Dagur - 21.11.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 21.11.1951, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 21. nóv 1951 S;333335SS55555S555535SSS5333S53SSS55S53333555S3$^ DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 BlaðiS kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.E. &53$55S53555$555333553$5$SS555555$S555$535553535t3 Sauðakjöt og kommúnismi KOMMÚNISTAR hafa aldrei átt teljandi fylgi að fagna meðal islenzkra bænda — fremur en raunar bændastéttarinnar víðast hvar annars stað ar í heiminum. — Sveitalífið kennir mönnum að búa að sínu og leita lífsgæfunnar í heilbrigðu starfi og framleiðslu, en heimta ekki allt af öðr- um. Það er því eðlilegt og sjálfsagt, að bændur hneigist yfirleitt lítt til fylgis við ofbeldisstefnur og byltingamenn. En á hinn bóginn er það og eðlilegt og mannlegt, að kommúnistar láti sig hag og afkomu bændastéttarinnar litlu skipta, svo andsnúin sem hún hefur reynzt þeim, og sýni henni og málefnum hennar jafnvel fjandskap. Þótt ýmislega hafi raunar þotið í skjá kommún- ista að þessu leyti eftir því, hvernig hinn pólitíski vindur hefur á hann staðið hverju sinni, hefur þó gruntónninn í þeim söng lengst af verið sá hinn sami og kom fram í ummælunum frægu, sem einn helzti „andans maður“ þeirra lét sér eitt sinn um munn fara, er hann kvað svo að orði, að íslenzk- ur landbúskapur sé aðeins „sport fyrir ídióta“. SAMI „andans maður“ kommúnista ritaði og um þetta leyti langa hugvekju um það efni, að ís- lenzkt dilkakjöt stæði að gæðum langt að baki öllu öðru sauðakjöti í heiminum, og væri raunar alls ekki boðlegur mannamatur. Og aðspurðui' hverju þessi ósköp sættu, hafði hann auðvitað gild svör á reiðum höndum: íslenzka dilkakjötið væri ólíkt öllu öðru dilkakjöti fyrir þá sök, að það væri svo lagskipt og laust í sér af þeirri ástæðu. Þar skiptust alltaf á lög af bráðfeitu kjöti og hor- kjöti, er hlæðust hvert á annað ofan! Og allt staf- aði þetta af því, að íslenzku dilkarnir bráðfitnuðu á hverju sumri í högunum, en kæmust gjarnan í heila eða hálfa sveltu á hverjum vetri hjá bú- skussunum frónsku, sem ekkert kynnu fyrir sér um meðferð gripa sinna í samanburði við er- lenda — einkum þó rússneska — bændur. Þessi ágæti og stórfrægi rithöfundur þeirra kommún- istanna gleymdi því nefnilega alveg í ákafanum við að kenna bændunum hin nýju og fullkomnu búvísindi sín, að íslenzka sauðskepnan, sem slátr- að er á því aldursskeiði, að kjöt af henni geti kallazt dilkakjöt, lifir aðeins eitt stutt sumar, oft- ast fjarri mannabyggðum, og kemst því sjaldan í kast við dýrakvalarana, eigendur sína, fyrr en þeir hirða af henni afurðirnar, áður en vetur gengur í garð! ÞETTA ER AÐEINS EITT dæmi af mörgum, sem hægt væri að nefna til þess að sýna umhyggju byltingarsinnanna fyrir innlendum landbúnaði, skilning þeirra á málefnum hans og velvild þeirra og góðfýsi í garð íslenzkra bænda! Og ekki fer hjá því, að þessi klassísku ummæli skáldsins haífi rifj- azt upp fyrir mönnum, þegar kommúnistablöðin hófu upp Ramakvein sín nú á dögunum yfir því, að veitt var útflutningsleyfi fyrir nokkru magni dilkakjöts til Bandaríkjanna. Er svo að heyra, að jt . . þessi blöð séu nú horfin frá fyrri afstöðu sinni, þeirri, að dilkakjötið sé alls ekki bjóðandi manna- matur, heldur harma þau nú meira að segja mjög, að öllum hagsmunum almennings sé stefnt í bráð- an voða með því að flytja þessa ágætu og ómiss- andi vöru úr landi. Raunar mun hið rauða blóð ritstjóra „Verkamannsins“ hér hafa runnið um Stund aftui' til hinnar fyrri skyldu, þegar hann bætti því við fregnina frá eigin brjósti, að því er virðist, að Bandaríkjamenn muni ætla ísl. kjötið til þess að fóðra á því hunda sína (!), og má hver trúa því sem vill, að þeir séu fúsir til að gefa mun hærra verð fyrir kjötvörur, sem ætlaðar eru til hundafóðui's, en hægt er að fá fyrir 1. fl. kjöt, sem selt er til manneldis hér innanlands! 1 GREINARGERÐ framkv- stjóra útflutningsdeildar SÍS, sem birtist á öðrum stað hér í blaðinu í dag, eru leidd að því gild rök, að ekki muni þurfa að óttast kjötskort í landinu, þótt það kjötmagn, sem til útflutnings er ætlað, dragi undan. Og hver getur raunar láð forráðamönnum bænda, þótt þeir vilji gjarnan halda mörkuðum opnum erlend- is og.kynna þar vöru sína í tæka tíð, þótt svo vilji til, að fjárpest- irnar illræmdu valdi því nú um sinn, að nokkuð hefur dregið úr kjötframleiðslunni í bili, þannig, að miklu meiri hluti kjötfram- leiðslunnar er nú, hlutfallslega og sem stendur, seljanlegur á innlendum mai'kaði en hægt er að búast við á venjulegum og eðli- legum tímum að þessu leyti. Vonandi rekur fljótlega að því, að kjötframleiðslan vaxi aftur, og þáð máske í stórum stíl, svo að áftur 'komi- þeir tímar, að leita verði af brýnni nauðsyn mark- áða erlendis fyrir sífellt vaxandi hluta kjötframleiðslunnar, svo sem áður var ,og það jafnvel þótt landsmenn haldi áfram að neyta meira kjöts hlutfallslega en flest- ar aðrar þjóðir heims. VÍST VIRÐIST það eðlilegt og sjálfsagt, að þjóð, sem gerir sér vonir um batnandi hag landbú- skapar og straumhvörf þess ástands, sem borið hefui' að und- anförnu fólk óðfluga burt úr sveitunum til bæjanna, sitji sig ekki úr færi, er möguleikar gef- ast til útflutnings landbúnaðar- afurða ,ekki sízt, þegar betra verð býðst fyrir þær erlendis (jafn- vel til hundafóðurs!) en fáanlegt er hér innanlands. Og ekki virð- ist heldur vanþörf á að tjalda því, sem til er, til þess að ráða bót á gjaldeyrisskortinum marg- umtalaða með slíkum útflutningi, og það enda þótt grípa þyrfti til þeirra ráða að draga nokkuð úr hinum ákaflega ríflega kjöt- skammti, sem við höfum notið að undanförnu. Flestar eða jafn- vel allar þjóðir í veröidinni verða að grípa til fjölmargra slíkra ráð- stafana til þess að mæta þeim örðugleikum, sem afleiðingar síðasta ófriðar og undirbúningur þess næsta, sem einræðisríkin og heimsvaldastefna þeirra hefur hrundið af stað, valda. Þær gera það án þess að mögla eða æðrast. Og hví skyldum við íslendingar skorast undan að gera það líka, þegar þörf krefur? Engir, aðrir en kommúnistar, munu færast undan því að færa slíkar fórnir á erfiðum tímum, ef þjóðin öll, framtíð hennar og efnahagslegt sjálfstæði þarf á þeim að halda. FOKDREIFAR Hér þarf hressingarhæli. ,,KONA“ skrifar blaðinu á þessa leið: „EITT AF MÖRGU erfiðu í sambandi við veikindi, er hve oft það tekur langan tíma að ná heilsu aftur. Menn hafa tilfinn- anlega tapað kröftum, eru slappir og treysta sér illa til starfa. Þess- ir sjúklingar þurfa góðan aðbún- að, bæði andlega og líkamlega, og getur framtíðar-heilsa þeirra olt- ið á því, að þeim sé veitt sú hjálp, sem þeir þarfnast svo mjög. Afleiðingar sumra sjúkdóma eru sjúkar og slappar taugar, einnig geta taugar manna bilað að meira eða minna leyti af ýms- um ástæðum. En það er mörg- um kunnugt, að taugasjúkdómar eru með erfiðustu sjúkdómum, sökum þess, hve þeir eru venju- lega langvarandi, ef hin rétta hjálp fæst ekki í tæka tíð. Hingað til hefur of lítið verið gert fyrir þessa sjúklinga. Vinnu- þrek margra þeirra er, lítið, og sumir þeirra eru heimilislausir einstæðingar, og varla munu vera til erfiðari kringumstæður en að vera taugabilaður, félaus og heimilslaus. Þó að taugasjúkdómar leggist mjög mikið í sálarlíf manna, vegha þess að taugastarfsemin er svo þýðingarmikil fyrir andlega stai'fsemi mannsins og andlega líðan yfirleitt, þá hafa flestir þessir sjúklingar óskert vit, en tilfinningalífið er oft mjög gengið úr skorðum. MENN ÞJÁST af mikilli við- kvæmni, þi'ekleysi, óróa, eða þá óeðlilegri þreytu og sinnuleysi, ,og flest þetta fólk þolir mjög illa Hávaða og eril hins starfandi lífs. Sumir þjást af svefnleysi og er ’skiljanlegt, hve bæjarlíf er þeim óhentugt, en aðrir af of mikilli svefnþörf, og líkamleg vanlíðan er oft mjög mikil. Yfirleitt er það þannig, að heimili eiga erfitt með að hafa svona sjúklinga til lengdar, og sum geta það alls ekki, og þekk- ingu og skilning á meðférð þess- ara sjúklinga vantar svo víða. Oft fer þetta fólk frá einum lækni til annars, það fær meðul, en það gengur hægt með batann, því að það þarf fleira enmeðuþþó að þau geti verið góð. Það hlýtur að vera erfitt fyrir læknana að geta ekki sent þá sjúklinga, sem þjást af þreytu, í hvíld um tíma, því að ekki er það ómögulegt, að það mundi nægja sumum þeirra. AÐ ÖLLU athuguðu þarf þetta fólk að eiga sér athvarf á róleg- um stað, þar sem það mætir skilningi og þeirri hjálp, sem það þarfnast til að ná heilsu á ný. Það liggur því í augum uppi, að hressingarhæli eru nauðsynleg, og er furða, að þau skuli vera svo fá hér á landi ,sem raun ber vitni, og alveg ófært, að fólk þurfi að leita til útlanda á hæli, nema þá aðeins þeir, sem það vilja, enda tiltölulega fáir, sem hafa efni á því. Það er ábyggilegt, að hressing- arhæli mundu borga sig, einnig hvað fjárhagslegu hliðina snertir, með auknum vinnuafköstum þeirra, er heilsubót fengju. — Vinnustofur eru nauðsynlegar í sambandi við hælin og eins garðrækt. HÉR Á AKUREYRI er ríkj- andi vandræða-ástand í málum taugasjúklinga, hér er aðeins til (Framhald á 11. síðu). Sængur handa liinum sjúku Þeir, sem einhvern tíma hafa legið á sjúkrahúsi hér i bænum, kannast við það, að ullarteppi eru notuð í rúmunum til þess að sofa við í stað sænga, sem oftast eru notaðar í heimahúsum. Það er lang- ur vegur frá því, að sjúkrahúsið hér sé nokkurt einsdæmi í þessum efnum. Teppi í sjúkrahúsum hafa tíðkazt bæði hér á landi og annars staðar um langan aldur og svo er víða enn, en sængurnar eru að byrja að rýðja sér til rúms, og er mér sagt, að Landsspítalinn t. d. hafi orðið dúnsængur í sjúkra- rúmum sínum. Það er alkunna, að fólki, sem vant er dúnsængum, fellur illa við ullarteppin, þegar það allt í einu þarf að leggjast inn á sjúkrahús. Teppin eru hvergi nærri eins hlý og dúnsængurnar, og séu höfð mörg saman, verða þau þung og oft óþægileg, sérstaklega regar um sjúkt fólk er að ræða. Þúsund krónur frá sjúklingum. Nú er komin hreyfing af stað um það áð safna fé íil þess að koma upp dúnsængum í sjúkrarúmin hér í bænum. Það var yfirhjúkrunarkonan, frk. Ragn- heiður Árnadóttir, sem átti frumkvæðið að þessu, en fyrsta gjöfin var eitt þúsund krónur frá sjúkl- ingum á einni stofu. Yfirhjúkrunarkonan sagðj í viðtaii nýlega um aetta mál, að sig tæki sárt að þurfa að neita sjúkl- ingum, að hafa sængur sínar með sér, er þeir legðust á sjúkrahúsið, en þetta sé áf mörgum ástæð- um ógerningur að leyfa. Hins vegar sagðist hún finna mjög til þess, að sængur séu engar til handa hinum sjúku, sökum þess að sjúkrahúsið sé svo kalt, að þrátt fyrir tvöfalda glugga og miklar kynd- ingar, leyfi ekki af því, að sjúklingunum sé nægi- lega heitt. Þar að auki séu dúnsængur miklu létt- ari og þægilegri, um leið og þær eru mun hlýrri, og sé mikill munur fyrir hina sjúku að búa við sæng heldur en teppi. Sagði hún jafnframt, að sjúkrahús- ið váeri svo illa statt fjárhagslega, að þetta fengist alls ekki, og því hefði hún farið hina leiðina, að leita til almennings og biðja menn að styðja þetta mál með frjálsum fi'amlögum. Þegar ;hafa. safnazt um 4 þús. kr., en það nær skammt, því að dúnsængur eru sem kunungt er mjög dýrar, og sjúkrarúmin eru 60 talsins. Þetta er mál okkar allra. Þegar við erum frísk og hraust, hugsum við sjaldan um sjúkrahús eða aðbúnað hinna sjúku. Þó er það svo, að við vitum aldrei, hvað morgundagur- inn ber í skauti sínu og hvenær náðin er á burtu tekin, eins og sálmaskáldið kveður. Leið flestra liggur fyrr eða síðar í sjúkrahús, og þótt við séum frísk í dag, getum við ekki látið sem þessi mál varði okkur ekki. Með sameiginlegu átaki getum við án efa skipt um í rúmum hinna sjúku og gefið þeim léttai' og hlýjar dúnsængur í stað ullarteppanna. Hvert félag eina sæng. Öll hin mörgu félög okkar og félagasamtök hafa hvert um sig ákveðin áhugamál, sem þeim finnst þau hafa nóg með að sinna. En þetta mál er mál okkar allra og um leið mál allra félaga. Ef hvert félag hér í bæ og í nærliggjandi kauptúnum og sveitum, gæfi sjúkrahúsinu andvirði sinnar dún- sængur (sem mun vera 800—1000 kr.) væri þetta mál fljótleyst og á ánægjulegan hátt fyrir alla. Vilja nú ekki öll félög taka þetta til umræðu á næsta fundi í félagi sínu og heyra undirtektir félags- manna sinna? Kvenfélögin munu áreiðanlega ekki láta á sér standa, og fjöldi annarra samtaka er lík- legur til þess að taka þessu máli með skilningi og velvilja og vilja leggja eítthvað af mörkum jafn- vel þótt um miklu minni upphæð væri að ræða en andvirði heillar sængur. Það er mikið átak fyrir einn aðila að koma upp 60 dúnsængum, en að koma upp einni dúnsæng, eða öllu heldur leggja a£ mörk- um andvirði einnar sængur, ætti að vera tiltölulega (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.