Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 8
Hinhliðin LADGARDAGUR 4. MAÍ 1991. 8 Vinnum fyrir Áfríku Þróunarhjálp Folk til Folk reisir heimavistarskóla/barnabæ á hæðardragi fyrir utan Luanda, með útsýni yfir Cauacoflóa og Atlantshafið. 10 manna hópur ungmenna frá Norðurlöndunum á að taka þátt i uppbyggingunni. Verkefnin verða meðal annars þessi: - Hugsa um velferð barnanna: mat, fatnað, heilbrigði. - Leiðbeina um landbúnað og byggingar. - Standa fyrir átaki í heilbrigðismálum í þorpunum i grenndinni. Fyrri menntun skiptir ekki máli. Áður en farið verður til Afriku er efnt til undirbúningsnámskeiðs í Den rejsende Hejskole i Danmörku. Þátttakendur kosta námið sjálfir. I Afriku- dvölinni fá þátttakendur ókeypis fæði og húsnæði og greidda vasapen- inga. Starfið hefst 1. október. Hringið i sima 90 45 42 99 55 44 og fáið nánari upplýsingar eða skrif- ið til: U-landshjælp fra Folk til Folk, Tástrup Valbyvej 122, 2635 Ishoj, Danmark c LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar 220 kV Búrfellslínu 3 (um 24 km frá Sand- skeiði að Hamranesi) í samræmi við útboðsgögn BFL-14. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 26. apríl 1991 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleit- isbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3000,-. Framkvæma skal jarðvinnu í 64 turnstærðum, sem tengist niðursetningu á undirstöðum og stagfestum, og koma fyrir bergboltum. Heildarverklok eru 15. september 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en föstudag- inn 17. maí 1991 kl. 12.00 en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 13.30 að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. Omega-3 duft Omega Dry n-3 Nú á íslandi Færð þú nóg af fjölómettuðum omega-3 fitusýrum sem eru líkamanum lífsnauðsynlegar? Borðar þú lítið af fiski? Ef svo er þá höfum við ráð við því. Omega Dry n-3, sem inniheldur 30% omega-3, er nú fáanlegt í duft- og pilluformi. Bæta má Omega Dry n-3 í matvæli, t.d. brauð (Omega brauð), kökur og annan kommat, ungbamamat, jógúrt, súrmjólk, kjötbollur, súpuduft, pizzur o.fl. Bættu einum skammti af Omega Dry n-3 í jógúrtina og þú færð dagskammt af omega-3 fitusýrum og því fylgir ekkert auka- né eftirbragð. Fæst í apótekum og heilsuvömbúðum. Fiskafurðir hf„ Skipholti 17, 105 Reykjavík, Sími: 91-672280 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Stjómmálamenn ekki í uppáhaldi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er meöal nýrra þingmanna og kvenna sem kosin voru í síöustu kosning- um. Ingibjörg er sagnfræðingur að mennt og hefur setiö í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 1982 til 1986, fyrst fyrir Kvennaframboðiö en síðan fyrir Kvennalistann. Ingi- björg sagði í samtali viö DV að þaö legðist vel í hana aö taka sæti á Alþingi og taka þar til hendinni. Ingibjörg ætlar að sýna lesendum DV hina hliðina á sér. Fullt nafn: Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Fæðingardagur og ár: 31. desember 1954. Maki: Hjörleifur Sveinbjörnsson. Börn: Sveinbjöm, 8 ára, og Hrafn- kell, 5 ára. Bifreið: Lada Samara árgerö 1987. Starf: Þingkona. Laun: Þau hafa verið lítil sem eng- in en það stendur til bóta býst ég við. Áhugamál: Samskipti við annað fólk, kvennapólitík og kvennasaga. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Eg hef ekki spilaö í óratíma en held að ég hafi mest fengið eina rétta. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að tala við víðsýnt og lífs- reynt fólk og aö vera með fjöl- skyldu minni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Aö tala við þröngsýnt og for- dómafullt fólk og að vaska upp. Uppáhaldsmatur: Kínversk lúða að hætti Hjörleifs og lasagna eins og ég bý til. Uppáhaldsdrykkur: Ef miöað er við magn þá er það tvímælalaust kaffi. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Þó ég fylgist lítið með íþróttum hef ég hrifist af dugnaði og hörku Guðríðar Guð- jónsdóttur, handboltakonu í Fram. Uppáhaldstímarit: Tímaritið Vera. HVer er fallegast karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Þó ég hafi séð marga'fallega karlmenn þá hafa þeir ekki hrifiö mig svo að ég muni sérstaklega. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Andvíg. Hvaða persónu langar mig mest til að hitta? í augnablikin langar mig mest aö hitta Sigurveigu Guö- mundsdóttur í Hafnarfirði sem ég veit að er fjölfróð og víðsýn. Uppáhaldsleikari: Klaus Maria von Brandauer. Uppáhaldsleikkona: Simone Sig- noret. Uppáhaldssöngvari: Björk Guö- mundsdóttir og Andrea Gylfadótt- ir. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Stjórnmálamenn eru ekki í uppá- haldi hjá mér og ekki um margar góöar fyrirmyndir á því sviöi að ræða. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bleiki pardusinn. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horíi mest á fréttir en breskir framhalds- þættir eru oft býsna góöir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Ég lít svo á að hér sé ekki varnarlið. Hér er amerísk herstöð og ég er henni andvíg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta lítið á útvarp og þá helst á gömlu gufuna. Upphaldsútvarpsmaður: Viðar Eggertsson og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða á Stöð 2? Sjónvarpið því ég á engan afruglara. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng- inn sérstakur. Uppáhaldsskemmtistaðuur: Heim- ili mitt í góðra vina hópi. Ég fer afar sjaldan út að skemmta mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Glímu- deiíd Ármanns. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni að því að reyna að standa við í starfi þær væntingar sem kjósendur mínir hafa til mín. Svo stefni ég að því að vera góður uppalandi. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla að vera með sonum mínum í sumar og sjálfsagt fórum við eitthvaö út á land þó það sér ekkiskipulagtenn. -Pá Matgæðingur vikunnar DV Suðræn súpa og gr-illaður saltfiskur „Ég hef mikið dálæti á ítölskum og suðrænum mat og fannst tilvalið að benda á slíka uppskrift í tilefni komu forseta Ítalíu hingað til lands,“ sagði Sigrún Karlsdóttir húsmóðir í samtali við DV en Sigrún tók áskorun dóttur slhnar um aö vera matgæðingur vik- unnar aö þessu sinni. Sigrún og maður hennar hafa oft dvalið á Ítalíu um lengri og skemmri tíma og því kynnst matargerð þar- lendra frá fyrstu hendi en þeirra matarsiðir falla þeim hjónum sérlega vel í geð. Sigrún segist fyrst og fremst hafa lært af sjálfri sér að búa til mat og því að elda fyrir stórt heimili í mörg ár Suðræn súpa 50 g smjör 1 laukur 'Á rauö paprika /i græn paprika 1 hrá kartaila Timian og lárviöarlauf eða 1 poki Bouquet Garais Salt og pipar V, flaska hvítvín (má vera meira) 2 meðalstórir lúðubitar 200 g hörpuskelfiskur 200 g rækjur eöa humar 200 g kræklingur 1 peli rjómi Zi lítri fisksoö Smjöriö brætt, laukur og paprika ásamt kartöflu saxað og látiö krauma og kryddi bætt í. Hvítvíniö sett í og soðið niður. Þá er fisknum bætt í og soðið í 5-10 mínút- ur. Hörpudiskurinn settur í og soðið í 2 mínútur í við- bót. Þá er rjóminn og rækjumar sett út í. Eins og sjá má er þetta kjamgóð og matarmikil sjáv- arréttasúpa að suðrænum hætti. En ef einhver er ekki saddur kemur hér uppskrift að glóðuðum saltfiski. Saltfisksæla 1 saltfiskflak útvatnað 2 grænar paprikur Sigrún Karlsdóttir. 1 meðalstór laukur 2-3 tómatar Saltfiskurinn er settur í ofn og stillt á grill. Á meðan er paprikan, laukurinn og tómatarnir kraumaö á pönnu í ólífuolíu. Þegar saltfiskurinn er tilbúinn, eftir ca. 15 mínútur, er hann penslaöur meö hvítlauksolíu og síöan borinn fram með grænmetinu og soönum kartöflum. Þetta segir Sigrún að njóti mikilla vinsælda á sínu heimili og því vill hún deila þessari þjóðlegu en jafnframt suðrænu uppskrift með lesendum DV. „Ég ætla aö skora á systur mína Hörpu Karlsdóttur og Mike sambýlismann hennar að sjá um næstu upp- skrift. Ég veit að þau eru listakokkar, bæði tvö,“ sagði Sigrúnaðlokum. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.