Dagur - 23.10.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 23.10.1957, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 23. október 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Stjórnarandstaðaii á lágu „plani“ í FJÁRLAGARÆÐUNNI, sem Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra flutti við fyrstu umræðu, og var útvarpað, komst hann m. a. svo að orði: „Meginhluti ríkisútgjaldanna er að sjálfsögðu lögboðinn og sjálft fjárveitingavaldið er hjá Al- þingi, og með hækkandi verðlagi og rýrnandi verðgildi peninga, hvort sem það kemur fram í skráðu gengi krónunnar eða í gegnum áhrif upp- bótakerfisins, þá hækka ríkisútgjöldin. Það er ef til vill sérstök ástæða til þess að draga þetta fram nú, þegar hafðar eru í huga þær fár- ánlegu umræður, sem fram hafa farið undanfarið, um ríkisbúskapinn og ríkisútgjöldin, þar sem um þessi efni hefur verið rætt eins og fjármálaráðu- neytið ákvæði ríkisútgjöldin og bæri höfuðábyrgð á þeim. Efast eg um, að fitjað sé upp á umræðum um þessi mál á jafnlágu „plani“, ef svo mætti segja, hjá nokkurri þjóð, sem telja vill sig sæmilega sið- menntaða. Samkvæmt þessum áróðri ætti fjármálaráðu- neytið að vera ofar Alþingi og eins konar yfir- ráðuneyti allra ráðuneyta, sem yfir höfuð fjalla þó miklu meira um útgjaldahlið fjárlaganna en fjármálaráðuneytið. í þeim upplýsingum, sem eg nú hef gefið, kem- ur samhengi þessara mála nokkuð glöggt í ljós, og segir það sína sögu, meðal annars, í hvaða mála- flokkum útgjaldaaukningin hefur orðið. Geta þeir, sem staðið hafa fyrir þeim málum á undan- förnum árum, hugleitt, hvort þeir hafi þar nokk- uð nærri komið og hvers vegna ríkisútgjöldin hækkuðu í þessum málaflokkum. Þessi mynd af ríkisbúskapnum, sem sýnir nokkuð glöggt hvers vegna ríkisútgjöldin hafa hækkað, gæti ef til vill einnig orðið nokkurt um- liugsunarefni þeim mönnum, sem sífellt tala um ríkisútgjöld og framlög til sameiginlegra þarfa sem þjóðarböl, enda þótt þeir hafi heimtað með manna mestri frekju síaukin útgjöld í flestum greinum. Er hollt að hugleiða tvennt einkum í því sam- bandi. í annan stað um manndóminn, sem í því felst, eða hitt þó heldur, að krefjast sífellt auk- inna ríkisútgjalda, og telja sér þær kröfur til gild- is, en vilja svo ekki við neitt kannast þeg'ar fjár- lögin hækka. Á hinn bóginn, hvort það hefði orðið sérstakt bjargráð að láta allt það ógert til stuðnings marg- víslegum framförum og þeim, sem miður mega sín, sem hækkað hefur ríkisútgjöldin á undan- förnum árum. Það hefur lítið gildi að æpa órökstuddar full- yrðingar um efnahagsmálin. Það þarf meira til, ef ræða skal þessi mál svo, að að gagni verði, og þjóðin sé einhverju nær, þegar hún þarf að velja eða hafna. Sama er að, segja um það, þegar menn standa og hrósa sér, og vilja láta þakka sér margvíslegar framfarir, sem orðið hafa á undanförnum árum, en biðja menn jafnframt að kenna öðrum um, að þessar framfarir kosta fé úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Það er enginn vandi að standa fyrir framförum, ef menn hafa fjármagn til þeirra. Vandinn er að útvega féð. Einmitt þegar þetta er athugað, þá kemur í ljós, að menn vaxa ekki af slíkum málflutningi. ÞEIR FLOKKAR, sem standa að núverandi ríkisstjórn, hafa nægilega fjölmennu þingliði á að skipa og ríkisstjórnin hefur haft og mun hafa samráð við íjölmenn ustu og öflugustu stéttasamtökin í landinu til sjávar og sveita, er hafa á sínu valdi að miklu leyti suma þýðingarmestu þættina í þjóðarbúskapnum. Þessi öfl þurfa að standa sam- an áfram um þær ráðstaíanir, sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja grundvöll framleiðslunn- ar, jafnar og öruggar framfarir og fulla atvinnu, en undirstaða þessa er fjárhagslegt öryggi. Þegar þessir kraftar sameiúast, geta þeir, sem nú vilja rífa niður, alls ekki eyðilagt það, sem upp er byggt, hversu mikið sem þeir reyna. Þeir flokkar, sem stjórnina styðja, eiga að sjá um, að þær ráðstafanir, sem gera þarf, komi ekki meira við almenning í land- inu en brýnustu hagsmunir al- þýðunnar sjálfrar, og þar með þj óðarheildarinnar, krefj ast. Ætlun mín hefur verið, með þeim oi'ðum, sem eg nú hef rnælt, að gefa háttvirtu Alþingi og raunar allri þjóðinni nokkrar upplýsingar urn höfuðþætti efna- hagsmálanna, þ. á. m. um ríkis- búskapinn. Með þessu vil eg eiga þátt í því að reyna að auka skilning á þessurn málum og leggja grundvöll að umræðum til undirbúnings ákvörðunum. VALDIÐ TIL ÁKVARÐAN- ANPíA í efnahagsmálum er mjög dreift í okkar landi — lanai fé- lagssamtakanna og frelsisins. — Þetta vald er ekki í einu ráðu- neyti — ekki einu sinr.i hjá rík- isstjórn og Alþingi. Félagssam- íök í landinu hafa svona þætti í sínum höndum. En einmitt af því að svo er, þá er okkur því meiri nauðsyn en flestum öði'um, að margir kynni sér þessi efni af samvizkusemi. Við viljum fremur þola ýmis rnistök í efnahagsmálum, sem ef til vill stafa að verulegu leyti af því, hve valdið er dreift, en að fórna frelsinu. En markmiðið hlýtur að vera að halda frelsinu og komast hjá mistökunum. í þá átt verðum við öll að vinna, hvert á sínu sviði, af þol- inmæði og þrautseigju. Hver maður á íslandi, landi félagssamtakanna og hins dreifða valds, verður að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á hon- um hvílir og gæta vel göngu sinnar.“ Brúin milli heims og heljar Smá-þættir úr harmsögu Ungverja IX. KILÍ AN - SKÁLINN OG SÚKKUL AÐIDREN GURINN. Fyrstu raunir kommúnista í leppríkjum þeirra voru þær, að verkamenn, sem þeir höfðu frætt og þjálfað — eins og t. d. unga Jósef Toth, — snerust gegn þeim. Því næst komust þeir að raun um, að úrvals menntamannsefni, sem þeir höfðu gælt við og hoss- að hátt og heitið gulli og græn- um skógum í háum stöðum, ekki aðeins ui'ðu þeim andhverfir, heldui' gripu einnig til vopna gegn þeim. Rússneskir stjórnarherrar hljóta að hafa orðið vonsviknir og hnuggnir, er þeir fengu slíkar sannanir um glappaskot sín. En fleiri sannanir áttu eftir að birt- ast. Hai'ðstjórarnir í Kreml hljóta að hafa orðið illa skelkaðir, er þeim barsí til eyrna sú frétt, hve brátt þrautreyndir hermenn kommúnista brugðust, óðar er gerð var uppreist gegn rauða valdakerfinu. Árum saman hafði hinum rauðu herjum leppríkj- anna verið sýnd sérstök athygli, m. a. með aukaborgun og eftirliti kommúniskra trúnaðarmanna. Þannig er því varið, að þessir hermenn verja kommúnismann á háskastundum hans. í suðurhluta' Pest, skammt frá Duná, er hinn forni Kilían-skáli, fjögurra hæða kumbaldi úr múr- steini og kalksteypu, með 4—5 feta þykka veggi. Áður fyrr var þetta aðsetur úrvals varnarliðs Búdapestborgar. Á kommúnista- árunum var hér stór hópur reyndra herforingja, sem stjórna áttu og þjálfa úrvals nýliða frá Búdapest og nágrenni. Nú var hér aðeins lítil varðsveit úrvals hermanna, og þótt hér mætti hýsa á hættutímum um 2500 manns, voru hér venjulega að- eins 400 hermenn, að viðbættum óvopnuðum mönnum úr verka- mannasveitinni. Hér voru hvorki fallbyssur né skriðdrekar. í 19. stofu í annarri hæð bjó glaðvær og skemmtilegur, ung- verskur sveitapiltur, Lazlo Rigó að nafni. Hann var liðþjálfi, 22 ára að aldri. Vinir hans kölluðu hann Csokí (þ. e. „Cúkkulaði- drenginn“) sökum þess hve hann var óvenju brúnn í andliti. Þann 23. október, urn 9 leytið um kvöldið, var Csokí að bíða eftir stúlkunni sinni úti í lysti- garði, er hann heyrði allt í einu skothríð úr áttinni til útvarps- stöðvarinnai'. Datt honum þegar í hug, að þar væri ef til vill her- menn í vanda staddir og flýtti sér þangað, og varð þess þá var, að AVO-menn inni í útvarpsstöð- inni'skutu á mannfjöldann fyrir utan. Csokí horfði á þetta stutta stund, en hugsaði svo með sér, að það væri víst réttara að skreppa til skálans og ná sér í nokkrar byssur. En í svip var honum ekki ljóst, hvorum megin hann ætti aö berjast, né yfil'leitt hvernig þetta horfði við. „Ef einhverjir skjóta á AVO-menn, vildi eg helzt vera þeim megin,“ hugsaði hann. Hann flýtti sér til skálans og hljóp upp í herbergi sitt og fór að (Framhald á 7. síðu.) Spurningakeppiii i bandariska sjónvarpinu ER EITTKVAÐ GRUGGUGT VIÐ ÚRSLITIN? AIls staðar þar, senr sjónvarpið hefur haldið inn- reið sína, hafa spurningatímarnir, vitncskjukeppn- in, orðið langvinsælasta efnið rneðal aímennings. Byrjuðu bandarískir sjónvarpsmemi á sjónvarps- efni þessu, þar sem nógu fróður þátttakandi gat unnið 64 þús. dollara, en nú er svo kornið, að Ijóm- inn er að hverfa af keppninni, og almenningur er tekinn að gruna um græsku. Blöðin hafa beinlínis gefið í skyn, að stjórnendur spurningaþáttanna skipulegðu úrslitin fyrirfram — eða því sem næst. Vantrú nianna á því, að allt væri með felldu, jókst mjög við það, er 10 ára drengur, Róbert Storm, vann nýlega um 250 þús. dollara í nokkrum 64 þús. dollara keppnum og skiidi aðra keppendur eftir langt að baki. Stjórnendur þáttarins löguðu reglurnar þannig í höndum sér, að undrabarnið gæti keppt til hins síðasta til ákafrar ánægju fyrir allt barngott íólk, en nú var bikarinn fullur, og Róberts Stormsþættirnir urðu ekki eins vinsælir og til var ætlazt; nú var tekið að gruna stjórnendurna um græsku, blaðamenn og fréttaritarar tóku að afla sér ýmissa upplýsinga og rannsaka málið. Blaðamennirnir upplýstu, að á þeim tveim árum, sem spurningakeppnin hafði staðið, höfðu aðeins tveir keppendur ekki getað svarað síðustu úrslita- spurningunni. Eftir reglunum ge'tur keppandinn ráðið því sjálfur, hvort hann heldur því, sem hann hefur, eða hættir á að tapa öllu í tilraun til þess að tvöfalda upphæðina. Keppandi, sem hefur svarað öllum spurningum og unnið 32 þús. dollara, leggur því mikið í hættu, ef hann ákveður að reyna við síðustu spurninguna. Annað hvort vinnur hann 64 þús. dollara eða tapar öllu. Sanikvæmt upplýsingum blaðamanpanna höfðu langflestir keppenda fengið síðustu úrslitaspufning una úr því einangraða sviði, er þeir voru langfróð- astir um. Sjóliðsfci-inginn McCutchen, en kunnáttusvið hans var matreiðsla, fékk síðustú spprninguna um franska eldamennsku, en í henni var hann sér- fræðingur. Svipað er að segja um skósmiðinn Gino Prato.Kunnáttusvið hans var óperur. Hann var sérstaklega vel að sér í öllu, sem við kom ítölskum óperum, og þaðan fékk hann síðustu spurninguna. Þcir blaðamemi, sem rannsökuðu málið, komu sér saman um, að ekki væru þarna á ferðinni sann- anleg bein 'sVik við sjáendur og hlustendur, en á ýmsan annan hátt gætu þó stjórnendur þáttanna ráðið úrslitunum. Það var komið upp um aðferðina af sjónvarps- manni. Hann sagði, að ef ætlunin væri að láta ein- hvern keppenda vinna, þá væri nægilegt að reyna að komast að því, hvernig hægt væri að komast hjá spurningum, sem hann gæti ekki svarað. Keppeiidur eru valdir löngu áður. Allir þeir, sem óska þess að fá að taka þátt í keppninni, eru teknir til yfirheyrslu af nefnd sérfræðinga, og hún velur keppandann eftir útliti hans og þekkingarsviði. Eft- ir það verður hann að undirgangast mjög stranga og nákvæma yfirheyrslu, svo að hægt sé að rann- saka sálarástand haíiss, viðbragðsflýti og þekkingu. Matreiðslusérfræðingui'inn McCuíchen sagði seinna um þessa undirbúningsreynslu: „Eg held, að þeir hafi koi'tlagt ágætlega allt mitt þekkingarsvið.“ Einkum er sótzt eftir lceppendum, sem sjaldgæft minni hafa, næmum mönnum, sem allt getadært og allt tollir í. Er stjórnendur þáttanna hafa náð í einn slíkan, þá geta þeir sýnt það á sviðinu, sem í raun- inni er langt frá lífinu og veruleikanum — eins og t. d. unga, Ijóshærða stúlku, sem allt veit urn hnefaleika í þyngsta flokki. Stjórnendur eins þáttarins 'náðu í slíka stúlku. Joyce Brothers hét hún, ung og falleg, og hún hafði doktorspróf í sálarfræði, en á hinn bóginn hafði hún ekki minnstu hugmynd um hnefaleika, en um þá vildu stjórnendurnar, að hún yrði spurð. En hún var ákaflega næm og minnisgóð, og hún fékk (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.