Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 py__________________________Fréttir Hagfræðingur Alþýðusambandsins: Krefjumst bóta fyrirokkarfélaga - ASÍfundarmeðforsætisráðherra „Viö eigum von á greinargerð frá Hagstofu íslands um helgina og ég er þess fullviss að sú greinargerð mun staðfesta það sem við höfum sagt. Þá eigum við von á fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í næstu viku. Þar muniun við leggja fram okkar gögn og fara yfir máhð í heild sinni. Við htum á þennan launahækkunarmun sem mjög al- varlegt mál og við höfum þegar kom- ið því á framfæri við vinnuveitend- ur. Það verður auðvitað að fara yfir málið með þeim í framhaldinu og skoða hvernig hægt er að leysa þetta því við erum aö sjálfsögðu með kröf- ur um að bæta okkar fólki þennan launamun," sagði Gylfi Ambjöms- son, hagfræðingur Alþýðusambands íslands, þegar hann var spurður um næsta skref ASÍ vegna þess mismun- ar á launahækkunum hjá opinberum starfsmönnum og félögum í ASÍ sem verkalýðsleiðtogar segja að orðið hafi. Gylfi kahar það sem Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra sagöi á fréttamannafundi sínum um þetta mál vera „endalausa útúrsnúninga". í því sambandi hendir Gylfi á að þeg- ar launavísitalan er metin hvemig 5 prósenta hækkun hjá opinberum starfsmönnum getur verið íghdi 0 prósents hækkana hjá ASI-fólki. Fjármálaráðherra segi þetta ekki samhærilegar prósentur. „Ef laun hækka þá hækka laun, alveg sama á hvaða vinnumarkaði það er. Mér hefur þótt fjármálaráð- herra róta upp miklu moldviðri í sambandi við þetta mál. Hann velur sér viðmiðunarpunkta sem eru hon- um hagstæðir. Við höfum hent á að það sé hægt að breyta tölum með því að velja sér viðmiðunarpunkta en teljum það ekki heiðarlegt," sagði Gylfi Ambjömsson. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar: Vísitölur ekki hár- nákvæmar mælingar „Vísitölur hvers konar eru ekki hárnákvæmar mælingar á launa- og verðbreytingar. Það er jafnvel erfið- ara að mæla launabreytingar heldur en margt annað,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Þórður segir að þó að launavísital- an, sem myndar grunn í lánskjara- vísitölunni ásamt byggingarvístitölu og framfærsluvísitölu, kimni að inni- halda einhverjar skekkjur til skamms tíma séð þá jafni þær sig út til lengri tíma htið. Að þvi leyti sé núverandi samsetning lánskjaravísi- tölunnar réttlætanleg. „Almennt séð tel ég mjög vafasamt að tengja svona vísitölur við skamm- tímaskuldbindingar á fjármagns- markaðinmn. Það geta komið svona rykkir og skrykkir sem erfitt er að færa rök fyrir. Sé hins vegar htið th mjög langs tíma þá tel ég lánskjara- vísitöluna nægjanlega nákvæma," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Þórður segist þeirrar skoðunai' að skynsamlegt sé að draga úr hvers konar vísitölubindingu á skamm- tímaskuldbmdingiun á íslenskum lánamarkaði. Ekki sé þó tímabært að leggja vísitöluhindingu með öhu niður enda gagnist hún þegar um langtímaskuldbindingar er að ræða. „Eg held að það sé þörf á lánskjara- vísitölu enn um sinn þótt það megi náttúrlega ahtaf deha um það hvers konar vísitölu sé skynsamlegast að miða við. Að boðið sé upp á vísitölu- bindingu eykur öryggið hjá þeim sem eru að fjárfesta í langan tíma og auð- veldar þeim að taka ákvarðanir. Fyr- ir íslendinga kann það th dæmis enn- þá að vera erfitt að kaupa skuldabréf th 10 ára sem eru óverðtryggð." Akureyri: A.Finnsson gjaldþrota Byggingafyrirtækið A. Finnsson á Akureyri hefur verið tekið th gjald- þrotaskipta en fyrirtækið hefur verið eitt hið umfangsmesta í byggingar- iðnaðnum á Akureyri. Sýslumannsembættið á Akureyri fór fram á gjaldþrotaskiptin vegna þess að fyrirtækið stóð ekki í skhum með opinber gjöld. Að undanfómu hefur A. Finnsson m.a. unnið að verkefnum fyrir Akureyrarbæ sem rifti þeim samningum fyrir skömmu og samdi við aðra aðha um að ljúka verkunum. Meðal þeirra sem tóku við verkefnum sem A. Finnsson var með er hópur starfsmanna sem starf- aði hjá A. Finnsson. Skiptastjóri þrotabúsins er Gestur Jónsson lög- maður. Seyðisflörður: Jóhann Jóhannssan, DV, Seyðisfirði: Fyrirtækið Frú Lára var stofnað 1987 af seyðfirskum konum og hefur ýmis starfsemi, minjagripagerð og annar smáiðnaður og sala verið í bækistöðvum þeirra á Norðurgötu 3. Um síðustu áramót keyptu samtök- in hús á Öldugötu 9 og fengu þá að láni th 2ja ára uharvinnsluvélar hjá Rannsóknarráði ríkisins. Markmiðið er að framleiða band úr alíslenskri uh fyrir handverks- og hstafólk - einnig th vefnaðar. Starfræksla vef- stofu er framtíðarmarkmið. Mark- aðskönnun bendir th nægra sölu- möguleika vestanhafs og austan. Þess ber aö geta að á þessari verk- stofu, þar sem a.m.k. 10 manns starfa, verða ávaht 5 störf fyrir fatl- aða. Við undirbúningsstöríin hafa fjórir fatlaðir verið í hlutastarfi. Þetta framtak kvenna mætti verða öðrum th fyrirmyndar og eftir- breytni. t i I b o ð bókabúðu BOK2S2L verA frái *l . ágúst: f æ s t í næstu bókabúö FMil TVÆR BÆKUR í JÚU Tilboðsbækur júlímánaðar bjóða upp á einstakt tæki- tæri fyrir önnum kafið fólk. Bækurnar eru byggðar upp eins og helgarnámskeið þar sem fagmenn í fremstu röð veita þér hnitmiðaða tilsögn í golfi og Ijósmyndun. Efnið er sett fram á afar aðgengi- legan og myndrænan hátt svo hægt sé að tileinka sér það á sem stystum tíma. AIUBUGOLF - golfkylfur - útbúnaður - full- búinn golfpoki - klæðnaður - golfgrip - uppstilling - pútt - vipphögg - löng vipp - full sveifla - boltastjóm - glompu- högg - högg úr erfiðri legu - golfleikurinn - æfingarnar - leikurinn skráður - andlegur undirbúningur - og margt fleira. ABIÆRA UOSMYNDON - hvaða myndavél - fylgi- hlutir - hvernig filma - stöð- ugleiki - miðun - sjónarhóll - áhersla - litur og blær - nýting birtu - leifturljós - mannamyndir - landslag - innimyndir - hreyfing - nær- myndir - tæknibrellur - og margt fleira. F O R L A G 1 Ð M Á L O G IVl E N ISI 1 N o ÍB8B

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.