Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. DV Fólk í fréttum Þórhallur Sigurðsson - Laddi Þórhallur Sigurösson - Laddi - leikur skúrkinn Fagin í uppfærslu Þjóðleikhússins á Ohver Twist eftir CharlesDickens. Laddi er fæddur í Hafnarfirði 20. janúar 1947. Hann hóf nám í hús- gagnasmíði en lauk því ekki. Hann var um tíma fasteignasölumaður, afgreiddi í Kamabæ og var sviðs- maður hjá Sjónvarpinu. Laddi hefur verið skemmtikraftur síðustu 25 árin, fyrst með öðrum störfum en eingöngu síðustu fimmtán árin. Foreldrar Ladda eru Sigurður ' Haraldsson, trésmiður, bóndi og hestamaður í Kirkjubæ á Rangár- völlum, og fyrsta kona hans, Una Huld Guðmundsdóttir. Sigurður er fæddur 20. apríl 1919 á Tjömum undir EyjaijöUum. Una er fædd 21. mars 1918 í Hafnarfirði. Sigurður í Kirkjubæ er sonur Har- alds Jónssonar, bónda á Tjörnum, og Sigríðar Tómasdóttur, Tómas- sonar bónda í Svaðbæh í Austur- EyjafiaUahreppi. Haraldur var son- ur Jóns Jóngeirssonar, bónda í Vestur-Holtum, og Margrétar Gunnlaugsdóttur frá SperðU í Aust- ur-Landeyjum. Jón Jóngeirsson var sonur Guðrúnar Jónsdóttur, dóttur Jóns ÓMssonar í HUðarendakoti, sonar Helgu Jónsdóttur í Eyvindar- hólum, dóttur séra Jóns Steingríms- sonar, eldklerks á Prestbakka á Síðu. Una Halldórsdóttir, móðir Ladda, er dóttir Guðmundar Jóhannsson- ar, verkamanns í Hafnarfirði, og Júlíönu Sigurborgar Guðmunds- dóttur. Guðmundur Jóhannsson var sonur Jóhanns Samsonarsonar, bónda á Saurum í Dýrafirði. Hann var sonur Samsonar Samsonarson- ar, bónda á Brekku í Dýrafirði, Sam- sonarsonar skálds og síðast bónda í Hólahólum á SnæfeUsnesi, látinn 11. ágúst 1846. Samson skáld var ættað- ur úr Húnaþingi. Hann var einn af lífvörðum Jörundar hundadaga- konungs. Bróðir Guðmundar Jóhannsson- ar, afa Ladda, var Jón Jóhannsson, faðir EUsabetar Jónsdóttur, móður Jóhanns Þorbergs Alfreðssonar, foður Valgerðar Önnu Jóhanns- dóttur, fréttamanns á Ríkisútvarp- inu. Alsystkini Ladda eru fjögur. Þau eru: Haraldur, sölustjóri í Jöfri, fædd- ur 5. júní 1942. Kona hans er Ragn- hildur Ólafsdóttir og eiga þau tvö börn. Valgarður, lögfræðingur í Reykja- vík, fæddur 14. maí 1943. Kona hans er EUsabet Kristjánsdóttir og eiga þauþijúbörn. Hermóður, prentari í Reykjavík, fæddur 26. september 1945. Kona hans var Anna Ólafsdóttir og eiga þau tvö böm. Þau sldldu. Önnur kona Sigurðar í Kirkjubæ var Sigríður Ágústsdóttir. Þaú skildu en eigafjögur böm. Þau eru; Guðjón, trésmiður á HeUu, fæddur 7. febrúar 1954; Sigríður Jámgerður, bankamaður í Reykjavík, fædd 24. september 1955; Guðbjörg, fædd 2. nóvember 1958 og Ágúst, fæddur 31. október 1964. Þriðja kona Sigurðar í Kirkjubæ er Evelin Haraldsson, þýsk aö ætt. Fyrir hjónaband átti Sigurður í Kirkjubæ soninn Kristján með Sig- urbjörtu Kristjánsdóttur úr Vest- mannaeyjun. Hann er trésmiður í Keflavík, fæddur 29. janúar 1942. Kona Ladda er Sigurrós Marteins- dóttir, starfsstúlka á dagheimiU, fædd 7. ágúst 1948. Hún er dóttir Marteins Böðvars Björgvinssonar, húsgagnasmiðs í Reykjavík, og Kristínar Guðlaugsdóttur matráðs- konu. Laddi og Sigurrós eiga þrjá syni. bórhallur Sigurðsson - Laddi. Þeirem: Marteinn Böðvar, verkamaður í Reykjavík, fæddur 21. ágúst 1966, ókvæntur. ívar Öm, starfsmaður Borgarleik- hússins, fæddur 25. ágúst 1969, ókvæntur. ÞórhaUur, fæddur 24. mars 1983. Æfrnæli Svanur Jóhannesson Svanur Jóhannesson, bókbindari og starfsmaður hjá Félagi bókagerðar- manna, tíl heimiUs að Fellsmúla 8, Reykjavík, er sextugur í dag. Svanur fæddist að Hróðnýjarstöð- um í Laxárdal í Dalasýslu. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðs- skólanum í Reykholti 1947 og hóf nám í bókbandi hjá BókfelU í árslok sama ár. Sveinsprófi lauk Svanur 1951 en brottfararprófi úr Iðnskól- anum lauk Svanur 1949. Svanur starfaði hjá BókfelU tíl ársins 1983 en hefur verið starfs- maður Félags bókagerðarmanna síðan. Svanur sat í stjóm Bókbindarafé- lags íslands, BFÍ, frá 1961, var ritari þess frá 1961-65, varaformaður 1965-68 og formaður frá 1971-76. Hann sat í stjóm Lífeyrissjóðs bók- bindara 1966-68 og frá 1971-76. Þá átti hann sæti í ritnefnd Iðnnemans 1950-51 og í ritnefnd Bókbindarans 1956-65. Auk þess safnaði hann í og sá um útgáfu Bókbindaratals. Hann situr í stórn Félags bókargerðar- manna, var varaformaður félagsins um skeið og er nú ritari þess. Svanur kvæntist 31.12.1957 Ragn- heiði Ragnarsdóttur hjúkmnar- konu, f. 1.1.1933, dóttur Ragnars, b. í Hlíð í Álftafirði í Norður-Isafjarð- arsýslu, Helgasonar og konu hans, PáUnu Þorsteinsdóttur. Börn Svans og Ragnheiðar em Einar, fisktæknir og framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki, f. 1958, kvæntur Sigríði Sigurðar- dóttur fiskiðnaðarmanni og eiga þau tvö börn; Máni Ragnar, verka- maður í Reykjavík, f. 1961, og Páll, afgreiðslumaður H. Benediktsson og Co, f. 1964, kvæntur Eyrúnu Skúladóttur kennara. Svanur á tvær systur. Þær eru Þóra, húsmóðir og starfsmaður í Búnaðarbanka íslands í Reykjavík, gift Sigtryggi Sigtryggssyni, frétta- stjóra á Morgunblaðinu, og Inga Dóra, húsmóðir og starfsmaður rannsóknarstofu Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík, gift Jóni H. Egg- ertssyni, yfirvélstjóra Hitaveitunn- aríReykjavík. Foreldrar Svans: Jóhannes Bjami Jónasson, skáld úr Kötlum, f. 4.11. 1899, d. 27.4.1972, og kona hans, Hróðný Einarsdóttir húsmóðir, f. 12.5.1908. Hróðný er dóttir Einars Þorkels- sonar, b. á Hróðnýjarstöðum, og konu hans, Ingiríðar Hansdóttur. Foreldrar Einars voru Þorkell Einarsson á Dunki í Hörðudal og síðar á Hróðnýjarstöðum og fyrri kona hans, Sigríður Jónsdóttir. Ingiríður var dóttir Hans Ólafs- sonar á Gautastöðum í Hörðudal og fyrri konu hans, Salome Sigurðar- dóttur Jónssonar sem lengst af hef- ur verið kenndur við Tjaldbrekku. Margir afkomendur Sigurðar flutt- ust vestur um haf og eru af þeim stórir ættbálkar í Kanada. Jóhannes úr Kötlum var sonur Jónasar, b. í Ljárskógaseh, Jóhann- essonar, b. á Svarfhóh í Laxárdal, Halldórssonar, b. á Svarfhóh Bjamasonar, b. á Gillastöðum, Sig- urðssonar. Móðir Halldórs var Guðrún Jóns- dóttir frá Stóra-Vatnshomi. Móðir Jóhannesar á SvarfhóU var Kolþera Guðbrandsdóttir. Móðir Jónasar var Sesselja Bjarnadóttir, b. á Hömmm í Laxárdal, Magnússonar. Móðir Jóhannesar úr Kötlum var HaUdóra Guðbrandsdóttir, b. í Þor- geirsstaðahUð, Guðlaugssonar, b. á SmyrlhóU, Bjamasonar, b. á Smyrl- hóU, Péturssonar, b. á GUjalandi, Guðlaugssonar. Móðir Bjarna var Ólöf Guðmundsdóttir. Móðir Guð- laugs á Smyrlhói var Helga Finns- dóttir, b. á Leikskálum, Finnssonar. Móðir Guðbrands var Guðrún Bjarnadóttir. Móðir HaUdóm var Guðrún, dótt- ir Jóns, b. á Ytri-Hrafnabjörgum, Magnússonar, b. í HUð í Hörðudal, Guðmundssonar. Móðir Jóns var Sigríður Jónsdóttir. Móðh- Guðrún- ar var Vigdís Andrésdóttir, b. á Þór- ólfsstöðum, Jónssonar. Jónína Ólafsdóttir, Snorrabraut 58, ReykjavUv. EinarGuðmundsson, Suðurgötu8, Seyðisfirði. Kristín Ögmundsdóttir, Skólagerði 45, Kópavogi. 80 ára Hulda V. Pálsdóttir, Skipasundi 54, Reykjavík. VaJgfirður Jóhannesdóttir, Langeyrarvegi 11, Hafnarfirði. Ingibjörg Guðjónsdóttir, Laugarnesvegi 72, Reykjavík. Hún verður ekki heiraa á afmælis- daginn. IngunnL. Jónsdóttir, Hraunteigi 5, Reykjavík. Svava Ólafsdóttir Pjeturss, Iindarflöt 7, Garðabæ. 70 ára________________________ Sigurveig Amadóttir, Hrísalundi 20B, Akureyri. Valgarð J. ólafsson, Skólageröi 35, Kópavogi. Kristján Ásgeirsson Kristján Ásgeirsson, fyrrnm skip- stjóri og verkstjóri, Hvassaleiti 97 í Reykjavík, er níræður í dag. Krisiján er fæddur á Hvitanesi í Ögursveit við ísafjarðardjúp og ólst upp þar og á Eyri í Skötufirði. Hann fór ungur að stunda sjóinn við ísafjarðardjúp og var skipstjóri á fiskiskipum frá ísafirði, Akureyri, Siglufirði og Keflavík. Hann var bæði við línuveiðar og síldveiðar og tók þátt í síldarævintýrinu þegar mest var um að vera viö Norðurland ogíHvalfirði. Árið 1950 hætti Kristján á sjónum og geröist verkstjóri í Niöursuðu- verksmiðjunni Ora - kjöt og rengi. Þar vann hann frá stofnun fyrirtæk- isins og til ársins 1987 þegar hann hættistörfum. Kristján er sonur Ásgeirs Einars- sonar, bónda á Hvítanesi, og konu hans, HaUdóm Pétursdóttur. Ásgeir var fæddur 7. maí 1869 og drukkn- aði 7. janúar 1905 þegar Kristján var fjögurra ára. HaUdóra var fsedd 4. júní 1971 og lést 5. janúar 1932. Hún bjó á ísafirði eftir lát manns síns. Ásgeir, faðn- Kristjáns, var sonur Einars Hálfdánarsonar, bónda á Hvítanesi, sonar Hálfdánar Einars- sonar, prófasts á Eyri í Skutulsfirði. Bróðir Einars Hálfdánarsonar var Helgi, sálmaskáld og prestaskóla- kennari, faðir Jóns Helgasonar biskups. Bróðir Ásgeirs var Guðfmnur Ein- arsson, bóndi á Litlabæ í Skötufirði, faöir Emars Guðfmnsonar, útgerð- armanns í Bolungarvík, og Kristín- ar Svanhvítar, móður Jóns Páls HaUdórssonar, framkvæmdastjóra Norðurtangans á ísafirði. HaUdóra, móðir Kristjáns, var dóttir Péturs Zars HaUdórsonar frá Múla í ísafirði, smikkara Jónssonar, og Sigríðar Dlugadóttur. Bróðir hennar var Finnbogi Pétursson, bóndi og skytta á Litlabæ í Skötu- firði, afi Braga Jóhannessonar verk- fræðings og Gísla Kristjánssonar blaðamannsáDV. Kristján áttifjögur alsystkm en nú lifir ein systir hans. Þau vom: Álfheiðm:, fædd 21. j anúar 1887. Hún bjó á ísafirði og lést úr spönsku veikiiini 22. nóvember 1918 ógift. Þórunn, fædd 17. apríl 1898. Hún býr ógift í Reykjavík. Gunnhildur, fædd 9. janúar 1902, látin 12. febrúar 1975. Hún bjó ógift áísafirði. Sigríður, fædd 7. september 1903, látin 14. maí 1981. Hún bjó á ísafirði ásamt manni sínum, Jóni Valdi- marssyni vélstjóra, bróður Hanni- bals Valdimarsonar ráðherra, fóður Jóns Baldvins utanríkisráðherra. Hálfbróðir Kristjáns, sammæðra, er Ásgeir Jóhannesson Arasonar, fæddur 31. júU 1913. Hann býr á ísafirði ásamt konu sinni, Þuríði Jónsdóttur Edwald. Kristján kvæntist árið 1931 Ólafíu Önnu Bjamadóttur Hjaltalín, fæddri 6. apríl 1898. Hún lést 14. júní 1947. Hún var dóttir Bjama Hjalta- lín, fiskmatsmanns á Akureyri, og konu hans, Þóm Þórarinsdóttur Hjaltalín. _ Bergur Ólason, Selási 10, Egilsstöðum. 60ára _ Jóhanna Guðlaugsdóttir, Hæðargarði 12, Nesjahreppi. _ Guðmundur Guðlaugsson, Hamraborg 26, Kópavogi. Ágústa Engilbertsdóttir, Fálkagötu 12, Reylijavík. ErlingSörensen, Engjavegi 25, ísafirði. Þórir Kristjánsson, SkarðshUð 34D, Akureyri. Jóhann Hálfdánarson, Vesturbergi 110, Reykjavík. 40ára Hildur Baldursdóttir, Álfaskeiöi 94, Hafiiarfirði Þórir Þórarinsson, Hjallabraut21, HafiiarfirðL Fanney Kristbjarnardóttir, Kolgerði 1, Akureyri. Hlððver Hlöðversson, Funafold 15, Reykjavik. Guömundur Ingólfsson, Iönbúð3,Garðabæ. Shoji Ishikawa, - Stakkholti 3, Reykjavik. Þuríður Georgsdóttir, KötlufelU 9, Reykjavík. Sveinn Viðar Steíansson, Frakkastígl2, Reykjavik. Kristján Ásgeirsson. Dóttir Kristjáns og Ólafiu er Edda, sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann við HamrahUð, fædd 22. desember 1933. Maður hennar er Sigurmundur Jónsson frá Brjánsstöðum á Skeiðum, fyrrver- andi starfsmaður Jarðborana ríkis- ins. Böm þeirra eru sex. Kristján tekur á móti gestum á afmælisdaginn á heimih sínu að Hvassaleiti 97 eftir kl. 16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.