Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1989, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989. Fréttir Rafiönaðarmenn: Enginn fund- ur fyrr en á miðvikudag í gærmorgun var haldinn stuttur fundur með rafiðnaðarmönnum hjá ríkinu og viðsemjendum þeirra hjá ríkissáttasemjara. Þar urðu menn sammála um að halda ekki annan sáttafund fyrr en á miðvikudag í næstu viku. Á miðnætti daginn eftir, þann 28. september, hefst verkfall rafiðnaðarmanna hafi samningar ekki tékist fyrir þpnn tíma. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara eru ágreiningsat- riðin í þessari deilu þaulrædd milli deiluaðila. Eins og áður hefur verið skýrt frá í DV er um að ræða að rafiðnaðar- menn í þjónustu ríkisins frusu inni með samningar sína þegar lög, er bönnuðu kjarasamninga, voru sett 1988. Þeir hafa því dregist aftur úr öðrum rafiðnaðarmönnum og vilja fá leiðréttingu þar á. Ríkið hefur ekki verið til viðtals um þessa leiðréttingu ogáþvístrandar. -S.dór Jón Loftsson skógræktar- stjóri Að tillögu landbúnaðarráðherra hefur forseti íslands skipað Jón Loftsson í embætti skógræktarstjóra frá 1. janúar að telja. Jön er skógar- vörður á Haliormsstað. Samkvæmt lögum, sem samþykkt voru á síðasta þingi, flytjast höfuðstöðvar skóg- ræktarinnarnúausturáHérað. -hlh Norðurlandaráð: Ráðstefna um mengun hafsins Norðurlandaráð gengst fyrir al- þjóðlegri ráðstefnu um mengun hafs- ins sem haldin verður í Kaupmanna- höfn dagana 16.-18. október. Tilgangur ráðstefnunnar er meðal annars að gera átak í baráttunni við mengun hafsins og vekja athygli á þeirri mengun en hún ógnar hfl manna æ meira. Verður leitast við að fá stjórnmálamenn til að gera meiri og strangari kröfur varðandi verndun hafsins. Þá verður stofnað- ur sjóður sem auka á möguleikana á því að ákvarðanir varðandi verndun hafsins nái fram að ganga og jafna kostnað við umhverfisvemd milli þátttökulandanna. Tuttugu stjómmálamenn frá Evr- ópulöndunum munu taka þátt í ráð- stefnunni ásamt tíu fulltrúum frá alþjóðlegum samtökum. -hlh Landgræðsluslj óri: Lítál uppskera á hálendinu í sumar - fé vænt af fjalli „Það má segja að lítil uppskera hafi verið á hálendinu í sumar en gróður hafi staðið lengi. Fé kemur væntanlega heldur vænt af fjalli en oft er það þannig að þegar grær seint eins og núna er fé frekar vænt,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri en hann hefur undanfarna daga dvalist á heiðunum við Mývatn. Var hann því spurður um gróður- ástandið. Sveinn sagði að bændur hefðu rek- ið fé seinna á fjall nú en oft áður og þá fór færa upp á afrétt. - En hvað segir hann um þau svæði sem eru verst úthtandi - hefur ástand þeirra breyst? „Ef ég nota slæmt orð má segja að þetta hafi slampast og ekkert nýtt hefur komið á gjörgæslulistann. Sem betur fer því það er nóg þar fyrir.“ -SMJ FJÓFHJÓLADRIFSVEISLA ARGERÐ 1990 Laugardag og sunnudag kl. 14-17 HVERGI MEIRA OG BETRA ÚRVAL FJÓRHJÓLADRIFINNA TORFÆRUTÆKJA EN FRÁ Níssan Patrol GR, 2,8, turbo, dísíí * Nissan Patroí, hígh roof, 3,3, ttirbo, dísíl. Nissan Pathfinder með original aukahlutum. Nissan Pathfmder, 3,0, V6, bensín. NíssanTerrano, 2,4, bensin, með beinni ínnspýtíngu. Nissan Terrano, 2,7, turbo, disil. Nissan King Cab með original aukahlutum. Níssan King Cab Nissan Double Cab Lánakjör-. t.d. 75% lánað tíl þríggja ára á venjulegum lánakjörum banka réttur bíll á réttum stað Ingvar HeBff ason M Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.