Dagur - 21.11.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 21.11.1951, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 21. nóv 1951 Dágskrárraál lándbúnaðariris: Eru til frostþolín kartöfluafbrigði ? Kartöfluppskeran á þessu hausti mun vera töluvert fyrir neðan meðallag, þegár alit landið er tekið. Grænmetisverzlunin hefur á:ætlað, að öll uppskeran hafi verið um 70 þúsund tunn- ur. Orsakir lítillar uppskeru voru fyrst og fremst af völdum næt- urfrosta, sem komu í fyrstu viku ágústmánaðar og svo aftur í fyrstu viku september. Hér við Eyjafjörð urðu miklar skemmdir í hvoru tveggja skiptið. Þó varð það svo, að ýmsir fengu ágæta uppskeru úr öllum sínum görð- um, aðrir fengu góða uppskeru úr einum garði eða jafnvel hluta úr garði og svo lélegt éða ekkert úr öðrum görðum. Sumir tóku ekki upp úr görðunum, enda ekkéi-t upp að taka, þótt þeir væru með fleiri dagsláttur eins og t. d. Jón Guðmann í Skarði, sem verður að kaupa allt útsæði að vori, vilji liann halda áfram með kartöfluræktina. Sams kon- ar sögu hafa margir fleiri fram- leiðendur að segja hér um slóðir. Hér í Tilx-aunastöðinni var kar- töfluuppskeran mjög misjöfn, hvergi góð, en í sumum görðum í meðallagi. í einni dagsláttu fékkst álíka mikið upp og sett var niður, var það Skán, nema hvað uppskeran var smærri .f anriarri dagsláttu var ékki tekið upp, því að uppskeran hefði ver- ið sama og engin, og því langt frá því, að það svaraði kostnaði að taka upp. Mér viröist að frostskaðinn hafi yfirleitt verið. mestur, þar sem seint var sett niöur og grasvöxt- ur lítill, bæði vegna þess, og einnig hins, að sum afbrigði hafa í. eöli sínu litla grasmyndun, eins t. d. Skári, Gullauga o. fí. Aftur á móti virðist frost.ið í ágúst ekki hafa megnað að drepa allt, grasið, þar sem það var orðið mikið, t. d. eins og á Rauðum íslenzkum, sem voru settar nokkuð snemma í góða garða. Hér í Tilraunastöð- inni hafði kartöflugrasið á Rauð- um ísl. náð sér verulega um mánáðamótin ágúst og september eftir frostin í byrjun ágúst. En i septemberfrostinu féll það svo til algjöx-lega. * Eins og flestum er kuixnugt, er kai'töflujurtin ein af alli'a þýð- ingarmestu nytjajurtum hins menntaða heims. Kartaflan (sol- ánum tubei-osum) er þó ein yngsta nytjajurtin, bæði hjá okk- ur íslendingum og öðrum. Iiing- að til lands voru kartöflur fyrst fluttar 1759 af Birni prófasti i Sauðlauksdal. Þegar Spánvei'jar komu til Suður-Ameríku á öndverðri 16. öld jkomust þeir fljótlega i kynni yið kartöfluna, því að Indiánar höfðu þá ræktað kartöflur sér til matar í meii-a en 1500 ár, að því er fræðimenn telja og kölluðu hana „Papas“. Um 1560 er talið að Spánverjar hafi flutt fyrstu kartöflurnar til Evrópu. Þær bx-eiddust svo smátt og smátt út cg komu m. a. hingáð til lands fyrir 192 árum, eins og þegar ér getið. Skal saga kartöflunnar ekki rakin frekar að þessu sinni. Kartaflan héfur einn megin- galla, eða réttara sagt ókost, hún þölir ekki frost. Er þessi veikleiki kartöflunnar mjög hvimleiður fyrir okkur íslendinga og aðrar þjóðir, sem byggja norðlæg lönd, svo sem Noi'ðmenn, Svía, Finna. Rússa o. fl. Dráumur írrargra vísindamanna og ti'raunamanna, hefur því ver- ið að fá fram kartöfluafbrigði, sem gæti þolað frost, þ. e. a. s. kartöílugrasið félli ekki, þótt einstakar frostnætur kæmi ura vaxtartímann. Kunnugt er, að t. d. túngrösin sakar ekki, þótt ein- stakar fi'ostnætur komi á sumrin. Þá er og þekkt, að kartöfluaf- brigði, sem vaxa í Suður-Amer- íku, — í hinum foi'nu heimkynn- um kai'töflunnar, Chile og Pei'ú, þola frost. Skal nú sagt í stuttu rnáli fi'á tilraunum, sem gerðar hafa verið í Finnlandi, með það fyrir augum, að fá fram frostþolin kartöfluafbrigði. Styðst eg þar við greinargei’ð, sem birt er í tímariti Noi'i'æna búfi'æðifélags- ins 1951, Nordisk Jordbru.gs- foi'skning, eftir Finnann Onni Pohjakallio, sem unnið hefur að þessum tilrunum, m. a. á einni þekktustu tilraunstöð Finna, Tammisto. * Um 1930 var byrjað á tilraun- um með þetta fyrir augum. Til tili'aunanna voru valin einkum tvö villt kartöfluafbrigði (Solan- um ácula og Sol. demissunx), sem höfðu mikla mótstöðu gegn fi'osti og einnig kai'töflumyglu (Phytophthoi'a infestans). Þessi afbrigði voru krossuð saman við ý'mis þekkt kai'töfluafbrigði, m. a. Alfa, Ostbote, Rosofolia o. fl. Árangur af þessum tilraunum varð enginn’ og var þeim hætt þegar stríðið skall á 1939. Eftir stríðið voru þær teknar aftur upp að nýju og var þá einkum unnið með villta áfbi'igðið, Sol. demiss- um og fyi'rgreind ræktuð ,.af- brigði. Onni skýrir svo frá, að þessar tilraunir séu ýmsum- erf- iðleikum bundnar. T:_ d. er þetta villtá afbrigði, Sbl. demissum, stuttdags-planta og mvndar hví engar kartiiflur (stöngulhnýði) í því lancli, þar sem nætur eru stuttar eða bjartar. Séu Sol. demissum krossað saman með Alfa, t. d. og sú villta notuð sem móðuiplanta (Sol. demissum _þ Alfa) vei'ður 1. ættliður (F,) stuttdagsplanta. Afbrigðið e'rfir það frá móðurplöntunni. Það myndar því ekki kaitöílur við langan dag. Frostþolnin ei'fist einnig í þessu tilfelli. Þá er ennþá eitt, sem gei'ir þessar tilraunir vonlitlar til ár- angui's, en það er ófi'jósemi 1. ættliðar, svo að ógjörlegt er að halda áfram með krossun, eftir því sem Onni telur. Svo virðist, að ekki sé hægt að sameina í einu afbrigði eiginleika til mikillar uppskeru og mótstöðu gegn frosti. Onni fai-ast m. a. orð á þessa leið: ,,Det íáréfaller námligen, som om hög avkastning och frostresi- stent blast icke utan vidai'e kunde kombineras hos en och samma fördádíingspi'odukt.“ Því miður er það svo, að hér á norðurhveli jarðar er ekkcrl frost þolið afbrigði til ennþá, en fjöldi tilraunamanna glímir við þetta spursmál ,en e. t. v. kemur sú tíð, að þessi þraut vei'ði leyst, eins og svo margar aði-ar, enda þótt ei'f- iðléilcar vii’ðist mjög miklir. Á. J. Bíll til sölu Til sölu er Bedford-bifreið, lítið keyrð og vel með farin. Bifreiðinni fylgir farþega- byrgi nteð stoppuðnm sæt- tim fyrir 16 fatþega. Til- boðum sé skilað til uridir- ritaðs fyrir 10. des. n. k. Benedikt Guðmundsson, \aUisenda. STUTTU MALI í UMRÆÐUM um landsmál í danska þinginu 6. nóv., var allmikið rætt um 5. lierdeildar starfsemi og nauðsyn þess, að í trúnaðarstöðuin í þióðfélag- inu væru ekki menn, sem væru albúnir að ganga erinda erlends herveldis. Bent var á, að brezka jafriaðarmanna- stjórnin hefði unnið að því að fjarlægja slíkar persónur úr trúnaðarstöðuin. ★ 1 FJÁRLAGAUMRÆÐUM í danska þinginu nýlega gagn- rýndu sumir þingménn harð- lcga útvarpsstjórnina dönsku og sérstaklega þó fyrirkomu- lagið í kosningu útvarpsráðs. Félög útvarpshlustenda hafa þó í Danmörk rétt til að vclja fulltrúa, gagnstætt því, sem hér er. Var þar kraíizt, að allir þeir, sem afnotagjald greiða, hafi kosningarétt, en ekki að- eins þéir, sem eru í útvarps- notendafélögum. ★ DANSKIR fiskveiðamenn eiga við mikla efnahagserfið- leika að ctja um þessar mund- ir og hafa fiskimannásam- böndin snúið sér til ríkis- stjórnarinnar með beiðni um aostoð .í fyrra var slíkri beiðni hafnað. í ár er rætt um að veita útgerðarmönnum frest til ao greiða afborganir af lán- uni, er þeir hafa.ferigið til út- gerðar í Fiskveiðabankanurri. Um aðra aðstoð verður ekki að ræða. ★ í DANMÖRK gilda þær réglur, að ekki má flytja inn dýrari bíla en þá, sem kosta 450 sterlingspund. Þetta úti- lokar síærstu og benzínfrek- iístu gerðirnar. Nýlcga tíaru sósíaldemókratar frant tillögu um að færa þctta hámark mjög niður, þ. e. örva kaup smábíia en útiloka alveg dýr- ari gerðir. ★ MORRIS-bíIaverksmiðjurn- ar brezku hafa kornið fram með nýjung, sóm athygli vck- ur í bflaheiminum, það eru liósskermar úr gúrrimí. Hafa verksmiðjurnar unnið að til- raunum á þessu sviði lengi. Áferðin er sögð sú sama og á málmskermum, en kostúrinn er fyrst og fremst sá, að dæld í slíkan skerm má rétta með einu handtalú, í stað dýrra verkstæðisaðgerða, sem nú tiðkast. ★ UNGVERSKA stjórnin heí- ur gcfið út reglugerð, sem bannar ungverskum þegnum að skrifa flugbréf til útlanda nema nota til þess sérstök bréfsefni, sent fást í póststof- usn landsins. Ekki er hægt að skrifa nema sem svarar einni örk á þessi bréfsefni og auð- velt er að opna þau og lesa. AHtaf vex frjálsræðið hjá kommúnistunt! ★ í BRETLANDI er um þcss- ar mundir undirbúinn leið- arigur til eyjar einnar undan Síamsströnd, til þess að leita fjársjóða, sem ætlað er að hinn frægi sjóræningi Captain Kidd hafi fólgið í jörðu í lok 17. aldar. Kicld var hengdur í London árið 1701 og áætiuðu samtíniamenn að fjársjóðir þeir ,sem hann hefði komið undan væru 60 miíljón króna vii'ði. Leiðangursmenn lögðu af stað á seglskútunni „La- morna“, en koínustekkilengra en út á Ermarsund, er storm- ur hrakti skipið á land. Það er þó ta’ið lítt skommt og er nú ætlunm að Icggja af stað aft- ur! Bréf: Hættulegt er það í „Degi“ birtist 5. okt. bi'éf, er nefndist: „Ljótt er það.“ Vafa- laust minnast lesendur, ltvað þar var skráð um danssamkomur, drykkjuskap og fleira. Það er alveg satt, er bréfritar- inn sagði. Það er ljót sjón að sjá fólk, sem drykkjuskapur og dans er að afmanna og ómenna. Þetta er líka meira en ljótt. Það er hættulegt. Þau hjónin, drykkja og dans, hafa stundum getið af sér af- kvæmi,, sem nefnast sjúkdómar. Fögur og mannvænleg mær var á leið heirn af dansleik. Hún of- kældist. Berklaveikin greip hana. Smitun komst í heimilið. Nú hvíla þrjú þeirra systkina í gröf- um sínum. Dýr vai'ð hann dans- inn sá. Kvikmynd var gerð, sem marg- ir munu kannast við. Hún heitir « „Alheimsbölið mikla“. Ham- ingjusöm eiginkona og móðir sagði mér þetta: Eftir það, að hún sá þá mynd, en hún var þá ógift, leyfði hún piltum aldrei að kyssa sig í dansi. Hún hafði séð, hvei-n- ig alheimsbölið mikla, kynsjúk- dómarnir, geta borizt með koss- unum. Maður hélt áfengi að öðrum manni, ungum. Hann fæi'ðist undan að bragða það. Ilann var af drykkfelldri ætt og hafði kynnzt því nægilega af eigin raun. Nú vildi hann ekki bragða það framar. Ilann komst ekki undan. Ilann drakk. Áfengis- löngunin logaði upp, og það var einum ógæfumanni fleira á ís- landi. Hann varð víðkunnur áfengisþræll og auðnulaus mað- ur. Fólk neyðir hvað annað til að drekka. Ung stúlka, útskrifuð héðan frá ágætum skóla, sem Akureyringar virðast gleyma, Húsmæðraskólanum, dvaldi síðar vetrartíma í Reykjavík. Einu sinni var hún feng'in í „fínt“ hús til að hjálpa þar við veizluhald. Áfengið flóði jfrúrnar drukku og buðu henni vín. Þegar hún neit- aði boðunum, var henni sagt, að stúlkur væru stundum teknar með valdi og víninu hellt í þær, ef þær vildu ekki drekka með góðu. Ekki dugðu þær hótanir, og var hún þá látin í friði. En hvað ^á að kalla þá menningu, sem neyðir ungar stúlkur eða unga menn til að drekka? Er skrílmenning nógu sterkt orð? Drykkjuskapur á skemmtun- um er hættulegur. Hann leiðir fólk til óskírlífis. Þurrar og kald- ar tölur hagskýrslnanna um óskil getin börn sýna það. Þær eru dómur, sem ekki verður hrakinn. Þó er annar dómur þyngri. Það er dómur Guðs, er hljóðar þann- ig, að saurlífismenn og drykkju- menn munu ekki guðsríki erfa. Dýrar verða skemmtanir, sem kosta manninn sál hans. Margir leita lífshamingju. Þeir virðast halda, að dansinn, daðrið og drabbið séu þær leiðir, sem liggi þangað, er hamingjan býr. Hve hrapallega skjátlast þeim! Lífsgleðin tapast, siðferðið veikl- ast, manngildið skerðist og til- Smávörur Hárnet, margar teg. Hárspennur Hár-silkiborðar Rennilásar, 15 og 17 cm. Hnappar Tölur Títuprjónar Öryggisnælur Keklugarn, 20 og 40 og m. fl. Vefnaðarvörudeild. Bátiir Til sölu er 3í/Q smálestá bátur, með 10—13 hesta glóðarhausmótor. Upplýsingar gefur Lorenz Halldórsson, Fróðasundi 3, Akureyri. Nýr vetrarfrakki til sölu nteð tækifærisverði á saumastofu Valtýs Aðalsteinssonar klæAsT'éfá. Elcfri dansa klúbbur Dansleikur í Lórii laugar- daginn 24. nóvemh. næstk. Hefst kl. 10 e. h. Stjórnin. Fáein minningarorð Nýlátin er í Reykjavík frú Guðrún ísleifsdóttir Briem, kona Sigurðar Briem, fyrrum póst- málastjóra. Var hún um hálfátt- rætt, er hún lézt. Fyrir mörgum árum var eg svo lánsámur að kynnast heimili þeirra hjóna, Guðrúnar og Sig- urðar, og mér er það í minni æ síðan ,er eg heyri góðs heimilis getið. Þar var allt í föstum, heil- brigðum skorðum, hlýtt, glað- vært og öfgalaust, húsbóndinn spaugsamur og ræðinn, húsfreyj- an miid, broshýr og hjartahlý. Er nú .þungur harmur kveðinn manni hennar, sem á nú konu sína og t.vær uppkomnar dætur í landinu fyrir handan. Votta eg vandamönnum samúð og hinni látnu virðingu mína og þakklæti. Örn Snorrason. gangur lífsins hverfur sýnum, séu þær brautir gengnár á enda. Hamingja sú, er innsta eðli mannsins þráir, finnst hjá Jesú Kristi, hjá Guði. Þegar æskan leitar þangað, finnur hún þann frið, þá sálarsvölun ,sem er ham- ingjulind lífsins. Sæmundur G. Jóhannesson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.