Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 11 dv Sviðsljós Hin tígulega Kirsty hefur þungar áhyggjur af ókomnum tímum. Ung ogá uppleið Fáir kannast við stúlku að nafni Kirsty Hume en margir spá því hins vegar að eftir aðeins fáein ár muni hún verða komin upp að hlið Cindy Crawford, Claudiu Schiffer, Naomi Campell og fleiri fyrirsætna. Kirsty, sem er aðeins átján ára gömul, hefur strax fengið forsíðu- mynd af sér í hinu virta tímariti Bazaar. „Það er ekki að sökum að spyija, þetta býr í henni. í hvert skipti sem ég ljósmynda hana uppgötva ég eitt- hvað nýtt,“ sagði ljósmyndarinn Patrick Demarc'nelier. Hin skoska Kirsty er að mörgu leyti mjög hissa yfir velgengni sinni og er haldin efasemdum um hina miklu frægð sem bíður hennar rétt handan við hornið. „í gamla daga keppti ég í 100 m hlaupi fyrir skólann minn og ég man hvað ég var alltaf hrædd þegar hleypt var af byssunni. Þannig líður mér einmitt núna. Þetta er allt mjög skyndilegt og spennandi en það er hræðilegt að hugsa til þess hvar maður á eftir að lenda í framtíð- inni,“ sagði Kirsty. En á meðan Kirsty veltir fyrir sér framtíðinni kemst hún ekki hjá því að vera á uppleið og ef allt gengur að óskum ættu komandi tímar ekki aö vera neitt áhyggjuefni. Pamela Anderson þykir vera of djörf fyrir börn. Pamela Anderson: Þykir ekki sýna gott fordæmi Leikkonan Pamela Anderson, sem íslendingar kannast við úr sjón- varpsþáttunum Strandverðir, lenti heldur betur í neyðarlegri aðstöðu fyrir nokkrum dögum. Þannig er mál með vexti að Pamela hafði tilkynnt komu sína á leikskóla einn í Los Angelesborg þar sem hún ætlaði að halda stutta barnaskemmt- un. Þegar leikkonan mætti á staðinn var henni kurteislega vísað burt með þeim orðum að hennar væri ekki þörf. Ástæðan fyrir þessari óvæntu brottvísun kvaö vera þær ljósmyndir sem birtust af henni í tímaritinu Playboy og sýna hana hálfnakta í þokkafullum stellingum. Pamela sjálf er sármóðguð þótt al- menningur hins vegar telji frávísun- ina vera réttmæta enda hafi Pamela ekki sýnt gott fordæmi með því að láta taka þessar ljósmyndir af sér. Mer Ivölaldin' 1. vimiimr! Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.