Alþýðublaðið - 18.04.1967, Side 16

Alþýðublaðið - 18.04.1967, Side 16
 mmm VIDTAL VIÐ SKALD Fyrir nokkrum dögum birtist hér á baksíðunni leikrit eftir ungt byltingarsinnað skáld, og nefndist bað Skáldið og ástin. Okkur datt i hug að leita þetta merkilega skáld uppi og fundum hann loks i hrörlegu þakherbergi sínu í Vesturbænum. Hann lá þar á gólf inu, hafði sett lappirnar í kross og reykti vindil. Klæddur var Taann í víðar molskinnsbuxur og rifna sjóarapeysu. Hár hafði hann niður á herðar og var það ógreitt. VIÐ: Hefurðu gert mikið að því að yrkja? SKÁLDIÐ: Já — og þá einkum og sérílagi á vertshúsum bæjarins. Nú, sum ljóðin yrki ég í miðju Bankastræti og þarf þá stundum að flýta mér heim til að hripa nið- tir, áður en ég gleymi þeim. Ann- ars yrki ég aðallega sitjandi á (kopp. VIÐ: Hvað um leiklistina? SKÁLDIÐ: Ég tel mig vera skáld fáránleikans. Aðallega hef ég lagt rækt við syonefndar happ- ening-sýningar, þar sem sérhver áhorfandi er eiginlega þátttakandi í leiknum. Því miður hafa þess- ar sýningar ekki fengið inni í leikhúsunum hér, þær þóttu víst of grófar. VIÐ: Hvernig fara svona sýn- ingar fram? SKÁLDIÐ: Það er nú erfitt að útskýra það í stuttu máli. Við kannski tökum upp á því að af- klæðast, ganga síðan að áhorf- endum og klípa í eyrun á þeim. Nú, stundum tökum við lifandi hænu, skerum hana á háls og sjúgum síðan blóðið ellegar við lesum úr sheikspír afturábak, !hald andi á koppi í hægri hendinni. Þá er venjulegast elektrónisk músik í bakgrunn, þar sem spilað er á öskutunnur, blikkdósir og hrossa- bresti. Á meðan útbýtlr kvenmað- ur nærfatnaði til áhorfenda. Einhvern tíma færðum við svona sýningu út á Lækjartorg, þar sem einn okkar svaf á einum bekknum, klæddur í kjól og hvítt, haldandi á hálfétinni pylsu í ann- arri hendinni og með banana í eyrunum. Átti þetta að tákna að- HEILSULINDIN Ó, sæla heimsins heilsulind. Sem hrísla verð ég grönn við allskyns nudd og nuð og juð, og naumast meira en spönn. En guð var alltaf góður mér og gaf mér marga björg og einnig þessi „aukapund", sem urðu helzt til mörg. Ég þyngdist meira en þarflegt var, og það er fyrir sig, en nálaraugu allar dyr eru orðnar fyrir mig. Með rögg og festu ræðst ég að þeim rækals fituvef, unz hvert það pund, sem guð mér gaf, ég gert að engu hef. gerðarleysi stjórnarvaldanna. VIÐ: Hefurðu eitthvað fengizt við málaralist? SKÁLDIÐ: Já, ég gerði nú eitt stórkostlegt málverk, sem enn hef ur ekki komizt á sýningu. Fyrst hengdi ég léreftið upp á vegg hjá mér og sletti þeyttum rjóma á það. Síðan bar ég kúamykju yf- ir, vætti síðan vasaklút í hlandi og strauk úr kúamykjunni. Þá setti ég hveiti og smjörlíki yfir og hengdi þetta síðan út á snúru til þerris. En nágrannarnir munu eitthvað hafa misskilið list mína, því þeir þoldu þetta ekki og ætl- uðu að henda málverkinu í ösku- tunnuna. Mér tókst samt að verja það allri ágengni og geymi það nú undir rúmi mínu. VIÐ: Hvað mun þetta málverk eiga að tákna? SKÁLDIÐ: Ætli það túlki ekki sálarástand sjálfs míns. spdug — Ég lagaði bílinn svolítið, nú fer ekki eins hræðilega mikið fyrír honum. Svipast um i Aðalstræti eftir Árna Óla. Fyrirsögn í Lesbók Moggans. Aldrei kaupi ég annað mcð afborgunum en það. sem ég hef ekki efni á að fá mcr ... Það er ekki ncma einn gæl sem hefur gifzt þeirri einu réttu. Það var Adam .... Það hef ég Iengi vitað að þeir eru hræddastir um að míssa æruna, sem hafa hana ekki ...

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.