Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. 15 Ligga ligga lí, fóstrur fara’í sumarfrí Bjartir vor- og sumardagar eru flestum okkar tilhlökkunarefni. Þá er besti tíminn til útivistar og ferðalaga, til þess að sýsla í garði og gera við hús, blanda geði við nágranna og heimsækja vini og ættingja á öðrum landshornum. Menn æða upp um fjöll og firnindi á jeppum, á hestum eða bara tveim- ur jafnfljótum, og sumarbústaða- hverfin iða af lifi um hverja helgi. Þá eru ættarmót og íþróttamót, hestamannamót og útihátíðir af öllu tagi. Og það merkilega er, að oftast gengur þetta allt saman upp og það mæta vel, þrátt fyrir ófyrirsjáan- lega duttlunga íslenskrar veðráttu. Það besta er auðvitað að fá sitt sumarfrí, sem flestir eiga rétt á og taka sér, nema þeir sem eru að basla við búskap eða ferðaþjón- ustu, þeir verða að bíða til hausts eða vetrar eftir tíma til hvildar og upplyftingar. Lokað vegna sumarleyfa Já, ef þetta væri nú allt svona einfalt, sem það auðvitað er ekki. Býsna margir eru nefmlega þannig settir, að sumarleyfi er ekkert auð- leyst mál. Að minnsta kosti ekki fyrir venjulega útivinnandi for- eldra ungra barna í þéttbýli. Ég var eiginlega búin að gleyma hvemig er að vera í þeirra sporum. En nú eru komin bamabörn og vandamálið aftur orðið nálægt. Ekkert hefur breyst síöan ég var sjálf með ung börn. Enn er sama dýrindis þjónustan: Barnaheimil- um og leikskólum er ósköp einfald- lega lokað til þess að starfsfólk geti fengið sitt réttmæta sumarfrí. Eng- in spuming hvort það henti börn- unum og foreldrum þeirra, hvað þá hvenær það henti þeim. Til- KjaUarinn kynningin er bara hengd upp og mætir augum foreldranna einn góðan veðurdag: Barnaheimilið Bestakot verður lokað vegna sum- arleyfa frá 8. júlí til 12. ágúst. Sumirfá ekkertfrí Flestir foreldrar reyna auðvitað að samræma sumarleyfi sín þess- um ósveigjanlegu ákvörðunum um sumarlokun barnaheimila, en satt að segja geta ótal ástæður hindrað það. Sumarleyfi eru nefnilega ekk- ert einkamál hvers og eins. Þau þarf að skipuleggja með tilliti til samstarfsfólks, til starfsins sjálfs og til annarra í fjölskyldunni. Fáum vinnustöðum öðrum en barnaheimilum er lokað vegna sumarleyfa. Starfsemi af flestu tagi verður að hafa sinn gang hvað sem öllu sumarskapi líður, og einmitt júlí og fram í ágúst er eftirsóttasti sumarleyfatíminn. Það er því ekk- ert auðsótt mál að fá frí á þeim tíma kannski ár eftir ár. Þá má heldur ekki gleyma þeim sem fá alls ekk- ert sumarfrí, en það eru þó nokkr- ir, einkum námsmenn, sem flestir reyna að vinna á milli anna. gæslu, þegar barnaheimilunum er lokað, taka barnið með í vinnuna, leita á náðir frændfólks og vina eða kaupa gæslu af ókunnugum. Sumir lenda jafnvel í því, að sumarfríið fellur gjörsamlega utan lokunar- tíma barnaheimilisins. Þeir þurfa samt að borga mánuðinn sem barn- ið er ekki til þess að halda plássinu og svo að borga einhverjum fyrir að gæta barnsins, meðan heimilið er lokað. Óþægindi hinna fullorðnu eru þó léttvæg miðað við erfiðleika barn- anna. í besta falli getur þetta ástand reyndar verið skemmtilegt, ef um stuttan tíma er að ræða og amma og afi eða eitthvert annað gott fólk getur leyst vandann. En tímarnir eru breyttir og sífellt minni líkur á svo ljúfum lausnum. Afleiðingarnar eru því oftar en ekki óþarft álag á börnin, óróleiki, leiðindi og rótleysi. Allt vegna sum- arlokunar barnaheimila. Viljaskortur bæjaryfirvalda Þessi þjónusta er náttúrlega ekki boðleg börnum og foreldrum þeirra. Fólk á að geta reitt sig á þessa þjónustu allt áriö og geta skipulagt sín mál án tillits til sum- arleyfa starfsfólks á barnaheimil- um. Sumarstarf barnaheimila á að taka mið af þörfum barnanna og foreldra þeirra, en ekki öfugt. Það er fáránlegt að þessu skuli ekki hafa verið breytt fyrir löngu. Það þarf enginn að segja mér, að þetta fornaldarfyrirkomulag sé í þökk fóstra, sem eru auðvitað vel komnar að sínu sumarleyfi. Ástæð- an getur ekki verið önnur en vilja- skortur bæjaryfirvalda á hverjum stað, viljaskortur, tillitsleysi og lít- ilsviröing gagnvart þeim, sem hlut eiga að máli. Eða halda þeir sem þessu ráða, að blessuð börnin og foreldrar þeirra taki þessu með fognuði í hjarta og syngi eins og segir í sum- arvísunum, örlítið breytt: Ligga ligga lí, fóstrur fara’í sumarfrí! Auðvitað á að ráða fólk til sum- arafleysinga á barnaheimili eins og aðra vinnustaði. Ég heiti á sveitar- stjórnir hvar sem er á landinu að bæta sig í þessu efni. Ekki seinna en nú þegar! Kristín Halldórsdóttir Kristín Halldórsdóttir starfskona Kvennalista „Sumarleyfi eru nefnilega ekkert einkamál hvers og eins. Þau þarf að skipuleggja með tilliti til samstarfs- fólks, til starfsins sjálfs og annarra í fjölskyldunni.“ Óþarft álag á börnin Margir foreldrar þurfa þess vegna, jafnvel sumar eftir sumar, að brúa eitthvert bil með barna- „Barnaheimilum og leikskólum er ósköp einfaldlega lokaö til þess að starfsfólk geti fengið sitt réttmæta sumarfri." Félagsleg markaðshyggja á íslandi „Þjóðverjar hafa haldið sinni beinu braut allt frá þvi á sjötta áratugnum." Fyrsta október í fyrra birtist grein í DV eftir undirritaðan, sem nefndist „Félagsleg markaðs- hyggja". Þar var lýst grundvallar- atriðum hagkerfisins þýska og starfi þarlendra brautryðjenda og fræðimanna eins og Ludwigs Er- hards og Karls Schillers. í þessari grein var félagsleg markaðshyggja kynnt sem hagstjómarkerfi nútím- ans og sá efnahagslegi grundvöftur þjóðanna sem traustastur væri. Nú skal þeirri spumingu velt fyr- ir sér hvernig er hægt að laga ís- lenskt þjóðfélag að félagslegu markaðskerfi, hvar er það til stað- ar í þjóðfélagi okkar og hvar ekki, hvemig er hægt að spoma við ein- okun og beita ríkisvaldinu til að tryggja heilbrigðan markað - hvemig er hægt að nota þýsku að- ferðina á íslandi? Sigur félagslegrar markaóshyggju Menn líta núna til Þýskalands og þá einkum frá löndum þar sem menn em að leita sér að nýjum fyrirmyndum í efnahagsmálum eftir hmn valdníðslu, miðstýringar og hafta á mannlegri atorku, jafnt á sviði viðskipta sem menningar, á sviði almenns athafnafrelsis ein- staklinganna sem athafnafrelsis fyrirtækjanna. Hvers vegna? Þjóðverjum hefur tekist að sam- eina athafnafrelsið, persónufrelsið, lifskjörin og jafnræðið betxu- en öðmm. Þegar vikublaðið „Die Zeit“ birti töflur sínar um efnahagsmál Vestur-Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Ítalíu 13. júní síð- astliðinn var munurinn sláandi: Þar nægir að skoða tölur um verð- bólgu síðasta áratuginn og bera saman. Meðan t.d. Frakkar og Bret- KjaUariim Einar Heimisson stundar háskólanám í Freiburg, Þýskalandi ar hafa verið í stöðugum erfiðleik- um í efnahagsmálum sínum og gert ýmsar misheppnaðar tilraunir með grundvallarbreytingar á hagkerf- um sínum hafa Þjóðveijar haldið sinni beinu braut allt frá því á sjötta áratugnum: Styrkur þeirra er stöðugleikinn, póhtísk samstaða um hagkerfi, sem hefur gengið upp og ekki þarf að breyta, aðeins slipa: Móta að kröfum tímans. Bókin „Soziale Markwirtschaft" (Hamburg 1990) sem styrkt er af efna- hagsráðuneytinu í Bonn er hugsuð til að miðla öðrum af reynslu Þjóð- veija í efnahagsmálum. Sérhvert hagkerfi verður að svara þremur spurningum: 1. Hvað á að framleiða? 2. Hvernig á að framleiða? 3. Fyrir hvern á að framleiða? Áður fyrr töldu margir einungis tvær grundvallarleiðir í boði til að svara þessum spurningum. 1. Miðstýrt hagkerfi. 2. Opið markaðshagkerfi. Hagsagan hefur hafnað báðum þessum leiðum í óblönduðu formi, - þær ganga hvorug upp ein og sér. Með öðrum orðum: Hagstjórnarstíl hinna endaniegu sanninda hefur verið hafnað. Þá er aðeins eftir þriðja leiðin. Og hún er félagslegt markaðs- kerfi. Frelsi einstaklinganna og heildarhyggjan Endanleg sannindi í stjórnmálum heyra fortíðinni til, þau eru búin að vera: Stjórnunarstíh í anda nítj- ándu aldar, sem átti sér einna síð- astan fulltrúa í Margréti Thatcher. Rétt eins og þjóðfélögunum í Aust- ur-Evrópu mistókst að sanna kosti miðstýringar, þá mistókst Margréti Thatcher aö sanna kosti hins opna markaðskerfis - stjórnunarstíll hennar endaði í atvinnuleysi, mis- skiptingu, verðbólgu og jafnvel götuóeirðum. Þessi breska tilraun, sem setti svo mjög mark sitt á níunda áratuginn, er núna orðin hluti af fortíðinni. En vitaskuld eru ýmis fyrri dæmi um fall slíks hag- kerfis: kannski er heimskreppan, sem hófst 1929, einmitt skýrasta dæmið um það - svarið við henni var hagstjórn í stíl félagslegrar markaðshyggju rétt eins og kom á daginn bæði í Englandi og Amer- íku. Fjöldaatvinnuleysi og verðbólga eru óvinir markaðarins - ríkisvald- ið verður að koma í veg fyrir þetta tvennt og það hefur félagslegri markaðshyggju tekist mætavel: Hvorugt hefur verið til staðar í Vestur-Þýskalandi síðustu 30-J0 árin ólíkt flestum öðrum löndum Evrópu. Og síðast en ekki síst: í félagslegu markaðskerfi sér ríkis- valdið um liðveislu bama, aldraðra og sjúkra og sömuleiðis um alla menntun - það er athyglisverð staöreynd að þýskt menntakerfi byggist ekki á einkaskólum. Félagslegt markaðskerfi hvíhr á frelsi einstaklinganna: Þeir ráða því hvað þeir framleiða og hvað þeir kaupa. Markaðurinn tryggir hagvöxtinn. Nú gæti einhver sagt: Þetta er nákvæmlega eins og í frjálsu markaðshagkerfi. Svo er þó ekki því í félagslegu markaðskerfi einsetur ríkisvaldið sér að hjálpa markaðnum - hann byggist á hug- viti opinberra aðila. Og hlutverk þeirra er veigamikið: Félagslegt markaðskerfi gengur út frá því sem vísu að markaðnum takist ekki allt. Eitt stærsta valdamál markaðarins er einmitt það að hann fer að vinna gegn sjálfum sér eftir vissan tíma - það myndast einokun því þeir stóru eru búnir að sigra þá litlu. Þetta verður að stöðva, segir félags- lega markaðshyggjan, það verður að tryggja jafnræðið á markaðnum og í lagasetningu gegn einokun felst þess vegna hehdarhyggja hennar og trygging jafnræðis í samfélaginu öllu. Einar Heimisson „Eitt stærsta vandamál markaðarins er einmitt það að hann fer að vinna gegn sjálfum sér eftir vissan tíma - það myndast einokun því þeir stóru eru búnir að sigra þá litlu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.