Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. Skák Fjórir íslendingar tóku þátt í heimsmeistaramóti bama, sem lauk í Fond du Lac í Bandaríkjun- um fyrir stuttu, og náðu prýðis- góðum árangri. í flokki 10 ára og yngri varð Jón Viktor Gunnarsson í 6. sæti ásamt fleirum af 28 kepp- endum; í flokki 10-12 ára varð Arn- ar Gunnarsson í 23. sæti af 35 kepp- endum; í stúlknaflokki, 14 ára og yngri, varð Hmnd Þórhallsdóttir í 20. sæti af 29 keppendum og loks deildi Helgi Áss Grétarsson 5. sæti í opnum flokki 14 ára og yngri en þar tefldu 42 skákmenn. Bróðir hans, Andri Áss Grétarsson, var fararstjóri íslendinganna en Slát- urfélag Suðurlands, Sjóklæðagerð- in og Ágúst Armann hf. styrktu þá til fararinnar. Mesta athygli vakti keppni í opn- um flokki, 14 ára og yngri, en þar sigraði engin önnur en Judit Polg- ar, sem fagnaði 14 ára afmælisdegi sínum 23. júlí sl. Það hefði komið miög á óvart ef Judit hefði ekki sigrað - sumir spá því að hún eigi einhvem tíma eftir að tefla um „al- vöru“ heimsmeistaratitilinn. íslensku ungmennin taka skák- ina föstum tökum og virðast gera sér grein fyrir því að hæflleikamir einir og sér nægja ekki til árangurs - skákin krefst þrotlausrar vinnu eins og aðrar listgreinar. Piltamir stunda skákina að jafnaði í 2-3 stundir daglega og með sama áframhaldi verður ekki langt að bíða þess að þeir skáki stórmeistur- unum. Lítum á handbragð Helga Áss en þær fáu skákir sem ég hef séð eftir hann frá mótinu era ljómandi vel tefldar. Hér á hann í höggi við franskan pilt sem fer heldur geyst. Helgi tekur hraustlega á móti, nær gagnsókn og skiptir í hagstætt endatafl eftir mistök mótherjans. Aftur verður mótherjanum á í messunni og með „smáfléttu" vinnur Helgi peð og skákina skömmu síðar. Hvitt: Mathe (Frakklandi) Svart: Helgi Áss Grétarsson Pirc-vörn 1. e4 d6 2. d4 RfB 3. Rc3 g6 4. f4 Bg7 5. Rf3 c5 6. dxc5 Da5 7. Bd3 Nigel Short knúði fram sigur í jafnteflisstöðu gegn Mikhail Gurevits í lokaumferðinni í Manila og komst þar með áfram í áskorendaeinvígin. endaeinvígin. Hann tefldi við so- véska stórmeistarann Mikhail Gurevits í lokaumferð millisvæða- mótsins í Manila. Gurevits hafði hvítt í skákinni og nægði jafntefli til að komast áfram en Short þurfti að vinna. Byrjun skákarinnar gaf ekki til- efni til bjartsýni fyrir Shorts hönd, því að Sovétmaðurinn tefldi svon- efnt „uppskiptaafbrigði" af franskri vörn - alræmt jafnteflis- vopn. En Short var ekki á þeim buxunum að sættast á skiptan hlut. Þrátt fyrir jafnteflislegt yflrbragð stöðunnar tefldi hann áfram og þar kom að hann fékk tækifæri. Með skemmtilegri peðsfórn náði hann að komast inn fyrir víglínuna og eftir grófan afleik hrundi staða Gurevits í nokkram leikjum. Þar með er Gurevits úr leik en Short teflir í áskorendakeppninni í annað sinn. Viö skulum renna yfir þessa mikilvægu sigurskák Englendingsins þar sem sterkar taugar ráða úrslitum. Hvítt: Mikhail Gurevits Svart: Nigel Short Frönsk vörn 1. d4 e6 2. e4 d5 3. exd5 exd5 4. Rf3 Bg4 5. h3 Bh5 6. Be2 Bd6 7. Re5 Bxe2 8. Dxe2 Re7 9. 0-0 (W) 10. Bf4 He8 11. Dg4 Bxe5 12. Bxe5 Rg6 13. Bg3 Rd7 14. Rd2 RfB 15. Df3 c6 16. Db3 Db6 17. Dxb6 axb6 18. a3 Re4 19. Rxe4 Hxe4 20. Hfdl b5 21. Kfl f4 22. f3 He6 23. Hel Kf7 24. Hxe6 Kxe6 25. Hel + Kd7 26. Ke2 h5 27. Kd3 h4 28. Bh2 Re7 29. Bf4 Rf5 30. Bd2 b6 31. He2 c5 32. Be3 Heimsmeistaramót bama: Góð frammi- staða íslendinga - fádæma keppnisharka kom Short í áskorendaeinvígin Dxc5 8. De2 0-0 9. Be3 Da5 10. h3 Fjölmargar skákir hafa teflst með 10. 0-0 Bg4 en síðasti leikur hvíts hindrar leppun riddarans, auk þess sem hvítur gæti hrókað á drottn- ingarvæng. Polgar-fjölskyldan hef- ur verið einkar sigursæl með þess- ari leikaðferð og reynslan hefur sýnt að svartur á margs að gæta. 10. - Rh5 Eftir 10. - e5 11. 0-0-0 Rh5 12. f5! Rg313. Del Rxhl 14. g4! vann Soffia Polgar (miðsystirin) laglegan sigur gegn Hollendingnum van Wely í Wijk aan Zee í ár. Skákin tefldist áfram 14. - gxf5?! 15. gxf5 Dd8 16. Bc4 Kh8 17. Rg5 Bh6 18. Dh4 Bxg5 19. Bxg5 f6 20. Bh6 Rd7 21. Hgl De7 22. Dg4 og svartur gafst upp. Helgi hyggst strax færa sér í nyt „holuna“ sem myndast hefur á g3. 11. Kf2 Rc6 12. g4 RfB Riddarinn hefur orðiö að hrökkl- ast til baka og svartur hefur kastað tveimur leikjum á glæ. Honum er þó nokkur huggun í því að hvíti kóngurinn er heldur klæðlítill í norðanáttinni og fær ekki leitað skjóls á drottningarvæng. 13. f5?! Þessa framrás hefði mátt und- irbúa betur. Nú nær Helgi að opna taflið og notfæra sér bága stöðu hvíta kóngsins. 13. - d5! 14. exd5 Svarið við 14. e5 yrði 14. - Re4 +! með góðu tafli á svart. 14. - Rb4! 15. Bd4 Rbxd516. g5? Rf4? Hvítur lagði of mikið á stöðuna með síðasta leik og með 16. - Rh5 heföi svartur átt vænlegt tafl. Helgi vill meira og fómar peði en afleið- ingamar em óljósar. 17. Dxe7 R6d5 18. Rxd5 Bxd4+ 19. Rxd4 Dd2 + Eftir 19. - Dxd5 20. De4 bægir hvítur hótununum frá. 20. Re2? Slakur leikur. Eftir 20. Kf3! Rxd5 21. De4 á svartur enn eftir að sýna fram á réttmæti peðsfómarinnar, því aö 21. - Rb4 má svara með 22. De3 og knýja fram drottningakaup. 20. - Rxd5 21. De5 Rb4! Nú er ljóst að svartur vinnur peð- ið aftur með betri stöðu. 22. De3 Dxe3+ 23. Kxe3 He8+ 24. Kd2 Rxd3 25. cxd3 Bxf5 26. Rg3 Be6 27. Re4 Kg7 28. a3 Had8 29. Ke3 Bf5 30. Hadl? Skák Jón L. Árnason 30. - Hxd3+! 31. Hxd3 Bxe4 Hvítur kemst ekki Fýá peðstapi og Helgi teflir hróksendataflið af miklu öryggi. 32. Hcl Bxd3+ 33. Kxd3 He7 34. b4 h6 35. gxh6+ Kxh6 36. a4 f5 37. b5 b6 38. Hal Kh5 39. a5 bxa5 40. Hxa5 Kh4 41. Ha6 g5 42. Hh6+ Kg3 43. Hg6 Kf4 44. b6 axb6 45. Hxb6 He3+ Og hvítur gafst upp. Short áfram - Gurevits úr leik Enska stórmeistaranum Nigel Short tókst með fádæma keppnis- hörku að komast áfram í áskor- 32. -b4! 33. axb4 c4 + ! 34. Kc3 Ef 34. Kd2 Ha2 35. Kcl Hal+ 36. Kd2 Hbl 37. Kc3 Rd6 og vinnur peðið aftur með betri stöðu. 34. - Rd6 35. Hel Ha4 36. Kd2 Hxb4 37. Hal? Taugaspennan segir til sín. Betra er 37. Kcl Ha4 38. Kbl en svartur hefur yfirhöndina. 37. - Hxb2 38. Ha7+ Ke6 39. Hxg7 b5 40. Bf2 b4 41. Kcl c3 42. Bxh4 Rf5 Og Gurevits gafst upp. Eftir 43. Hh7 Re3 fellur á c2 og hann ræður ekki við svörtu frelsingjana. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.