Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 3
ÞRIÐJÚDÁGUR 17. ÖKTÓBER 19891 3 Fréttir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri 1 Bolungarvik: Það verður ekki farið í kaup við Jón Friðgeir sáttafundur verður haldinn 1 dag í dag verður haldinn fundur hjá deiluaðilum vegna málefna Jóns Friögeirs Einarssons byggingaverk- taka í Bolungarvík og fulltrúum bæj- aryflrvalda þar. Kristinn Gunnars- son, fulltrúi Alþýðubandalags í bæj- arstjórn Bolungarvíkur, lagði fram fyrirspum á fundi bæjarráðs í síð- ustu viku - um hvort viðræður væru í gangi af hálfu bæjarstjórnar um málefni Jóns Friðgeirs Einarssonar byggingaverktaka. Olafur Kristjánsson bæjarstjóri sagði í samtali við DV að hann hefði svaraö því játandi. „Það hefur þegar verið efnt til funda við Jón Friðgeir aö frumkvæði Einars Jónatansson- ar, forseta bæjarstjómar, og þeim viðræöum verður haldið áfram,“ sagði Ólafur. „Ég vil taka fram að það verður ekki farið í nein kaup við Jón Frið- geir en það verður rætt við hann eins og eðlilegt má teljast og hann verður ekki beittur óréttlæti. Allir eru af vilja gerðir til að leysa þessa deilu sem ég vil þó nefna deilu innan gæsa- lappa. Bæjarráð hélt fund með starfsfólki Jóns Friðgeirs fyrir skömmu, þar sem ég lýsti þeim mistökum sem ég tel að hafi orðið af okkar hálfu. Þrátt fyrir að ekki hafi neitt nýtt komið þar fram fannst mér fundurinn mjög vinsamlegur og fólk lýsti sínum skoðunum. Ég vil biðja fólk um að láta af gauragangi vegna þessa máls og hta til framtíðarinnar. Við erum að ræða málin og þaö er verið að finna leiðir til að menn geti sæst - en án þess að um nokkurt baktjaldamakk sé að ræða. Ég tel að framtíðin í byggingariðnaði hér sé björt og þar tel ég að Jón Friðgeir standi vel að vígi. Ég á von á að bráðlega verði ráðist í framkvæmdir vegna átta einbýlis- húsa á vegum ratsjárstöðvarinnar. Auk þess verður sótt um leyfi til bygginga á sjö almennum kaupleigu- íbúöum og tveimur verkamannabú- staðabyggingum. Þar fyrir utan á ég von á aö það verði ráðist í töluvert umfangsmiklar viðhaldsfram- kvæmdir enda er orðin brýn þörf á því víða í Bolungarvík. Einnig verð- ur framkvæmdum haldið áram með fjórtán íbúðir fyrir aldraða sem verða fokheidar um áramótin. Eignir Jóns Friðgeirs enn til sölu Jón Friðgeir Einarsson sagði við DV að eignir hans væru enn til sölu og staðan óbreytt í þeim málum. Eins og fram hefur komiö í DV hafa aðilar í Reykjavík sýnt fyrirtækinu áhuga. „Ég get ekki túgreint hverjir það eru en ég get vel hugsað mér að flytja til Reykjavíkur. Hins vegar bíð ég spenntur eftir því að vita hvað kemur út úr umræðum bæjarráðsmanna. Menn hafi gefið í skyn að þeir vilji leita sátta og það skýrist væntanlega á næstunni hvað gerist í þeim mál- um,“ sagði Jón Friðgeir. -ÓTT Það er ekki á hverjum degi sem strákarnir geta leikið sér á alvöru herbílum. DV-mynd Ægir Már Fjölskyldu- hátíð hjá varnarliðinu liðinu en þetta var í fyrsta sinn sem hún var ölium íslenskum almenningi opin og í fyrsta sinn sem hún var auglýst utan vallarins. Stóru flugskýh hafði verið breytt í nokkurs konar tívoh með leikbásum, leiktækjum og æsispennandi draugahúsi, auk þess sem hljóm- sveitir spiluðu og bömin fengu öku- ferð með vælandi slökkvihðsbílum. Þá gafst gestum kostur á að skoða flugvélar og þyrlur varnarliðsins. -KGK Það var heldur betur Carnival- stemning hjá varnarhðinu á Kefla- víkurflugveUi sl. laugardag er liðið hélt þar bama- og fjölskylduhátíð. Hátíðin fór fram innan vaUarsvæð- isins mUU klukkan 11.30 og 17.30 og var vel sótt af fjölskyldum varnar- liðsmanna og íslenskum fjölskyldum en lögreglan á VeUinum telur að þar hafi komið nokkur hundrað manns. Hátíð þessi, sem hefur átt vaxandi vinsældum að fagna meðal íslend- inga, er árviss viðburður hjá varnar- Búnaður m.a.-. 2,5 lítra vcl mcð beinni innspýtingu, vökvastýri, rafdrifn- ar rúður, rafstillt ökumannssæti, rafdrífnir útispcglar samlæsing á hurðum, álfclgur, profile hjólbarðar, pluss- innrétting, veltistýrí, cruisecontrol og margt fleira. Okkur tókst að útvega nokkra ríkulega búna Chrysler ES (Dodge Shadow ES) frá Þýskalandí á frábæru verðí, eðafrákr. 1*090*0001 Greíðslakjör við allra hæfí. Útborgan frá 25% og eftír- stöðvar tíl allt að 30 mánaða. @ CHRYSLER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.