Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 11
ÞMÐJUMGÚR H, ÖKTÓBÚR 1989. 11 Útlönd Blóðbaðið á Sri Lanka: Tíu þúsund fórnarlömb Indverskir hermenn viö gæslustörf á Sri Lanka. simamynd Reuter Talið er að allt að tíu þúsund manns hafl orðið fórnarlömb blóð- ugra átaka á Sri Lanka það sem af er þessu ári. í októberbyrjun voru á nokkrum dögum um hundrað og fimmtíu manns drepnir nálægt bænum Kandy í hefndarskyni fyrir morð á níu manna hermannafjöl- skyldu. Og í síðustu viku komu fréttir frá Sri Lanka um að tuttugu unglingar hefðu fundist myrtir meðfr'am vegum og árbökkum fyrir sunnan höfuðborgina Colombo. Unglingamir höfðu allir verið skotnir til bana. Nokkur líkanna voru með hendur bundnar aftur fyrir bak og logaði enn í sumum þeirra þegar þau fundust. Grunur leikur á að unglingamir hafi verið drepnir í hefndarskyni fyrir morð á þremur hermönnum singhala fyxr í vikunni. Átökin milh skæruliða í suöri og stjórnarhermanna verða æ blóð- ugri. Vopnahlé ríkir nú aftur á móti milli skæruliða tamíla í norðri og indverskra hermanna og tamíla sem njóta vemdar þeirra. Hafna vopnahléi Premadasa forseti hefur hvað eft- ir annað boðið skæruliðunum í suðri vopnahlé og friðarviðræður en án árangurs. Ofbeldið eykst dag frá degi. Gagnárásimar verða æ fmmstæðari og dauðasveitir, sem kalla sig „grænu tígrana", „svörtu kettina" og „gulu sporðdrekana“, framkvæma æ stjórnlausari hefnd- araðgerðir. Premadasa hefur lofað að íhuga tillögu frá stjómarandstöðunni um að boða til kosninga undir eftirliti sérstakrar bráðabirgðastjórnar. Ýmsir bjartsýnismenn eru þeirrar skoðunar að það sé það sem leið- togi skæruliða, Rohana Wijeweera, krefjist. Hann virðist hins vegar æ ófúsari til samningaviðræðna eftir að sögusagnir komust á kreik í vor um að hann væri hjartveikur og fús til að gefast upp gegn því að kom- ast undir læknishendur í London. Upplausnarástand Upplausnarástand ríkir á Sri Lanka. Kennsla í skólum landsins hefur legið niðri í fjögur ár. „Maður hangir úti á götu og gerir ekkert þar til lögreglan kemur og tekur mann fastan," sagði atvinnulaus stúdent í viðtali við indverskt dag- blað. „Eftir þá meðhöndlun, sem maður fær hjá lögreglunni, fer maður til skæruliða og biður þá um vopn til að geta hefnt sín.“ Þannig fjölgar meðhmum skæm- liðasamtakanna. Nýju félögunum þykir hugmyndafræðin kannski ekki upp á marga fiska en eru of örvæntingarfullir til að kæra sig um hana. Samningarnir milli yfirvalda Sri Lanka og Indlands um brottflutn- ing fjörutíu þúsund indverskra hermanna frá norðausturhluta Sri Lanka fyrir áramót virðast vera lausir í reipunum. Svo virðist sem Indverjar séu ekki reiðubúnir að fara á brott nema „þeirra" tamílar, sem skæruliðar tamíla kalla kvisl- inga, fái enn meiri völd í norðaust- urhéraðinu. Héraðsstjómin þar er vínveitt Indverjum. Helsta krafa skæruhða í suðri er að Indveijar fari á brott. Margir óttast að þegar þeir séu famir brjótist út stríð á ný mihi skæruhða tamíla og tamíla sem hliðholhr eru Indverjum. :C ;-v. •’ ■>■;..■ • '.■■•■■ ’ . .,-■■ '■ ■ . - ■•.■ -■ ' ■ y. -:■.•• . .■ Með ... UaPÍbaWtSÍnS' til ^ r (0Kadaflur! fásWÚMuV er Z#*»>>r«0rU '^Jfegsásfc. SPURNINGAR: 1) Hvafl er Calypso? □ a) Ávaxtatré □ b) Dans □ c) Fatnaöur 2) Söluaðili fyrir SS Norway á íslandi er: □ a) Allar feröaskrifstofur á íslandi □ b) Eimskipafélag fslands hf. □ c) Verksmiöjan Vífilfell hf. 3) Hvaða litir eru í punktinum yfir i-inu á Sprite merkinu? □ a) Hvítur og svartur □ b) Rauöur og blár □ c) Grænn og gulur Tillaga mín að slagorði er: Nafn: Aldur: Heimilisfang: Póstfang: My choice is c/ear Heildarupphæð vinninga 14.10 var kr. 4.377.381 Einn hafði 5 rétta og fær hann kr. 2.191.944. Bónus- vinninginn fékk enginn. en hann var kr. 380.508. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 10.418 og fyrir 3 réttar tölur fær hver kr. 489. Sölustöðum er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt i Sjónvarpinu. Sími685111. . Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 Endurski í skam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.