Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Skopmynd af ríkisrekstri Einn þekktasti leturhönnuöur og leturfræöingur heims er Gunnlaugur Briem, sem búsettur hefur verið jöfnum höndum í San Francisco og London. Hann hefur ritaö þekkta bók um leturfræði og er eftirsóttur fyrirles- ari. Hann hefur hannað letur ýmissa heimsþekktra blaða. Ætla má, að íslenzk stofnun, sem býr ekki yfir nokk- urri minnstu þekkingu á sviði leturfræða og prenthstar, taki tveimur höndum vinsamlegum tillögum frá slíkum manni um leturbreytingu á símaskrá, svo að hún minnki um fjórðung og verði læsilegri um leið. En embættismenn Póst- og símamálastj ómarinnar á íslandi vita ekkert, hver er Gunnlaugur Briem, ekki frek- ar en þeir vita, hver var Picasso eða Gutenberg. Þeir vita yfirleitt ekki, hvað er leturfræði eða leturhönnun. Allt, sem varðar prentlist, er þeim lokuð bók. Er bréf Gunnlaugs Briem barst yfirmönnum Pósts og síma fyrir nokkrum árum, stungu þeir því undir stól, af því að þeir töldu, að fólk úti í bæ ætti ekki að skipta sér af þeim. Þeir sameinuðu heimsku og hroka skop- myndarinnar af embættismönnum í einokunarstofnun. Löngu áður en byrjað var að undirbúa hina furðulegu símaskrá, sem landsmenn hafa nú fengið í hendur, vissu yfirmenn Pósts og síma, að framganga þeirra í leturmál- inu var orðin til umfjöllunar í fjölmiðlum. Eigi að síður fóru þeir sínu fram, með augljósum afleiðingum. Ef embættismenn Pósts og síma hefðu meðtekið tillög- ur sérfræðingsins af tilhlýðilegri auðmýkt og virðingu, hefði verið hægt að koma allri símaskránni fyrir í einu bindi, sem ekki hefði verið stærra en annað bindið er nú. Um leið hefði bókarletrið orðið mun læsilegra. Afleiðingin af framgöngu embættismanna Pósts og síma er tvískipt símaskrá, sem er full af villum og eyðum vegna tvískiptingarinnar. Viðskiptamenn stofnunarinn- ar verða að leita í tveimur skrám til að finna símanúmer fyrirtækja og stofnana og sum númer finnast alls ekki. Tugir og ef til viU hundruð farsímanúmera eru ekki í skránum, ekki heldur ýmis númer á sviði neyðarþjón- ustu, svo sem nokkurra lækna. Að öðrum númerum leita menn fyrst í atvinnuskránni og finna síðan í almanna- skránni, samkvæmt geðþóttaskiptingu Pósts og síma. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Póstur og sími gefið út símaskrá, sem er skorin á þann hátt, að sums staðar detta línur og símanúmer niður af síðunum. Hörmuleg vinnubrögð stofnunarinnar við útgáfu skrár- innar eru óþekkt fyrirbæri í útgáfustarfsemi á íslandi. Þetta er auðvitað stofnunin, sem heldur, að Ericsson hafi fundið upp símann, og hefur ítrekað valdið fyrirtækj- um stórfelldum skaða með óskýranlegum bilunum í ný- legum símstöðvum. Stofnunin, sem hagar sér svona, er auðvitað ein þekktasta einokunarstofnun ríkisins. Þótt raunasaga Pósts og síma sé löng, eru viðbrögð stofnunarinnar við leturtillögum, og afleiðingar þeirra viðbragða í furðulegri símaskrá, eitt einfaldasta og skýr- asta dæmið um, að stofnunin er ekki fær um að þjóna fólkinu í landinu og ætti að glata einokuninni. Hlutverks síns vegna gefur Póstur og sími út á hverju ári þá bók, sem eðh málsins samkvæmt er mest notuð. Þess verður hvergi vart, að fagþekkingu, sem beitt er við nokkum veginn allar aðrar bækur og flest prentað mál, sé beitt innan hinnar gæfulausu einokunarstofnunar. Póstur og sími fékk lausn símaskrármálsins afhenta á silfurfati fyrir nokkrum árum, en heimska og hroki komu í veg fyrir, að stofnunin nýtti sér hana. Jónas Kristjánsson Samstjóm gömlu flokk- anna í Japan Hamskipti japanska stjómmála- kerfisins halda áfram með rykkj- um og skrykkjum. Þriðju ríkis- stjórninni hefur verið tjaslað sam- an á tæpu ári sem liðið er frá því að 38 ára óslitnum stjómarferli Frjálslynda demókrataflokksins lauk í kosningum í fyrrasumar. Tap rótgróna valdaflokksins átti annars vegar rætur að rekja til þess að fjármálaspillingin, sem valdakerfi hans nærðist á, var orð- in svo yfirþyrmandi að almenningi hraus hugur við. Hins vegar vom sumir áhrifamenn í flokknum komnir á þá skoðun að kerfisbreyt- ingar væri þörf í japönskum stjórn- málum og sögðu skilið við gömlu flokksvéhna í því skyni að reyna að hrinda henni í framkvæmd. Allt valdaskeið Frjálslynda lýö- ræðisflokksins hefur Sósíalista- flokkurinn verið öflugastur í stjómarandstöðu á þingi en aldrei átt raunhæfan möguleika á að komast í stjórnaraðstöðu, meðal annars vegna fastheldni við gamlar kennisetningar. Þegar svo um- skiptin urðu í kosningunum í fyrra og kjósendur snemst loks til fylgis viö breytingar kom þessi fortíð sós- íahstum í koh og þeir töpuðu hlut- fahslega fleiri þingsætum en stjómarflokkurinn. Sigurvegarar kosninganna voru nokkrir flokkar sem höfðu klofnað út úr Frjálslynda demókrata- flokknum. Þeir eiga það sameigin- legt að vilja breyta kosningafyrir- komuiaginu úr fjölmenniskjör- dæmum, þar sem frambjóðendur sama flokks keppa innbyrðis um þingsætin, í einmenningskjör- dæmi, sem líkleg em til að stuðla að tveggja flokka kerfi. Sömuleiðis vhja þeir rjúfa drottnunarvald samsteypa stórfyrirtækja og emb- ættiskerfis sem einatt hefur verið í aðstöðu til að segja stjórnmála- mönnum fyrir verkum í þýðingar- mestu málum. Fyrstu stjórnina eftir kosningar myndaði Morihiro Hosokava af samsteypu nýju flokkanna og gömlu stjómarandstöðunnar. En brátt kom í ljós að umbótaáætlun hans átti erfitt uppdráttar. Kjör- dæmabreytingin, sem loks hafðist fram, er sambland af einmennings- kjördæmum og hlutfallskosning- um. Sósíahstar brugðu fæti fyrir breytingu á skattakerfi með til- færslu skattbyrði úr tekjuskatti í neysluskatt. Loks féll forsætisráð- herrann á gamahi lántöku frá byggingarfyrirtæki til að kosta kosningabaráttu meöan hann var í Frjálslynda demókrataflokknum. Eftirmaðurinn, Tsutomu Hata, Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson reyndi að mynda stjórn á sama flokkagrundvelh, en varð að sætta sig við að koma saman minnihluta- stjórn. Ástæðan var sú að meiri- hluti þingflokks sósíahsta neitaði stjórnarþátttöku á síðustu stundu. Báru þeir sem þar réðu fyrir sig að sósíalistar yrðu ekki lengur stærsti stjórnarflokkurinn eftir að nýju flokkamir hefðu komið sér saman um að koma fram í stjórnar- samstarfinu sem ein hehd. Höfundur þess samkomulags var Isjhiro Osava, sá maður sem mest- an þátt átti í upplausn Frjálslynda demókrataflokksins og ákafast berst fyrir endumýjun japansks stjómmálakerfis. Hann fer ekki dult með að fyrir sér vaki að skáka báðum gömlu flokkunum th hhðar og skapa skhyrði fyrir nýju tveggja flokka kerfi á breyttum grundvelh. Stjórnin með Hata í forsæti og Osava helsta ráðasmið hans varð aðeins tveggja mánaða gömul. Þeg- ar sósíahstar gerðu sig líklega th að greiða atkvæði með vantrausts- thlögu frjálslyndra demókrata á Hata tók hann þann kost að biðjast lausnar. Hófst nú kapphlaup milli Johei Kono, formanns þingflokks Frjáls- lyndra demókrata, og Osava um fylgi sósíalista við stjórnarmynd- un. Endirinn varð sá að gömlu flokkarnir, sem litið höfðu hvor á annan sem höfuðandstæðing í flóra áratugi, tóku höndum saman. Úr- shtum réð að Kono bauð foringja sósíalista, Tomisji Murajama, að styðja hann th forsætis í stjóminni. Murajama er sósíahsti af gamla skólanum og öh helstu valdaemb- ættin í stjórn hans eru í höndum frjálslyndra demókrata eða náinna bandamanna þeirra. Nýja stjórnin er ekki til stórræða og vandséð að hún geti haft nokkurt frumkvæði í meginmálum vegna stefnumunar stjómarflokkanna. Stjórnarandstöðuna grunar að fyrir stjórnarflokkunum vaki fyrst og fremst að rjúfa þing við fyrsta tækifæri og efna th nýrra kosninga eftir gömlu kosningalögunum áður en þau nýju ganga í gildi. Frjáls- lyndir demókratar gera sér þá von um að endurheimta meirihluta á ný með því að benda á óstöðugt stjómarfar frá því þeir misstu völd- in. Sósíalistum er hins vegar spáð refsingu kjósenda fyrir stefnuleysi. Nýi forsætisráðherrann, Murajama (í miðju), og samstarfsmenn hans, Kono, formaður frjálslyndra demókrata (t.h.), og Takemura, foringi nýja flokksins, takast í hendur. Símamynd Reuter Skoðanir annarra Réttur homma og lesbía „Áfrýjunarréttur í Virginíu í Bandaríkjunum hnekkti nýlega dómi þar sem barn var tekið af móð- ur sinni vegna þess að hún var lesbísk. Svona getur gerst þegar fylki halda sig við úrelt og fordómafull lög en samkynhneigð er bönnuð með lögum í Virgin- íu eins og í 20 öðrum fylkjum Bandaríkjanna. Þessi niðurstaða gefur um flómm mhljónum sam- kynhneigðra foreldra, sem ala nú upp 8-10 mhljónir barna í Bandaríkjunum nýja von. Það er löngu kom- in tími til að fylki eins og Virginía breyti lögum sín- um og hugsunarhætti. Úr leiðara USA Today 26. júní 1994 Útsendingar úr réttarsölum „Almenningur í Bandaríkjunum mun fylgjast með réttarhöldunum í máh O.J. Simpsons í sjónvarp- inu eins og það gerði í máli Wihiam Kennedy Smith og Bobbitt hjónanna. Fjörtíu og sjö fylki leyfa al- menningi að fylgjast með réttarhöldum sínum í gegn- um sjónvarp en hvers vegna leyfir mikhvægasti rétt- ur landsins það ekki, Hæstiréttur Bandaríkjanna? Þar eru einmitt þær ákvarðanir teknar sem geta breytt lífi áhorfenda. Úr leiðara USA Today 29. júni 1994 Clinton og N-Kórea „Leiðangur Jimmy Carters til N-Kóreu var stór plús fyrir báða aðila. Nærvera fyrrum forseta Banda- ríkjanna sannfæröi N-Kóreumenn um að Banda- ríkjamenn vildu vinna hörðum höndum aö því að bæta samskipti ríkjanna. Carter hjálpaði Clinton að ná fótfestu. Nú verður Chnton að koma með diplómatíska samninga til að fá N-Kóreu til að verða kjarnorkulaust land. Úr leiðara Herald Tribune 27. júni 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.