Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 10
Kastljós Frh. af. 7. síðu. fyrir stefnu þeirra í Vietnam, en hann hefur einnig látið svo um mælt að reyna verði að binda enda á styrjöldina í þessu landi á einu ári, og vitað er, að nokkrar af „leyniorðsend- ingum” þeim, sem farið hafa anilli Washington og Hanoi, hafa farið um Búkarest. Manescu og Rúmenar eru haldnir næstum því „gaullist- ískum” ótta við „yfirþjó'ðlegar” stofnanir og samtök, en þessi afstaða gæti ef til vill orðið þess valdandi, að uggvænlegt þyki að slíkur maður gegni embætti forseta Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna. En allt bendir til þess, að hann verði valinn, og væri það árangur þeirrar viðleitni Rúmena að lireiðra um sig „miðja vegu” milli valdablakk- anna og dæmi um þær miklu breytingar sem orðið hafa í heimsmálunum á síðari árum. Áreiðanlega tekst ekki að - eyða tortryggni þeirra mörgu, sem óttast að Manescu muni nota hið háa embætti til að . spjlla fyrir störfum Sameinuðu þjóðanna, en margir vona og eru þess fullvissir að hann muni í embættinu leitast við að miðla málum í deilum stór- veldanna. Eftirlit Framhald úr opnu. markið þó enn víðast 10 tonn á Bxul og víðast mun lægra. Hvernig þróunin hefur verið í innflutningi vörubifreiða má glögglega lesa úr bifreiðaskýrsl- um. Skipting vörubifreiða eftir burðarmagni í árslok 1960 og 1966 hefur verið, eins og hér segir, og er þó sleppt sendiferða bifreíðum, sem hafa burðarmagn 1-2 tonn. j BURÐARMAGN: Ársiok 1960 — árslok 1966: 2—5 t % 2—7 t % 2732 81.6 413 12.3 1884 47.7 1346 34.1 Yfir 7 t % 214 6.1 AIIs 3359 722 18.2 Alls 3952 Á þessu má sjá, að bifreiðar með yfir 5 tonna burðarmagn hafa á þesu 6 ára tímabili auk- izt úr 18.4% í 52,3% af öllum vörubifreiðum. Fjöldi bifreiða með yfir 7 tonna burðarmagn hef ur nær þrefaldazt á tímabilinu. Þegar aðgætt er, að bifreið með 5 tonna burðarmagn vegur hlaðin um 10 tonn og er þá að jafnaði með 6 tonna öxulþunga á aftur- öxli, þá er augljóst, hvernig muni vera með öxulþunga þeirra bif- reiða, sem hafa mun meira burð armagn. Hér við bætist, að við vöruflutninga á langleiðum hlaða menn iðulega bifreiðarnar iangt fram yfir það, sem þær eru byggðar fyrir, og er þá augljóst mál, hvaða hætta er því samfara fyrir allan öryggisbúnað bifreið- anna. Áhrifum þessara þungafiutninga á gamla og veikbyggða malarvegi . er óþarfi að lýsa í löngu máli. Hinar ofhlöðnu bifreiðar rista veg ina iðulega í sundur á löngum köflum, einkum að vorlagi, þegar burðarþol veganna er minnst. Nú er raunar svo komið, að gildandi ákvæði um öxulþunga eru orðin dauður bókstafur, þar sem mest af þessum bifreiðum, sem notaðar eru í vöruflutningum á langleiðum, yrðu að aka nær tómar, ef fara ætti eftir þeim á- kvæðum. Öllum gætnari mönnum, sem stunda vöruflutninga á lang- leiðum, er þetta ljóst og myndu fagna því, ef öxulþungaákvæðin væru rýmkuð, en þeim þá jafn- framt framfylgt með ströngu eft- irliti. Eina færa leiðin úr þeim vanda, sem þessi mál eru komin í, virðist vera sú að rýmka ákvæðin um leyfðan öxulþunga nokkuð frá því, sem nú er, þannig að nýta megi hóflega þann bifreiðakost, sem fyrir hendi er innan löglegra marka. Hins vegar er þá teflt mjög tæpt um öryggi vega og þá einkum brúa. Verður slíkt því ekki framkvæmanlegt, nema kom ið sé upp öflugu eftirliti með því að settum reglum verði hlýtt. Miðað við þá reynslu, sem þeg ar er fengin, þá virðist mjög hag kvæmt að sameina umferðartaln ingu og eftirlit með þungatak- mörkum. Er nauðsynlegt að auka hvort tveggja verulega frá því, sem nú er. Er því gerð tillaga um, að tekin verði upp sérstök fjárveiting undir liðnum Umferð nrtalning og vegaeftirlit að upp- hæð kr. 1,2 millj. kr. Er í þess- um kostnaði í ár reiknað með kaupum á nýjum vigtum og um ferðarteljurum að upphæð 200 þús. kr. Susinuferðir Frh. af. 7. síðu. Sunnu. Þeir sigla utan, en fljúga heim. Frá Gautaborg aka ferðalang arnir til Kaupmannahafnar. Einn hópurinn dvelst ytra í 12 daga, í Svíþjóð, Kaupmanna- höfn, Hamborg. Flogið er heim frá Kaupmannahöfn. Annar hópurinn dvelst ytra í 14 daga, í Kaupmannahöfn, Ham borg og Amsterdam og flýg- \ir þaðan heim. Þriðji hópurinn dvelst ytra í 23 daga, í Kaupmannahöfn, Hamborg, Rínarlöndum, París og Amsterdam og er flogið það an heim 25. maí. Flugvélin, sem sækir þann hóp, kemur, tóm frá Mallorka frá því að flytja þangað fyrsta Sunnuhóp sumars ins. Þess vegna er unnt að hafa þessa 23 daga ferð sérstaklega ódýra. Kostar hún aðeins um 15 þúsund krónur. Hagaskcli Frh. af 6. síðu. sælustu sveitirnar fengu áletruð skjöl með mynd keppenda. Taflfélag Reykjavíkur veitti bókvaerðl. Guðmundi Theodórs syni fyrir bezta árangur á fyrsta borði. Undanfarna 3 vetur hefur farið fram skákkennsla í gagnfræða- skólum borgarinnar á vegum Æskulýðsráðs, og hefur henni lok ið með skákkeppni. Kópavogsskóli sigraði 1965 og Réttarholtsskóli 1066. Friðrik Ól- 10 14- aPríl 1967 . — ALÞÝÐUBLAÐIÐ . afsson stórmeistari hefur öll árin teflt fjöltefli við 55—60 þátttak- endur viku áður en skákkeppni hefur hafizt. Samvitinubanki Frh. af 6. síðu. lok 452,5 millj. kr. en útlán 371,2 millj. kr. Bankinn hefur nú 7 útibú á eft- irtöldum stöðum: Akranesi, Pat- reksfirði, Sauðárkróki, Húsavík, Kópaskeri, Keflavík og Hafnar- firði og auk þessu umboðsskrif- stofur í Grafarnesi og á Stöðvar- firði. Á fundinum kom fram, að banka ráð vinnur að því að stofnlána- deild verði komið á fót við Sam- vinnubankann. í bankaráð voru endurkjörnir þeir Erlendur Einarsson, forstjóri, form., Hjörtur Hjartar, framkvstj. varaform., og Vilhjálmur Jónsson, frkv.stj. Endurskoðendur voru end urkjörnir alþingismennirnir Ólaf- ur Jóhannesson og Halldór E. Sig- urðsson. U Thant Frh. úr opnu. undir þær með því að draga úr sínum hernaðaraðgerðum um leið og styrjaldaraðilar í Suður-Vi- etnam draga úr sínum aðgerð- um. Það er — hefur verið tal ið ekki óeðlilegt, að þegar tveir aðilar eigast við, verði báðir að leggja nokkuð á sig til þess að fá sættir og kóma friði á. Nú hefur það gerst síðan þess ar tilllögur U Thants, sem hér liggja fyrir, voru lagðar fram, að hann hefur borið fram aðrar tiilögur og mér skilst einmitt að í þeim tillögum sé farið nokk uð inn á þessa braut að beina einnig tilm. til Norður-Vie,tnam um, að þeir dragi úr sínum hernaðartillögum um leið og Suður-Vietnamar draga úr sín- um. Og það finnst manni eðli- legast, ef tillögurnar eru born ar fram í þeirri veru að reyna að ná sættum og koma á friði. Hins vegar, ef aðeins er um áróður að ræða í þessu efni, er náttúrulega auðskilið, hvers vegna aðeins er skorað á annan aðilann. Með þessari viðbót virðist mér einsýnt, að meiri líkur ættu að vera á því að ná friðsam- legri lausn, ef vilji er fyrir hendi til þess af hálfu beggja aöila. Ég er því hins vegar sam þykkur. að tillögunni verði vís að til nefndar og hún athugi, hvort ekki væri rétt að sam þykkja tillögurnar með ein- hverri slíkri viðbót, sem líkur væru til, að háðir aðilar gætu þá lcannske fallizt á. Um ræðu Einars Olgeirsson- ar flutningsmanna tillögunnar, að öðru leyti skal ég ekki segja mikið. Hún var afar einkenni leg með vægu orði, ofstopafull- ur áróður á Bandaríkin og ein- hliða ásakanir á þau. Og það, sem mér þótti athyglisverðast í ræðu lians,, að ég gat ekki skil ið annað heldur en hann teldi, að það væri aðalatvinnuvegur Bandaríkjanna að drepa menn, einn aðalatvinnuvegur Banda- ríkjanna að dre>« menn. Og þó að það kostaði V/z millj. kr. held ég, að það hafi nú verið, að drepa hvern einn Vietnama, var þetta 'samt sem áður at- vinnuvegur, sem sumir í Banda ríkjunum teldu borga sig. Þjóð in yrði að borga kostnaðinn við þetta, en hergagnaframleiðendur hefðu þessa atvinnu og myndu sennilega halda henni áfram. í þessum hergagnaframleiðenda- herbúðum væru að starfi upp- gjafaherforingjar, sem segðu til, hvernig að þessu mætti fara og réðu því, að þessi ágæti atvinnu vegur yrði * stundaðnr áfram. Svona tal vildi ég alveg mega leiða hjá mér og mun þess vegna ekki fara frekar út í ræðu háttvirts þingmanns, en ég vildi bara segja það, að ef þaö er ein lægur vilji hjá honum og öðrum, sem Iíkt hugsa að koma sætt- um á í þessar deilu, hlýtur sú sáttaumleitun að byggjast á því að báðir aðilar talci nokkurt til lit hver til annars. SASIR Frh. af 6. síðu. við samþykkt síðustu fjárlaga. Þakkaði formaður þingmönnum kjördæmisins fyrir veittan stuðn- ina. Á fundinum var kjörin skóla- nefnd fyrir Krísuvíkurskólann og eiga sæti í henni: Karl Guðjóns- j son fræðslufulltrúi, Kópavogi, ! Helgi Jónsson yfirkennari, Hafn- arfirði, Ragnar Guðleifsson, bæj-! arfulltrúi, Keflavík. Og til vara: Reynir Guðsteinsson, skólastjóri, Vestmannaeyjum, Einar Kr. Ein- arsson skólastjóri, Grindo.vík, sr. Bjarni Sigurðsson, Mosfelli. Auk þeirra eiga þeir sr. Ásgeir Ingibergsson og Stefán Júlíusson rith. sæti í nefndinni tilnefndir af sumarbiiðanefnd Þjóðkirkjunn- ar í Kjalarnesprófastsdæmi. Gert er rúið. fyrir að nefndin annist framkvæmdir og rekstur skólans í lunboði samtakanna. Úr stjórn samtakanna liöfðu á starfsárinu gengið þeir Þórir Sæ- mundsson áður sveitarstjóri í Mið neshreppi og Hafsteinn Baldvins- son, fyrrv. bæjarstjóri í Hafnar- firði, höfðu þeir horfið að öðr- um störfum eftir sveitarstjórnar- kosningar á sl. vori. Þakkaði for- maður þeim fyrir störf sín. í stjórn voru kosnir: Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri, Kópavogi, form: Matthías Sveinsson sveitar- stjóri, Mosfellshreppi, ritari; Ólaf ur G. Einarsson sveitarstjóri i Gafðahr. gjaldk. í varast. Sveinn Jónsson bæjarstóri í Keflavík, Sigurgeir Sigurðsson sveitarstjóri í Seltjarnarneshreppi og Jón Ás- geirsson sveitarstjóri í Njarðvík- um. Endurskoðendur: Eyþór Stef- ánsson oddviti Bessastaðahrepps, Alfreð Alfreðsson sveitarstjóri í Miðneshreppi. Til vara: Björn Finn bogason oddviti Gerðahrepps, Pét ur G. Jónsson oddviti Vatnsleysu- strandarhrepps. Birgir Thorlacius ráðuneytis- stjóri flutti ítarlegt erindi um nýtt frumvarp a'ð skólakostnaðar- lögum, sem nú liggur fyrir Al- þingi. Spunnust miklar umræður um það mál og fræðslumál al- mennt. Loks þakkaði Einar Halldórsson oddviti Garðahrepps stjórninmij vel unnin störf. (Frá Samtökum sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi.) Koparpípur o? Rennilokar. Fittings. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukrapar, Blöndunartæki. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. Sími 3 88 40. Lesið álþýðufsSaðiS Kópavogur Vantar blaðburðarbörn í Vesturbæ. Uppiýsingar í síma 40753. Aðalumboð: Einar Farestveit Et Co. hf. Vesturgötu 2 RADONETTL tækin eru seld í yfir 60 lör.dum. Sérhæfðir menn frá verk- smiðjunum í Noregi annast alla pjónustu af kunnáttu. Radionette-verzlunin Aðafstræti 18 sími í 6995

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.