Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991. Sérstæö sakamál Látna konan í fom- munaversluninni Wilfred Bull féll alveg saman þegar hann frétti aö konan hans hefði fund- ist látin í fornmunaversluninni þeirra. Hann varð meira að segja svo utan við sig að hann fór í sturtu í öllum fótunum. Lögreglan sagöi þó ekkert við því enda hagar fólk sem verður fyrir áfalli sér stundum ein- kennilega. „Hún mamma þín varð eftir til að loka versluninni,“ sagði Wilfred Bull við sautján ára gamlan son sinn, Charles, þegar hann kom heim úr skólanum. Fjölskyldan bjó í stóru einbýlishúsi sem stóð í miðjum, stórum garði fyr- ir utan Coggeshall á Englandi. Bær- inn er nokkuð fyrir utan London og kunnur fyrir fornmunaverslanirnar sem þar eru. Og það var ekki eins- dæmi að Patsy Bull, sem stóð á fer- tugu, yrði eftir til að loka verslun- inni. Wilfred. Látin í vöru- geymslunni Þetta síðdegi hafði verið haldin veisla fyrir góða viðskiptavini því verslunin var nýbúin að fá stóra sendingu af austurlenskum forn- munum. Margir gestanna höíðu ver- ið ríkir safnarar og salan haíði geng- ið vonum framar. Charles sat um hríð heima og beið eftir móður sinni en þegar hún kom ekki ók hann til verslunarinnar til að huga að henni. Þegar hann var kominn inn um dyrnar kallaði hann á hana en fékk ekkert svar. Þá gekk hann inn í vörugeymsluna þar sem voru vörur fyrir jafnvirði tugi millj- óna króna. Þar fann hann móður sína látna. Hafði blætt úr höföi henn- ar og við nánari athugun sá hann að hún var látin. Eftir að lögregla og sjúkraliðar komu á staöinn ákvað Charles að fara heim. Hann vildi vera hjá fóður sínum þegar hann fengi fréttina. Wilfred hlustaði á frásögn sonarins en féll siðan alveg saman um stund. Svo fékk hann sér nokkra sopa af sterku víni og bað son sinn um að aka sér til verslunarinnar. Vitni yfirheyrð Lögreglan hóf nær samstundis rannsókn. Var í fyrstu talið hugsan- legt að frú Bull hefði fallið úr stiga í vörugeymslunni og hlotið slæman höfuðáverka. En þegar Wilfred stað- festi að ekki væri allt þaö fé í pen- ingaskápnum sem í honum ætti að vera var ekki hægt að útiloka að ræningjar hefðu verið á ferð og kom- ið hefði til átaka mHli frú Bull og þeirra. Feðgamir héldu aftur heim eftir nokkra stund. Ekki leið þó á löngu þar til rannsóknarlögreglumenn komu til að ræða við þá. Það vakti athygli þeirra aö Wilfred Bull tók á móti þeim í rennvotum fötum. „Ég þurfti að fara í kalda sturtu," sagði hann og baöst síðan afsökunar á því að hann hefði farið í hana í öUum fótunum. Rannsóknarlög- reglumennirnir sögðu hins vegar ekkert því þeir voru vanir því að fólk sem varð fyrir áfalli hegðaði sér ein- kennilega. Er hér var komið sögu lá fyrir að frú Bull hefði verið skotin í höfuðið. Og þar eð ekki var ljóst hvernig dauða hennar hafði boriö að höndum var rætt við eiginmanninn fyrst. Lögreglan hafði þó heyrt frá fólki, sem veriö hafði í nágrenni verslunar- innar þetta síðdegi, að svörtum Volkswagen Golf eða Escortbíll hefði verið ekið frá henni á miklum hraða og hefðu þrír menn verið í honum. Þótti vel koma til greina að þeir hefðu rænt fénu sem vantaði og síðan orðið frú Bull að bana. Áhrifaríkir viðskiptavinir Það hefði ekki verið í fyrsta sinn sem Bullhjónin hefðu verið rænd. Aðeins viku áður höfðu veriö gerðar tvær tilraunir til innbrots í verslun- ina. Þá hafði nokkrum sinnum verið brotist inn í einbýlishúsið þeirra. Blöðin sýndu láti Patsy Bull mik- inn áhuga. Þau Wilfred áttu meðal viðskiptavina sinna margt frægt og ríkt fólk og þannig hafði á sínum tíma birst mynd af þeim með Harold Wilson, fyrrverandi forsætisráð- herra. Margir vinir og viðskiptavinir hjónanna voru yfirheyrðir og nokkr- ir úr hópi blaðamanna skýrðu frá því hvernig Bullhjónin hefðu orðiö jafn efnuö og raun bar vitni. Það voru Wilfred og bróðir hans David sem stofnað höfðu fornmuna- verslunina þegar þeir voru á þrítugs- aldri og hún hafði strax fariö að gefa vel af sér. Forsagan Haust eitt höfðu þeir bræðurnir verið á fasanaveiðum saman og þá hafði David orðið fyrir voðaskoti og látist. Patsy var trúlofuð David þegar hann dó. Hún syrgði hann mjög og það gerði Wilfred bróðir hans líka. Þaö var sem sorgin tengdi þau nánar en áður. Og svo fór að Wilfred erfði hlut bróðurins í versluninni og fyrr- um unnusta bróðurins varð konan hans. Ári eftir slysið voru þau gift. Patsy var glaðlynd kona og opinská. Þau eignuðust tvö börn og urðu með árunum vel efnuð á rekstri forn- munaverslunarinnar. Þá sýndi það sig að Wilfred var hagsýnn og dug- legur fjármálamaður. Árið 1980 brann einbýlishús þeirra til grunna. Það var tryggt fyrir tugi milljóna og fyrir vátrygingarféð gátu þau reist sér nýtt hús sem var enn glæsilegra en þaö sem þau höfðu átt. Þá var það vel búið fallegum munum. Ótrygglyndi Þegar hér var komið sögu fór Wil- fred að halda fram hjá konu sinni. Hjákonan hét Carol og var tólf árum yngri en hann. Patsy var sú síðasta sem komst að ótryggð manns síns. Var þó samband Wilfreds og Carol búið að vera á hvers manns vörum í Coggeshall um tíma. Þegar Wilfred varö loks að við- urkenna fyrir konu sinni að hann Patsy og Wilfred Bull. Einbýlishús Bullhjónanna. Þessi mynd var tekin er Alexandra prinsessa kom í fornmunaverslun Bull- hjónanna. hefði haldið fram hjá henni reiddist Patsy mjög og rifust þau hjón en að lokum fékk hún hann til að lofa sér því að hætta að hitta Carol. Daginn sem Patsy dó, meðan veisl- an í versluninni stóð yfir, vildi svo til að hún gekk fram á skrifstofuna meðan maður hennar var í síman- um. Hann varð ekki var viö hana en hún heyrði að hann var að tala við Carol. Varð henni þá ljóst að maður hennar haföi ekki staðið við þau orð sin að hætta að hitta hjákonuna. Þegar gestimir voru farnir gekk Patsy til manns síns og bað hann um að koma inn á skrifstofuna og ræða við sig. Þar lýsti hún því yfir að hún krefðist þess aö fá skHnað frá honum. Wilfred brást illa við og sagði að hann vildi ekki veita henni skHnað því gerði hann það færi hún fram á helming allra eigna þeirra. Aðdragandinn Um hríð stóðu þau hjón og deildu um hjónaskilnað. Patsy sagðist ekki geta búið lengur með manni sem héldi fram hjá henni fyrir allra aug- um og bætti svo gráu ofan á svart með því að gefa um það heit að hann ætlaði aö hætta að hitta hjákonunan en héldi því engu að síður áfram. Væri ljóst að hann hlyti að vera mjög hrifmn af Carol og greimlegt að eng- inn grundvöllur væri lengur fyrir hjónabandinu. Skyndilega kom Patsy auga á skammbyssu á skrifboröi Wilfreds. Var byssan vafin í kvensokk. „Þetta er sokkur af Carol!“ hrópaði hún og greip um skammbyssuna. í örvæntingu sinni hljóp hún síðan út úr skrifstofunni og inn í vörugeymsl- una og Wilfred hljóp á eftir henni. Skýring sem fékk ekki staðist Ofansagt kom fram þegar yfir- heyrslur héldu áfram í málinu og svo aftur þegar réttarhöldin hófust. í framhaldi af því sagöi Wilfred að kona hans hefði skotið sig af slysni þegar hann hefði reynt aö ná byss- unni af henni. „Ég varö skelfdur," sagði hann, „og tók peninga úr peningaskápnum til þess að þetta liti út eins og rán.“ Skammbyssan, af Smith & Wesson gerð og með hlaupvíddina .35, fannst að tilvísan Wilfreds undir íjöl í gólf- inu heima í bókaherberginu hjá hon- um. Við yfirheyrslur á vinum og kunn- ingjum Bullhjónanna kom fram að vinkona Patsy hafði hringt á heimili hjónanna og spurt um hana þegar hún lá andvana á gólfinu í vöru- geymslunni. Wilfred Bull kom í sím- ann og lýsti því þá yfir að kona hans gæti ekki komið í símann af því hún væri í baði. Þegar Wilfred hafði gefið skýringu sína á aðdragandanum að láti konu sinnar og þegar rannsóknarlögregl- an haföi lokið störfum sínum var honum skýrt frá þvi að hann gæti ekki hafa sagt satt. „Það getur enginn skotið sig í aft- anvert höfðuðið af eins til tveggja metra færi, herra Bull,“ sagði sá við hann sem rannsókninni stýrði. En þannig hefði Patsy Bull orðið að fara að stæðist frásögn manns hennar. Réttarhöldin vöktu ekki síður at- hygli blaða en voveiflegur dauði Patsy Bull á sínum tíma. Wilfred Bull var dæmdur fyrir að hafa myrt konu sína eftir að hafa neitað að deila með henni eignum þeirra hjóna. Hann afplánar nú þyngsta fangelsisdóm sem hann gat fengið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.