Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 16
Eru konur fullkomnar? Nýlega lásum við í amersíku blaði ágæta grein, sem vel getur átt erindi til lesenda baksíðunnar og þess vegna böfum við tekið okkur iþað bessaleyfi að snara köfl um úr henni á íslenzku. Hún fjall ar nafnilega um efni, sem hugur karlmanna, og raunar margra kvenna líka, snýst stöðugt um, og ■fliugleiðingar greinarhöfundar eru almennar og geta jafn átt við í •einu landinu sem öðru. Greinin fjallar um konur. Greinarhöfundur spyr, hvort •konur séu fullkomnar verur, eins •og oft er ýjað að, og hann kemst að þeirri niðurstöðu, að svo kunni vel að vera, en þó gæti fullkomn unin verið fullkomnari að skað- flausu. Og við skulum heyra á hvað liann hendir í því sambandi, og gefa honum orðið. „X fyrsta lagi hafa konur þann eiæma ávana að benda körlum á að þeir geti ekki lifað án þeirra. Hvers vegna þurfa þær alltaf að vera að tönnlast á þessum augljósu isannindum? Ekki gera karlmenn pað. Karlmenn finna á,sér að það væri ósmekklegt að segja við'konu „Það getur vel verið að það sé erf itt að tjónka við okkur, en kon ur geta samt ekki lifað án okk ar. . Hvað er svo fleira? Jú, konur geta aldrei fundið veskið sipt. Og konur eru yfirleitt of seinar. Það bregst ekki að það er kona sem segir karlmanni að hann drekki of mikið. Þegar karlmaður krækir í síðasta sætið í strætis vagninum, þá bregst það heldur ekki að það er kona, sem kemur inn á næsta viðkomustað og tek ur sér stöðu við sætið hans. Á konur er aldrei treystandi. Þegar ekillinn á undan manni hagar sér eins og vitfirringur og mann lang ar til að hreinsa hugann með því að bölva þessum kvenbílstjór um þá kemur oftast í ljós að það er alls ekki kvenmaður við stýrið á bílnum. Konur fara alltaf að gráta í tíma og ótíma. Hvers vegna gráta þær t.d. ekki, þegar eiginmaður inn man eftir brúðkaupsdeginum? Við verðum að minnast þess að það er talsvert afrek hjá karl- manni að muna eftir brúðkaups deginum, og fáein þakklætistár væru ekki illa til fundin. En í staðinn bíða konumar ævinlega þar til maðurinn hefur gleymt f Vestmannaeyjum á vorin er víðsýnt um unnir blár. Margt sér úr hafi hefjast Heimaklettur grár. Þar rís liún Surtsey úr sævi með sjaldgæf varmaföng, brimið byltist og logar í beljandi hamraþröng. Einn stendur bæn í eynni. Árni Völundi hjá dundar þar úti daga langa og dreymir tittlinga smá. brúðkaupsdeginum og fara þá að gráta. ... Þegar eiginmaðurinn kemur heim úr vinnunni oig fekur ekki eft ir neinu sérstöku á heimilinu, þá er það konan sem kemur á móti honum og spyr: „Tekurðu ekki eítir einhverju?” Maðurinn fyll ist skelfingu. Hann fær gæsahúð við þessa hræðilegu spurningu: „Tekurðu ekki eftir einhverju?" Það sem hann á að taka eftir getur verið eitthvert lítilræði, for stofan hefur verið bónuð eða kon an hefur greitt sér, en það get farangur Línu frænksu, sem stedn ur líka verið rándýr vasi eða andi inni í stofu. Ekki koma karlmenn inri' í hús ið og hrópa: „Tekurðu ekki eftir einhverju?1” Nei, þeir fara inn og segja: „Ég lét klippa mig í dag“ Þeir gera ekki riáð fyrir að konan taki eftir því, og hafa enga löngun til að koma henni í vont skap með því að úthrópa eftirtektarleysið. Hvers vegna þurfa konur að vera að hrella eiginmenn, þótt þcir taki ekki eftir því að forstofan hafi verið bónuð? Og svo að aftur sé vikið að upp hafinu, hvers vegna þurfa konur alltaf að vera að minna menn á að þeir geti ekki lifað án þeirra? Og hvers vegna þurfa þær alltaf að vera að seigja þeim, að þeir drekki of mikið? Við vitum að vísú hvers vegna þeir drekka of mikið. Það er af því að þeir vita að konan er ekkji alveg fullkomin, þótt dásamleg sé og af því að þeir vita að samvizk an segir konunni að þeir eigi fyll iríið inni. „Við lifum eitt sumar-ismi" er í rauninni þéttiefni gjör- vallrar myndarinnar. Kvikmyndagagnrýni í Mogga. Gaman var að' sjá myndina af Bjarna Bcn. í Mcgganum í gær, sitjandi innan um rúss neska embættismenn — og nærri komið að kosningum. . — Auðvitað er ég idiot. Ef ég væri það ekki, mundir þú vera göm- ul jómfrú. Alveg er ég hneyksluð út í þessar fatafeilur, sem eru að koma hingað til landsíns að sýna. Eins og það sé ekki nóg að liafa stuttu pilsin. SURTSEY Skyldu stjórnmálamennirn ir hafa skemmt sér vel yfir Steinaldarmönnunum á mið- vikudagskvöiðið?, , ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.