast við að með almennum að- gerðum skili vel rekin fyrirtæki góð- um hagnaði. Sértækar lausnir, svo sem hlutafjársjóður, hindra að rekstrarskilyrðin verði viðun- andi...“ Þá segir ennfremiu-: „SF átelur harðlega það fyrir- komulag í gámaútflutningi sem nú er við lýði, þar sem spillingu er boð- iö heim og ekki virt sjónarmið ís- lenskrar fiskvinnslu. Vitað er að umtalsverur hluti þess fisks er unnin í fiskvinnslustöðvum erlendis, sem síðan selja afurðir sínar í beinni sam- keppni við íslenskar fiskvinnslu- stöðvar. Fundurinn telur brýnt og það þjónar heildarhagsmunum ís- lensks sjávarútvegs best að þessi út- flutningur sé aðeins að því marki, sem nægir til að fullnægja eftirspum á ferskum neyslufiski erlendis. Stjómun á útflutningi á ferskum fiski á að vera í höndum hagsmuna- aðila... segir í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva. S.dór Áframhaldandi beit á eyðimerkursvæöum: „Gróðurfar er víða ömurlegt á Reykjanesi‘ - segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri „Það verður að segjast eins og er að gróðurfar er víða ömurlegt á Reykjanesskaganum. Þar sem sveit- arstjómir og Landgræðslan hafa hins vegar náð að friða svæði, eins og vestan við Grindavíkurveginn, hefur tekist að gjörbreyta gíóðurfar- inu. Við viljum leggja áherslu á að auka þá landvinninga eins og kostur er,“ sagði Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri en á Reykjanesinu er Landgræðslan nú í landvinninga- stríði við frístundabændur og nokkra bændur með fullvirðisrétt. Vegna samkomulags, sem gert var að frumkvæði landbúnaðarráöu- neytisins, verða stór svæði, sem em mjög illa farin, áfram beitt þegar girðingaframkvæmdir hefjast á næsta ári. - Er Landgræðslan of lin í stríði sínu? „Við fómm eins langt og við mögu- lega getum miðað viö aðstæður. Ég lít hins vegar svo á að sveitarstjómir á Suðumesjum eigi næsta leik ef þær þora. Þær hafa heimild til að banna lausagöngu búfjár ef þeim sýnist svo. Landgræðslan gengur eins langt og lög leyfa okkur. Það er ljóst að þessi mál vinnast ekki nema með sam- komulagi. Við fórum ekki í vald- boðsaðgerðir nema í ítmstu neyð.“ Á næsta ári er fyrirhugað að loka svæði frá Hafnarfirði niður til Krýsuvíkur. Verða beitarhólf þar inni. Er talað að það þurfi að girða um 50 km sem kosti hátt í 25 milljón- ir til að geta haft þama kindur á beit. Hefur formaður Náttúmvemd- arráðs lýst yfir efasemdum sínum vegna þess hér í DV. Sagði Sveinn að miklum vafa væri undirorpið hvort tækist að fá fiármagn fyrir því en ráðgert væri að Vegagerð ríkisins og Skógrækt ríkisins stæðu undir þeim kostpaði ásamt Landgræðsl- unni. „Bændur á Reykjanesinu hafa heil- mikinn fullvirðisrétt í framleiðslu sauðfiárafurða en verða ekki stjóm- völd að fara að átta sig á því hvar eigi að framleiða það sauðfé sem markaður er fyrir,“ sagði land- græðslustjóri. -SMJ Fínull í samstarf með Kínverjum Fulltrúar Fínullar hf. og kín- verska fyrirtækisins Zhejiang Ani- mal By-Products undirrituðu sam- starfssamning í gær. Tilgangurinn er að stórauika framleiðslu á fiðu- fatnaði í báðum löndum. Fyrirtæk- in munu hafa samstarf i fram- leiöslu og sölu fatnaðar úr kaninu- ull um allan heim. Samkvæmt samningnum mun Fínull veita kín- verska fyrirtækinu ákveðna tækn- iaðstoð við uppbyggingu pijóna- og saumaverksmiðju og kínverska fyrirtækiö mun kaupa fiðugarn af Finull. Einnig er gert ráð fyrir mjög nánu samstarfi fyrirtækjanna í vöruþróun og í markaðssetningu og fyllilega er tryggt að ekki verði um samkeppni að ræða á milli þeirra. Samstarfið á ekki að hafa nein áhrif á þaö hlutverk Fínullar að tryggja íslenskum kanínubænd- um vaxandi markað fyrir fiðu né mun það draga úr firamleiðslu á fiöufatnaði hér á landi. Þetta er fyrsti samstarfssamning- ur íslensks og kinversks iðnfyrir- tækis til langs tíma og möguleikar eru á slíku samstarfi fyrir öeiri aðila. -JJ Kvíga drapst í bílslysi Ekið var á kvígu í Tungunum í Lögreglan í Ámessýslu tók í gær gærdag. Kvígan drapst og bíllinn ökumann á 129 kílómetra hraða á lenti ofan í skuröi. Ekki urðu slys á Eyrarbakkavegi. Hætt er við að öku- fólki en bíllinn er talsvert skemmd- maðurinn verði að sjá á eftir öku- UFi skírteininufyrirvikið. -sme Styttist í að loðnu- veiðarnar hef jist Davíð Oddsson borgarstjóri klippti í gærdag á borða og opnaði þar með hina nýju brú yfir Bústaðaveg við Miklatorg. I fyrstu verður aðeins hægt að aka yfir brúna og einhver bið verður á því að hægt verði að aka undir hana. DV-mynd GVA - verið að gera nokkra báta klára „Ég veit til þess að verið er að gera nokkra báta klára til loðnuveiða. Hinn mikli hafis, sem verið hefur norður af landinu, er nú á undan- haldi og þá er möguleiki á að menn fari að finna loðnu,“ sagði Ástráður Ingvarsson, starfsmaður Loðnu- nefndar, í samtali við DV. Ástráður sagðist vita til þess að. Harpa RE, Börkur NK, Hilmir SU og Skarðsvík SH væru um það bil að verða tilbúin til loðnuveiða. Hann sagðist aftur á móti ekki eiga von á því að neinn kraftur kæmist í veið- amar fyrr en í október. Allmiklar breytingar verða á starf- semi Loönunefndar í vetur. Engin vakt verður á kvöldin og ekki heldur um helgar eins og verið hefur frá upphafi. Ástæðan er fyrst og fremst spamaður. Annars sagði Astráöur að ekki væri jafnmikil þörf á vakt hjá Loðnunefnd allan sólarhringinn eftir að loðnuverðið var gefið frjálst. Áður þurfti starfsmaður nefndarinn- ar að stýra bátunum til löndunar en nú er það að verða algilt að bátar séu í föstum viðskiptum við verksmiðj- urnar. Þar af leiðir að ekki er þörf á jafnmiklu starfi hjá loðnunefndar- mönnum og áður var. -S.dór Ársþing Evrópusvæðis WHO: Hætta á alnæmissmiti við blóðgjöf horfin í Evrópu Á nýliönu ársþingi Evrópusvæðis Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, sem Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra sat, kom fram að hætta vegna alnæmissmits við blóð- gjöf er ekki lengur fyrir hendi í Evr- ópu. í nýlegri skýrslu, sem birt var á þinginu, (sem var reyndar frá því maí), kom fram að 22.235 tilfelli al- næmissmitaðra höfðu fundist í Evr- ópu. Er það 12% af öllum skráöum tilfellum í heiminum sem em 178.000. Þá kom fram að ný tilfelli meðal kyn- hverfra aukast nú mjög lítið og var aukning síðasta árs fyrst og fremst meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig. Þá kom fram á þinginu aö útrým- ing mænusóttar í Evrópu gengur betur en áætlað var þegar evrópsk heilbrigðismarkmið voru sett árið 1984. I stað þess að útrýma mænu- sótt fyrir árið 2000 er nú gert ráð fyrir að útrýma henni fyrir áriö 1995. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.