Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 13
Síml 41988 O. S. S. 117 Snilldar vel gerð og hörku- spennandi, ný, frönsk sakamála mynd. Mynd í stíl við Bond myndirnar. Kerwin Mathews Nadia Sanders. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. Sumsrið með MONIKU Ein af beztu myndum Ingmar Bergrmans. Harriet Andersson Sýnd kl. 9. SMURSTÖÐIN Sœtúni 4 — Sími l«-2-27 BQlinn er smurðór fljðít ofí VéL Btóicas allar teg-naaír af Bhiurollli fjöejoja&s - iSAFiiRraa E^ANGRU^ARGLER EIMM ÁRA ABYRGÐ SöluumboS: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Súni 30120. Pósthólf 373. Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR Nú er rétti timinn tll a6 láta yfirfara og ger& við vélamar fyrir vorið. Massey Fergiison-víö- gerðaþjónustu annaiit Vélsmiðja Eysteins Leifssonat hf. Síðumúla 17. sími 30662 Framhaldssaga eftir Astrid Estberg ÉG ER SAKLAUS ‘ — Ég veit það ekki. Hver er þetta með leyfi — Þetta er hjá lögreglunni. Þér talið við Karlsen yfirlögreglu- þjón. — Nú já! Þér ætluðuð víst að ræða við hana um brunann hér á Ulrikslundi. En það var álitið að kviknað hefði í út frá raf- magni. — Já, en þetta er annars eðl- is. Ungfrú Ravnsborg lenti einu sinni í slysi, sem nú er verið að rannsaka. Ef ég gæti beðið yður fyrir skilaboð . . . — Gjarna. Sérlega ef þau eru góð, sagði Louise glaðlega. — Það eru þau. Skilið kveðju til hennar og sögið henni að við séum búnir að ná í Vilhelmsen, sagði yfirlögregluþjónninn. — Hann hefur ekki játað enn en það lítur út fyrir að við höfum nægilega miklar sannanir á hann. Það verður erfitt fyrir, hann að afsanna þær. — Á ég að segja henni það? sagði Louise. — Þetta voru und- arleg skilaboð. — AUs ekki. Hún skilur þau. Við hvern tala ég? — Ég heiti frú Louise Ras- mussen og bý hér á Ulrikslundi. Ég, sé um stjórn heimilisins. — Svo ég þarf þá ekki að hringja aftur. Þakka yður fyrir. — Auðvitað er það óþarfi, salgði Louise. — Ég skal skila þessu til ungfrú Ravnsborg. Louise lokaði augunum og studdi sig við vegginn. Hún varð að flýta sér. Bara að Vilhelm- sen játaði ekki í bráð! NÍTJÁNDI KAFLI Oluf stóð lá túninu þegar Me- rete kom. — Gott kvöld! — Gott kvöld . . . Hvert var óðalseigandinn að fara ef mér leyfist að spyrja? Merete gekk til hans og sagði honum að skógurinn brynni og að Ulrik og Jensen hefðu farið og skilið hana eftir eina með launapokana. — Ég, óttast svo mjög að eitt- hvað komi fyrir, sagði hún. — Þeir héfðu átt að sleppa mér við þetta. — Ja, há, sagði hann. — Skóg- areldur . . . Einmitt . . . Hvar er lykillinn að peningaskápnum — Hérna, sagði liún og klapp- aði á töskuna sína. — Réttu mér hana, ég treýsti engum. Merete skellti upp úr. — ,Ég er dauðfegin að losna bæði við lykilinn og ábyrgðina. Tarzan er annars á verði. Hún tók lykilinn úr töskunni og lagði liann í gróm tekna hendi Olufs. - Gott. Þau genígu smáspöl þegjandi. — Viltu koma að róa á vatn- inu? spurði Oluf. — Mjög gjarnan. — Ég get farið með þig eftir augnablik — komdu bara inn og sjáðu ‘hvernig við mamma húum. Hann opnaði inn í stofuna og Merete gekk inn. Hún leit for- vitnilega umhverfis sig. Hér var skemmtilegt. Húsgögnin Igömul og vel með farin. Köttur lá og malaði í hægindastól. Kona með hvítt hár stóð við eldavélina. Merete kom útlit hennar á ó- vart. Hún var falleg. Lítið, beint nef, stór brún augu, fallegt and- litslag. Hún rétti Merete höndina og tók fram stól. — Fáið yður sæti. Ætlið þér að borða hjá okkur? — Nei, nei, sagði Merete. — 21 Ég ætlaði að fara í róðrarferð yfir vatnið. — Rétt er það, sagði Oluf. — Leiggðu á borðið fyrir hana, mamma. Merete fór að strjúka kettin- um. Hann lokaði augunum og malaði enn hærra. — Við skulum borða áður en þið farið út á vatnið, sagði móðir Olufs og þannig varð það Hún var með kjötsúpu, sem var óvenju góð. Oluf þurrkaði sér um munninn þegar hann var búinn að borða. — Komdu, nú förum við, sagði hann. Merete margþakkaði fyrir sig og fór með honum. Hún var ekki hrædd lengur. Tarzan gætti pen- ingaskápsins. Oluf gætti lykils- ins. Allt var í bezta laigi. TUTTUGASTI KAFLI Ulrik og Merete sátu á skrifstof- unni og biðu þess að verkamenn- irnir kæmu og sæktu laun sín. Hvílíkur munur eða í fyrsta skipti! Þá hafði hún verið dauð- hrædd yfir að listamir væru rangir. Nú bar Jensen ábyrgð- ina og Oluf hafði gætt lykilsins meðan þeir voru að heiman, Nú komu þeir fyrstu. Þeir stilltu upp hjólunum fyrir utan. Sumir þeirra höfðu dansað við hana á Jónsmessunótt. Hún þekkti þá og vissi hvað þeir hétu. Hún var hluti af hversdagslífi Ulrikslundar nú . . . Það var merkt við nafn eftir nafn á listunum. Það var kvittað fyrir móttöku peninganna. í þetta skipti sá Ulrik um að af- henda umslögin. Merete snerti ekki peningana. — Gjörðu svo vel, sagði hún og rétti manni, sem hafði nýtekið við launaumslagi, kúlupenna. — Það vantar fimmtíu krónur, saigði hann. Merete leit á hann. Henni var heitt og kalt í senn. Hana svim- aði. Róleg sagði hún við sjálfa sig. Ég ber ekki ábyrgðina. Loks- ins er ég saklaus. — Þá höfum við víst sett þær í annað umslag, sagði Ulrik. Hann tók peningana úr eigin veski, rétti manninum, scm kvitt aði og fór. Merete stirðnaði upp í hvert skipti sem mennirnir töldu inni- hald umslaganna. Loksins vant- aði hundrað krónur. Ulrik.leit á Merete og tók peninga úr veski sinu. Þetta var líkast martröð. Loks var veski Ulriks tómt. Merete rétti honum þá peninga, sem hún átti eftir af launum slnum. Þögn in varð að múr á milli þeirra. Oluf kom með þeim síðustu ínn. Merete þaut til hans og greip um handlegg hans. — Það vantar í umslögin, hróp aði hún. — Það er satt! - Hann stóð og starði á hana. — Hve mikið? — Sjö hundruð — núna. — Svo það var ekki nóg að ég gætti lykilsins, sagði hann. Merete vissi ekki hvað hún átti af sér að gera. — Ég stal hvorki peningun- um eða kveikti í eða . . . Hún kjökraði og reyndi að hlaupa út. En hann tók um handlegg henn- ar. Fingur hans voru llarðir og hann var álíka sterkur og ungur maður. — Enga vitleysu, sagði hann. — Setztu. Hann tók umslagið sitt, taldi peningana og kvittaði fyrir á listann. Guði sé lof og dýrð fyrir að ekki vantaði í pok- ann hans. Nú leit hann á Ulrik. Þegar þú tilkynnir þjófnað- inn skaltu muna eftir að segja að Oluf hafi gætt lykilsins í nótt, sagði hann svo við óðalseigand- ann. — Það gæti hent • sig að smiðurinn igamli væri þjófóttur. — Nei, sagði Ulrik alvarlegur. — Kannski ekki ,en hver- nær getur maður verið viss? Við hvað átti hann? Merete leit hræðslulega af einum á ann- an. Svo reis Oluf á fætur og fór sína leið. Hann tautaði allan tím ann eitthvað fyrir munni sér. Hún heyrði ekki orðaskil en hún heyrði að hann bölvaði ákaft. — Hvað nú? sagði Merete. Ulrik svaraði engu. Henni fannst skyndilega sér allir óvin- samlegir. Því fyrr sem hún færi þeirp mun betra. Annars yrði hún vitskert. Þegar síðustu verka- mennirnir voru farnir gekk húii að borðinu. , — Taktu þess'a lista, sagði hún. — Ég vil þá ekki í minnt vörzlu. — Ulrik leit á 'hana, tók listn ana og setti þá í tösku sína. -« Ég veit ekki hvernig peninigarn* ir hurfu eða hver kveikti í, en ég veit að Iþað er til einskis að spyrja, hvort þú trúir á sakleysí mitt enn. Ulrik þagði. Hann langaði tl| að trúa henni — innilega. Þettai var martröð, sem hann hlaut brátt að vakna af. Hann ætlaðl að taka hana í faðm sér. En hann gat það ekki. Það hafði alltof mikið gerzt eftir að hún kom. Hverju átti hann að trúa? Hver var orsök þessa alls? Hvað vissl hann um hana? Ekkert — nema að 'hann elskaði hana,- — Komdu, við erum að fara, sagði hann og stóð upp. Hann heldur að ég hafi stolið peningunum, hugsaði Merete ör- væntingarfull. Hún ætlaði a5 spyrja hann . . . Hún ætlaði að biðja hann um að. segja hvað honum fyndist. Gráturinn var kökkur í hálsi hennar. Smiðjan var lokuð þegar þau igengu fram hjá. Hvar var Oluf? Þau gengu þegjandi áfram. Það var engi inn á skrifstofunni. — Hvar er Jensen sagði Ulrik? Mér kæmi ekki á óvart þó ég yrði ásökuð um að stela bæði peningunum, Oluf og Jensen, hugsaði Merete. Ulrik setti launa listana inn í peningaskápinn. Um leið tók hann út peninga og greiddi Merete það sem hún ■hafði lá-tið hann fá. Louise kom inn með kaffi þeg ar Ulrik og Merete 'komu. — Skelfing eruð þið þreytuleg, sagði hún. — Getið þið ekki slakað á? — Nei, það lítur ekki út fyrir það. Það kom dálítið leiðinlegt fyrir og ég get vel sagt þér það, því það vita það áreiðanlega all« ir hérna hvort eð er. Það vant- aði átta hundruð krónur í launa- pokana í dag. — Ekki í umslögin, sem ég taldi ein í eftir að þið fóruð, sagði Merete. — Nei, en hvemig gátu þeir horfið úr hinum? Laugavegi 31 GÓLFTEPPI TEPPADREGLAH TEPPALAGHIR EFTIR MÁll - Sjmi 11822. -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ J3 14. apríl 1967

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.