Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. 43 I i ) í veislum drekkur Mjaðveig hraðar en aðrir og laumast oft inn í eldhús og gæðir sér á viskii í fleyg sem falinn er inni í kústaskáp. Þjóðfélagið hefur ávallt litið niður á alkóhólisma kvenna og áfengisneysla þeirra hefur lengi tengst lausiæti í augum almennings. DV-mynd BG Drykkfelld eigin- konajáma- bindingamanns Mjaðveig Hlín er kona á miðjum aldri sem býr í Reykjavík. Hún er gift riðvöxnum, veðurbitnum járna- bindingamanni og eiga þau hjónin 4 börn. Hann hefur mikið að gera og segist stundum í gríni hafa járna- bundið hálfa Reykjavík. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Mjaðveig Hlín drakk í fyrsta sinn á árshátíð jámabindingamanna í Breiðfirðingabúð sem þá var við Skólavörðustíg. Var hún borin heim þá nótt af eiginmanni sínum, enda varð hún ofurölvi. Á næstu árum drakk Mjaðveig lítið en helgaði sig barneignum og uppeldi. Þó varð hún ávallt áberandi drukkin á öllum hátíðum þar sem vín var haft um hönd. Smám saman hefur drykkjan aukist en Mjaðveig gætir sín betur en áður, enda veit hún að eiginmað- ur hennar hefur ímugust á áfengis- neyslu hennar. Hún felur áfengi á víð og dreif, svo sem í stampi fyrir óhreint lín og í nærfataskúffum sínum. Aldrei tek- ur hún svo til í íbúð þeirra hjóna að hún sæmi sig ekki verölaunum fyrir vikið. Hún fær einatt gull, silf- ur og brons og verður vel við skál. Hún finnur oft fyrir óminni eftir slíka drykkju og man ekki það sem gerst hefur. Eiginmanni hennar mislíkar það mjög þegar hann kem- ur heim í tandurhreina íbúðina en eiginkonan hggur afvelta í sófa út frá söng Ellýar Vilhjálms um vegina sem hggja til ahra átta. Hann slekk- ur þá á grammófóninum, ber konu sína til sængur og fer síðan í eldhús og setur á hlóðir pott með kartöflum ogkjötmeti. Hann ætlar að ræða þetta við konu sína við tækifæri en ennþá hefur ekki gefist til þess tími í 20 ára hjónabandi. Hann áttar sig ekki á því að hún drekkur mun oftar en hann hefur vitneskju um, enda tekst henni að leyna drykkju sinni í flest- um thvikum og kvartar undan mi- greni th að komast hjá nánum sam- skiptum. Stundum stingur Mjaðveig upp á samkvæmishaldi og býður þá drykkfehdum bróður sínum og öl- kærum jámabindingamönnum sem hún thgreinir sjálf. í slíkum veislum drekkur Mjaðveig hraðar en aðrir og laumast oft inn í eldhús og gæðir sér á viskh í fleyg sem fahnn er inni í kústaskáp. Daginn eftir slíkar veislur gefur hún börnum sínum peninga fyrir bíói og leiktækjasal og þau ráða því sjálf hvenær þau koma heim. Mjaöveig fer ekki leng- ur á mannamót án þess að hafa með sér silfursleginn ferðapela í tösku sinni sem hún mynnist viö þegar aðrirsjáekkith. Heimihð er að leysast upp, Mjað- veig drekkur daglega og járnabind- ingamaðurinn vinnur æ meira og kemur sjaldan heim. Hún sér ekki Á læknavaktínni í” * Ih^ i Óttar Guðmundsson wm.—É læknir að drykkjuskapur hennar hafi nein skaðleg áhrif á börnin eða heimhis- haldið en kennir jáminu um upp- lausn og aðra ógæfu. „Hvernig er hægt að ætlast th þess að maður fari í gegnum þetta aht saman þurrbrjósta?" Viðbrögð þjóðfélagsins 'Þjóðfélagið hefur ávallt htið niður á alkóhólisma kvenna. Áfengis- neysla þeirra hefur lengi tengst lauslæti í augum almennings og svo hefur það verið um aldir. Meðal múhameðstrúarmanna máttu eigin- menn taka konur sínar af lífi ef áfengislykt var af þeim. Ástæða þessa var ekki sú að konan væri að drekka heldur að áfengislykt gæfi th kynna að hún hefði verið manni sínum ótrú. Ölvun var ekki tahn samrýmast kvenlegum dyggðum og drykkjuskapur var álitinn andstæð- ur móðurhlutverki konunnar. Á síðustu árum hefur mikh breyt- ing orðið á högum kvenna. Konan gegnir ekki lengur hefðbundnu hús- móðurhlutverki innan veggja heim- ihs heldur er úti í þjóðfélaginu og aflar tekna. Konur hafa misst sögu- legt hlutverk sitt inni á heimhum en ekki náð að hasla sér völl á jafn- réttisgrundvelh úti í atvinnulífinu. Þessar breytingar hafa haft það í for með sér að ýmiss konar streitusjúk- dómar leggjast nú á þær ekki síður en karla. Alkóhóhsmi kvenna hefur og aukist gífurlega á síðustu árum eins og innlagnartölur á stofnanir semVogsýna. Greining alkóhól- isma hjá konum Læknum gengur oft hla að greina alkóhólisma hjá konum. Menn spyrja sjaldnast réttu spuminganna og átta sig ekki á þeim mun sem er á drykkju kvenna og karla. Þessi spurningahsti hefur reynst mér vel í viðtölum við konur sem ég gruna um drykkjusýki. 1. Kaupir þú stundum áfengi á mis- munandi stöðum svo að enginn viti hvað þú kaupir mikið? 2. Felur þú tómar flöskur og fleygir þeimílaumi? 3. Ákveður þú stundum að verð- launa þig með áfengi eftir vel unnin húsverk? 4. Ert þú stundum eftirlát við bömin þín vegna sektarkenndar eftir síð- astafylhrí? 5. Færðu stundum óminni á fylhríi og manst ekki neitt? 6. Hringir þú stundum th húsráð- anda, eftir samkvæmi þar sem þú varst gestur, th að spyrja um eigin hegöun? 7. Færð þú þér stundum aukadrykk áður en farið er af stað í samkvæmi? 8. Finnst þér þú verða skemmthegri og meira aðlaðandi þegar þú drekk- ur? 9. Finnur þú fyrir skelfingu þegar í hönd fara margir dagar án áfengis? 10. Býrðu th ástæður fyrir drykkju eins og að bjóöa ölkæru fólki í heim- sókn? 11. Forðast þú að lesa þér th um alkóhóhsma þegar aðrir em nær- staddir en lest aht sem þú nærð í ein? 12. Ert þú með áfengi í töskunni þinni? 13. Ferð þú í vamarstöðu þegar ein- hver minnist á drykkjuskap þinn? 14. Drekkur þú áfengi eftir rifrhdi eðaístreitu? 15. Keyrir þú stundum bh eftir aö hafa drukkið? 16. Hefur tíðahringurinn áhrif á áfengisneyslu þína eða neyslu ró- andilyfja? 17. Hvað fyndist þér ef barnið þitt drykki eða tæki lyf eins og þú gerir? Flest þessara einkenna eiga líka við um karlalkóhóhsta en skömmin, sektin, niðurlægingin ogfeluleikur- inn virðist meiri hjá konum en hjá körlum. Konur þekkja því atferli sitt vel í þessum spumingahsta. Síðast þegar ég vissi drakk Mjað- veig Hhn af sömu áfergju og fyrr og jámabindingamaðurinn batt saman stórhýsi af hstfengi og natni. Börnin vom að gefast upp en fæsta virtist gruna hversu mikh vanda- mál fjölskyldunnar væm. EINN BÍLL A MANUÐI í ÁSKRIFTARGETRAU N ÁSKRIFTARSÍMI 63 27 00 GRÆNT NÚMER 99 62 70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.