Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991. Skák Róðurinn verður þungur fyrir Jóhann á minningarmótinu um Max Euwe en um leið próf- steinn á það hvort hann hefur náð sér á strik aftur eftir lægð síðustu ára. DV-mynd E.J. Hollendingar halda á lofti minningu Max Euwes með árlegu stórmóti i Amsterdam. Euwe varð heimsmeistari í skák árið 1935 eftir einvígi við Aljekín og forseti FIDE í átta ár. Fimasterkt minningarmót um Max Euwe: Jóhann í úlfahjörð í Amsterdam Jóhann Hjartarson settíst aö taíli sl. íimmtudag í Amsterdam er þar hófst minningarmót um holienska heimsmeistarann Max Euwe sem lést fyrir tíu árum. Mótíö er afar vel skipaö, t.a.m. eru Karpov og Kasparov báöir í hópi tíu kepp- enda. í fyrstu umferð tefldi Jóhann við Karpov og lauk skák þeirra meö jafntefli eftir 21 leik. Jóhann kvaöst hafa átt við „smáóþægindi" aö glíma frá byijun í drottningarind- verskri vöm, þrátt fyrir að hann stýrði hvítu mönnunum. Því var hann vel sáttur við úrslitin. Samkvæmt töfluröö eru kepp- endur þessir: 1. John van der Wiel (Hollandi) 2. Nigel Short (Englandi) 3. Jóhann Hjartarson 4. Viktor Kortsnoj (Sviss) 5. LjubomirLjubojevic(Júgóslavíu) 6. MikhaiIGurevits(Sovétríkjunum) 7. Valery Salov (Sovétríkjunum) 8. Anatoly Karpov (Sovétríkjunum) 9. Jan Timman (Hollandi) 10. Garrí Kasparov (Sovétríkjunum) í fyrstu umferö urðu „hrein úr- slit“ í þremur skákum. Salov vann Kortsnoj eftír tímahraksbaming mikinn; Short vann Timman í villtri skák og Ljubojevic bar sigur- orð af Gurevits. Skák van der Wi- els og Kasparovs lauk meö jafn- tefli. Þess má geta að Kasparov óskaði eftir því viö mótsstjórn að keppendum yröi fækkað í átta, því að Jóhann og van der Wiel væru svo lágir á stígum! Mótíð er þó engu að síður alveg þokkalega sterkt - svo ekki sé fastar að oröi kveðið. Meðalstig em 2635,5 og gerir þaö 16. styrkleikaflokk. Dagskrá Jóhanns Jóhann tefldi við Timman í gær með svörtu; síðan teflir hann viö van der Wiel og hefur hvítt, þá Short með svart, Kasparov með hvítt, Kortsnoj með hvítt, Ljubojevic (svart), Gurevits (hvítt) og loks Salov (svart) í lokaumferð- inni. Á mótinu tefla allir þeir sem teflt hafa á minningarmóti um Euwe, sem haldin hafa verið síðan 1981. Mótin hafa einungis verið skipuð fjórum skákmönnum og sumir hafa teflt oftar en einu sinni. Það er raunar með ólíkindum hvað Hollendingar hafa verið íhaldss- amir í keppendavali - á tíu árum hafa aðeins tíu skákmenn tekið þátt í mótinu. Þetta verður þungur róður fyrir Jóhann en um leið próf- steinn á það hvort hann hefur náð sér á strik aftur eftir lægð síðustu ára. Dr. Max Euwe (1901-1981) Flestir kannast við dr. Max Euwe, frá því hann var forseti alþjóöa- skáksambandsins, FIDE. Euwe gegndi því starfi í 8 ár, til 1978 er Friðrik Ólafsson leysti hann af. Euwe var snjall skákmaður og varö - mörgum á óvart - heimsmeistari í skák. Euwe vann sjálfan Aljekín, eitt stórmenna skákarinnar, í einvígi um heimsmeistaratitilinn árið 1935. Euwe haföi nauman sigur, vann níu skákir, tapaði átta en 13 lauk með jafntefli. Hermt er að Aljekín hefði ekki verið mjög vel fyrir kallaður meðan á einvíginu stóö - hefði blótað Bakkus konung meira en góðu hófi gegndi. Ég sá í ensku blaði fyrir skömmu - í tilefni þess að Kasparov tefldi skoska leik- inn gegn Karpov í einvígi þeirra á dögunum - að „skotí“ hefði ekki sést í heimsmeistaraeinvigi síðan 1935! Euwe varð að gjalda þess að fá heimsmeistaratígnina með þessum hætti og mörgum fannst hann ekki Skák Jón L. Árnason heimsmeistari að verðleikum. Ekki bætti úr skák að Aljekín tók sig saman í andlitinu tveimur árum síðar og endurheimti heimsmeist- aratítilinn með yfirburðum - vann tíu skákir, tapaði fjórum en 11 urðu jafntefli. Euwe var doktor í stærðfræði og fékkst við kennslu um tíma. í tafl- mennsku hans komu vísindaleg vinnubrögð hans glöggt í ljós. Hann var þekktur fyrir yfirgripsmikla byrjanaþekkingu og beitti rökrétt- um aðferðum í skákum sínum. Það var þó langt frá því að skákir hans væru þurrar og leiðinlegar. Aljekín sagði eftir einvígin að styrkur Euw- es fælist í óvenjulegum leikfléttu- hæfileikum. „Gerir almenningur sér ljóst, eða vinir okkar, gagnrýn- endur, að leikfléttur Euwes hafa raunverulega aldrei misheppnast," sagði Aljekín. Hér er lítið dæmi úr safni Euwes. Ekki er um að ræða eina af þekkt- ari skákum meistarans, enda við tiltölulega lítt þekktan kappa að glíma. En lok skákarinnar eru um margt dæmigerð fyrir Euwe. Leik- fléttan er af dálítíð öðrum toga en t.d. Tal-flétturnar frægu. Hvítur tekur enga áhættu: Fléttan leiðir einfaldlega til vinnings! Hvítt: dr. Max Euwe Svart: Weenink Hollensk vörn. 1. d4 (5 2. e4 d6 Svartur áræðir ekki að þiggja bragð hvíts sem kennt er við enska skákmeistarann Staunton. En leik- ur hans getur ekki talist góður því að „holur“ myndast í herbúðunum. 3. exf5 Bxf5 4. Df3 Dc8 5. Bd3 Rökrétt - svartur hefur sett peðin á svarta reiti og þá er skipt upp á hvitreita biskupi hans. 5. - Bxd3 6. Dxd3 Rc6 7. Rf3 e6 8. 0-0 Dd7 9. c4 0-0-0 10. Hel Rf6 11. Bd2 Undirbýr framrás b-peðsins og peöastorm á drottningarvæng þar sem svartur hefur fundið kóngi sínum skjól. 11. - He8 12. Ra3 Be7 13. b4 Hhf8 14. b5 Rd8 15. Rc2 Rh5! Eftir hæpna taflmennsku í byrj- un fer svartur nú aö tefla af tals- verðu hyggjuviti. Hann fórnar nú h-peðinu með þeirri hugmynd að vinna tíma og fá hugsanlega sókn- arfæri eftir hálfopinni h-línunni. En Euwe gín ekki við agninu og heldur áfram eigin áætlun - sem og í næsta leik. 16. a4 g5! 17. a5 g4 18. Rg5 d5 Lokar leið hvíta riddarans til e4 og nú vofir yfir hótun að hremma hann með 19. - h6. Nú fer taflið að verða spennandi. . ' 19. b6! cxb6 20. axb6 a6 21. c5! Ef nú 21. - h6?, kæmi 22. Rb4! hxg5 22. c6! Rxc6 23. Rxc6 bxc6 24. Hxa6 Db7 25. Hbl og við 26. Ha7 á svartur ekkert svar. En svartur flnnur aftur besta varnarmögu- leikann. 21. - Bxg5! 22. Bxg5 Rf6 23. Hebl! Dg7? Alls ekki óeðlilegur leikur - svartur undirbýr 24. - Kd7 og 25. - Hc8 til aö styrkja c6 er hvítur virðist ekki kom- ast í gegn. En leikurinn stenst ekki eins og Euwe sýnir fram á. Hann bendir á 23. - e5! í skýringum sínum en taflið er hreint ekki ljóst. 24. Be3 Kd7 25. Rb4 Rxb4 26. Hxb4 Hc8 Þessa stöðu hafði svartur í huga en hann hafði ekki tekiö allt með í reikninginn. 27. Hxa6! bxa6 28. b7 Hb8 29. Dxa6 Hvítur hefur fórnað heilum hrók. í staöinn hefur hann tvo samstæða frelsingja og sóknarfæri gegn ber- skjölduöum svarta kóngnum. 29. - De7 Aðrir leikir duga skammt. Ef 29. - Hfd8 30. Dd6+ Ke831. Dxe6+ De7 (31. - KfB 32. Bh6 og vinnur) 32. Dg8+ DfB 33. Dxf8+ KxfB 34. c6 og frelsingjamir sjá um sigurinn. Eða 29. - Ke7 30. Dd6+ Kf7 31. c6 og aftur er svartur varnarlaus. 30. Bg5! Þennan laglega leik varö Euwe að sjá fyrir er hann fórnaði hrókn- um. Ef nú 30. - Rf6 þá 31. Bf4 og hótunin 32. c6+ er of sterk. 30. - Dxg5 31. Dd6+ Ke8 32. Dxb8+ Kf7 33. Dxf8+! Kxf8 34. b8=D + Ogsvarturgafstupp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.