Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 4,MAÍ-1991, 10 Myndbönd Þaö ríkir stööugleiki á listanum þessa vikuna, aöeins ein mynd kemur inn á listann. Er það tán- ingavestrinn Young Guns II þar sem segir frá ævintýrum Billy the Kid og félaga hans. Vegna mikilla hræringa og deilna í útgáfumálum hefur seinkun á útgáfum á mjög vinsælum kvikmyndum gert það af verkum að margir myndbanda- leigueigendur hafa keypt þessar myndir erlendis frá, má nefna Pretty Woman, Die Hard II og Dick Tracy. Þessar myndir eru ótextað- ar og því ekki jafnboðlega fyrir al- menning og myndir útgefnar hér á landi. DV miðar sinn vinsældalista aðeins við myndir útgefnar með íslenskum texta því hafa þessar myndir ekki verið á vinsældalist- anum og munu ekki vera þar fyrr en þær hafa verið gefnar út hér á landi. Það er aftur á móti von okk- ar sem um þessa síðu sjá að útgef- endur leysi sín deilumál fljótlega svo vinsældalistinn gefi rétta mynd af stöðunni á myndbandamarkaðn- um. 1 (1) Bird on a Wire 2 (2) Another 48 Hours 3 (3) Wild at Heart 4 (4) Impulse 5 (5) The Freshman 6 (-) Young Guns II 7 (9) Robocop II 8 (4) Cadiliac Man 9 (7) Bad Influence 10 (10) The Krays ★★★ ® Sveitapiltsins raunir THE FRESHMAN Leikstjórn og handrit: Andrew Bergman Aðalhlutverk: Marlon Brando, Matthew Broderick, Bruno Kirby og Penelope Ann Miller Útgelandi: Biómyndir Amerísk - 1990 Sýningartimi - 98 minútur Leyfö öllum aldurshópum Sveitapiltur nokkur kemur til höf- uðborgarinnar New York til þess að leggja stund á kvikmyndagerð. Hann hefur ekki dvalið þar nema örskotsstund þegar hann er rænd- ur öllum eigum sínum af óprúttn- um leigubílstjóra. Sá stutti sér bíl- stjórann á götu daginn eftir og hyggst hefna harma sinna en bíl- stjórinn býður honum í stað þess starf hjá dularfullum mafiufor- ingja. Aður en pilturinn nær að segja Va bene er hann flæktur inn í hringiðu dularfullrar atburðarás- ar þar sem völd mafíunnar gegn náttúruverndarsjónarmiðum og baráttunni til bjargar dýrum í út- rýmingarhættu takast á. Inn í allt saman blandast dóttir mafíufor- ingjans, gullfalleg stúlka sem virð- ist standa í þeirri trú að piltur æth að giftast henni. Nú ríður á að greiða úr flækjunni þannig að allir fái vel við unað. Verðleikar þessar gamansömu myndar liggja fyrst og fremst í stjörnuleik Marlons gamla Brando sem leikur mafíuforingjann af mik- illi snilld. Ekki sækir Brando þó vatn yfír lækinn í túlkun mafíósans því þar er Vito Corleone lifandi kominn. Það kveður svo rammt að stælingunni að Paramount, sem á sýningarrétt á Guðfoðurmyndun- um, ætlaöi að fara í mál við kap- pann vegna brota á höfundarrétti. Hvað sem því líður þá er fíflast tals- vert meö þetta í myndinni og það gerir hana bara skemmtilegri ef eitthvað er. Matthew Broderick er ung stjarna á pjáturhimni Hollywood og það sést berlega þarna að hann mun seint vaxa upp úr hlutverki litla sæta stráksins sem ekkert veit. Það gerir það hins vegar að verkum að hann passar afskaplega vel í hlutverkið. Á heildina litið er þetta bráð- skemmtileg mynd sem enginn unn- andi léttflippaðra gamanmynda og Marlon Brandos ætti að láta fram hjá sér fara, allra síst þegar þetta tvennt fer saman. -Pá ★ */* Kjamorkuslys BURNDOWN Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: James Allen. Aðalhlutverk: Peter Firth og Cathy Moriarty. Bandarisk, 1989 - sýningartimi 87 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Aðalpersónan í Burndown er lög- reglustjórinn Jake Stem sem stjómar lögregluliði í litlum bæ, Thorpeville í Flórída. Þar hafa óhugnanleg morð veriö framin sem lögreglan stendur ráöalaus frammi fyrir eða allt þar til að af tilviljun Stem kemst að því að fórnarlömbin em geislavirk. Þá fer hann að gmna að ekki sé allt sem sýnist í kjamorkuveri fyrir utan bæinn sem hafði verið lokað. Gmnsemdir hans aukast enn þegar hann kemst aö því aö öflugur lögregluvörður er um kjamorkuverið... Burndown byrjar nokkuö vel. Dularfullur dauðdagi nokkurra stúlkna, þar sem óskýrð er mikil geislavirkni í fótum og á líkama, skapar spennu sem því miður stendur aðeins í stuttan tíma. Hæg atburöarás ásamt slökum endi kemur í veg fyrir skemmtunin verði jafnmikil og á horfðist í byrj- un. Kosturinn viö myndina er góð- ur leikur Peter Firth og Cathy Moriarty í aðalhlutverkum en þau ná samt ekki að lífga við slakt handrit. -HK Átta draumar Kurosawa DREAMS Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Akira Kurosawa. Aðalhlutverk: Akira Terao, Chishu Ryu, Mieko Harada og Martin Scorsese. Japönsk, 1990 - sýningartimi 115 mín. Draumar er nýjasta kvikmynd jap- anska snillingsins Akira Kurosawa og kannski einhver sú persónuleg- asta sem hann hefur sent frá sér. Kurosawa lætur myndmáhð tákna hugsanir sínar hvort sem þær eru daprar eða bjartar og þegar á heild- ina er litið er ekki að sjá að gamh maðurinn sjái fyrir sér bjarta fram- tíð hjá mannkyninu þótt í loka- draumnum eygi hann smávon. Draumar skiptist í átta hluta eða átta drauma sem „Ég“ upplifir. í fyrsta draumunum er „Ég“ fímm ára gamah. Þar endurhfir Ku- rosawa æsku sína og er sviðsmynd- in gerð eftir æskuheimih hans. í öðrum draumnum er „Ég“ orðinn tólf ára og fylgir stúlku eftir út í feskjugarð þar sem „brúður“ sýna honum hvernig náttúran getur gert hlutina fahega, en sýnin hverfur og aðeins eitt ferskjutré verður eftir. í þriðja draumnum er „Ég“ orð- inn fullorðinn. Hann er ásamt þremur félögum sínum úti í snjó- stormi. Honum birtist falleg „snæ- drottning" sem hrífur hann, en hún er ekki það sem honum sýnist. í Ltpgvmi. tcwr. fi woy with uvonts. - fi w<jy vrith womtm. ðnd ín wtry t»wr hb Iwad. Raunir sölumanns CADILLAC MAN Útgefandi: Skifan Leikstjórn: Roger Donaldson eftir hand- riti Ken Friedman Aöalhlutverk: Robin Williams, Tim Robbins og Pamela Reed. Amerísk, 1990 - Sýningartími 93 mín. Leyfö öllum aldurshópum Fyndnasta atriöi þessarar myndar er í upphafinu þegar Joey O’Brien, bílasölumaöur af guðs náð, ekur fram á líkfylgd þar sem hkbílhnn hefur bilað. Hann lætur ekki happ úr hendi sleppa en ræöst að út- fararstjórunum og er langt kominn með að selja þeim nýjan kádilják þegar ekkjan sleppir sér af vonsku og hrekur hann á brott. Þannig er Joey, alltaf aö selja og ahtaf í vandræðum. Kjaftháttur hans og kvensemi eiga eftir að koma honum í svo stórkostlegt klandur að vandséð er hvemig losna má úr því. Mér fannst þessi mynd sérstak- lega ófyndin þegar ég sá hana í bíó og það álit hefur ekki haggast. Rob- in Wilhams er ekki góður í aðal- hlutverkinu og flestir hinna eins og misstórir álfar út úr ýmsum hólum. Þó má benda áhugamönn- um á Tim Robbins sem væntanleg- ur er á hvíta tjaldið í umdeildri mynd Adrians Lyne, Jacob’s Ladd- er. Robbins er ágætur leikari og fer hér ekki beinlínis illa með sinn hlut í þessari misheppnuðu mynd. Stærsti gallinn liggur hins vegar í handritinu sem er farsakennt rugl frá upphafi til enda. -Pá Thc pasi. pfcscm. ar*J futurc 'l’he anci ú mt iíiíú ... í« & 'mn. i < >jjcw’ tfeamcí; .VJLVIX SPiIUUjRG JVt íl/f/rn JýreÁoMas D R E A M S Göngunum er „Ég“ að koma úr stríði, sá eini sem lifir það af. í göngum hittir hann afturgengna menn sína og biður þá um að hverfa og hvíla í friði. Draumurinn um Krákurnar sker sig nokkuð frá heildinni. Þar er „Eg“ kominn á fallegan akur þar sem Vincent Van Gogh er að mála mynd og tekur hann tah. Það er hinn þekkti leikstjóri Martin Scor- sese sem leikur Van Gogh. Næsti draumur er sannkölluð martröð. „Ég“ er staddur undir fjallinu Fuji. Kjarnorkusprengja hefur sprungið og meira að segja hið tigarlega fjall sem er stolt Japana er að bráðna. Sjöundi draumurinn gerist eftir kjarnorkustríðið. Fyrir utan „Ég“ eru aðeins púkar sem áður voru menn sem búa á jörðinni. Síðasti draumurinn gerist í Vatnsmyllu- þorpinu. Þar er „Ég“ loks kominn á fallegan stað. Hann hittir fyrir 103 ára öldung sem fræðir hann um tilgang lífsins og við skiljum við „Ég“ þar sem hann brosir framan í thveruna. Draumar er mikið kvikmynda- verk, þótt megi finna að éinstaka atriði. Kurosawa er orðinn háaldr- aður, en ekki virðist það há honum er jafn ferskur sem fyrr. Draumar er gerð að frumkvæði Stephen Spielbergs sem er eins og svo margir af meisturum kvik- myndanna í dag mikih aðdáandi gamla mannsins. Draumar verður ekki talin með bestu myndum Kurosawa, th þess er hún í hehd of sundurlaus og stundum torskh- in, en enginn kvikmyndaunnandi ætti að láta hana fram hjá sér fara. Því miður var hún ekki sýnd í kvik- myndhúsi hér á landi áður en hún var gefin út á myndbandi. Á htlum sjónvarpsskjá tapar hún miklu af þeirri myndfegurð sem hún býður uppá. -HK Ástir einkaspæjarans LOVE AT LARGE Útgefandi: Skífan Leikstjórn og handrit: Alan Rudolph Aöalhlutverk: Tom Berenger, Elizabeth Perkins og Anne Archer. Amerísk - 1990 Sýningartimi - 94 mínútur Leyfö öllum aldurshópum Allt frá því að Dashiell Hammett og Raymond Chandler drógu upp sínar klassísku myndir af hinum kaldlynda og éinmana einkaspæj- ara hefur þessi sérstæða stereótýpa lifað góðu lífi í bókum og kvik- myndum. Þó Phihp Marlowe og túlkun Roberts Mitchum á honum beri nokkurn ægihjálm yfir aðra í þessu tihiti eru menn samt alltaf að róa á þessi sígildu mið. Aðalsöguhetjan í kvikmynd Ru- dolphs er einkaspæjarinn Harry Dobbs. Vandamái hans eru konur. Eiginkonan telur hann halda fram- hjá sér með öllu sem hreyfist og er því samband þeirra ærið stormasamt svo að notað sé hóf- samt orðalag. Fögur og dularfuh kona ræður Harry til að hafa upp á týndum eiginmanni sínum. Harry er kominn á slóð hans að eigin áhti þegar hann uppgötvar tvennt. Að hann er að elta rangan mann og að á hælum hans sjálfs er ung og fógur kona, starfssystir hans, sem eiginkonan hefur ráðið til þess að hafa auga með sauðnum svarta. Fyrir þá sem hafa gaman af einkaspæj arasögum er þetta frá- bær skemmtan. Rudolph nær að magna upp flókinn en háðskan söguþráð sem fellur vel að hefð- inni. Tom Berenger er mjög traust- ur í hlutverki Harrys sem ekki veit sitt ijúkandi ráð lengst af. Myndin er nefnilega launfyndin á köflum. Konurnar eru mjög góðar, sérstak- lega er Elizabeth Perkins eftir- minnileg. Því eru alhr aðdáendur Chandlers, Hammetts og allra hinna hvattir til þess að líta á mál- ið og sjá hvernig fetað er í fótspor meistaranna. _pj Framtíðarógn Útgefandi: Bergvik hf. Bandarísk, 1990-sýningartírni 93 mín. Bönnuó börnum innan 16 ára. Hitler stofnaði útrýmingarbúðir fyrir þá sem hann taldi óæðri ver- ur. í Quarantine, sem gerist áriö 2010, er sagan að endurtaka sig. Útrýmingarbúðum hefur verið komið á fót þar sem óæðri mann- verum er skipað í og látnar veslast þar upp. Greinilegt er að Quarantine er gerð af vanefnum en þó má sjá vel gerða hluti og söguþráöurinn held- ur dampi þótt þessi dapra framtíð- arsýn sé heldur ólíkleg. Helsti galli 1SPENNUMYND f [ÍHJAIlAiXTINli myndarinnar eru frekar slakir leikarar. Þrátt fyrir upptalda gaha er Quarantine sæmileg afþreying fyrir þá sem unna vísindaskáld- skap. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.