Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Fjöldamorðingi látinn Einn mesti fjöldamoröingi eftirstríðsáranna dó á sótt- arsæng í Bogota í síöustu viku. Það var Roberto d’Au- buisson, sem bar meira eöa minna ábyrgð á morðum 40.000 borgara í E1 Salvador árin 1979-1985 og starfaði í skjóli öfgasinnaðra bandarískra stjórnvalda. Sendiherra Jimmy Carters Bandaríkjaforseta í E1 Salvador sagði á sínum tíma, að d’Aubuisson væri geð- veikur fjöldamorðingi. Eftir brottför Carters úr Hvíta húsinu fékk d’Aubuisson að leika lausum hala með full- um stuðningi og íjárhagsaðstoð Bandaríkjastjórnar. Helztu verndarar d’Aubuissons voru Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti; George Bush, þáverandi varaforseti og núverandi forseti, og Jeane Kirkpatrick, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og núverandi dálkahöfundur hjá Pressunni. Meðal þeirra, sem d’Aubuisson lét myrða, voru Oscar Arnulfo Romero erkibiskup, bandarískar nunnur og bandarískir landnýtingarráðunautar. Mesta óbeit hafði hann á verkalýðsforingjum, læknum og öllum þeim, sem reyndu að hjálpa fátæka fólkinu í landinu. Algengt var, að d’Aubuisson kæmi fram í sjónvarpi og réðist á nafngreinda einstakhnga. Nokkrum dögum síðar höfðu þeir allir verið drepnir af morðsveitum hans. Þannig var aðild hans á allra vitorði, þótt öfgamenn Bandaríkjastjórnar létu sér fátt um fmnast. Hinn geðveiki Roberto d’Aubuisson varð forseti þingsins í E1 Salvador og síðan forsetaframbjóðandi, enda var hann ekki minni ræðuskörungur en Hitler. Þegar hann dó í síðustu viku, var flokkur hans við völd í landinu, en hafði þá að mestu látið af morðum. Hyldjúp gjá er milli ríkra og fátækra í E1 Salvador. Annars vegar eru landeigendur og annað auðfólk, en hins vegar er sauðsvartur almúginn. Yfirstéttin er svo hægrisinnuð, að hún telur það kommúnisma, ef læknir eða sjúkraliði reynir að hjúkra fátækum leiguliða. Athyghsverð er samstilling hugarfarsins hjá þessari yfirstétt annars vegar og hinum róttæku hægrisinnum, sem um langt árabh hafa verið við völd í Bandaríkjun- um. Af bandarískri hálfu er dálkahöfundurinn Jeane Kirkpatrick fuhtrúi þessa sérkennilega hugarfars. Þessi fyrrverandi sendiherra er kunnasti málsvari þeirrar stefnu Ronalds Reagans og George Bush, að mannréttindi skipti engu máli í samanburði við mikh- vægi þess að berjast gegn kommúnisma í Rómönsku Ameríku og annars staðar í þriðja heiminum. Samkvæmt þessari stefnu eru það morðingjarnir á hveijum stað, sem ákveða í samræmi við þarfir sínar, hvað sé kommúnismi og hveijir séu kommúnistar. Þess vegna hefur stefnan valdið ólýsanlegum hörmungum í Rómönsku Ameríku, bakgarði Bandaríkjanna. Athyglisverðast í þessu samhengi róttækrar hægri mennsku í Bandaríkjunum og Rómönsku Ameríku er, að meðal auðstétta og landeignafólks í öllum löndum eru hópar, sem bera sjúklegt hatur í bijósti á fátækhng- um og öhum þeim, sem hugsanlega gætu rýrt auðinn. í siðuðu samfélagi Vesturlanda fær þetta hatur ekki útrás á blóðugan hátt. En þar er þó hugarfarið að baki hið sama og í ofbeldis- og morðæði hliðstæðra hópa í Rómönsku Ameríku. Þetta eru hin raunverulega hættu- legu öfl í þjóðfélaginu, einnig hinum vestrænu. Bandaríkjastjóm hefur ekki reynt að bæta fyrir brot hins nýlátna vinar síns eða annarra skrímsla, sem hún hefur ræktað í bakgarði sínum í Rómönsku Ameríku. Jónas Kristjánsson De Klerk leggur allt undir í at- kvæðagreiðslu Framundan er uppgjör meðal Suðiu:-Afríkumanna af evrópskum ættum þar sem tekist er á um af- stööuna til viðleitni núverandi rík- isstjómar til að afnema stjómar- skrárbundin forréttindi hvíta minnihlutans. Viðræður stjórn- málasamtaka ailra kynþátta um að setja landinu jafnréttisstjómar- skrá hófust í desember. Nú ganga hvítir menn að kjörborði 17. mars til að svara með jái eða neii hvort þeir eru því samþykkir að þeirri viðleitni verði haldið áfram. Frederik W. de Klerk, forseti Suð- ur-Afríku og foringi Þjóðarflokks- ins, sem stjómað hefur landinu hátt í hálfa öld, ákvað að efna til ailsherjaratkvæðagreiðslunnar eftir að flokkur hans beið ósigur í aukakosningum til þjóðþingsins. í kjördæminu Potchefstroom í Transvaal náði frambjóðandi íhaldsflokksins kosningu með 2.140 atkvæða mun en 1989 hafði fram- bjóðandi Þjóðarflokksins 1.500 at- kvæða meirihluta. Slík fylgis- sveifla sætir fádæmum í byggðum suður-afrískra Búa. íhaldsflokkurinn sækir fylgi sitt að mestu. til Búa, afkomenda Hol- lendinga sem settust að í Suður- Afríku fyrstir Evrópumanna. For- ingjar flokksins hafa smátt og smátt saxast út úr hægri armi Þjóð- arflokksins eftir að meirihluti hans tók að hverfa frá stefnunni um að- skilnað kynþátta og alger yfirráð hvítra í alríkismálum. íhaldsmenn neituðu þátttöku í stjómarskrárviðræðum stjóm- málahreyfinga allra kynþátta og yfirvalda undir forsæti de Klerks. Upp á síðkastið hefur flokkurinn lagt megináherslu á baráttu fyrir sérstöku ríki Búa verði breyting á stjómskipan Suður-Afríku. Halda talsmenn hans því fram að afrika- ans, tungumál Búa, muni líða und- ir lok með tímanum vegna yfir- burðastöðu enskunnar í ósundur- greindri Suður-Afríku. Þetta mál var einkum haft á oddinum í bar- áttu íhaldsflokksins fyrir auka- kosninguna í Potchefstroom. Eftir kosningasigurinn þar krafð- ist forasta íhaldsmanna þingrofs og nýrra kosninga samkvæmt gild- andi kosningalögum en kjörtíma- bflið rennur ekki út fyrr en haustið 1994. Svar de Klerks var að efna til aflsherjaratkvæðagreiðslu hvítra um umbótastefnu sína og stjómar- skrárviðræður allra kynþátta. Hafni kjósendur þeirri leið kveðst hann segja af sér og efna tfl nýrra þingkosninga. Ákvörðun forsetans aö leggja allt undir í atkvæðagreiðslunni 17. mars kom íhaldsmönnum í opna skjöldu. Þegar forasta þeirra kom saman til fundar kom í ljós djúp- stæður ágreiningur um hvort taka bæri hólmgönguáskoran de Klerks og beijast fyrir að fá kjósendur tfl Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson að svara spumingu hans neitandi eða hafna þátttöku í atkvæða- greiðslunni og hvetja kjósendur tfl að sitja heima. Þingmenn flokksins með Andries Treumicht flokksfor- ingja í fararbroddi vfldu velja fyrri kostinn en margir trúnaðarmenn af landsbyggðinni hinn síðari. Niðurstaða íhaldsflokksins var að berjast fyrir að kjósendur segi nei í atkvæðagreiðslunni. En víg- staða hans er ekki sterk eftir það sem á undan er gengið. Fjölmiðlar í Suður-Afríku hafa tíundað ræki- lega að stór hluti flokksforustunn- ar vildi sniðganga atkvæðagreiðsl- una með þeirri röksemd fyrst og fremst að de Klerk hlyti að sigra í henni. Stjómarskrárviðræðumar snú- ast um það hvað við eigi að taka af aðskflnaðarstefnu sem búin er að ganga sér til húðar. Þetta viður- kenna íhaldsmenn reyndar sjálfir með því að beina nú kröftum sínum helst að því að sérstakt Búaríki verði sett á stofn í stað þess að byggja á gamla granninum. Allt annað er fyrir íhaldsmenn að takast á við Þjóðarflokkinn í þingkosningum þar sem unnt er að setja staðbundnar aöstæður og einstaka menn á oddinn en að fást bæði við hann og vinstri sinnaða Lýðræðisflokkinn í allsherjarat- kvæöagreiðslu þar sem annars vegar er í boði víðtækasta samráð sem tekist hefur um nýja skipan mála í Suður-Afríku en hins vegar alger óvissa um stjórn og framtíð landsins. Fjölmiðlar, sem ná tfl hvítra Suð- ur-Afríkumanna, era yfirgnæfandi hlynntir tflraun de Klerks til að koma á málamiðlunarsamkomu- lagi allra kynþátta. Þeir benda ó- spart á að ríkjandi efnahagsvandi í landinu á að verulegu leyti rót sína að rekja tfl refsiaðgerða um- heimsins vegna löghelgaðs kyn- þáttamisréttis. Yrði reynt að hverfa aftur tfl fyrri hátta mætti búast við enn haröari viðbrögðum á alþjóöa- vettvangi. Afríska þjóðarráðið, helsti við- mælandi de Klerks af hálfu svert- ingja, hefur haldið því ákaft fram að hvíti minnihlutinn, tæpar fimm milljónir af 40.000.000 landsmanna, eigi ekki að hafa neitunarvald um hvort niðurstaða úr stjómarskrár- viðræðunum skuh taka gildi. Eins og mál hafa snúist hefur Nelson Mandela, forseti Þjóðarráðsins, slakað á þessari afstöðu gagnvart allsheijaratkvæðagreiðslu hvítra 17. mars. Leggur hann nú meginá- herslu á að ekkert verði tfl að spilla fyrir að kjósendur taki yfirvegaða afstöðu við kjörborðið. Hættan er sú að aðilar á báða bóga, sem vflja ónýta stjómar- skrárviðræðurnar og málamiðlun- arandrúmsloft, grípi til sinna ráða í því skyni að valda ótta og upp- námi fyrir atkvæðagreiðsluna. Hægra megin við íhaldsmenn era fasistahreyfmgar sem ráða yfir vopnuðum sveitum og eru taldar eiga ítök í öryggislögreglunni. Árásir þeirra á svertingja gætu orðið til að valda hefndaraðgerðum gagnvart hvítu fólki og þannig magna átök stig af stigi. \ Meðal svertingja heldur Álaf- ríska ráðið uppi harðri gagnrýni á Afríska þjóðarráðið og Nelson Mandela og nánustu samstarfs- menn hans sér í lagi fyrir að fallast á að ræða við fulltrúa hvíta minni- hlutans um framtíð Suður-Afríku. Alafríska ráðiö hefur á sinni stefnuskrá alger og óskorað yfirráð svertingja í landinu. Það hefur eins og íhaldsflokkurinn neitað að taka þátt í stjórnarskrárviðræðunum en af þveröfugum ástæðum. Það sem menn óttast nú helst i Suður-Afr- íku er að öfgarnar mætist enn frek- ar í aðdraganda atkvæðagreiðsl- unnar um framhald stjómarskrár- viðræðna. Magnús T. Ólafsson Frederik W. Klerk og Nelson Mandela ásamt fylgdarliðum koma til fyrsta viðræðufundar Suður-Afríkustjórnar og Afríska þjóðarráðsins eftir að Mandela var leystur úr haldi. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.