Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. 9 Sviðsljós Venjum unga hestamenn strax á að NOTA HJÁLM! •( yUMFERÐAR RÁÐ Kvenrétt- indakonur Madonnu HRAUNBERCI 4 SÍMI77770 OPNUNARTÍMI 16 - 23.30 HELGAR 12 - 23.30 LANGHOLTSVEG1176 SÍMI 68S024 OPNUNARTÍMI 14 - 23.30 HELGAR 12 - 23.30 ROFABÆ 9 SÍMI 671170 OPNUNARTÍMI 16 - 23.30 HELGAR 12 - 23.30 MÁVAHLÍÐ 25 SÍM110733 OPNUNARTÍMI 10 - 23.30 ÚTGÁFUDAGUR Í ÁGÚST Leik- og söngkonan Madonna er á hljómleikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir og komast víst færri en vilja á tónleika hennar. Madonna kom fyrst fram á sjón- arsviðið árið 1983 en síðan þá hef- ur mikið vatn runnið til sjávar. Madonna er orðin milljónafyrir- tæki, reyndar meiri háttar veldi. Allt sem viðkemur dömunni selst eins og heitar lummur og hefur hún fjölda starfsmanna á sínum snærum til að markaðssetning og sala á nafninu, og öllu sem því viðkemur, gangi sem best. Madonna hefur notað líkama sinn og útlit óspart til að koma sér áfram. Hún er átrúnaðargoð milljóna stúlkna um heim allan sem taka útlit hennar og klæða- burð sér til fyrirmyndar og hefur „Madonnu-klæðnaöur" haft mik- il áhrif á tískustrauma. Konan gerir í því að hneyksla fólk með útliti sínu og hegðun. Hiin leikur hörkukonuna sem ekkert fær stöðvað. Birtist hörð og kaldrifjuð á sviðinu en þó buii- andi af kynþokka. Enda eru karl- kyns-aðdáendur hennar heldur ekkert fáir. í byrjun, er Madonna var að öðlast heimsfrægð, var hún með ljóst, litað hár og kæruleysislega klædd. Síðar prófaöi hún að lita hár sitt svart en nú eru það ljósar krullur sem ráða ríkjum á kolli hennar. Fyrir nokkrum misser- um tók Madonna skrokk sinn „í gegn“, fór í heilmikla megrvm, hóf að stunda líkamsrækt og árang- urinn lét ekki á sér standa. Stælt og stæðileg er hún ímynd hraust- legs útlits og hefur hún átt mikinn þátt í að breyta „tískuútlitmu". Nú er það flott á meðal stúlkna að vera stæltar og sterklega byggðar; rétt eins og Madonna, - horrenglur eru „out“. Madonna reynir heldur ekkert að fela líkama sinn. Þegar hún kemur fram á tónleikum er hún afar léttklædd og flettir af sér klæðunmn þangað til hún stend- ur kannski eftir á undirfotunum einum. Þá dillar hún sér eins og henni einni er lagið, blítt, ákveðið og kynæsandi. Með ljósu krull-. umar og þetta nýja útlit þykir hún minna á Marilyn Monroe, Mae West og Marlene Dietrich. En aðeins hvað varðar útlitið því flestir eru á þvi að Madonna spili ekki inn á að vera leikfang karl- mannsins sem hann geti gert við það sem honum henti. Reyndar finnst mörgum karlmanninum hún of ógnvekjandi þar sem hún gefi sterklega í skyn að hún stjórni ferð- inni. En kvenréttindakonur eru yfir sig hrifnar af Madonnu. Þótt kven- líkaminn sé í þessu tilviki gerður að söluvöru finnst þeim Madonna ekki selja sig lágt. Hún leggur áherslu á kvenleika en lætur karl- mennina ekki stjórna sér. Ma- donna hefur komist áfram á hör- kunni, er ákveðin og mjög dugleg kona, sem nýtir sér eigin verðleika út í ystu æsar. Að mati kvenrétt- indakvenna er hún ekki þessi und- irgefna kona sem berst fyrir tilveru sinni í karlaheiminum. Því þykir ljóskan lokkandi vitni þess að hægt sé að sameina einkar kvenlegt, kynæsandi útlit, gáfur og hörku- dugnað. Madonna nýtir sér kynæsandi útlitið til að komast áfram en gefur þó til kynna að hún sé ekkert leikfang í höndum karlmannsins. hrifnar af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.