Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Bcnedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasfml: 14906. — ASsetur: Aljiýðuhúsið við Hverfisgötu, Rvik. — Prentsmiðja AlþýðublaSsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Þjóðsagan um góðærið t GÓÐÆRI er orð, sem oft hefur heyrzt undanfarin misseri. íslendingar eru frá fornu fari vanir að telja forsjónina ráða aflabrögðum og kalla það góðæri, ef mikill fiskur berst á land. Nú taka stjórnarandstæð" ingar þetta upp í hverri ræðu til þess að tryggja, að ríkisstjórninni verði ekki þakkað fyrir svo mikið sem eina tunnu síldar, hvað þá alla velmegun síðustu ára. Sigurður Ingimundarson gerði þetta að umtalsefni í athyglisverðri ræðu, er hann flutti í eldhúsumræðun um á Alþingi. Hann sagði, að orðið góðæri hlyti að eiga við árferði í þeim atvinnuvegum, sem mest eru 'háðir veðurfari og aflabrögðum. Síðan sagði Sigurður: Kannast bændur landsins við þetta sérstaka árferði? Flest árin hafa verið meiri eða minni erfiðleikar í einum eða fleiri landsfjórðungum af náttúrunnar hendi. Landsins forni fjandi, hafísinn, hefur verið nær landi en oft áður undanfarna áratugi og jafnvel valdið samgönguerfiðleikum fyrir Norðurlandi. Tún hefur kalið í heilum landsfjórðungum og heyfengur verið misjafn rétt eins og gengur og gerist vegna vor- 'kulda og veðurfars. Er þess skemmst að minnst, að 'kartöfluuppskera sl. sumars var þriðjungur meðal uppskeru. Þetta er góðærið í landbúnaðinum. Ég held að það verði varla talið meira en meðal árferði, þeg- ar á allt er litið. Aukin framleiðsla sýnir aðeins, að Iandbúnaðinum hefur vaxið fiskur um hrygg með aukinni tækni, ræktun og stækkun búa. Á sama hátt verður varla sagt, að gæftir hafi verið hetri eða vetrarvertíðarafli bátaflotans hafi verið meiri en vænta mátti og afli togaraflotans hefur yfir leitt verið mjög rýr. Það er að vísu rétt, að síldarafli befur stóraukizt, en vafasamt er að taia um góðæri í því sambandi, því byggður hefur verið nýr bátafloti til síldveiða á úthafinu. Það hefur verið vitað mál, að síldln hélt sig austur í hafi, en við áttum ekki flota eða tæknibúnað til að nýta þennan afla fyrr. Niðurstaðan er því sú, sagði Sigurður Ingimundar- son, að géðærið liggur fyrst og fremst í stórfelldri efl ingu atvinnuveganna til lands og sjávar, og er auðvelt að sauna þessa niðurstöðu með opinberum skýrslum. Þessi niðurstaða Sigurðar er mjög athyglisverð, og hljóta menn við skjóta umhugsun að komast að raun um, að hún er rétt. Náttúran hefur ekki verið óvenju- lega gjöful síðustu árin. Hins vegar hefur íslenzka þjóðin imdir núverandi ríkisstjórn búið sig svo mikl- um og góðum atvinnutækjum, að auðæfi náttúrunnar og vinra fólksins hafa notazt betur en nokkru sinni fy-r og veilt þjþðinni stórfellda tekjuaukningu og vel- megun. 4 14. apríl 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ VELRIÍUNARSTÚLKA óskast strax til starfa. Umsækjandi þarf að hafa góða vélritun" arkunnáttu. Verzlunarskólamenntun eða önnur hliðstæð menntun æskileg, þó ekki nauðsynleg. UNGUR PILTUR óskast strax til starfa við sendistörf. Nauðsynlegt að hann hafi próf á vélhjól. Nánari upplýsingar gefur Skrifstofuumsjón og liggja umsóknareyðublöð þar frammi. Upplýsingar eru ekki gefnar í s ma. __ VANTAR BLAÐBURÐAR FÓLK í EFTIR7ALIN HVERFI: MIÐBÆ I og II IIVERFISGÖTU EFRI HVERFFSGÖTU NEÐRI LAUGAVEG NEÐRI LAUGAVEG EFRI GNOÐARVOG m: RAUÐARÁRIIOLT BRÆÐRABORGARSTÍG LAUGARTEIG LAUGARÁS VOGA krossgötum ★ TALSTÖÐVABYLTINGIN. Þeir, sem fylgjast með bílum og um- ferð hafa vafalaust veitt því athygli hve margir bílar, eru nú búnir talstöðvum, að ekki sé minnzt bílar, nú eru búnir talstöðvum, að ekki sé minnzt á leigubílana, sem nú eru langflestir búnir slíkum tækjum. Þau eru til dæmis ótalin skiptin, þegar leigubílstjórarnir aðstoða lögregluna við hitt og þetta. Finna stolna bíla, hafa upp á bílþjófum, eða ökuföntum. Er mér tjáð, að þessi samvinna hafi verið með ágætum, og oft hafi með þessum hætti hafzt fljótlega upp á lögbrjótum, sem annars fá- liðuð lögregla hefði ef til vill átt í erfiðleikum með að handsáma. í fjallabílunum er gagnið af tal- stöðvunum auðvitað auðskilið. Kom það mæta vel i Ijós í óveðrinu um páskana um daginn, þegar boð um sjúkraflutninga bárust Gufunesi um tal- stöð, sem og boð um aðstoð við fólk, sem strand- að var með smábörn í jeppabílum uppi 'á heiðum. Stöðvarnar eru yfirleitt ekki mjög langdrægar, en oftast eru þá einhverjir tíl að bera boðin á milli, ef illa lieyrist. ★ LAGT ÚT í TVÍSÝNU. Það er því miður allt of algengt hér á vetrum að menn leggi af stað á smábílum út í tvísýna færð, og þá jafnvel með konur og börn. Menn hugsa sem svo: Minn bíll er svo góður í snjó, og ég er svo þaulvanur snjóakstri, að þetta verður allt í lagi. En óneitanlega er það nú samt svo, að oft er þetta ekki í lagi. Litlu bílarnir festast og loka vegunum fyrir stærri bílum, sem annars gætu komizt leiðar sinnar auðveldlega. Skapar þetta margs konar tafir og vandræði, sem ekki þyrftu af að hljótast, ef að öllu væri farið með gát og skynsemi. Það vár þess vegna ekki óskynsam- leg og raunar alveg nauðsynleg ráðstöfun, þegar lögiæglan tók sig til og sneri fólksbílum við, sem voru komnir upp að Geithólsi og ætluðu að leggja á tvísýna heiðina. Það hefði mátt gera fyrr og oftar verður það áreiðanlega gert. — K a r 1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.