Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1991. Spumingin Gast þú notið góða veðursins um helgina? Sigurbjörn Bachmann og dóttir hans María: Já, ég gat þaö. Ég fór meö dóttur mína niður aö Tjörn og í göngu. Ingibjörg Ingadóttir prentsmiður: Já, ég fór í húsdýragarðinn og grasa; garöinn í Laugardal og svo var ég í garðinum heima hjá mér. Þorkell Arnar Egilsson bílstjóri: Já, ég var í sumarbústað um helgina. Bjarney Sigurjónsdóttir setjari: Já, ég var heima í garöi og naut góða veðursins. Björk Gunnarsdóttir sjö ára: Já, ég fór til Hveragerðis í afmæli. Freyja Þorsteinsdóttir kennari: Já, ég gerði það. Ég fór í hjólreiðatúr með manninum mínu. Lesendur Höf um ekki ef ni á „byggðastefnu“ Þórarinn skrifar: Ávallt er einhvers staðar til um- ræðu hin svokalla „byggðastefna" sem ég vil nú fremur nefna „óbyggðastefnu", a.m.k. þegar verið er að hvetja til þess að halda uppi byggð þar sem engir möguleikar eru á að fólki geti eða vilji búa. Staðir eins og víða á Vesturlandi, Vestfjörð- um og annnesjum norðaustanlands eru í raun óbyggilegir og fólk væri löngu flutt þaðan ef ekki væri haldið uppi þessari byggðastefnu sem felst í þvi að ausa fjármunum af opinberu fé til framkvæmda á þessum stöðum. Ég get ekki séð hvað mælir á móti því að íslendingar þjappi sér meira saman á suðvesturhorn landsins og tvo til þrjá staði aðra norðan- og aust- anlands þar sem lífvænlegast er og veðráttan er viöráðanleg til búsetu aUt árið. - Ódýrara yrði fyrir þjóðfé- lagið að ljúka úrbótum í samgöngum á landi, viðhaldi á fullkomnum flug- völlum á tveimur eða þremur stöð- um og hafnarmannvirkjum. Breytingar sem eru í aðsigi, t.d. varðandi heilbrigðari fjármálastjórn hjá hinu opinbera og aðlögun að er- lendum markaðssvæðum eru þess eðlis að ekki verður komist hjá að laða fólk enn frekar til þéttbýlis- svæðanna þar sem vænlegast þykir að hlúa að áframhaldandi uppbygg- ingu. - Þetta mun raunar gerast þótt engar opinberar aðgerðir verði hafð- ar uppi. Það er þegar ljóst að við höfum ekki efni á að búa í landinu öllu eins og nú er kappkostað. Það hefur held- ur ekki verið hægt nema með stór- felldum erlendum lántökum, t.d. til samgangna, mannvirkjagerðar, til framlengingar tapreksturs gjald- þrota fyrirtækja (sbr. Síldarverksm. ríkisins o.fl.), og alls þess sem skort hefur til þess að halda fólkinu í hin- um dreifðu byggðum. Það verða aldr- ei sameiginlegir hagsmunir þjóðar- innar að byggja allt landið. Og nú er komið að vendipunkti sem fáir munu geta spornað gegn. Því fyrr sem við verðum sammála um að snúa þróuninni við þeim mun fyrr náum við því takmarki að búa hér við þær aöstæður sem við erum allt- af að miða okkur við hjá nágranna- þjóðum okkar. Samþjöppun byggðar gerir samgöngumannvirki ódýrari og viðhaldskostnað minni, segir hér m.a. Lífeyrismál - nauðsyn breytinga: Tilfærsla lifeyrisaldurs VR félagi skrifar: Ég var að lesa VR blaðið sem mað- ur fær nú sent reglulega. Blaöið er oft hið fróðlegasta. - í þessu eintaki vöktu aðallega athygli mína ályktan- ir frá þingi LÍV sem haldið var á Akureyri í maí sl. Af þeim tillögum sem þarna voru ræddar tel ég merkasta tillöguna um tilfærslu lífeyrisaldurs, þ.e.a.s. að gera kleift að hefja töku óskerts líf- eyris fyrr en reglur segja til um nú. í dag er reglan sú að við töku lífeyr- is sjóðfélaga á aldrinum 65-70 ára skerðist lífeyririnn um nokkur pró- sent fyrir hvern mánuð. Þetta er auðvitaö algjörlega út í hött eins og málum er komið í dag þegar margir myndu fegnir vilja hætta störfum (ef þeir geta) 65 ára og sumir jafnvel þegar þeir ná 60 ára aldri. Eg er viss um aö þær deilur og sú óánægja sem margir hafa sýnt vegna ýmissa ákvæða sem gilda í lífeyris- málum hjá VR og öðrum myndi minnka ef bara þetta ákvæði eitt yrði lagfært. Ákvæðin um erfðamál sjóð- félaga og eignarhald maka að sjóðfé- laga látnum er líka óviðunandi og þar verður að koma annarri skipan á. Ég skora á stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna að láta til skarar skríða með lagfæringu ákvæðisins um flýtingu óskerts lífeyris að fullu frá og með 65 ára aldri og leyfilega töku lífeyris við 60 ára aldurinn að vissum skilyrðum uppfylltum, t.d. eftir 25 ára samfelldar greiðslur til sjóðsins. - Ég get ekki séð að leita þurfi eftir neinu samkomulagi milli aðila annarra sjóða um þetta atriði. Ef lífeyrissjóður VR ryður brautina fylgja aðrir sjóðir einfaldlega á.eftir. Verði hins vegar ekkert að gert og þetta sérstaka atriði látið bíða liður ekki á löngu þar til meiri þrýstingur veröur á kröfuna um algjöra upp- stokkun lífeyrissjóðsmála og þar verði krafan um algjört frelsi manna til að sjá sjálfir um ávöxtun iðgjalda sinna sett á oddinn. Hundar, hestar og Heiðmörkin Hundavinur skrifar: Ég leyfi mér sem hundavinur aö senda þessar línur til allra hesta- og hundavina hér á höfuðborgarsvæð- inu. - Ég er nefnilega hræddur um að Heiðmörkin verði lokuð fyrir okk- ur ef við förum ékki eftir þeim regl- um sem þar eru settar. Ég hef verið í hópi þeirra manna sem virt hafa að vettugi þær umgengnisreglur en æfla nú að taka mig virkilega á. Ég var uppi i Heiðmörk fyrir nokkrum vikum með hund sem þarf mikla hreyfmgu. Þama tók ég eftir því í fyrsta sinni hvað hann gat vald- ið miklum usla, t.d. hjá fuglum sem voru uppteknir við hreiðurgerð. í þessari ferö hitti ég eftirlitsmann. Við tókum tal saman. Að loknu sam- VELKOMIN A HEIÐMORK FRIDLAND REYKVÍKINGA Stofnaö 1950 Heíömörk er frlöuö tll skógræktar og . útlvlstar. Vatnsbót Reykjavikur eru á Helömörk. Gætum því varúöar og vlröum umgengnlsreglur. • Aklö ekkl utan vega. • Umferö vélsleöa og torfærutœkja ohclmll. • Hlíflö gróörl. Kvelklö ekkl elda. • Slepplö hestum ekkl lausum. • TJaldlö aöelns á merktum svæöum. • Meöferö skotvopna er bönnuö. • Hundar skulu ekkl ganga lauslr frá 1. apríl tll 1. september. Skógræktarfélag Reykjavikur Síml á Etlláávatnl 814142 Umgengnisreglur á friölandi Reyk- víkinga, Heiðmörk. tali okkar afhenti hann mér spjald með umgengnisreglum er þarna gilda og sem ég sendi með þessu bréfi. Þarna komu aðvífandi nokkrir hestamenn með hátt í 30 laus hross. Þau vom ýmist á veginum eða úti í móa, þar sem fjöldi smáplantna vex, og þar er jörð mjög viðkvæm, eink- um að vorlagi. Þegar eftirlitsmaöur- inn sneri sér að þeim og ætlaði að afhenda þeim þessar reglur fyrtust þeir vlð og létu einungis falla óviður- kvæmileg orð sem ég hef ekki eftir hér. Ég vona nú samt að við öll sem þarna komum látum skynsemina ráða og fórum eftir þessum reglum því þessi perla, sem Heimörkin er sannarlega, er jú okkar allra. DV Tölvunefndfyrir takmarkanir Einar Árnason skrifar: í DV sl. miðvikudag (3. júlí) er um sundurliðun sfmareíkninga. Mörgum sinnum hefur því verið lofaö, m.a. af samgönguráðherra (kannski fleirura en einum), að sundurliðun þessara reikninga verði framkvæmd hér líkt og annars staðar. Sundurliðun sMptir máli fyrir notandann hvað sem líöur áliti sérsMpaðrar Tölvunefndar ríkisins. Tölvunefnd flokkar sundurlið- un símreikninga hins vegar und- ir „viðkvæmu“ málin. RíMð sMrrist þó ekki við að birta opin- berlega upplýsingar um einka- mál manna, t.d. varöandi skuldir ' þeirra við opinberar stofnanir, nauðungaruppboð o.þ.h. Heitiö „Tölvunefnd" vírðist einkum standa fyrir annað orð sem mikiö er notað hér - takmarkanir. Ég skora á ráðherra símamála að leysa þetta mál nú í eitt sMpti fyrir öll. VarRósaað rugla? Páll hringdi: Ég var að hlusta á morgunút- varp Rásar 2 í morgun (4. júlí). Þar var kona að nafni Sigríður Rósa að ræða um þjóðmálin og m.a. um EB-málið. Hún hélt því fram að við íslendingar myndum missa sjálfstæði okkar ef viö tengdumst þessu bandalagi. - Gott og vel. Þetta er skoðun Rósu og má vera að hún hafi rétt fyrir sér. - Eða var Rósa að rugla? En ég spyr þá á móti: Missum við bara ekM líka sjálfstæðið ef við göngum ekki í EB? Bjóðast okkur íslendingum yfirleitt nokkrir aðrir kostir en að hanga i Evrópuveldinu úr því enga aðra kosti má skoða? - Fríverslunar- bandalög við aðrar þjóðir utan Evrópu eru t.d. algjört bannorð í munni stjórnmálamanna hér. Þeir hafa a.m.k. ekki sinnt neinni hugmynd af því tagi. írland ogísland: Tvenntólíkt Magnús Bjarnason skrifar: í sjónvarpsfréttum á Stöð 2 hef- ur Omar Ragnarsson verið að flytja okkur fréttir frá írlandi. Þetta eru skemmtilegir þættir og sýna miMnn mismun á þessum tveimur löndum þótt Ómar vilji líkja okkur við íra að mörgu leyti. írar hafa t.d. verið óhræddir við að leyfa erlendum bönkum að stofna útibú í landi sínu og hafa auðvitað notið góðs af sjálfir. I Dyflinni eru útibú fjölmargra er- lendra banka og fyrirtæMa sem flyija með sér fjármagn og hvers konar umsvif inn í þjóðfélagið. Þessi þáttur er ávallt á umræðu- stigi hér en ekkert gerist. Hræðsl- an verður áræðinu yfirsterkari. - Nei, það er ekki hægt aö líkja saman írlandi og fslandi á neinn hátt. Síður en svo. Reykingar: Ekkialvondar Margrét skrifar: Ég las nýlega pistil í blaði um reykingar og afleiðingar þeirra. Þar segir m.a. að auðvitað geti fáir mælt meö því aö reykja eða nota tóbak. Hins vegar verði aö telja að það þurfi alls ekM að vera skaölegt að nota tóbak sé það gert íhófi. Þaö er alkunna aö tóbak getur skerpt minni manna og rifiö mann upp úr sleni. íslensk dæmi eru um þetta, t.d. frá sjómönnun- um á skútunum sem tóku hraust- lega 1 nefið þegar þeir þurftu að halda sér vakandi. - Einnig er upplýst að þeir sem reykja að staðaldri fá sjaldnar alzheimer sjúkdóminn en hinir sem ekki reykja. Reykingar þurfa þvf ekki að vera alvondar - síður en svo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.