Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. Minning Elenu Ceausescu hötuð meira en forsetinn Hjónin alræmdu og illkvittnu, Elena og Nicolae Ceausescu, skömmu áður en þau voru tekin af lífi í desember siðastliðnum. - hún var „Gráðug, illkvittin, ómannleg, skepna, djöfull í mannsmynd"; þannig er umdeildri konu lýst, Elenu Ceausescu, eiginkonu ein- ræðisherrans fyrrverandi í Rúm- eníu, Nicolais Ceausescu. Nú, rösku hálfu ári eftir að hjónin ill- ræmdu voru tekin af lífi í Búkar- est, er enn verið að velta fyrir sér þeim hörmungum og viðbjóði sem viðgekkst í rúmensku samfélagi í valdatíð þeirra. Sífelit koma upp á yfirborðið alls kyns nýir hlutir og atburðir sem átt hafa sér stað á um 30 ára valda- ferh þessara hjóna. Og þjóðfélagiö er sem sár sem veriö er að reyna að græða. j, Rúmenar hugsa meö hrylhngi til Ceausescu-hjónanna og alls þess sem þau hafa valdið í þjóðfélaginu. Ekki síst er það Elena sem fólkið hefur andstyggð á þótt dauð sé. Nú er talað um að hún hafi gjörsam- lega stjómað eiginmanni sínum og að hún sé hvatamaður þeirra hörmulegu hluta sem áttu sér stað í þjóðfélaginu. Elena er sögð hafa dýrkað mann sinn óendanlega mikið. Hún hafi sífellt verið að lýsa fyrir honum hrifningu sinni á honum og þannig heilaþvegið hann. Eitt af því sem forsetinn fyrrverandi fékk reglu- lega að heyra frá konu sinni var eftirfarandi: „Nicu, Nicule, maöur eins og þú fæðist aðeins einu sinni á fimm hundruð áram.“ En hinn almenni borgari var lýö- ur í augum frúarinnar; aumingjar sem áttu ekkert annað skihð en að hða illa. Þegar Elena keyrði eitt sinn fram hjá langri röð fólks sem var að bíöa eftir matarskammtin- um sínum sagöi hún við kunn- ingjakonu sína sem var með henni: „Þessir aumingjar, þeir fá aldrei nóg.“ Blöstu alls staðar við Alls staðar sem komið var blöstu við myndir af þeim hjónum. Dag- blöðin sýndu jafnan myndir af þeim og í sjónvarpinu voru þau sýnd frá morgni til kvölds. Fólk var þvingað til að dýrka þau eða láta sem það gerði svo. Þeir sem vildu vera í náðinni færðu þeim gjafir. Enda var gjafasafn þeirra með ein- dæmum. Þeir sem áttu mestra hagsmuna að gæta og mest var í mun að vera inn undir hjá Ceauses- cu-hjónunum eyddu jafnvel öhu sem þeir áttu til að komast yfir sem glæshegastar gjafir þeim th handa: siikivörur, krystal, gihl, listaverk - aht sem nöfnum tjáir aö nefna. Eftir aftökuna í desember fund- ust 40 loðfeldir í fataskáp frúarinn- ar, sem og ógrynni annars glæsi- fatnaðar. Nicolae brenndi hins veg- ar klæðnað sinn á kvöldin er hann háttaði. Hann gekk því aðeins einu sinni í hverri fhk. Fæðuúrval var af mjög skornum skammti í Rúmeníu og var kaffi t.d. algjör lúxusvarningur. Eitt kíló af kaffi, eins og flestir þekkja það, kostaði hálf mánaðarlaun meðal- manns. Almúginn sötraði hins veg- ar eitthvert kaffihki sem búið var th úr kjúkhngabaunum. Þoldi ekki aðrar konur Elena þótti ófríð. Hins vegar áleit hún sig fyrirmynd annarra kvenna og öðrum konum fegurri. Hún þótt- ist alltaf vera miklu yngri en hún var og þoldi hla samkeppni frá öðr- um konum. Hún kraföist þess stundum að ungar, fagrar og greindar konur yrðu látnar yfir- gefa t.d. samkvæmi sem hún kom í ef henni bauð svo við að horfa. Aldrei lét hún mynda sig við hhð annarrar konu. Þá dirfðist enginn að hæla nokkurri konu í hennar viðurvist. Er Elena kom í tísku- verslun, sem rekin var á vegum kommúnistaflokksins, urðu aðrar konur að fara út á meðan hún verslaði. Hún keupti allt það dýr- asta og fínasta í þeirri búð, jafnvel þótt það passaði henni ekki, en vaxtarlag hennar bauð ekki upp á að hún gæti klætt sig eftir hug- myndum tískukónganna. Hún lét klæðskera sína hins vegar sauma eftir þeim flíkum, sem hún keypti, og þá í þeim stærðum sem hentuðu henni. Fjöldi þjóna og aðstoðarmanna var Ceausescu-hjónunum innan handar. Þau stöif voru mjög iha metin og kom Elena fram við að- stoðarfólk eins og um verstu skepnur væri að ræða. Allt frá sjö á morgnana þangað th hjónin voru lögst í rekkju þurfti að þvo, skrúbba og dusta ryk. Aðeins í há- deginu fékk starfsfólkið dáhtla stund til að slappa af og snæða. Maturinn, sem þjónamir fengu, var sendur úr höfuöstöðvum Flokksins og var hver einasta kjöt- sneið, sem skihn var eftir, send th baka svó forsetinn þyrfti ekki að greiða fyrir hana. Hundamirfengu bestu meðferð Sama átti við um afskorin blóm. Á hverjum degi bárust nýjar send- ingar af ferskum, afskornum blóm- um og voru allir vasar heimilisins fyhtir. Daginn eftir voru þau gömlu send th baka í verslanir Flokksins þar sem þau voru seld aftur. Hundarnir tveir, sem hjónin áttu, fengu bestu hugsanlegu meðferð. Þeir sváfu á stórum svefnsófa og var nýtt lak sett á hann á hverju kvöldi. í sundlauginni í garðinum voru sérstakar tröppur fyrir þá svo þeir ættu auðveldara með að kom- ast upp úr lauginni eftir sundsprett og allt í þessum dúr. Elena stjórnaði þremur börnum þeirra líka. Hún lét fylgjast með öllu sem þau gerðu, lét elta þau hvert sem þau fóru og jafnvel svefnherbergi þeirra voru hleruð. Á tveggja tíma fresti vildi hún fá nákvæma skýrslu yfir það hvað þau vora að gera. Enda hötuðu börnin móður sína út af lífinu. Elena harðbannaði fóstureyðing- ar í Rúmeníu. Þær voru ekki leyfð- ar þótt lif móður væri í húfi eða vitað væri að barnið í móðurkviði yrði vangefið. En þegar annar son- ur hennar átti von á barni með unnustu sinni, stúlku sem Elenu líkaði ekki við, lét hún draga stúlk- una nauðuga í fóstureyðingu á sjúkrahúsi Flokksins. Það er ekki að undra þótt rúm- enska þjóðin hugsi með hryhingi th þessa fólks. Svo mikið er víst að mörgum reynist erfitt að gleyma þeim en á meðan þjóðin jafnar sig mun fólk velta sér upp sögum af því tagi sem að ofan er lýst. En ahir vora sammála um að hún plús hann voru andstygghegt par. Þýtt, RóG. 21 ALTERNATORAR & STARTARAR Í BÍLA - BÁTA - VINNUVÉLAR - VÖRUBÍU FÓLKSBÍLA Chevrolet, Ford, Dodge, Cherokee. Oldsmobile Diesel. Chevrol. 6.2. Datsun. Mazda. Daihatsu. Renault. Mitsubishi. Toyota. Citroen, M. Beiu. Opel. BMW. Golf. Peugeot. Saab. Volvo. Ford Escort. Sierra. Range Rover. Lada. Fiat. o.fl o.fl. SENDIBÍLA M. Benz 207 D. 209 D. 309 D. 407 D. 409 0. Peugeot. Ford Econoline. Ford 6.9 L. Renault. Volvo. Volkswagen. o.fl. o.fl. VÖRUBÍLA M. Benz, Scania, Man. GMC. Volvo. Bedford VINNUVÉLAR JCB. M. Ferguson. Ursus. Zetor. Case. Deuti. Cat. Breyt, o.fl. LYFTARA Hyster. Steinbock. Cat. o.fl., o.fl. BÁTAVÉLAR BMW. Bukh. Caterpillar. Ford. Cummings, Iveco. Mann. Mercury Mercruiser. Perkins. List- er. Sabb. Volvo-Penta. Renault o.fl. Einnig tilheyrandi varahlutir, s.s. anker, spólur, segulrofar, bendlar, kol, fóör. statorar, spennustilkar o.fl. o.fl. -5- * t LP ■ jV. > '©• , m WmÞ WlM •4 • M m " .■ Óáíí)S"' v- $ 9 w ■ -. < • Q-° í ^ :: 0 ðh < ÁÁ B ILARAF H /C Borgartúni 19, Reykjavik 11 Simi 24700 - 624090 Sturtusápa Rakakrem Raksturshlaup Nuddkrem Sólkrem Svitalyktareyðir Áhrifaríkar - fjölbreyttar snyrtivörur fyrir karlmenn #/#■•••••■ íslensk Hffl Ameríska Tunguháls 11 ■ sími 82700 ______ / Kodak u ■ i i ■ ■ -!H!!-jmC!!!!!JC!!!JC!!!JC!!3CdC^l^^^^^C^C!^^2g|CU^^^JC!!JC!!!!I!!!!JC!3E!JC!!!JC!!!!I!!!!!!!l!!!!J[ mínútum. Opnum k kl. 8.30 ■ ■ ■ in n i 60 LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF Laugavegi 178 - Sími 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) |niiiiiimiiiiiiiiiiiTTTiiim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.