Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 Kvikmyndir Þaö gæti orðiö forvitnilegt efni í rannsókn hvers vegna þrír af þekktustu leikurum hins vestræna heims hafa ákveðið að taka aö sér hlutverk frægra persóna úr hryllingsbók- menntunum. Það er óvanalegt að leikarar, sem hafa náð vinsældum með því að höfða til fjöldans, skuh taka að sér hlutverk í mynd- um sem auðsýnt er að fái takmarkaða aðsókn vegna innihaídsins. Líklega er ástæðan ein- hver þráhyggja að geta sýnt alþjóð fram á að þeir geti ekki síður leikið frábærlega þessar persónur hryllingsbókmenntanna en önnur hlutverk. Sá fyrsti til að ríða á vaðið var sjálf- ur Jack Nicholson, en nýlega var frumsýnd myndin Wolf eða ÚÍfamaðurinn, þar sem Nic- holson leikur náunga að nafni Wili Randall sem verður fyrir úlfsbiti. Þetta leiðir til þess að hann fer að breytast smátt og smátt í úlf. Úlfurogblóðsuga Fjöldi mynda hefur verið gerður um þetta efni eins og Werewolf of London árið 1934 og The Wolf Man árið 1941. Upp úr 1950 kom á markaðinn mikinn fjöldi ódýrra og einfaldra mynda um sama efni eins og Curse of Were- wolf (1961), I Was a Teenage Werewolf (1957) og svo Werewolf in a Girls’s Dormitory 1961. Wolf hefur verið tekið afburðavel enda úr- valslið sem stendur að gerð myndarinnar. Mótleikari Jack Nicholson er Michelle Pfeiff- er en leikstjórinn er sjálfur Mike Nichols. Önnur mynd í þessum hóp er blóðsugumynd- in Interview with a Vampire, en blóðsuguna leikur sjálfur Tom Cruise. Myndin er byggð Umsjón Baldur Hjaltason á samnefndri bók Anne Rice sem skrifaði hana fyrir einum 17 árum. Hér er einnig þekktur leikstjóri við stjómvölinn eða Neil Jordan, sem gerði á sínum tíma The Crying Game. Þessi mynd er enn í vinnslu og ekki búið að tilkynna um frumsýningardag. Frankenstein og Hamlet Það er hins vegar búið að tilkynna að í nóv- ember verði frumsýnd myndin Frankenstein sem gerð er eftir samnefndri bók frá 1818. Það er enginn annar en Robert De Niro sem fer með hlutverk þessa samansaumaða uppvakn- ings. Það var hins vegar sjálfur Francis Ford Coppola sem spurði Kenneth Branagh hvort hann vildi leikstýra mynd um Frankenstein. Branagh, sem er þekktari sem leikstjóri og leikari í verkum Shakespeare, eins og Hamlet og Much Ado About Nothing, náði sér í sam- nefnda bók Mary Shelleys og heillaðist strax eftir lestur hennar. „Mér fannst efni bókar- innar vera svo nálægt nútímanum," hefur verið haft eftir Branagh í viðtali við banda- rískt tímarit nýlega. „Erfðaverkfræðin í dag er að taka á þessum hlutum og í fyrsta sinn er Frankenstein ekki svo fjarlægur." Sjálfur leikur Branagh skapara Frankensteins og gegnir því tvöfóldu hlutverki, bæði sem leik- stjóri og leikari. Sígiltefni Frankenstein hefur alltaf verið vinsælt kvikmyndaefni. Þegar árið 1910 gerði Edison- félagið mynd un Frankenstein, sem þá var leikinn af Charles Ogle en myndinni leikstýrt af J. Searle Dawley. Myndhi var aðeins 15 mínútur en lagði grunninn að vinsældum Frankensteins á hvíta tjaldinu. Síðan komu nokkrar myndir en það var ekki fyrr en 1931 að Boris Karloff gerði Frankenstein ódauðleg- an. Það er hægt aö telja upp langan hsta yfir allar þær myndir sem gerðar hafa verið um Frankenstein. Þær hafa verið framleiddar í Bandaríkjunum, Ítalíu og Japan svo einhver lönd séu nefnd. Við höfum séð þekkta leikara eins og Lon Chaney, Bela Lugosi og Glenn Strange spreyta sig á hlutverkinu. Það er því kannski ekki nema von að Robert De Niro sé umhugað að fá að reyna sig líka. Hann breyt- ir mikið röddinni í myndinni og er tahnn standa sig vel það sem af er af tökum á mynd- inni. Fleiri í fótsporin Hammer Studio framleiddi íjöldann allan af Frankensteinmyndum upp úr 1960 og voru margar þeirra sýndar á sínum tíma í Hafnar- bíói. Þetta voru myndir á borð við The Curse of Frankenstein, The Revenge of Franken- stein, Frankenstein must be destroyed og svo Horror of Frankenstein svo einhver nöfn séu nefnd. En það er ekki bara verið að endur- vekja þjóðsagnapersónur á borð við Drakúla, Frankenstein og Úlfamanninn á hvíta tjald- inu. Bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru famir að trúa, eftir velgengni Fhntstone fjölskyldunnar á hvíta tjaldinu, að hægt sé að græða stórfé eingöngu með því að yfirfæra þekkta sjónvarpsþætti yfir á hvíta tjaldið. Yfirleitt er leitað í smiðju í eldri þáttum og hefur því verið rætt um að gera kvikmyndir eftir þáttum á borð við Green Acres og Hog- an’s Heroes sem eiga rætur sínar að rekja aftur til 1%5, Mission: Impossible frá 1%6 og svo The Love Boat frá 1965. Aht er þetta enn á umræðustigi en búast má við að ekki hafi allir erindi sem erfiði. Hins vegar er nýja Frankenstein-myndin hvalreki fyrir aðdáend- ur hans sem ólust upp meö annan fótinn í Hafnarbíói horfandi á hryllingsmyndir. Þaö verður gaman að fylgjast með hvort Friðrik Þór gerir þessum flokki mynda einhver skil í Bíódögum þegar myndin verður frumsýnd. Eins og þeir sem fylgjast með kvikmyndum eflaust muna varð fyrir nokkrum mánuðum hörraulegt slys þegar Brandon Lee, sonur hins þekkta bardagahstamanns Bruce Lee, lét lifið af voðaskoti meðan á upptökum stóð á nýrri kvikmynd þar sem hann lék aðalhlut- verkið. Það voru uppi miklar efasemdir um hvort það tækist að fullgera þessa mynd en nýlega leit The Crow dagsins ljós við góðar undirtektir áhorfenda jafnt sem gagnrýn- enda. Myndin byggir á kraftmikihi teikni- myndasögu eftir James O’Barr sem hefur eignast marga aðdáendur síðan hann skóp hugmyndina fyrir tuttugu árum. Myndin fjallar um Eric, sem gengur aftur til að gera upp sakirnar við hóp ihmenna og glæpa- manna sem drápu hann sjálfan og konu hans á brúðkaupsnóttina. Ástæðan var sú að glæpakóngur hverfisins vildi rýma íbuðina þar sem þau bjuggu og fékk skúrkana í hð með sér til að framkvæma verkið. Eric tekur síöan fyrir eimi og einn úr hópnum, en þeir hétu skrítnum gælunöfnum eins og Tin Tin, Funboy, T Bird og Skank. Myndræn útfærsla Eric heimsækir einig Albrectli, lögreglu- manninn sem rannsakði morðin á sínum tima og er nú að fylgjast sérstaklega með Tin Tin. Hann sýnir honum fram á að hann sé í fullu fjöri og ætli að hefna harma. En Eric gerir hka eitthvað gott af sér. Hann bjargar Sarah, ungii vinkonu sinni, frá því aö verða undir bíl. Hún tengist líka einum illmennanna óbeint þvi móðir hennar, sem er eiturlyfja- sjúklingur, er í tygjum við Funboy. Það er sem sagt nóg af fjöri og skemmtilegum tilvikum og uppákomum The Crow. The Crow er talin mjög myndræn og er sviðsmyndin í sumum atriðum stórkostleg. Alex McDoweh hefur umúð hana af mikilli prýði en þess má geta aö í surnum atriðum myndarinnar hefur eínungis verið notast rið htil líkön í stað þess að byggja sviðsmynd í réttum stærðarhlutföhum. Það er töluverð Ust að skapa þannig umhverfi að það virki raunverulegt en það hefur Alex McDowell svo sannarlega tekist. Það er einnig líklegt að einhverjir komi bara til sjá Brandon Lee í sínu síðasta lúut- verki. Þessi ungi og efnilegi leikari var aðeins 28 ára gamah þegar slysiö varð og hafði í sjálfu sór ekki slegið almennilega i gegn í neinni mynd. Þessi mynd átti að verða nokk- urs konar vendipuntur í ferh hans. Honum virðist hafa tekist það ætlunarverk sitt sem leikari en því miður getur Brandon ekki geng- ið aftur líkt og sá sem hann leikur til að njóta ávaxta erfiðisins. Yfirbragði og innilmldi The Crow hefur ver- ið hkt við myndir á borð við Batman, Blade Runner, Escape from New York og jafnvel Terminator 2. Það ætfi því að geta veriö besta skemmtun að eyða einni kvöldstund í bíói fyrir þá sem hafa gaman af hasarmyndum með ævintýralegum blæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.