Dagur - 21.11.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 21.11.1951, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 21. nóv. 1951 Guðjósi Daníelssoii frá Hreiðarsstöðum Nokkiir ættmenn hans og áar Á Búrfelli hann Árni minn i þó aðstoð missi vina, ( fylgir honum frómleikinn fram í eilífðina. Jón á Karlsá. Árni hét maður. Hann var Guð- mundsson. Svo er frá Árna sagt, að hann væri greindur í betra lagi, maður siðheill og öðlingm- í skapi. Kona hans hét Guðrún. Hún var Halldórsdóttir. Árni Guðmundsson bjó á Búrfelli í Svarfaðardal á fjórða tug ára, eða Á stundum urðu forráðamenn svéita, að koma fjölskyldunni á svéitarframfæri upi. Jengri eða skemmri tíma. Föðurlausu börnin voru sett niður hér og þar. Oft varð ævi þeirra allgóð eða sæmi- leg. Á stundum hin hraklegasta. Fyrir ekkjmmi lá oft vinnu- mennska og var þá algengt að eitthvert yngri barnanna fylgdi henni og yrði svo kaup hennar meðgjöf með barninu. : Guðrún í Tjarnargarðshorni mun eigi hafa verið þessi kostur frá 1798—1832. Nokkur voru börn þeirra Árna og Guðrúnar, en að- eins eitt þeirra kemur hér við ,sögu, dóttir. Hún hét Ragnhildur (f. 14. júní 1795). Þótti snemma væn kona og gervileg, ráðgjörn nokkuð en drengur ágætur. — í október 1829 giftist Ragnhildur Jóni Guðmundssyni, Skagfirðingi að ætt og uppruna. Jón mun hafa verið snoturmenni, maður katt- þrifinn en lítill skörungur. Þau, Jón Guðmundsson og Ragnhild- ur ÁrnadóttK, bjuggu lengst af búskap sínum í Koti í Svarfaðar- dal og löngum í tvíbýli. Fátæk af veraldarauði en þó sjálfbjarga. Börn áttu þau fjögur. Eitt var Jón. Hann var faðir Árna á ákeiði, Jóhannesar á Syðra- Hvarfi og Ingibjargar er enn lifir háöldruð á Hóli í Svarfaðardal. .Annað var Sigríður. Hún var amma Steindórs Sigurðssonar .'iithöfundar og skálds og Sigtýs bílstjóra á Dalvík. Þriðja var .Anna. Hana átti Björn Sigurðs- son bóndi á Atlastöðum. Hún var hans fyrri kona. Fjórða var Guð- rún. Hún átti Daníel Jónsson frá Miðkoti. Þau bjuggu í Tjarnar- garðshorni — nú Laugahlíð. — Daníel Jónsson hvarf í hafi með skipsfélögum sínum vorið 1875. Þeir höfðu farið til hákarlaveiða á skipinu Hreggvið. Skipstjórinn var Zóphonías bóndi á Bakka. Ekkja í kristnu landi. Nú var Guðrún Jónsdóttir í Tjarnargarðshorni orðin ekkja. Hún sat eftir með sex börn og hið sjöundá bar hún undir klæðum. Ekki bjó hún á sjálfseign og bús- efni voru heldur lítil. Þeir hafa sjaldan verið skráðir sögupóstar íslenzkra ekkna og mundu þeir þó verða merkilegur þáttur í þjóðarsögunni. Fátæk, barnmörg ekkja átti sjaldan góðra kosta völ. að skapf. Hún bjó kyrr á jörð- inni með aðstoð eldri barnanna. Var Júlíus sonur hennar elztur þeirra og í þetta mund um 16 ára að aldii. Hinn mesti garpur snemma og síðar einn með dug- mestu bændum í Svarfaðardal. Á þennan hátt tókst Guðrúnu að koma börnum sínurn yfir ómegð- araldurinn að mestu leyti. Gædd hetjulund og góðú hjafta beitti hún kröftum sínum að ítrustu getu. En heilsa hennar og þrek lét undan og þær gersemar mun hún aldrei hafa aftur heimt að fullu. Hún hafði rekið mörg og erfið þurftarerindi á vegum skyld unnai'. Hemra jarðlífsins hafði orðið henni áladjúp og köld. Hún fékk að reyna það, hversu viðvék um hagi barnmargra, fátækra ekkna í kristnu landi. Sorsur ekkjunnar. Guðjón Daníelsson var eitt af börnum þeirra Daníels Jónssonar og konu hans Guðrúnar Jóns- dóttur. Guðjón var fæddur 18. febr. 1865. Níu ára gamall missti hann föður sinn og var hann á vist og íraihfæri móður sinnar til frumvaxta aldurs. Gerðist því næst vinnumaður um nokkui' ár en síðar lausamaður. Gegndi landbúnaðarstörfum og sjó- mcnnsku eftir árstíðum og tré- smiður varð hann góður. Vegg- hagur í bezta lagi, fnikilvirkur og tvívii'kur. Varð snemma þrek- mikill að burðum og karl- mennsicu og um flest búinn geð- lægum mannkostum. Varð Guð- jón á þessurn árum formaður á fiskibát í verstöðinni á Dalvík, aflaði vel og urðu slysalausar og farsælar veiðiferðir hans. Um þetta leyti var móðir hans þrotin allmjög að heilsu. Sá Guð- jón fyrir framfæri hennar og studdi einnig nokkuð yngstu systur sína Daníelínu Daníels- dóttur. Á þessum árum aflaði Guðjón allmikils fjár með þrot- lausri vinnusemi, en hitt dró hann eigi skemur á leið, hversu vel hann varði fjárhlut sínum. Sást það brátt á, að þessi ungi maður var líklegur til fjárfor- ræðis vegna hagsýni sinnar og grunlausrar atorku. Þá er Guðjón var þrjátíu og tveggja ára gamall kvæntist hann og gekk að eiga Önnu Jónsdóttur frá Hreiðarsstöðum Runólfsson- ar. Kona Jóns var Elísabet Guð- rún Björnsdóttir. Þau hjón, Jón og Elísabet, höfðu búið vi§ all- góðan efnahag og virðingar í hér- aði. Anna dóttir þeirra var að náttúru fríð kona og væn. Hafði hún fengið heimamenntun meiri en almennt gerðist um bænda- dætur í þá daga. Hún var því um flest í þetta mund, þó ung væri, vegskona með Svarfdælum. Og nokkur veit eg rök þess, að Guð- jón muni eigi hafa gengið að brúðarrekkjunni öfundslaus með öllu. En sonur ekkjunnar átti eftir að sýna það, að fyrir fjölskyldu sinni gæti hann ráð séð, eignazt bú og gætt þess og haldið fátækt og skorti utandyra með hyggind- um, annförum og elju. Bóndinn á Hreiðarsstöðum. Guðjón Daníelsson setti bú á Hreiðarsstöðum um 1897, eða ef til vill það ár. Þar hafði þá búið frá um 1884 Jón B. Runólfsson tengdafaðir hans. Jón hafði orðið þarna sjálfseignarbóndi, aukið og bætt húsakost jarðarinnar að miklum mun, byrjað túnsléttun og að öðru leyti fært til hirðu og þrifnaðar þetta óðal sitt. Það var því síður en svo, að G.uðjón kæmi þarna að auðn eða rústum einum og má því að nokkru leyti segja að honum væri þakkarlaust, þótt eigi léti hann sér úr hendi ganga það, er að honum var rétt. En Guðjón hafði snemma sýnt að hann vildi fyrst og fremst standa á eigin fótum og afla matar síns af rammleik þeirra lífsskoðana og eðlisgjafa, er hann hafði í önd- verðu þegið. Hann mun því varla, hafa verið búinn að vera daglangt húsbóndi á Hreiðarsstöðum, er hann byrjaði með rögg og dáð og með atfylgi konu sinnar að byggja ofan á og bæta við um- bætur þær, er tengdafaðir hans hafði upp tekið. Guðjón byggði peningshús og hlöður yfir mestan hluta heyja sinna. Sléttaði, bætti og jók stórum við túnið. Vakti það athygli margra, er um garð fóru að Hreiðarsstöðum, hversu öllu var til þrifnaðar haldið. — Bráðlega komst Guðjón í þau efni að hvergi skorti nauðsynjar til bús á heimili hans. Hey hafði hann ætíð nóg, hvernig sem viðr- aði. Og varð ekki séð að hallaðist búhagur hans, þótt misært yrði. Maðurinn var forsjáll meira en almennt gerist og leit lengra fram en til líSandi stundar. Hjúum sínum hélt hann til vinnu, enda hlífði sér ekki sjálfur við erfiði og vökulli umhyggju um verknað og framkvæmd alla í þarfir heim- ilis og fjölskyldu. Ef til vill gat hann verið bráðgeðja og allhávær á stundum, en hann gat líka verið hlýr og nærgætinn í geðblöndun og viðskiptum við aðra. Maðui' gestrisinn og greiðasamur, átti og um slíka hluti til góðs að hverfa, þar sem kona hans var. Guðjón Daníelsson var skapheill og fastráður. Hafði ekki uppi ráðagerðii' eða bollaleggingar um fyrirætlanir sínar, en fór sínu fram, og í hvívetna þrekmenni mikið. Hafði snemma lært að þreyta leik við íslenzka náttúru, mislyndi hennar og æsiveður. Gekk þó jafnan um langa ævi heill af þeim hólmi. Mundi eigi þurfa til slíkra afreka mannvit og þrek? Það hefur sagt mér Svein- björn bóndi á Hreiðarsstöðum, sonur Guðjóns, að faðir sinn tæki aldrei á ævinni peningalán, hvorki hjá einstöku mönnum eða opinberum lánsstofnunum. Þetta atriði úr ævi Guðjóns sýnir metnað hans og hviklausan vilja. Sjálfur mun hann þó hafa greitt skilvíslega skatta og skyldur að sínum hlut og eigi látið undir höfuð leggjast að borga hjúum sínum og verkafólki umsamið kaup og ætíð fyrr en seinna. Bóndinn á Hreiðarsstöðum var hvorki bókmennta- eða skóla- maður. Hann hafði fengið lítils háttar kennslu í skrift og reikn- ingi um hálfsmánaðar tíma ein- hvern tíma fyrr á árum. Með þá bókfræði lagði hann út á vegi og vegleysur lífsins og farnaðist hið bezta. Hann sótti menntun sína fyrst og fremst í skóla reynsl- unnar. Og hann hafði tileinkað sér hið forna spaklega heilræði: „Sjálfur leið þú sjálfan þig“ og hvergi út af brugðið. Efri árin. — Evilok. Efri órin munu . hafa orðið Guðjóni hvort tveggja og ýmist, ljúf eða sár. Þegar hann lét af búskap tóku við jörð og búi tveir sona hans, Jón Baldvin og Svein- björn. Þeir tóku upp merki föð'- ur síns og önnuðust fi'amkvæmd- ir til batnaðar og framhalds því er áður var gert. Þeir voru báðir ókvæntir og hafði móðir þeirra forráð innan dyra fyrir þeirra hönd. Smekklegar og traustar umbætur sona sinna mun hinn aldni höldur hafa látið sér vel líka. Sjálfur lét hann eigi af að rétta hendur hvarvetna til gagns, það sem heilsa hans leyfði. Guð- jón Daníelsson var einn þeirra manna er aldrei setjast í helgan stein. Og fram að því síðasta munaði um handtök þessa aldr- aða aðfara og verkhaga manns. Hvatning, umsjá og varúð hafði 'iann á hraðbergi og skyggnu bú- mannsauga duldist fátt. Árið 1943 andaðist Jón Baldvin frá búi og félagi við Sveinbjörn bróður sinn. Má fara nærri um hvílíkt tjón og harmur þetta varð öldruðum foreldrum og systkin- um hins látna og því fremur, sem Jón Baldvin var vinsæll og ágæt- lega metinn. Þó að hér yrði skarð fyrir skildi, er ófullt stóð og opið, brast ekki flótti í lið þeirra Hreiðarsstaðamanna. Sveinbjörn Guðjónsson hefur síðan haldið uppi framkvæmdarsömum bú- skap á jörðinni, en móðir hans og systur stutt hann að því ráði. Síðustu æviárin var Guðjón Daníelsson mjög bilaður að heilsu. Þoldi hvorki mikil átölc eða langa og hraða 'göngu. En teinréttur stóð hann fram á síð- asta ævidag, hörundsljós og bjartur á svip. Með stærri mönnum á vöxt, þrekinn um herðar og hvelfdur barmurinn, rög'gsamlegur og vasklegur. Hann-andaðist í svefni að kveldi hins 30. septemþer síðastliðinn. Hönd lífsins hafði lyft honum fram og yfir helstríð og banasótt. Nú var umsjá hans og varygðar- málum lokið. — En yfir andvana líki öldungsins hvíldi þögn og friður. Runólfur í Dal. 1 Stóreisnaskattur samkvæmt lögum nr. 22, 1950, og síðari breytingum á þeinr lögum, féll í gjalddaga 15. þ. m. Þeim gjaldendum, er hafa kr. 2000.00 og þar fyrir neðan í stóreignaskatt, ber að greiða hann nú þegar. Þeirn, sem hafa hærri skatt, ber einnig að greiða kr. 2000.00 og 10% af eftirstöðvum nú þégar, en geta sótt um að greiða afganginn á allt að 20 áriim, en gefi þá út eigin skuldabréf með veði í hinum skattlögðu eign- O um. — Eyðublöð undir umsóknir um gjaldfrest skattsins og upplýsingar þar að lútandi eru gefnar í skrifstofu minni. Sérstök athygli er vakin á því, að það er.skilyrði fyrir veitingu gjaldfrests, að fyrsta greiðsla sbr. hér að ofan sé innt af hendi nú þegar, og að frá skuldabréfum sé gengið fyrir 91. jan. n. k. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 19. nóvember 1951.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.