Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 Fréttir Jóhanna Sigurðardóttir um bræðralag A-flokkanna 1 Kópavogi: Lýsir skammsýni, hroka og karlrembu - hefur engin varanleg áhrif, segir Svavar Gestsson „Mér finnst þaö óeðlilegt og lýsa skammsýni flokkanna að útiloka einn minnihlutciflokk sem er með svona mikið fylgi á bak við sig frá því að geta sinnt og starfað eðlilega aö bæjarmálunum og fáheyrt að ekki sé víst að Kvennalistinn fái áheyrn- arfulltrúa með málfrelsi og tillögu- rétt í bæjarráð. Það er A-flokkunum ekki til framdráttar að halda uppi svona vinnubrögðum," segir Jó- hanna Sigurðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eins og fram kom í DV á fimmtu- dag hafa Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur í Kópavogi skipt öllum nefndum minnihlutans í Kópavogi milli sín og komið í veg fyrir að Kvennalistinn fengi fulltrúa í nefnd- ir, auk þess sem óljóst er hvort Kvennalistinn fær áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tiUögu í bæjarráð. Kvennalistinn er með 12 prósent at- kvæða og einn fulltrúa í bæjarstjórn. „Mér finnst ekki óhugsandi að end- urskoða reglumar þannig að flokkar sem em með svona mörg atkvæði á bak við sig geti haft þennan rétt og ég verð að segja að ég er alveg gáttuð á ummælum Guðmundar Oddssonar að segja Kvennalistanum að éta það sem úti frýs. Mér fmnst það lýsa fuR- komnum hroka og karlrembu hjá Guðmundi," segir hún. „Svona hlutir lúta lögmálum hver í sínu byggðarlagi. Spurningin er hver átti að gefa af sínum hlut. Það kemur dagur eftir þennan dag og ég held að menn eigi ekki að líta á þetta sem endanlegan dóm yfir þessu sam- starfi. Mér finnst kannski athyghs- verðast að þeim er neitað um áheym- arfulltrúa í bæjarráði en minnihluta- flokkarnir í Reykjavík á síðasta kjör- tímabili höfðu alhr áheyrnarfulltrúa í borgarráði. Ég hef enga trú á því að þetta hafi nein varanleg áhrif á samstarf ílokkanna," segir Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi. Norðurlandamótiö í bridge: Yfirburðasig- ur íslands íslenska landsliðið í bridge varði Norðurlandameistaratitil sinn í opna flokknum á glæsilegan hátt í Vasa í Finnlandi og vann yflrburðasigur á mótinu sem lauk í gær. Það sigraði í níu fyrstu leikjunum á mótinu - en í lokaumferðinni hafði Noregur bet- ur, 16-14. Það gerist ekki oft að land tapi ekki leik á þessu sterka móti. Norðurlandaþjóðirnar eru meðal bestu bridgeþjóða heims og undan- farin ár hafa Island, Svíþjóð, Noreg- ur og Danmörk spilað í úrslitakeppni heimsméistaramótsins. í sveit íslands í Vasa vom Karl Sig- urhjartarson, Jón Baldursson, Sæv- ar Þorbjömsson, Matthías Þorvalds- son, sem allir hafa orðið Norður- landameistarar áður, og Jakob Krist- insson sem byrjar sinn feril í lands- liðinu með glæsibrag. Lokastaðan í opna flokknum varö þessi: ísland 186,5 stig, Noregur 167, Svíþjóð 162,5, Danmörk og Finnland 146 og Færeyjar 80 stig. í kvenna- flokknum gekk íslandi ekki vel og hafnaði í neðsta sæti. Danmörk sigr- aði, hlaut 183 stig, og Finnland varð í öðru sæti með 181 stig. -hsím Bjartsýni í Neskaupstað: Sfldin er væntanleg - segir Jóhann K. Sigurðsson „Ef allt er eðlilegt þá kemur síidin til baka í þessum mánuði inn í okkar lögsögu. Þannig hagaði hún sér hér áður fyrr svo þaö em líkur á að hún komi í júlí eða ágúst,“ segir Jóhann K. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, í samtah við DV. Jóhann er þarna að tala um norsk- íslenska síldarstofninn sem íslensk nótaskip fengu forsmekkinn af í síð- asta mánuði. Óvissa hefur verið um áframhaldahdi veiðar og jafnframt um sölu á saltsíld og öðrnm síldaraf- urðum en hvernig horfa þau mál við nú? „Við gerðum nokkrar prufur fyrir Svía og ég veit ekki annað en þaö hafi komið sæmilega út. Annars er þetta of snemmt fyrir söltirn, átan er ekki farin úr síldinni fyrr en í júlí,“ sagði Jóhann. Emð þið tilbúnir að taka við síld- inni þegar hún kemur aftur? „Viö erum klárir í aht ef við getum selt. Ég reikna með að minni bátarn- ir sinni þessum veiðum ef veitt verð- ur til manneldis,“ sagði Jóhann K. Sigurðsson. Þorvaldur Þorvaldsson leigubílstjóri ók leigubílnum sinum i siðasta sinn sl. fimmtudag en hann má ekki lengur aka gegn gjaldi. Samkvæmt lögum frá 1989 var leigubílstjórum bannað að stunda atvinnu sína lengur en út sjötug- asta aldursárið. Aðlögunartíminn var fimm ár og í fyrradag neyddust því hátt í 50 leigubilstjórar á höfuðborgar- svæðinu til að hætta. Þorvaldur sagðist vera mjög svekktur og hér væri um hrein ólög að ræða. Hann teldi sig i fullu fjöri og við bestu heilsu. Þorvaldur segist mega aka stærsta vöruflutningabíl landsins og öllum öðrum farar- tækjum nema leigubíl. Leigubílstjórar hafa sent málið fyrir Mannréttindadómstói Evrópu vegna þess að aðeins bílstjórar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Suðurnesjum og Selfossi verði að hætta 70 ára, aðrir ekki. Það sé mismunun. DV-mynd ÞÖK Kaupmannahafnarfundurinn: Um hvað var rætt við Norðmenn? - gagnstæðar fullyrðingar í sjávarútvegs- og utanríkisráðuneytinu Sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér fréttatílkynningu í gær um fund sem íslenskir embættismenn frá forsætis-, utanríkis- og sjávar- útvegsráðuneytinu áttu með norskum starfsbræðrum sínum í Kaupmannahöfn á fimmtudag. Þar segir að ekki hafi verið um samn- ingafund aö ræða en fjallað hafi verið um málefni sem varða sam- skipti þjóðanna á sviði sjávarút- vegs. Akveðið hafi verið að „halda áfram skoðanaskiptum og umfjöll- un um þessi mál“. Þröstur Ólafsson, aðstoöarmaður utanríkisráðherra, segir að á þess- um fundi hafi ekkert verið fjallað um deilumál þjóðanna heldur um skiptingu á loðnu- og síldarafla. Samkomulag hafi verið undirritað um skiptingu loönuaflans. Jón B. Jónsson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, segir að um fleira hafi verið rætt, svo sem Svalbarða- og Smugudehu þjóðanna. Engin leið er að fá uppgefið ná- kvæmlega hvað var rætt þarna né hvernig þessi fundur var thkom- inn. Ólafur Sigurðsson, sendiráðs- maður í Ósló, sat fundinn. Hann neitaði algerlega að tjá sig um það sem fram fór. í gær náðist ekki í ráðherrana Davíö Oddsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra né Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra th þess að fá upplýsingar um hvað rætt var á fundinum. Stuttarfréttir dv Vöniskiptinjákvæð Fyrstu 5 mánuði ársins voru íluttar út vörur týrir 45,3 mhlj- : arða en inn fyrir 33,8 mhljarða. . Verðmæti vöruútflutnings jókst um 14 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Fj'rstu 5 raánuði árs- ins 1993 voru vöruskipti við út- lönd jákvæð mn 6,2 mhljarða. Skuldug þjóð Skuldir ríkissjóös í árslok 1993 námu 683 þúsund krónum á hvert mannsbarn. Vaxtagreiðslur rík- issjóðs á raann nema um 43 þús- und krónum á þessu ári. Styrkk Menníngarsjóðs Menningarsjóður úthlutaði í ; vikunni 8,5 milljónum í stvrki til 27 aðha. Alls bárust 108 umsóknir að uppliæð 100,1 mhljón krónur. Kaupmátiarskerðing Greitt dagvinnukaup land- verkafólks liækkaöi um 0,4% frá fyrsta ársQórðungi 1993 til sama tímabils í ái*. Á sama tíma hækk- aöi vísitala framfærslukostnaðar um 2,6 prósent. Kaupmáttur landverkafólks skertist því um 2,1% á tímabilinu. ; Námiðkostarsitt Kostnaöur ríkissjóðs á hvern grunnskólanema nemur rúmum 100 þúsund krónum á þessu ári og 308 þúsund krónur á hvern nemenda í Háskóla íslands. Dýrtaðveikjast Kostnaður ríkisins við sjúkra- flutninga á höfuðborgarsvæðinu er um 11 þúsund krónur í hvert skipti. Framlag til sjúkrahúsa nemur 57.300 krónur á mann á þessu ári og hver hjartaaðgerð kostar um 900 þúsund krónur. Óbreyttraunverð Raunverð íbúöa í fjölbýlishús- um hefur haldist nánast óbreytt frá 1988. Verð á einbýlishúsum hefur lækkað liths háttar en verð á atvinnuhúsnæði hefur fahið. Loðnuvertíðin: fullfermi „Þaö kom mjög gott upp úr þessu. Þetta var glópalán. Við fylltum í tveimur köstum," segir Hákon Magnússon, skipstjóri á Húnaröst RE sem fyrst íslenskra loðnuskipa fékk fullfermi, 850 tonn, á þessari loðnuvertíð. Auk Húnarastar voru Bergur VE og Víkingur AK á land- leið í gær. Hákon segist hafa fyUt skipið á 5 tímum um 120 mhur norðvestur af Hraundröngum en hins vegar væri ekki mikið af loðnu á þeim slóðum og eitthvað af átu í henni. Hann var á leið th Raufarhafnar í gærmorgun. Bergur var einnig á leið th Raufar- hafnar með 530 tonn en Víkingur til Siglufjarðar með 750 tonn. Loðnuvertíð hófst á miönætti í fyrrinótt samkvæmt samningum og eru 18 loðnuskip farin út th veiða. Til dæmis voru 4 skip að veiðum á svipuðum slóðum og Húnaröst og flest voru þau að fá eitthvað, að sögn Hákonar. Flestar loðnuverksmiðjur eru til- búnar að taka á móti hráefni eftir annars óvenju stutt hlé sem varð á mhli loðnuvertíða. Þegar er búið að úthluta um 950 tonna kvóta en ætla má að hehdar- kvóti verði rúmlega 1.400 tonn. Söluhorfur á lýsi og mjöli eru þokkalegar að sögn Ólafs Gunnars- sonar, sölustjóra hjá Tryggva Péturs- syni & Co. „Mér sýnist lýsið vera eitthvað að- eins á uppleiö en það er að vísu lægra verð en í fyrra. Mjöliö virðist vera nokkuð stöðugt þannig að þetta lítur bara vel út,“ sagði Ólafur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.