Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. Viðskipti______________________________________________________________________________dv Borgarkringlan: Værum vanþakklátir ef við værum ekki kátir „Við værum vanþakklátir ef við værum ekki kátir. Við höfum verið glöð að sjá fólkið á sólardögunum inni í húsinu. Okkur hefur verið tek- ið ákaflega vel og verslun í búðunum verið góð. Mér heyrist á vel flestum verslunareigendum að þeir séu ánægðir og sáttir við hvernig versl- unin hefur farið af stað,“ segir Víg- lundur Þorsteinsson, formaður stjórnar Borgarkringlunnar. Borgarkringlan var opnuð þann 1. júní og þar eru starfandi um 40 sér- verslanir. „B.M. Vallá rekur eina verslun í Borgarkringlunni og salan hjá henni hefur verið meiri en við höfðum reiknað með. Það kemur hins vegar ekki full reynsla á hvernig þetta kemur til meö að ganga fyrr en með haustinu." - Er mikil ásókn í verslunarpláss í Borgarkringlunni? „Það eru nokkrir aðilar sem hafa sóst eftir því að koma inn. Það er eftir rými sem við geymdum og vor- um með vangaveltur um hvort ætti að nota fyrir veitingastað. Við erum Viglundur Þorsteinsson er ánægður með hversu vel Borgarkringlunni hefur verið tekið af almenningi. DV-mynd GVA nú komnir að þeirri niðurstöðu að nota það ekki undir veitingarekstur. Kringlukráin ætlar að stækka við sig. Við teljum að þegar hún verði búin að stækka verði veitingaþörfum hússins fullnægt. Því ætlum við að láta hanna þetta rými fyrir íjórar sérverslanir. Væntanlega verður hægt aö opna þær í septemberbyijun. Það eru tveir aðilar sem munu fara yflr það hvers konar verslanir eigi þarna heima en ég býst við að það verði sérverslanir í svipuðum stíl og þegar eru fyrir í Borgarkringlunni. Við erum ekki með nein áform um að reka matvöruverslanir, við teljum að það sé ekki þörf fyrir slíka verslun í Borgarkringlunni. Viö höfum fylgst með streyminu á milli Kringlanna og það virðast ekki vera nein vandræði hjá fólki að finna leiðina þar á milli.“ - Hefur viðskiptavinum fjölgað á Kringlusvæðinu? „Nú er ég bara að tala af tilfinningu en ég held að í heildina hafi við- skiptavinahópurinn á svæðinu vax- ið. Við sjáum þessa álagspunkta í versluninni fóstudaga, laugardaga og mánudaga og þá er oft mjög margt í báðum húsunum. Það þýðir einfald- lega aö viðskiptavinunum á svæðinu hefur fjölgað. Júlí er oft mjög dauður verslunar- mánuður, það er ekki annað hægt að segja en mjög mikið hafi verið um að ferðamenn komi í skipulögðum skoðunarferðum til að skoða og Laugavegurinn blómstrar sem aldrei f yrr - segir Þorbjörg Guðjónsdóttir með á prjónunum svo sem að fegra umhverfið og reyna að byggja yfir gangstéttir. En það sem okkur dreymir um í framtíðinni er að geta verið með festivöl eða eitthvað í þeim dúr.“ - Stendur til að lengja afgreiðslu- tíma verslana við götuna? „Það má segja að okkar veikasti punktur sé afgreiðslutíminn á laug- ardögum. Mér finnst hins vegar margt benda til að með haustinu verði flestar verslanir með opið til klukkan 16 á laugardögum. Það er mjög mikill áhugi fyrir því. En það er svona þegar kaupmaður ræður sér sjálfur þá ræður hann sín- um afgreiðslutíma en annars staðar verða menn að hlíta því að hafa ákveðinn afgreiðslutíma." -J.Mar Framfærslukostnaður: Vísitalan hækkar um 6,6 prósent á 12 mánuðum Síðastliðna 12 mánuði hefur vísi- að við verðlag í júlíbyrjun 1991. nýrra bíla í för með sér tæplega 0,1 haldgóðra upplýsinga um verð- tala framfærslukostnaöar hækkað Vísitalan í júli reyndist vera 156,0 prósent vísitöluhækkun. Verð- áhrif af breytingum á þátttöku al- um 6,6 prósent. Undanfarna þijá stigeða0,7prósenthærrieníjúní. hækkun ýmissa annarra vöru- og mennings í lyfjakostnaöi. Þeirra mánuði hefur vísitalan hækkað um Af 0,7 prósent hækkun vísi- þjónustuliðaolliallsum0,5prósent áhrifa gætti þvi ekki í júlívísitölu 3,3prósentogjafngildirsúhækkun tölunnar frá júní tiljúlí stafa tæp- hækkun á vísitölu framfærslu- en áhersla verður lögð á að meta 13,9 prósent verðbólgu á heilu ári. lega 0,1 prósent af 1,7 prósent verð- kostnaðar. Tekið skal fram að vð þau við útreikning vísitölunnar í Kauplagsnefnd hefur reiknað hækkun á bensíni 2. júli síðastliö- útreikning vísitölunnar í júlí hefur ágúst, visitölu framfærslukostnaðar mið- inn. Einnig haföi verðhækkun Hagstofunni ekki tekist að afla -J.Mar „Mér er mikil ánægja að geta sagt að við höfum staðiö á haus í vinnu upp á síðkastið. Það er búið að vera brjálað að gera undanfarnar vikur. Þessi lífseiga saga um að miðbærinn sé að deyja er alröng. Það má kannski segja að Kvosin eigi bágt en Lauga- vegurinn blómstrar sem aldrei fyrr,“ segir Þorbjörg Guðjónsdóttir sem á sæti í stjórn Laugavegssamtakanna. „Ég held að traffikin á Laugavegin- um sé ekki veðrinu aö þakka því all- an síöastliðinn vetur var mjög mikið að gera í verslunum hér. Við getum einnig séð hvemig staða Laugavegarins er miðað við Kringl- una með því að fylgjast með eigenda- skiptum á verslunum. Ég er klár á því að þaö hafa orðið eigendaskipti á fleiri búðum inni í Kringlu heldur en hér við Laugaveginn. Við höfum ekki fundið fyrir neinni samkeppni af hálfu Borgarkringl- unnar. Við höfum ekki misst einn einasta viðskiptavin vegna hennar. Ég held að Borgarkringlan eigi bágt enda hef ég heyrt það frá verslunar- eigendum að aðalverslunartíminn þar sé á fóstudögum eftir hádegi og á laugardögum. En á Laugaveginum er traffikin mjög jöfn alla daga. Við fundum fyrir því þegar Kringl- an var opnuð fyrst að það dró úr verslun hér við Laugaveginn en það var fljótt að jafna sig.“ - Eru uppi áform um að vera með einhveijar uppákomur í sumar? „Við erum náttúrlega alltaf að von- ast til að geta gert eitthvaö skemmti- legt, það er bara verst að maður veit aldrei hvemig veðrið verður. Það er hins vegar ýmislegt sem viö erum „Þessi lífseiga saga um að miðbær- inn sé að deyja er alröng," segir Þorbjörg Guðjónsdóttir sem á sæti í stjórn Laugavegssamtakanna. Hagvirki fagnar 10 ára afmæli Fyrirtækið Hagvirki fagnar 10 ára afmæh sínu í dag. Fyrsta verkefni félagsins var gatnagerð á milli Reykjavíkur og Hafnarfjaröar en 1982 fékk félagið það verkefni að byggja Sultartanga- stíflu fyrir Landsvirkjun. Það var stærsti verksamningur sem hafði verið gerður við íslenskt fyrirtæki. Hagvirki varð strax eitt af stærstu verktakafyrirækjum í eigu íslend- inga. Stærð fyrirtækisins er nauð- synleg til þess að ráða við stærstu verkefni innanlands en gerir fyrir- tækinu jafnfamt erfitt um vik þegar stórframkvæmdir dragast saman eins og átti sér stað hér á landi árið 1985. Sneri fyrirtækið sér þá í aukn- um mæli aö húsbyggingum og inn- réttingum og vann meðal annars viö Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Kefla- vík. Á síðastliðnum vetri var starfsemi Hagvirkis skipt upp þannig aö Hag- tala hf. yfirtók rekstur véla og jarð- vinnuverka og heitir nú Hagvirki- Klettur hf. en Havirki hf. einbeitir sér að almennum húsbyggingum. Á árinu 1990 hóf Hagvirki samstarf við sænska vertakafyrirtækið NCC Intemational AB og eiga þessi fyrir- tæki saman fyrirtækið Hagtak hf. sem annast vélarekstur og verkefna- öflun, einkum erlendis. Framkvæmdastjóri Hagvirkis hf. er Sævar Þorbjörnsson, Brynjar Bijánsson gegnir sömu stöðu hjá Hagvirki-Kletti. Jóhann G. Berþórs- son er stjórnarformaður beggja fyr- irtækjanna sem um 400 manns vinna hjá. -J.Mar versla í Borgarkringlunni,“ segir Víglundur. -J.Mar Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst innlAn Overotr. Sparisjóðsbækur ób. 5-6 Ib.Lb - Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5,5-9 Sp 6mán. uppsögn 6,5-10 Sp Tékkareikningar.alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar 5-6 Lb.ib ViSITOLUB. REIKN. 6mán. uppsögn 3-3,75 Sp 15-24 mán. 7-7,75 Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6.5-8 Lb Gengisb. reikningarí ECU8,7-9 Lb ÖBUNDNIRSÉRKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Bb óverðtr. kjör, hreyfðir 12-13,5 Sp SÉRST. VERÐBÆTUR (innan tímabils) Vísitölubundnir reikn. 6-8 Lb.ib Gengisbundir reikningar 6-8 Lb.ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 6-8 Bb óverðtr. kjör 15-16 Bb INNL.GJALDEYRISR. Bandarikjadalir 4,5-5 Lb Sterlingspund 9,25-9,9 SP Vestur-þýskmörk 7,5-9,25 Lb Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN ÖVERÐTR. Almennirvíxlar(forv.) 18,5 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 18,5-19,25 Lb Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 21,75-22 Bb Skuldabréf 9,75-10,25 Lb.Bb AFURÐALÁN Isl.krónur 18-18,5 ib SDR 9,7-9,75 Sp Bandaríkjadalir 7,8-8,5 Sp Sterlingspund 13-13,75 Lb.Sp Vestur-þýskmörk 10,5-10,75 Bb Húsnæðislán 4,9 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,0 MEÐALVEXTIR Alm. skuldabréf júli 18,9 Verðtr. lán júlí 9.8 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala júlí 3121 stig Lánskjaravísitala júlí 3121 stig Byggingavísitala júlí 595 stig Byggingavisitala júlí 185,9 stig Framfærsluvísitala júnli 156,0 stig Húsaleiguvísitala 2,6% hækkun 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,727 Einingabréf 2 3,077 Einingabréf 3 3,756 Skammtimabréf 1,912 Kjarabréf 5,630 Markbréf 3,007 Tekjubréf 2,124 Skyndibréf 1,670 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,756 Sjóðsbréf 2 1,905 Sjóðsbréf 3 1,905 Sjóðsbréf 4 1,661 Sjóðsbréf 5 1,148 Vaxtarbréf 1,9539 Valbréf 1,8224 islandsbréf 1,193 Fjórðungsbréf 1,101 Þingbréf 1,191 Öndvegisbréf 1,176 Sýslubréf 1,126 Reiðubréf 1,163 Heimsbréf 1,102 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40. Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Eimskip 5.63 5,85 Flugleiðir 2,40 2,49 Hampiðjan 1,85 1,94 Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1.71 islandsbanki hf. 1,64 1,72 Eignfél. Alþýðub. 1,66 1,74 Eignfél. Iðnaðarb. 2,40 2,50 Eignfél. Verslb. 1.74 1,82 Grandi hf. 2,62 2,72 Olíufélagið hf.' 5,45 5,70 Olís 2,15 2,25 Skeljungur hf. 6,00 6,30 Skagstrendingur hf. 4.70 4,90 Sæplast 7,20 7.51 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Utgerðarfélag Ak. 4,51 4.65 Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1.15 Auðlindarbréf 1,02 1,07 Islenski hlutabréfasj. 1,07 1,12 Síldan/innslan, Neskaup. 2,90 3,06 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb = Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.