Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Blaðsíða 5
FIMMTUÐAGUR 18. MARS 1993 5 Fréttir Eyjólfur K. Sigurjónsson segir lausaflárstöðu Landsbankans sjaldan hafa verið betri: Ríkisskuldabréf keypt fyrir seðlabankalánið „Landsbankinn hefur ekki þurft að eyða krónu af því 1,2 milljaröa króna láni sem hann fékk í Seðlabankanum á Þorláksmessu til útlána. Peningim- um var einfaldlega varið í kaup á ríkisskuldabréfum sem bankinn á nú á vöxtum. Staðreyndin er nefni- lega sú að lausaíjárstaða bankans hefur sjaldan verið betri en um þess- ar mundir,“ sagði Eyjólfur K. Sigur- jónsson, bankaráðsmaður í Lands- bankanum. Hann segir ástæðuna fyrir því að Landsbankinn varð að taka 1,2 millj- arða að láni frá Seðlabanka á Þor- láksmessu og þarf þriggja milljarða viðbót nú vera hinar nýju reglur um eiginfjárstöðu bankanna. Þær tóku gildi um áramótin og nefnast BIS- reglur. Samkvæmt þeim þarf eigið fé banka að vera 8 prósent af heildar- fjármunum bankans. „Og það sem gerir eiginfjárstöðu Landsbankans slæma eru einmitt þessar reglur. Samkvæmt þeim má bankinn ekki meta þau veð sem hann á í fiskiskipum neins. Honum ber að meta þau núll. Landsbankinn er með um 80 prósent af útgerðarfyrirtækj- um landsins í viðskiptum. Og auðvit- að er hann með veð fyrir lánum í fiskiskipum en má ekki meta þau neins. Þess vegna er eiginfjárstaðan svona slæm. Þetta er bara bókhalds- Friðrik Sophusson: Boðar stjórn- endur ríkis- kerf isins til ráðstefnu Friðrik Sophusson íjármálaráð- herra boðar til mikillar ráðstefnu föstudaginn 19. mars. Hann hefur fengið Sören Christiansen, ráðuneyt- isstjóra í danska launa- og hagsýs- luráðuneytinu, til að halda ræðu á ráðstefnunni. „Ráðstefnan ber yfirskriftina Stjórnun í ríkisrekstri, umbætur og nýsköpun. Friðrik Sophusson hefur boðað alla ráðuneytisstjóra, stjórn- endur ríkisfyrirtækja, íjárlaganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, fulltrúa launþegasamtaka og sveitarfélaga að sitja ráðstefnuna," sagði Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í íjár- málaráðuneytinu. Magnús sagði að ákveðið væri að bjóða á ný til ráðstefnu í maí næst- komandi til þess að fastsetja þá stefnu sem fjármálaráðherra áform- ar að standa fyrir. Milh ráðstefna mun fara fram skipulagt undirbún- ingsstarf. -S.dór ULTRA GLOSS Þú finnur muninn þegar saltið og tjaran verða öðrum/ vandamál. Tækniupplýsingar: (91)814788 ESSO stöðvamar Olíufélagið hf. atriði því eins og ég sagði áöan er lausafjárstaðan betri en oftast áður. Þess vegna höfðum við ekki þörf fyr- ir lánsféð frá í desember til útlána,“ sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í samtali viö DV á þriðjudaginn að Landsbankinn myndi fá þessa nýju aðstoð frá ríkissjóði í ríkis- skuldabréfum. Það kemur heim og saman við það sem Eyjólfur sagði. -S.dór Panasonic í tilefni af beinum útsendingum frá heimsmeistarakeppninni í handbolta bjóðum við glæsileg Panasonic víðóma sjónvarpstæki á einstöku tilboðsverði. Tilboðið gildir til 20. mars. • Víðómahljómur • íslenskt textavarp • Flatur skjár • Invar IVIask black matrix myndlampi • Fjórir hátalarar • TX-28G1 Mál: h. 56 cm, b. 78 cm, d. 45 cm • 2x15W magnari fyrir aukahátalara • 2x21 pinna scart tengi • S-VHS tenging • 66 liða fjarstýring sem jafnframt stýr- ir Panas. myndbandstækjum • Allar upplýsingar um skipanir á skjá • TX-25G1 Mál: h. 51,5 cm, b. 72 cm, d. 45 cm • JAPIS3 BRAUTARHOLTI & KRINGLUNNI SÍMI 62 52 ÓO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.