Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. 11 dv Svidsljós 30-50 afsláttur Garóáhöld - útiker - sjálfvökvandi pottar - plastpottar og ýmsar garðvörur ----- Gróörarstöóin sa GARÐSHORN íí við Fossvogskirkjugarð - sími 40500 Gitte ásamt gömlum kærasta á Miami á dögunum. Gitte trú- lofar sig Það er skammt stórra högga í milli í einkalífi hinnar dönsku Birgitte Nielsen eða Gitte eins og hún er köll- uð. Eins og allir vita er hún fyrrum eiginkona Sylvester Stallone. Eftir að hafa jafnað sig á skilnaðinum við Rambo-hetjuna hitti hún Mark nokk- um Gastineau og áttu þau saman lít- inn dreng. Þau bjuggu saman um hríð og virt- ist sambandið ganga vel. En í byrjun sumars tilkynnti hún að shtnað hefði upp úr sambandinu og að hún væri flutt með litla drenginn burt af heim- ilinu. Og við fyrsta tækifæri flaug hún til Miami til að heimsækja gaml- an kærasta sem hún hefur haldið vinskap við. Það er spænskur söngv- ari og hjartaknúsari, Bertin Os- borne, sem býr í villu sinni á Flórída. En Gitte tók það skýrt fram að þau væru bara góðir vinir og að ekkert alvarlegt væri á milli þeirra. Bertin ku hafa boðið mæðginunum til sín er hann frétti að Gitte ætti í vand- ræðum. Hún gaf einnig út yfirlýsing- ar þess efnis að nú myndi hún hvíla sig á karlmönnum. Ekkert ástarsam- band á næstunni, takk. En ljóskan stóð nú ekki lengi við þau fyrirheit. Nú í lok vikunnar op- inheraði hún trúlofun sína og dansks kvikmyndaframleiðanda, Sebastian Copeland. Ekki fylgir sögunni hvem- ig þau kynntust en skötuhjúin slógu upp gríðarlegri veislu á eyjunni Möltu þar sem sjór, sól og kampavín var í fyrirrúmi. Trúlofunin fór fram í lítilli kapellu. Hin lukkulegu hafa ekki tilkynnt hvenær þau hyggjast ganga í það heilaga en þess er nú beðið með mik- illi eftirvæntingu. Eftir að upp úr sambandi hennar og Marks shtnaði lýsti Gitte því yfir að Mark hefði kynnst henni sem konu á framabraut sem ætlaði sér að ná enn lengra. Segir hún hann hafa fallið fyrir dugnaði hennar og frama. En svo þegar leið á samband- ið varð hann afbrýðisamur út í hana og störf hennar og vildi að hún væri bara heima að hugsa um heimihð. Þvílíkar skipanir voru Gitte ekki að skapi en hún segist hafa reynt allt hvað hún hafi getað til að bjarga sam- bandinu. En aht kom fyrir ekki. Gitte hyggst bráðlega gefa út eigin hljómplötu og einnig er kvikmynda- tilboð í sigtinu. En nú prýðir lítill guhhringur baugfmgur... öötyTesNAKe & Forsala aðgöngumiða i® Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96, Steinar, Austurstræti, Alfabakka 14, Glæsibæ, Rauðarárstfg 16 og Eiðistorgi. Hafnarfjórður: Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgames: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. Elnnlg er hægt að panta aðgöngumiða í síma 91-667556. Munlð: Fluglelðlr velta 35% afslátt af verðl fíugferða gegn framvísun aðgöngumlða að risarokktónleihunum. Miðaverð nú kr. 2.950,- Eftir 1. ágúst kr. 3.500,- Allir sem kaupa miða fýrir 1. ágúst verða sjálfkrafa með í rokkleik. ÓKEYPIS Á DONNINGTON? Kauptu strax aðgöngumiðann að risarokktónleikum Whitesnake og Quireboys í Reiðhöllinni 7. september. Ferð þú til Donnington höfuðstaðar þungarokkaranna - á Monst- ers of Rock hátíðina 1990? Kauptu strax miðann þinn á Whitesnake og Quireboys og freistaðu gæfunnar. Hún gæti verið með þér! Aðalvinningur Ferð fyrir tvo á Donning- ton rokkhátíðina í Eng- landi 18. ágúst. White- snake verða þar aðal- númerið. Quireboys leika þar einnig, svo og Poison og Aerosmith. Fjöldi aukavinninga 100 aukaverðlaun verða veitt í risarokk- leiknum. Hljómplötur og geisladiskar með Whitesnake og Quireboys og bolir frá báðum hljómsveitunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.