Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Gætu ekki skúrað gólf Þeir bankastjórar og bankaráðsmenn Landsbankans, sem hafa verið þar nógu lengi til að bera ábyrgð á óeðli- lega miklu útlánatjóni bankans, eiga auðvitað að segja af sér. Þeir hafa hagað sér eins og bankinn sé félagsmála- stofnun fyrir gæludýr kerfisins í atvinnulífinu. í skjóh ábyrgðar skattgreiðenda á skuldbindingum Landsbankans hafa hinir ábyrgðarlausu stjórnendur hans ekki getað fuhnægt kröfum nýlegra laga um trausta eiginíjárstöðu, þótt bankinn hafi rúman vaxta- mun til að afla sér árlegra milljarða í afskriftasjóð. Bankaeftirhtið hefur lengi varað við slæmri stöðu Landsbankans. Það er því ekki vonum seinna, að ríkis- stjórnin grípur til þess ráðs að knýja Alþingi til að heim- ila blóðgjöf, sem á að hindra, að bankinn fljóti í átt til gjaldþrots. Ríkisstjórnin gat ekki komizt hjá þessu. Hitt er út í hött, að sukkarar bankans fái að halda áfram að sukka með fé hans. Þess vegna hefði ríkis- stjórnin átt að setja það skhyrði fyrir innspýtingunni, að ahir þeir ráðamenn bankans, sem tóku þátt í útlána- fylhrh síðustu ára, fái reisupassann sinn hér og nú. Hversdagslegur samdráttur í sjávarafla hefur valdið því, að sum veð bankans eru ótryggari en þau voru. Þetta skýrir þó ekki nema hluta af sukkinu, enda mætti ætla, að menn sem eru á rosakaupi við að passa mhlj- arða, reyni að hafa vaðið fyrir neðan sig í útlánum. Við megum ekki gleyma, að gæzlumenn banka eru taldir svo mikhvægir, að starfskjör þeirra eru ekki í neinu samhengi við lífskjör þjóðarinnar. Þegar þeir láta af störfum, fá sumir þeirra nítján sinnum meiri lífeyri en verkamönnum er talið bera eftir starfslok. Ætlast mætti th, að fyrir þessi sérstæðu starfskjör kynnu yfirmenn banka og raunar annarra lánastofnana eitthvað fleira fyrir sér en að velja réttar flugur í lax- veiðitúra. En því miður eru þeir svo veruleikafirrtir, að þeir gætu ekki einu sinni skúrað gólf á Sóknarkaupi. Stundum eru ráðamenn banka afsakaðir með, að þeir verði að fara að thmælum ráðherra og kjördæma- potara á Alþingi. En í lögum banka eða ráðningarsamn- ingum ráðamanna þeirra segir ekki, að þeir eigi að lúta póhtískri eða félagslegri Qarstýringu utan úr bæ. Getuleysi bankastjóra og bankaráðsmanna Lands- bankans er svipað og í ýmsum fleiri lánastofnunum hins opinbera, einkum sjóðum, sem stofnaðir voru th að þjónusta gæluverkefni kerfisins. Gæzlumenn þessara sjóða hafa ekki heldur verið látnir víkja úr starfi. Sömu sögu er að segja af tilsjónarmönnum, sem ríkið skipar stundum th að tryggja, að allt fari vel í umsvifa- miklum stofnunum. Stjórnarsæti Álafoss voru jafnan skipuð helztu efnahagsvitringum kerfisins, enda varð úr því eitt hrikalegasta gjaldþrot sögunnar. Helztu valdamenn þjóðmála og fjármála mynda eins konar klúbb, sem svífur í skýjum ofan við íslenzkan raunveruleika. í þessari paradís ehífs sumars eru pen- ingar ahtaf sem sandur og ábyrgð er aldrei nein. Næst jörðinni komast klúbbfélagar á laxárbökkum. Fámenn þjóð ætti í erfiðleikum við að manna ahar mikhvægar stöður, svo að sómasamlegt sé, jafnvel þótt beztu menn væru jafnan valdir. í samtryggingarkerfi, sem genpr svo langt, að menn eru ráðnir eftir póltík th að spá fyrir veðri, tekst þetta afar sjaldan. Björgun Landsbankans er enn eitt dæmið um, að þjóð- mál og fjármál eru í höndum ábyrgðarlausrar yfirstétt- ar, sem gæti ekki einu sinni skúrað bankagólfin. Jónas Kristjánsson Töluvert hefur verið rætt um framkvæmdir við Ingólfstorg sem ráðgert er að hef jist um miðjan næsta mánuð. Ingólfstorg Að undanfornu hefur töluvert verið rætt um framkvæmdir við Ingólfstorg (Hallærisplan og Steindórsplan) sem ráögert er að hefjist um miðjan næsta mánuð. Þær umræður og skoðanaskipti, sem átt hafa sér stað, eru ekki ástæðulausar, þar sem þessar framkvæmdir fela í sér margs kon- ar breytingar á fyrirkomulagi um- ferðar og fækkun bifreiðastæða á þessu stæði. Gerð Ingólfstorgs er tvímælalaust mikilvægasta fram- kvæmdin í miðbænum um langan tíma í þeim tilgangi að styrkja miðbæinn. Þungamiðja umferðar Árið 1986 var samþykkt og stað- fest deiliskipulag fyrir miðbæinn samkvæmt tillögum sem unniö hefur verið að frá 1984 og verið kynntar bæöi innan og utan borg- arkerfisins á þeim árum. í þeirri samþykkt er gert ráð fyrir að þungamiðja gangandi umferðar og útivistar (torga) flytjist úr Lækjar- götu/Lækjartorgi í ás frá Ráðhúsi og Tjöm um Víkurgarð (Gamli kirkjugarðurinn). Frá honum verði opnað sund við Hótel Vík inn á Ingólfstorg áfram um Grófina að Hafnarhúsi og að gömlu höfninni við Miðbakka. Nýr Miðbakki verð- ur tekinn í notkun um miðjan júní og 20. júní er ráðgert að fyrsta skemmtiferðaskipið leggist þar við bryggju. í framhaldi skipulagsins var efnt til samkeppni meðal nokk- urra arkitekta um útfærslu torgs- ins og valdi dómnefnd til útfærslu tillögu eftir arkitektana Elínu Kjartansdóttur, Harald Öm Jóns- son og Helgu Benediktsdóttur. Til- lagan hefur tekið nokkmm breyt- ingum eftir kynningu og umfjöllun hjá borgaryfirvöldum og borgarráð samþykkti skipulag Ingólfstorgs á fundi sínum þann 2. mars sl. KjaUarinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur í núverandi útfærslu hefur verið komið til móts við ýmsar ábending- ar og athugasemdir. Sú útfærsla af Ingólfstorgi, sem nú hefur verið samþykkt, býður upp á skjólgott torg þar sem gert er ráð fyrir tjölbreyttri starfsemi á og við torgið. Með skjólþökum og söluskála er torginu skipt í tvo hluta þannig að sjálfstætt minna torg myndast við Geysishús og Fálkahús þar sem gert er ráð fyrir að fram geti farið markaðsstarf- semi á ákveðnum dögum. Fallegt torg er gjaman í hjarta miðborga og þá sérstaklega höfuðborga. Ingóifstorg -samkvæmt núver- andi tillögum hefur alla möguleika á að verða þannig miðpunktur sem allir landsmenn skypji sem hjarta höfuöborgarinnar. Grunnur til margra alda Það er ekki verið að tjalda til einnar nætur heldur verið að leggja grunn að torgi til vonandi margra alda eins og þau torg sem við þekkj- um fegurst í Evrópu allt frá miðöld- um. Með því að hita upp „gólf' torgsins reisa skjólveggi og skjól- þök er tekiö mið af aðstæðum okk- ar og veðurfari og ekki vafi að torg- ið getur nýst og verður vinsælt allt árið rnn kring. Bílaumferð er allt í kringum torgið og bílastæði og bílastæðahús í næsta nágrenni. Flestir almenningsvagnar borgar- innar munu fara um Aðalstræti að nýrri miðbæjarmiðstöð SVR í Tryggvagötu. Allt þetta mun aug- ljóslega styrkja starfsemi á torginu og viö það. Með framkvæmdum við Ingólfs- torg er einstakt tækifæri til að hefja miðbæinn til enn frekari virðingar. Vonandi tekst okkur ennfremur að gera þennan stað, sem tengist upp- hafi byggðar á íslandi, þar sem Skúh Magnússon lagði homstein að höfuðborginni, að hjarta mið- borgarinnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson „Ingólfstorg samkvæmt núverandi til- lögum hefur alla möguleika á að verða þannig miðpunktur sem allir lands- menn skynji sem hjarta borgarinnar.“ Skoðanir annarra KJarabaráttan „.. .kjarabarátta borgar sig, þar með tahn verk- fóh. Það sannar íslensk verkalýðssaga. Við lifðum ekki við þær aðstæður sem við búum við í dag ef aldrei hefði verið farið í verkfah. Það er á hreinu. En eru menn með eða á móti verkfahi spyr fólk. Þannig spumingum er ekki hægt að svara. Verkfah er verkfæri. Menn eru ekki með eða á móti verkfær- um en nota þau þegar við á.“ Þorsteinn Óskarsson í Mbl. 17. mars. íþróttaandinn „Það em þeir Kristinn H., ahabahi að vestan, og Ingi Bjöm, sannur sjálfstæðismaður í Reykjavík, sem hafa svarist í fóstbræðralag og strengt þess heit að beita öhum þingstyrk sínum th að lögleiða boxið á ný, th að hinn sanni íþróttaandi megi svífa fijáls og hömlihaust bardagafúsum ungmennum th svöl- unar. Ástæðan th þess að hnefaleikar vom bannaðir á sínum tíma var sú að miklar misþyrmingar fylgdu hinni göfugu sjálfsvamaríþrótt. Oft verða boxararn- ir sjálfir iha úti og kvað íþróttin fara sérstaklega iha með heilabú þeirra sem hana stunda. En þar sem sá líkamspartur er ekki í neinum hávegum hafður þjá flutningsmönnum boxaratihögunnar, fuhyröa þeir að hehaskaðar ungra íþróttamanna séu ekkert mál.“ OÓ í Tímanum 17. mars. Fatlaðir og óf atlaðir „Fram að þessu hafa sér lög ght um fatlaða ein- stakhnga, en ráðherra vih beita almennum ákvæð- um sem ná jafnt yfir fatlaða sem ófatlaða. Öðra vísi náist ekki jöfnuður. Og það mjakast í þá áttina. Með nýlegum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um Uðveislu við fatlaða hefur lögbundin þjón- usta við fatlaöa verið betur skhgreind. Réttur fatl- aðra er hinn sami og ófatlaðra." Þorlákur Helgason í Alþbl. 17. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.