Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 38
50 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. Afmæli Sigurður Sigurmundsson Sigurður Sigurmundsson, bóndi og fræöimaður í Hvítárholti í Hruna- mannahreppi, verövu- sjötíu og fnnm áraámorgun. Sigurður fæddist á Breiðumýri í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp til tíu ára aldurs en flutti þá meö foreldrum sínum í Laugarás í Biskupstungum þar sem faðir hans var læknir sjö næstu ár. Fimmtán ára fór Sigurður í íþróttaskólann í Haukadal og stund- aði þar nám í tvo vetur. Hann stund- aði síðan nám við Samvinnuskólann í Reykjavík í einn vetur og lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum eftir einn vetur. Sigurður hóf búskap í Hvítárholti árið 1942 og bjó þar í fjörutíu og fimm ár, eða til ársins 1987. Sigurður er þekktur áhugamaður um íslenskar fomsögur og hefur skrifað um þærfjölda fræðigreina í blöð og tímarit en sl. haust kom út bók hans, Sköpun Njálssögu. Sigurður hóf sjálfsnám í spænsku árið 1953 og hefur síðan, af eigin rammleik eingöngu, stundað nám í spænskri tungu. Hann sat konungs- veisluna er Jóhann Karl Spánar- konungur heimsótti Island í fyrra og færði þá konungi bók sína, Spænsk-íslenska orðabók, þá einu sem samin hefur verið og gefin út hérálandi. Þá var Sigurður helsti hvatamað- ur að samantekt og útgáfu Galtar- ættarinnar og hóf reyndar sj álfur þá samantekt. Hann sat um árabii í bókasafnsstjóm Hrunamanna- hrepps og var formaður hennar og sat í stjóm Veiðifélags Árnesinga 1967-73. Sigiu-ður kvæntist 13.7.1943 Elínu Kristjánsdóttur, f. 7.9.1917, hús- freyju, en hún er dóttir Kristjáns Loftssonar, bónda í Haukadal og síð- an á Felli í Biskupstungum, og Guð- bjargar Greipsdóttur frá Haukadal, systur Sigurðar skólasijóra. Sigurður og Elín eignuðust átta Döm: Þau em Sigurður, f. 24.10. 1942; Anna Soffía, f. 31.8.1944; Krist- ján, f. 28.1.1946; Guðbjörg, f. 12.12. 1947; Sigríöur Halla, f. 12.8.1953; Kolbeinn Þór, f. 27.3.1956; Guð- mundur Geir, f. 17.5.1958, ogHild- ur, f. 26.4.1961. Sigurður átti fimm alsystkini sem upp komust, þijár systur og tvo bræður, og auk þess tvo hálfbræð- ur, samfeðra. Ein systir Sigurðar er látin og annar hálfbróðir hans. Foreldrar Sigurðar vom Sigur- mundur Sigurðsson, f. 24.11.1877, d. 14.11.1962, héraðslæknir, ogkona hans, Kristjana Anna Eggertsdóttir, f. 24.11.1894, d. 20.8.1932, húsmóðir. Sigurmundur var sonur Sigurðar, steinsmiðs í Bræðraborg í Reykja- vík, bróður Bjama, langafa Einars Hauks hagfræðings, fóður Sólveigar leikkonu. Sigurður var einnig bróð- ir Guðrúnar, langömmu Hilmars Guðlaugssonar, formanns bygging- amefndar Reykjavíkurborgar, og Gylfa Thorlacius hrl. Þá var Guðrún langamma Eyrúnar, ömmu Magn- úsar Kjartanssonar tónlistarmanns. Sigurður var sonur Sigurðar, b. í Gelti í Grímsnesi, ættfoður Galtar- ættarinnar, Einarssonar. Móðir Sig- urðar í Gelti var Guðrún Kolbeins- dóttir, prests og skálds í Miðdal, Þorsteinssonar en meðal afkom- enda hans má nefna Einar Jónsson myndhöggvara, Alfreð Flóka mynd- listarmann, Mugg, Pétur Sigur- geirsson biskup og Tryggva Ófeigs- son útgerðarmann. Móðir Sigurðar steinsmiðs var Ingunn Bjarnadóttir. Móðir Sigurmundar var Sigríður, dóttir Ögmundar, b. á Bíldsfelli í Grafningi, Jónssonar, hreppstjóra og silfursmiðs á Bíldsfelli, Sigurðs- sonar, ættföður Bíldsfellsættarinn- ar. Kristjana Anna var dóttir Eggerts Jochumsspnar, kennara og sýslu- skrifara á ísafirði, bróður Matthías- ar þjóðskálds. Eggert var sonur Jochums, b. í Skógum í Þorskafirði, Magnússonar. Móðir Jochums var Sigríður, dóttir Ara Jónssonar, b. á Reykhólum, og konu hans, Helgu Ámadóttur, prests í Gufudal, Ólafs- sonar, lögsagnara á Eyri, Jónsson- ar, langafa Jóns forseta og Jens rektors, langafa Jóhannesar Nordal. Móðir Eggerts Jochumssonar var Þóra, systir Guörúnar, ömmu skáld- anna Herdísar og Ólinu Andrés- dætra. Þóra var einnig systir Guð- mundar, prests og alþingismanns á Kvennabrekku, fóður Theodóm skáldkonu, móður Guðmundar Thoroddsens, læknaprófessors og yfirlæknis. Guðmundur á Kvenna- brekku var einrdg faðir Ásthildar, móður Muggs og ömmu Péturs Sigurður Sigurmundsson. Thorsteinssonar sendiherra. Móðir Önnu Kristjönu var Guð- rún, systir Kristínar, móður Sigurð- ar, skólastjóra á Laugum, Gísla rit- stjóra og Filippíu skáldkonu (Hug- rúnar) Kristjánsbarna, en sonur Hugrúnar er Helgi Valdimarsson læknir. Guðrún var dóttir Kristjáns, b. í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, Jónssonar og Sólveigar Jónsdóttur, b. í Syðra-Garðshomi, Jónssonar. Sigurður verður ekki heima á af- mælisdaginn. r 1 OLYMPUS Myndavélar Frábær gæði VÖNDUÐ VERSLUN alens 09 Ti OL HVERAGERÐI Opið alla virka daga kl. 13-20, alla fridaga kl. 12-20. Þorbjörg Gísladóttir Þorbjörg Gísladóttir húsmóðir, Austurgötu 37, Hafnarfirði, varð fertug í gær. Hún er fædd í Hafnar- firði og ólst upp í Innri-Njarðvík. Þorbjörg lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Selfoss 1968 og hef- ur verið á kvöldnámskeiðum í Fjöl- brautaskóla Suöurlands á Selfossi. Hún var skrifstofumaður í Mjólkur- búi Flóamanna á Selfossi til 1989. Þorbjörg hefur starfaö lengi í JC- hreyfingunni og var formaður For- eldrafélags bamaskólans á Selfossi. Sambýlismaður Þorbjargar er Steindór Gunnarsson, f. 14. apríl 1954, verkstjóri í Hraðfrystistöðinni í Rvík. Foreldrar Steindórs em: Gunnar Ástvaldsson, d. 13. júh 1984, sjómaður í Hafnarfirði, og kona hans, Svanfríður Eyvindsdóttir. Dætur Þorbjargar af fyrra hjóna- bandi em: Steinunn Rán, f. 6. ágúst 1971, hárskurðamemi; Guðfinna Sif, f. 30. janúar 1975, og Dagný Ösp, f. 26. júní 1981. Sonur Þorbjargar og Steindórs er Þorsteinn Árni, f. 6. júní 1989. Sonur Steindórs frá fyrra hjónabandi er Gunnar Svanur, f. 1. júní 1978. Systkini Þorbjargar em: Haukur Arnar, f. 17. apríl 1947, ljós- myndari og starfsmaður Fasteigna- mats ríkisins á Selfossi, kvæntur Kristínu Pétursdóttur bankastarfs- manni; Gunnþór, f. 8. maí 1948, hús- vörður barnaskólans á Selfossi, kvæntur Ehsabetu Sigurðardóttur kennara; Vígsteinn Sólberg, f. 22. júní 1949, málarameistari á Selfossi, sambýhskona hans er Fjóla Bach- mann matráðskona; Einar Þór, f. 26. september 1954, bifreiðasmiður í Rvík, kvæntur Emu Eggertsdóttur, og Ragnar, f. 17. mars 1956, húsa- smíðameistari á Selfossi, kvæntur Lísbetu Nilsdóttur fóstru. Foreldrar Þorbjargar eru: Gísh Einar Guðnason, f. 25. ágúst 1925, d. 6. janúar 1981, húsvörður á Sel- fossi, og kona hans, Jóna Þómnn Vigfúsdóttir, f. 30. mars 1919, starfs- maður Pósts og síma. Gísli var son- ur Guðna, múrarameistara á Sel- Eygló Bryndal Óskarsdóttir Eygjó Bryndal Óskarsdóttir, verk- stjóri í Hampiðjunni, Grettisgötu 31, Reykjavík, er fimmtug í dag. Eygló er fædd í Skorhaga í Brynjudal í Kjós og ólst þar upp hjá ömmu sinni og afa sínum (Ingveldi Guðfmnu Baldvinsdóttur og Júhusi Þórðar- syni). Hún gekk í barna- og ungl- ingaskólann þar í sveit og hefur unnið í Hampiðjunni síðustu tutt- ugu árin. Eygló giftist 18. október 1958 Steinólfi Jóhannessyni. Þau shtu samvistmn 1983. Maður Eygló- ar er Kristinn Th. Holm, f. 14. maí 1937, bifvélavirki. Foreldrar Krist- ins em: Bogi Th. Holm og Fanney Ámadóttir. Böm Eyglóar og Stein- ólfs em: Jóhannes Steinólfsson, f. 21. mars 1961, sjómaður í Vest- mannaeyjum, kvæntur Bám Sveinsdóttur, f. 1. maí 1960, böm þeirra em: Aðalbjörg Jóhanna Þor- láksdóttir, f. 17. júní 1982 (stjúp- barn), Hjördís Inga Jóhannesdóttir, f. 16. april 1983, móðir hennar er Edda Gerður Guðmundsdóttir, og Þóra Birgit Jóhannesdóttir, f. 15. desember 1988; Ástríður Björg Steinólfsdóttir, f. 17. júní 1962, hús- móðir í Rvík, gift Hermanni Þór Jónssyni, f. 16. nóvember 1960, böm þeirra em: Eygló Hcdla Hermcmns- dóttir, f. 15. júní 1981, Þórey Björg Hermannsdóttir, f. 22. júlí 1984, Eygló Bryndal Óskarsdóttir. ' Hanna María Hermannsdóttir, f. 21. október 1988, og Davíð Helgi Her- mannsson, f. 24. mars 1990; og Ey- steinn Þór Bryndal Steinólfsson, f. 9. febrúar 1974, nemi. Systkini Eyglóar eru: Bima, f. 13. maí 1942, Ingvar, f. 13. september 1943, Eyrún, f. 5. október 1944, Már, f. 21. nóvemb- er 1945, Sigurður, f. 4. maí 1947, Birg- ir, f. 15. mars 1951, Komína, f. 10. júní 1956, og Erla, f. 13. mars 1959. Foreldrar Eyglóar em: Óskar Benediktsson, f. 17. október 1918, og kona hans, Magnea Þóra Guðjóns- dóttir, f. 22. apríl 1921. Eygló verður aðheimanídag. fossi, Þorsteinssonar, b. á Bæ í Lóni, Vigfússonar. Móðir Gísla var Þor- björg Einarsdóttir, húsmanns í Bakkagerði í Reyðarfirði, Gíslason- ar og konu hans, Halldóru Sveins- dóttur, b. í Holti, Pálssonar. Móðir Halldóru var Katrín Þorkelsdóttir, b. á Kirkjubæjarklaustri, Jónssonar og konu hans, Málmfríðar Bergs- dóttur, prests á Prestbakka, Jóns- sonar. Móðir Málmfríðar var Katrín Jónsdóttir eldprests Steingrímsson- ar. Jóna er dóttir Vigfúsar, b. á Stóru-Hvalsá, Guðmundssonar, b. á Stóru-Hvalsá, Nikulássonar, b. í Pjötlu á Búðum á Snæfellsnesi, Bárðarsonar. Móðir Guðmundar var Sigríöur Loftsdóttir. Móðir Vig- fúsar var Sólbjörg Jómnn Vigfús- dóttir, b. í Bakkaseli, Vigfússonar, b. á Hraunhöfn í Staðarsveit, Jóns- sonar. Móðir Vigfúsar í Bakkaseh var Vigdís Illugadóttir Einarssonar. Móðir Sólbjargar var Helga Jóns- dóttir, vinnumanns á Brunngih, Þorbjörg Gisladóttir. Bjarnasonar. Móðir Jónu var Stein- unn Jónsdóttir, húsmanns á Kirkju- bóh, Jónssonar, b. í Tungugróf, Guðbrandssonar. Guðmundur Guðmundsson, Holtsgötu 19, Hafnarfirði. Siguijón Einarsson, Ásgarði 10, Neskaupstaö. Sigurður Magnússon, Laulbrekku 27, Kópavogi. Hrynjar Friðleifsson, Ásvegi9, Dalvík. Hrafnhildur Pedersen, Grandavegi 42, Reykjavík. Þorsteinn Sigurðsson, Lækjargötu 14, Hafnarfirði. Guðfinna Guðlaugsdóttir, Greniteigi 51, Keflavík. Veiga Guðmundsdóttir, Túngötu 9A, Eskifirði. Hjördis Hjörleifsdóttir, Brekkubraut 14, Akranesi. Þórunn Bergsteinsdóttir, Grettisgötu 35B, Reykjavík. 60 ára Jóhannes Hjálmarsson, Seljahlíð lll, Akureyri. Hrefha Hannesdóttir, Svarthömmm 7, Reykjavík. ÓlöfJóhannadóttir, Hliðarvegi 3, Kópavogi. Steinunn Anna Óskarsdóttir, Fehsmúla 13, Reykjavík.: Smári Baldvinsson, Borg, Reykhólahreppi. Guðmundur Finnsson, Hóli, Norðurárdalshreppi. Sigurður Magnússon, Strandaseh 7, Reykjavík. Ingimundur Sigurðsson, Hlíðarvegi 29, Ólafsfirði. Örn Ármann Jónsson,: : Fálkakletti 9, Borgarnesi. Davíð Jóhannesson, Ljárskógum 26, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.