Dagur - 21.11.1951, Blaðsíða 11

Dagur - 21.11.1951, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 21. nóv. 1951 D A G U R 11 Fokdreifar (Framhald af 6. síðu). geðveikradeild, en á óheppileg- um stað, því að brjálað fólk ætti helzt að vera fjarri bænum og einangrað frá öðrum sjúklingum. Taugasj úklingar héðan verða að leita til Reykjavíkur, með miklum kostnaði og erfiðleikum, því að hér er enginn taugalæknir. Þetta getur ekki gengið svona lengur, það verður, eftir því sem mögulegt er, að koma í veg fyrir að þessir sjuklingar verði krón- iskir. Hér í Eyjafirði þarf að koma hressingarhæli á friðsælum og fallegum stað, og það eru margir búnir að sjá þörf á því, en það þarf að hefjast handa. — Menn munu eflaust spyrja: Fyrir hvað á að byggja? Það á að byggja það fyrir gjafir og áheit, og ef að menn verða eins fúsir að heita á þetta hæli eins og t. d. Strandar- kirkju, þá mundi fljótt safnast fé til framkvæmdanna. ÞAÐ ER NÚ orðinn þjóðarsið- ur, ef það á að koma einhverju máli í framkvæmd, að efna til happdrættis, en ekki er sú starf- semi þjóðinni til góðs. Við þurf- um ekki að stofna til happdrættis til þess aö líkna bágstöddum, við þurfum aðeins að eiga hið rétta hiigarfar, hjartalag mannsins, sem sagt er frá í gömlu sögunni, sem alltaf hefur jafn mikið gildi þess, er tók upp hinn særða mann, er lá við veginn, og bar umhyggju fyrir honum, greiddi fyrir hann, án þess að þekkja nafn hans. Hjálpum þessum sjúklingum til þess að eignast lífs- og starfs- gleði á ný.. Verum ekki sein til góðra verka!“ Lax í Eyjafjarðará. Hannes frá HÍeiðargarði send- ir blaðinu. eftirfarandi: „FYRíR STUTTU skýrði Dag- ur frá því, að stofnað væri félag í Eyjafirði til að reka fiskirækt í Eyjafjarðará. Þar er líka sagt, að áður en laxaseiðum var sleppt í ána ,stuttu fyrir 1940, hafi laxs ekki oroið vart í ánni. Þetta er ekki með öllu rétt. — Gamall maður, sem eg þekkti á unglings árum mínum, sem lagt hafði stund á silungsveiði í mörg sum ur, eingöngu með lagnetjum, sagði mér, að nokkrum sinnum hefði hann fengið lax í net sín, og í eitt sinn 18 punda lax. — Sjálf- ur stundaði eg silungsveiði í ánni framanverðri í allmörg sumur ásamt öðrum. Fengum við þá æði oft lax 12—15 punda, en urð- um oftiega varir við enn stærri lax, sem við náðum ekki, réðust þeir venjulega á netin, þar sem dýpið var mest, og ekki hægt, að þeim að komast, og rifu göt á þau. — Var stundum gaman að sjá, hve kænlega þeir vörðu sig fyrir hættunni, sem að þeim steðjaði. Lágu þeir þá gráfkyrrir í botninum og létu netið renna yfir sig, en tóku svo sprettinn beint í strauminn. Fyrir kom að þeir blátt áfram stukku yfir net in og komu þá alveg upp úr. - Var ekki ósjaldan að við áttum í langri og harðri baráttu við þennan fallega og föngulega fisk en urðum langoftast að láta í minni pokann. — Blaðið segir líka eitthvað á þá leið, að nú eigi aftur að gjöra Eyjafjarðará að góðri silungsá. — Eg held hún liafi nú í langan aldur verið fremur léleg veiðiá, hvað sem áður hefur verið. — Frá því að eg man fyrst til hefur aðeins eitt sumar verið gott veiðisumar. Það var „mislingasximarið“ 1882. Þá var gnægð silungs og eitthvað af lax í henni. Þótti þetta furðulegt á þessu afar kalda og ömurlega sumri. — Eg tel þó, 'af réynslu minni á veiðiskap í ánni í mörg sumúr, að þar séu góð skilyrði til vaxandi veiði, og því gleðiefni, að nú skuli hafizt handa að nota þau. Það ,sem eg hef sagt hér á undan, er því sagt fyrir það, að jafnan er betra að hafa það er sannara reynist.“ Hlustandi skrifar: „FYRIJI NOKKRU síðan var leikið í hádegisútvarpinu lagið Svíalín og hrafninn „eftir Karl O. Runólfsson“, að því er þulur til- kynnti, að vísu ekki í miðju lagi, en bæði á undan og eftir. Lagið var sungið af kvenmanni, Guð- mundu Elíasdóttur, að því er mig minnir, og eg gat ekki annað heyrt en þetta væri gamla, ís- lenzka þjóðlagið., að vísu með einhverju ókennilegu undirspili. Getur hver sem er raddsett eitt- hvert íslenzkt þjóðlag og .öðlazt svo á því höfundarréttinn? Gam- an væri, ef hin ástsæla tónlistar- deild útvarpsins skýrði þetta fyrirbæri fyrir hlustendum.“ Hveiti ÚR BÆ OG BYGGÐ í 10 lb. pokum. Kr. 15.85 pokinn. MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 6. síðu). auðvelt verkefni að leysa fyrir fjölmennt félag. Peningagjöfum er veitt móttaka hjá yfirhjúkrun- arkonunni í sjúkrahúsinu. Bregðist bæjarmenn vel við þessari málaleitan mun verða hægt að koma upp einhverju af sængum, áður en mestu kuldarn- ir halda innreið sína. A. S. S. Unglingsstúlka óskar eftir atvinnu við að sitja hjá börnum á kvöldin, 1—2 kvöld í \ iku. Afgi'. vísar á. Hraðsuðopottar Járn- og glervörudeildin Toiletpappír Járn- og glervörudeildin Kaupfélag Eyfirðinga Nylenduvörudeild og útibú. Myíidarammar Járn- og glervörudeildin Spegl ar. litlir og stórir. Járn- og glervörudeildm Svört kvíga, á að gi/.ka tæpl. ársgömul er í óskilum hjá undirrituð um, sem vantar aðra kvígi samlita en eldri. Sigurðtir Slefánsson. Möðruvöllum. Sóyjabáúnir Soyjabaunamjöl Súputeningar Sætar möndlur Kafragrjón í pk. V2 kS- °g 1 kg. Hrísgrjón í pk. Riismjöl í pk. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Ný epli Kr. 9.25 pr. k« Þurrkuð epli Kr. 22.50 pr. kg. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild og útibú. Kremkex með fíkjukremi. Kaupfélag Eyfirðinga, Nýlenduvörudeild og útibú. Strásykur Molasykur Púðursykur Florsykur Kandissykur Skrautsykur Vanillesykur Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Heilhveiti Heilliveitikex Hafrakex Kaupfélag Eyfirðinga Ný lend uvörudeild in og útibú. St.: Andr.: M HULD, 595111216, IV/V, Átkv., 1, Frl.: Hjúskapur. Hinn 14. nóvember voru gefin saman í hjónaband af séra Friðrik J. Rafnar Guðlaug Helgadóttir frá Ólafsfirði og Snorri Halldórsson, Hvammi í Hrafnagilshreppi. Heimili þeirra verður í Hvammi. Systkinabrúðkaup. Hinn 17. nóv. voru gefin saman í hjóna- band af séra Friðrik J. Rafnar Þorbjörg Helgadóttir og Friðjón Pálsson frá Ártúni í Glerárþarpi. Einnig Helga Margrét Pálsdóttir frá Ártúni og Ásgeir Oddsson, Glerá. Barnastúkan „Sakleysið". — Enginn fundur verður í Skjald- borg næsta sunnudag. En félög- um stúkunnar er boðið á afmæl- isfund hjá barnastúkunni „Sam- úð“, sem hefst kl. 2 á sunnudag- inn í Samkomuhúsi bæjarins: • Áheit á Strandarkirkju. Kr. 10 frá S. E. — Kr. 25 frá Rögnu Hannesdóttir. Móttekið á afgr. Dags. Ujálpræðisherinn, Strandg. 19B. Föstudaginn 2J. nóv. kl. 8.30 e. h.: Almenn samkoma. Þrír ’fyrrver- andi foringjar í Hjálpræðishern- um stjórna. — Sunnudag kl. 11 f. h.: Helgunarsamkoma. Kl. 2 e. h.: Sunnudagaskólinn. Kl. 8.30 e. h.: Hjálpræðissamkoma. Lautinant Karl Nilsen stjórnar. — Mánud. kl. 4 e. h.: Heimilasambandið. Kl. 8.30 e. h.: Æskulýðsfélagið. Barnastúkan „Samúð‘ ‘nr. 102 minnist 20 ára afmælis síns með fundi í Samkomuhúsinu sunnu- dagínn 25. þ. m. kl. 2 e. h. Þar verður til skemmtunar: Ávarp, leikþáttur, upplestur, söngur með gítarundirleik, einleikur á píanó og skrautsýning. Foreldrum barnanna er boðið á fundinn. Félögum barnastúkunnar Sak- leysisins er einnig boðið á þenn- an fund. Templarar bæjarins vel- komnir. Zion. Samkomur næstu viku. Sunnudag kl. 10.30 f. h. sunnu- dagaskóli. Kl. 1 e. h. drengja- fundur (yngri deild). Kl. 2 e. h. drengjafundur (eldri deild). Kl. 8.30 e. h.: Almenn samkoma. Þriðjúdag kl. 5.30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvikudag kl. 8.30 e. h.: Biblíulestur. Fimmtu- dag kl. 8 e. h. fundur fyrir ungar stúlkur. Áheit á Flateyjarkirkju. Frá S. J. kr. 100.00. Kærar þakkir Jó- hannes Bjarnason. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg næstk. mánu- dagskvöld kl. 8.30. — Þessi fund- ur er sérstaklega ætlaður til inn- töku nýliða og óskað er eftir að félagar stúkunnar mæti vel og sem flestir með innsækjendur. — Að afloknum stuttum fundi verð- ur samsæti til heiðurs Sigurgeir Jónssyni í tilefni af 85 ára afmæli hans. — Félagar Isafoldar eru velkomnir til þátttöku í fundin- um og samsætinu. BÆNDUR! Messau í Akurcyrarkirkju kl. 5 e. h. næstk. sunnudag. Aðalfundur Knatt- spyrnufélags Ak- úreyrar verður haldinn í fþrótta- húsinu sunnudag- inn 25. þ. m. og hefst kl. 1.30 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. — Áðalfundur skíðadeildarinnar er í kvöíd kl. 8 e. h. í íþróttahúsinu. Mætið allir og stundvíslega. — Stjórnin. Frjálsíþróttafólk! — Aðalfundur frjálscíþróttadeildar verður hald- inn í kvöld kl. 9 í íþróttahúsinu. Mætið vel! — Stjórnin. Æskulýðs- félag Akureyr- arkirkju. — Yngsta deild. Fundur næstk. sunnudag kl. 10.30 f. h. Afhending á félags- skjölum. Myndataka. — Mið- deild. Fundur sunnudaginn kl. 8.30 e. h. Brúðkaup. Þann 17. nóv. síðastl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sonja Emma Plumm og Jón Heiðar Kristinsson bóndi í Möðrufelli, Eyjafirði. — Sama dag voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Karolína Kristjana Kristinsdóttir og Sigurður Sig- Valdi Sigurðursson ,rakari, Ak- ureyri. Mcgðlimir NLFA. Hvítlaukur- inn er kominn. Hann verður seld- ur í Vöruhúsinu h.f. gegn fram- vísun félagsskírteina, sem eru af- greidd hjá frk. Önnu Laxdal. Þar er einnig tekið á móti nýjum félagsmönnum. Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu halda stúkurnar Brynja nr. 99 og Ísafold-Fjallkonan nr. 1 sameiginlegt skemmtikvöld í Skjaldborg fimmtudaginn 22. nóv. kl. 8.30 e. h. Til skemmtunar verður félagsvist og Dans. Höfnin. — 10. nóv. kom „Jör- undur“ af veiðum. — 11. nóv. kom Brúarfoss að sunnan. — 12. nóv. kom Esja að austan, hring- ferð. — 15. nóv. kom „Harðbak- ur“ af veiðum. — 15. nóv. kom Þyrill með olíu. — 16. nóv. kom „Svalbakur“ af veiðum. — 18. nóv. kom Hekla að austan, hring- ferð. — 18. nóv. hætti Snæfell togveiðum. — 19. nóv. „Kaldbak- ur“ af veiðum. Fíladelfía. Samkomur í Lund- argötu 12 sunnudaga og fimmtudagá kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. — Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. Öll -börn velkomin. — Sauma- fundir fyrir ungar stúlkur hvern miðvikudag kl. 5.30 e. h. Skógræktarfél. Tjarnargcrðis hefur bazar að Hótel Norðurland sunnudaginn 25. nóv. kl. 1.30. — Nefndin. Höfum fengið sendingu af amerísku fóðurblöndunni. Reynsla sl. vetrar héfur sann- að gæði fóðurblöndunnar. — Verðið mjög hagstætt! Verzlimin Eyjafjörður h.f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.