Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. 17 Bridge Sunday Times Macallan tvímenningskeppnin: Erfið sókn og vöm í sama spilinu Mörgum er í fersku minni glæsileg- ur sigur Brasilíumannanna Chagas og Branco í Sunday Times Macallan keppninni á dögunum. Raunar var sigur þeirra í höfn áður en síðasta lotan var spiluð. íslensku pörin tvö unnu bæði fimm leiki og töpuðu tíu eins og sést á meðfylgjandi töflu. Við skulum setjast niður og fylgjast með einu erfiðu spih en árangur bridgemeistaianna var misjafn í því. S/A-V * ÁIO V DG9 ♦ 10875 + D986 * 65432 V K1052 ♦ D4 + 53 ♦ - f Á863 ♦ K92 4» KG10742 ♦ KDG987 V 74 ♦ ÁG63 + A Á flestum borðum byrjuðu sagnir með einum spaða í suður, vestur pass, norður eitt grand og austur sagði annað hvort dobl eða tvö lauf. Það eru beinharðir átta slagir í gröndum og ágætir möguleikar á þeim níunda og bæði Kantar og Perr- on reyndu þijú grönd í norður eftir að suður haíði stokkið í spaðaiitnum. Bridge Stefán Guöjohnsen Báðir fengu lauf út, Kantar spilaði strax hjarta og þegar báðir varnar- spilararnir gáfu voru níu slagir í höfn. Perron spiiaði einnig hjarta í öðrum slag en Soloway fór upp með hjartakóng og spilaði laufi. Goldman varð nú að skipta yflr í tígul en þeg- ar þaö brást var spihð unnið. Á fjórum borðum varð lokasamn- ingurinn fjórir spaðar og vestur spil- aði í öhum tilfehum út laufi. Tveir heimsmeistarar, Branco og Aðal- steinn, spfluðu strax hjarta sem get- ur leitt tíl taps. Gegn Branco fann Zia ekki að fara upp með hjartakóng og spOa laufi og þar með var spihö unnið. En Aðalsteinn var með gömlu refina Glubok og Kaplan í vörninni og þar var engin miskunn. Glubok stakk upp hjartakóng og sphaði laufi. Og þegar Kaplan komst inn á hjarta- ás kom ennþá lauf og spihð var tap- að. Rodwell og Forrester spOuöu báðir trompi í öðrum slag og nú byggðist aht á tíguhferðinni. Vinningurinn felst í því að svína fyrir tígulníu en bæði Rodwell og Forrester höfnuðu þeirri leiö. Rodweh spilaði tígh á gos- ann og varð þar með tvo niður. Forr- ester spOaði hins vegar tígiOtíu og þegar Þorlákur gleym'di að láta kóng- inn var spihö unnið. Leggi Þorlákur kónginn á verður Forrester að geta rétt í tíguhnn þegar hann hefir tekið trompið. Athyghsvert spil með tækifærum fyrir bæði sókn og vöm. Stefán Guðjohnsen LIBRESSE PLUS MEÐ HLIFUM GAGNVART LEKA Kantarnir buxnabrúnina og varna leka Fyrirliðar landsliða valdin Fyrirhðar ahra bridgelandsliðanna hafa verið ráðnir og verkefni lands- hðanna ákveðin sem hér segir. Kvennalandshðið tekur þátt í Norðurlanda- móti í Svíþjóð 29. júní - 3. júh. Fyrirhði og þjálfari veröur Jón Hjaltason. Tvö pör verða í kvennalandshðinu. Unglingalandshöið tekur þátt í Evrópumóti yngri sphara í París 17.-26. júh. Fyrirhði og þjálfari verður Sævar Þorbjömsson. Þijú pör, 25 ára og yngri, verða í unglingalandshðinu. Landshð í opnum flokki tekur þátt í Norðurlandamótinu í Sviþjóð (2 pör) og einnig í ólympíumótinu sem spOað verður á Ítalíu 22. ágúst - 5. september (3 pör). Fyrirhði og þjáhari verður Bjöm Eysteinsson. Akvörðun hvort um keppni eða val til þátttöku í landshðum þessa árs verð- ur að ræða hefur verið tekin af landsliðseinvaldi og fyrirhöum viðkomandi landshða. Ekki verður um formlega landshðskeppni að ræða í neinum flokki. Með góða hðsheOd og góöan árangur að markmiði í komandi mótum erlend- is verða hösmenn valdir eftir frammistöðu þeirra í mótum vetrarins, svo og fyrri reynslu. Vetrar-Mitchell BSÍ Ekkert met stendur lengur en viku í vetrar-Mitchell Bridgesambands ís- lands á fostudögum í Sigtúni 9. Síðastliðinn föstudag, 21. febrúar, mættu 48 pör og efstir í NS urðu: 1. Sveinn Sigurgeirsson-Þórður Sigfússon 480 2. Gunnlaugur ,Sævarsson-Sverrir Ólafsson 444 3. Eyjólfur Magnússon-Jón Viðar Jónmundsson 441 4. Leifur Jóhannesson-Garðar Þórðarson 423 - og efstu pör í AV urðu: 1. Amína Guðlaugsdóttir-Bragi Erlendsson 452 2. Anton Valgarðsson-Magnús Torfason 435 3. Magnús Sverrisson-Guðjón Jónsson 434 4. Ingimundur Guðmundsson-Friðjón Margeirsson 433 4. Karl Erlingsson-Erlendur Jónsson 433 Miðlungur var 364 og 14 umférðir spilaðar. í Vetrar-Mitcheh eru gefin brons- stig og sá sem flest bronsstig hlýtur samanlagt yfir veturinn verður brons- stigameistari. Staðan á toppnum er þannig að í fyrsta sæti er Sveinn Sigur- geirsson með 209, í öðru sæti Magnús Sverrisson með 195 og í þriðja sæti Þórður Björnsson með 194. Það er ánægjulegt aö í næstu tveimur sætunum em konur, Elín Jónsdóttir og Lhja Guðnadóttir, sem em með 184 stig. Bridgefélag Tálknafjarðar Úrsht í einmenningskeppni félagsins urðu þau að Jón H. Gíslason vann með yfirburðum. Aðaltvímenningi félagsins lauk síöasthðið fimmtudagskvöld og urðu úrsht þessi: 1. Jón H. Gíslason og Brynjar Olgeirsson 492 stig. 2. Símon Viggósson og Guðmundur S. Guðmundsson 463 stig. 3. Sveinn Vhhjálmsson og Rafn Hafhðason 457 stig. 4. Andrés Bjarnason og Haukur Ámason 449 stig. 5. Guðlaug Friðriksdóttir og Ævar Jónasson 444 stig. 6. Kristín Magnúsdóttir og Lhja Magnúsdóttir 428 stig. 7. Sveinbjörg Harðardóttir og Friðgeir Guðmundsson 418 stig. 8. Snæbjöm Geir Viggósson og Bima Benediktsdóttir 372 stig. yÖNDUÐ ^ifJVSK VERÐ OPIÐ Mánudaga - fimmtudaga kl. 10-18 Föstudagakl. 10-19 Laugardaga kl. 10-16 Jakki 9.950,- jakki m/rennilás 10.950,- Buxur 4.950,- Skyrta 2.700,- Bindi 1.300,- -ís

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.