Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. Sandkom Fréttir Valddreifing í lyfjamálum Um fjóröungur þeirralyfja, semselderu hérlcndis, eru framleidd inn- anlands. Delta, semeríeigu PRarmacóhf., framleíöírura ád%;|fþeim; lyfium. Stjóm- arforraaðtu-er Wemer Rasmusson. Pharmaco sér einníg um mestaninnflutning lyfia og dreifir yfir 50% af öllum lyfjum á íslandi. Stj órnarformaöur cr Wemer Rasmusson. Lytjaverðiagsnefnd ákveður verð lyfja. í henni eiga 5 menn sæti, þar af 3 lyfjafræðingar, einn þeirra er Werner Rasmusson. Wemer þessi á og er apótekari Ing- ólfsapóteks sem er einn stærsti lyf- salirra. Það hefur færst mikið í vöxt hin síðari ár að apótek eigi læknastof- ur sem þau leigja út gegn vægu verði. Wemer Rasmusson er eigandi læknastofu á efstu hæð Kringlunnar þar sem fjöldi lækna leigja aðstöðu. Wemer Rasmusson virðist því eiga stóran þátt í framleiðslu, innflutn- ingi, drefingu, verðlagningu og sölu lyfja og tengist auk þess á óbeinan hátt ávísun á þessi sömu lyf. Lyfjaverslun skilar arði Werner Ras- musson.seroer afBriems- ættinni, teygir angasinavið- ar.Hannog tjölskylda eiga fyrirtækiðÝlir tif.semá3%í Kringlunni. fifunabótamat Kringlunnarer á fjórða millj arð. Werner á einnig fyrirtækið Deiglan hf. sem flytur inn efnarannsóknarvörur o.fl. Þá er hann einn eigenda og raunar stj órn- arformaður í Reykvískri tryggingu hf. Lyfsali í Ingótfsapóteki varð hann 1976 en 3 árum áður varð hann fram- kvæmdastjóri Pharmaco hf. og hefur verið stjórnarformaður þess fyrir- tækis síðustu 10 árin. Pharmaco hf., sem á Delta hf., á einnig Kemikalíu sem flytur inn sérhæfðar vörur fyrir apótek ogMedís sem flytur út íslensk lyf. Þeir hafa einnig eignast Lindar- lax, Sápugerðina Frigg, Tóró og gos- drykkjaíramleiðslu Sanitas. Kond'í Kántrýbæ Kántrýkóngur- inn Halibjörn Hjartai-son læt- urekkideigan síga.Núer kappinn að gera upp Kántrýbæog seijauppkánt; rýminjasafn. í samialiviðDag a Akureyri seg- ir dreifbýlisrokkarinn: „Ég er að reyna að standsetja Kántrýbæ aftur með hlutum tengd- um sögu hans og íslenska kántrýsins. Allt sem ég hef í húsinu til að gefa kántrýstemmningu er hugsað út frá því að við erum á Isiandí og engar amerískar eftirlíkingar notaðar, nemae.t.v. Iitasamsetningin.“ Ferðaveitingahús með handfangi í smáauglýs- ingadálkiDV var i síðustu viku auglýsíur tiisölusumar- bústaður. Þaö v.-f'ri í sjállú sór ekki i frásögur ; fa'randi nema vegnaþessað sagteraðhantt ; sé,„hentugur sem litíð veitingahús' ‘ og er, ,auð- veldur í flutningi". Færanlega veit- ingahúsið erheilir 15 fermetrar að stærð. Ekki fyigdi auglýsingunni hvort handfang væri á færanlega veitingahúsinu eða hvort veitinga- maðurinn á að buröast með það í hjólbörum.Borðapantanirisíma... Umsjón Pálmi Jónasson Trausti Már reynir viö Matterhorn í annaö sinn: Gamall draumur að klífa fjallið - semerótrúlegaglæsilegtogsérstakt „Ég varð að snúa við í síðustu viku þar sem veturinn var svo harður og snjóþungur að það var lokað. Þeir gátu ekki opnað fyrir almenning fyrr en núna þannig að ég ætla að reyna aftur í vikunni," segir Trausti Már Ingason, 23 ára íslendingur, sem ætl- ar að klífa Matterhorn einn síns liðs. Hann reyndi í síðustu viku en varð frá að hverfa þar sem leiðin var lok- uð og hann ætlar að gera aðra tilraun í vikunni. Trausti Már segir að ekki sé nema um eina leið að velja og hann fari upp með kláfi í um 2600 metra hæð og þaðan gangi hann. Trausti Már Trausti Már Ingason: Ég hlakka bara til fararinnar og hef mikla reynslu af fjallgöngum. ætlar einn upp og segir að það sé í raun algert brjálæði. „En það sakar ekki að reyna og ég sný þá bara viö ef eitthvað kemur upp á. Kunningi minn verður fyrir neöan og veit af mér ef ég kem ekki aftur niður. Ferðin tekur ekki nema einn dag og ég ætla að reyna að fara af stað um nótt til að lenda ekki í sólinni. Hitinn verður alveg geysileg- ur á þessum stað af því þetta er svo ofarlega. Ég ætla að vera kominn upp fljótlega upp úr hádegi," segir Trausti. Veðurspáin fyrir þetta svæði er ekki mjög hagstæð fjallgöngumönn- um næstu daga því spáð er þrumuni og eldingum. Trausti Már ætlar ekki að vera meö neinn sérstakan útbúnað. hvorki far- síma né talstöð. „Ég verð með sjúkrakassa og nevð- arútbúnaö. Ég hlakka bara til íárar- innar og hef mikla reynslu af fjall- göngum. Það er um að gera að fara rólega og vera varkár. Þaö er gamall draumur aö klífa Matterhorn sem er alveg sérstakt fjall. ótrúlega glæsi- legt,“ segir Trausti Már. Öryggismál sjómanna hafa verið feimnismál - segir Þórir Gunnarsson, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Öryggismál sjómanna hafa alltaf verið feimnismál og þeir menn álitn- ir vera skræfur sem hafa rætt þessi mál. Nú þykir það hins vegar sjálf- sagður hlutur að hyggja að öryggi sjómanna," segir Þórir Gunnarsson, skólastjóri Slysavarnaskóla sjó- manna. DV rakst á „skólann" á Rauf- arhöfn á dögunum en skólinn er reyndar skipið Sæbjörg sem er ekk- ert annað skip en gamla varðskipið Þór. Slysavarnaskóli sjómanna er rek- inn af Slysavarnafélagi íslands og má segja að árinu sé þrískipt við helgisgæslunnar kemur jafnan og þá er æfð björgun úr sjó. Minni nám- skeiöin, sem taka tvö kvöld, eru eink- um ætluð trillusjómönnum og eru sams konar námskeið og þessir menn þurfa að gangast undir ef þeir hyggjast ná sér í svokallað „punga- prófl. „Ég er ákaflega ánægður með hvernig til hefur tekist meö rekstur skólans og við getum nefnt íjölmörg dæmi þar sem fræðsla frá okkur hef- ur orðið til þess að bjarga mannslíf- um,“ segir Þórir. Skólinn hefur verið starfræktur síðan í maí 1985 og um síðustu áramót höfðu rúmlega 5000 sjómenn sótt námskeið skólans. Sjómenn á Raufarhöfn læra meðferð handslökkvitækja á námskeiði Slysa- varnaskóla sjómanna. Þórir Gunnarsson við skólaskipið Sæbjörgu. skólahaldið. I maí á hverju ári er haldið út á land og haldin námskeið vítt og breitt í sjávarplássum í tveim- ur ferðum skipsins. Þessar ferðir standa í tvo mánuði en frá hausti til áramóta er skipið notaö undir kennslu í slysavömum við sjó- mannaskólana. Frá áramótum og fram í maí er skipið síðan notað und- ir námskeiðahald í Reykjavík. Þegar skipið var á Raufarhöfn á dögunum var sá staður 10. viðkomu- staöur skipsins en ferðinni átti að ljúka í Grímsey og á Siglufirði. Nám- skeiöin, sem haldin eru í þessum ferðum, eru tvenns konar. Á aðal- námskeiðinu er m.a. kennd endur- lífgun, meöferð gúmmíbáta, eldvam- ir og barátta við eld, reykköfun, björgun manns sem fallið hefur fyrir borð og margt fleira og þyrla Land- MÓNÓ-SÍLAN er nauðsynlegt öllum steyptum mannvirkjum Vertu viss um að þitt mono-silan sé framleitt úr hrá- efni frá fyrsta og stærsta framleiö- andi á silicone/silane efnum í heimi. NB: Að gefnu tilefni viljum við taka fram að allt mono-silan-efni sem við seljum er „GLERFRÍTT“ þ.e. skaðar ekki gler þó það lendi á því. I fyrsti og stærsti í heimi með silicone/silan-efni' 1)0 II CORMSG KISILLHF eru fyrstir á íslandi með vatnsfælu Lækjargötu 6b - Reykjavík - Sími 15960

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.