Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. NEW JACK CITY Úlgefandl: Stelnar hf. Leikstjóri: Mario van Peebles. Aðalhlutverk: Wesley Snipes, lce-T og Judd Nelson. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 97 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Með aukinni þátttöku svertingja 1 kvikmyndagerð vestanhafs hefur allt í einu komiö ferskur straumur í kvikmyndum sem bæði er áreit- inn og krefur áhorfandann um að taka afstöðu með eða á móti. Spike Lee var fyrstur en síðan hafa nokkrir ungir kvikmyndagerðar- menn fylgt í kjölfarið. Meðal þeirra er Mario van Peebles en áður en hann leikstýrði New Jack City var hann eingöngu þekktur sem leik- ari. í New Jack City er öðrum þræöi fengist við það vandamál sem svertingjar í fátækrahverfum sitja uppi með, atvinnuieysið, og eru WESLEY Æ -MARKK JL’DD SNIPES T X\S PEEBLES NELSON iht'Vc ihe neu: brtxd oí Tlu' ncw pufjkíiflr cnfiniy. ' ■ '■ • i 'íf y ^ ungir menn auðkeyptir þegar þeim er boðið starf við eiturlyfjadreif- ingu. Á hinn bóginn er myndin barátta lögreglunnar gegn eitur- lyfjaneyslunni, sem er mikil meðal þessa sama fólks, sérstaklega er það hið hættulega krakk sem unga fólkið ánetjast. Sem spennumynd er New Jack City vel heppnuð og að mörgu leyti óvenjuleg. Við fylgjumst með tveimur lögregluþjónum, öðrum svörtum en hinum hvítum. Þeir takast á við eiturlyfjakóng sem Wesley Snipes leikur af miklum styrk. í lok myndarinnar er hann handtekinn en brosir þó vegna þess að hann veit að dómstólar geta ekki lokað hann inni. Sú gagnrýni sem kemur fram í myndinni á það hversu máttlaus yfirvöld eru gagnvart þeirri þróun sem á sér stað meðal fátækra svert- ingja er ekki alveg nógu vel heppn- uð. Gagnrýnin dylst bak við ofbeld- ið. í heild er New Jack City því fyrst og fremst spennumynd en skilur samt áhorfandann ekki eftir ósnortinn. -HK Uppskrúfuð veröld Eins og sjá má eru miklar breytingar á vinsældalistanum þessa vik- Ein þeirra mynda, sem geysist inn á listann, er New Jack City. Á myndinni má sjá fyrir miðri mynd Wesley Snipes er leikur eltur- lytjakóng sem er litið hrifinn af mótlæti. I (•) The Hard Way 2(1) Naked Gun 2 'A 3 (•) New Jack City 4 (-) Shaöered 5 (2) State of Grace 6(3) Kiss before Dying 7 (7) The Russla House 8 (9) Once around 9(5) Murder 101 10 (8) Silence of the Lambs II (4) Hrói höttur, prins þjófanna 12 (-) Ottoll 13 (6) Mermaids 14 (-) Deadly Game 15 (10) Perfect Weapon Holdið er veikt THE MONK Útgelandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Paco Lara. Aðalhlutverk: Paul McGann og Sophle Ward. Bresk, 1991 - sýningartimi 87 min. Bönnuó börnum innan 12 ára. Galdrabrennur og trúarofstæki er þemað í The Monk en það er einnig saga um veikleika holdsins. Við fylgjumst með munki einum á 18. öld. Hann hefur mikinn sann- færingarkraft í ræðum sínum en stenst ekki görótta hefðarkonu sem dulbýr sig sem munk og freistar hans. Þegar svo munkurinn er kominn á bragöið þá halda honum engin bönd. Helsti galh myndarinnar er að aðstandendur hennar hafa ekki al- veg verið vissir um hvort hún ætti að vera hryllingsmynd eða drama- tísk saga um freistingar holdsins. Leikarar eru þvi eins og úti á þekju í sumum atriðum. Ég hallast að því að myndin hefði aðeins getað heppnast sem hryllingsmynd og að öllu tah um sálarkvalir heíði verið sleppt. Ógnartími á hafi MISSION OF THE SHARK Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Robert Iscove. Aðalhlutverk: Stacy Keach, Richard Thomas og Carrie Snodgrass. Bandarisk, 1991 -sýningartími 114 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Eitthvert það óhugnanlegasta sem manneskjan getur lent í er að vera í björgunarbelti úti á rúmsjó með hákarlahjörð í kringum sig. Þessa reynslu fengu þeir sem lifðu af þegar herskipinu USS Indiana- polis var sökkt af Japönum í Kyrra- hafmu í síðari heimsstyrjöldinni en skipverjamir voru fimm sólar- hringa í sjónum áður en flugvél fann þá. Mission of the Shark fjallar um þennan atburð sem átti sér stað 1945 en það sem gerði það að verk- um að ekki var farið að óttast um skipið var að það var með kjarn- orkusprenju innaborðs og því í leynilegum flutningum. Mission of the Shark er ágæt afþreying, kunn- áttusamlega gerö og Stacy Keach, sem leikur skipherrann á herskip- inu, svíkur ekki frekar en fyrri daginn. Niðurlæging SHE SAID NO Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: John Patterson. Aðalhlutverk: Veronlca Hammel, Lee Grant og Judd Hirsch. Bandarisk, 1990-sýningartimi 96 min. Bönnuö börnum innan 12 ára. Það er vitað aö aöeins hluti þeirra kvenna, sem er nauðgaö, fer með málið fyrir dómstóla. Bæði er að það er erfitt að sanna nauðgun og svo er blygðunin mikil hjá þeim konum sem verða fyrir þessari dapurlegu reynslu. Sjálfsagt er málið sem við kynnumst í She Said No eitt það allraversta sinnar teg- undar en myndin er byggð á sönn- um atburðum. Beth Early (Veronica Hammel) kynnist htíllega lögfræöingi einum sem býður henni heim. Þar nauðg- ar hann henni og hótar illu ef hún kærir. Beth kærir en lögfræðingur- inn kann allar lagaflækjur í slíkum málum og er hann sýknaður. Þar meö er sagan aðeins hálfnuð. Lög- fræðingurinn kærir Beth Early og heimtar skaðabætur fyrir að hún hafi svert mannorð sitt. Hér breyt- ist atburðarrásin þannig að sú sem kærir og hefur rétt fyrir sér verður að leggjast í vörn og er fátt til bjarg- ar... She Said No er ágætíega gerð mynd en eins og um svo margar kvikmyndir sem gerðar eru fyrir sjónvarp er melodramað mikiö á kostnað raunsæis. Á mótí kemur að leikarar standa vel fyrir sínu, sérstaklega er leikur Judd Hirsch í hlutverki lögfræðingsins góöur. -HK ALICE DV-myndbandalistirm Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Woody Allen. Aöalhlutverk: Mia Farrow, Alec Baldw- in, William Hurt, Judy Davis og Cybill Shepherd. Bandarísk, 1991 -sýningartími 102 min. Leyfó öllum aldurshópum. Dreggjar stórborgarinnar Woody Allen er aíkastamikill kvikmyndagerðarmaður og eru myndir hans misjafnar að gæðum þótt áferðarlíkar séu. Alice er tut- tugasta kvikmyndin sem hann leikstýrir. í síðustu myndum hans; September, Another Woman og Crimes and Misdemeanors, hefur gætt raunsæis og í byriun er Alice raunsæismynd en alveg óvænt tek- ur Allen þá áhættu að fara glanna- lega út fyrir rammann með því að láta framliöna persónu koma tíl sögunnar og láta Alice taka lyf sem gerir hana ósýnilega. Erum viö þar með komin í sömu mýstíkina sem einkenndi The Purple Rose of Ca- iro. Allen kemst slysalaust upp með slíkt sem fyrr, áhorfendum til mikillar skemmtunar þótt vissu- lega tapist að hluta hið napra háð hans á uppahðið í New York. í Alice eru það sérstaklega hinar ríku eiginkonur sem verða fyrir hárbeittum penna Allens. Eigin- konur sem lítið hafa annað að gera á daginn en að versla og velta sér upp úr nýjustu kjaftasögunum meðan á snyrtingu stendur og er Alice ein þessara eiginkvenna. Tvennt verður þó tíi aö breyta ver- Alice (Mia Farrow) fellur fyrir saxófónleikaranum Joe (Joe Mantegna). öld hennar. Hún hittír fyrir ungan hljóöfæraleikara og verður ást- fangin og hún leitar tíl kínverks jurtalæknis. Mia Farrow leikur Ahce mjög vel. Hún hefur oft leikið svipaða persónu fyrir Allen og er því á heimavelli í hlutverkinu. Þegar á heildina er litíð er Ahce ekki sterk- asta kvikmynd sem Woody Allen hefur leikstýrt en hún er mjög skemmtileg og ættí engum sem á hana horfir aö leiðast. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.