Dagur - 23.10.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 23.10.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudaginr! 23. okíóher 1957 D A G U R 5 Ennþá gerast ævintýrin í sveit- um þessa lands. Hér er þó ekki átt við hið stærsta allra ævintýra og líka það algengasta, þegar Amor leggur cr á streng og hitt- ir í hjartasta'ö. Ekki skal heldur rekja ævintýrið um búskapinn í landinu yfirleitt. Það stendur enn yfir. En í sveitina fór eg þó í ævintýraleit, fyrir nc-kkrum dögum, með myndavél, paþþír og penna, og að þessu sinni austur yfir heiði.. Ástæ'oan fyrir því að þessi leið var valin, var su, áð á mörgum stöðum í Þingeyfarsýslu ]oga skærusí ljósin, þar sem orkuver Laxárvirkjunar hefur þó ekki náð. Rafstöðvar Bjarna írá Húlirú. Fyrir og um 1330 voru fyrstu litlu rafstöovarnar byggðar í Þingeyjarsýslu. Þær voru 3—5 kilowaíía c-g ganga flestar ennþá. Þær gjörbreyttu heimilunum og gáfu þeim meiri lífsþægindi en áður þekktust. — Hin nýfengnu þægindi, Ijósið og ylurinn, er síðan nátengt nafni Bjarna hcit- ins frá Iiólmi í þakklátri minn- ingu. Vonin liiði. En Bjarna naut skamma stund og kyrrstaða varð í þessum mál- um um nokkurt skeio. Ár og lækir héldu áfram að renna við bæjarveggina án annarra nytja, víðast hvar, cn svala þorsta manna og dýra. En áhugi samfé- lagsiris beindist að stórum raf- veitum, sem úrlaúsh í rafmagns- málurri. En meðal margra þeirra bænda er kynni hafa af gömlu rafstöðv- unum hans Bjarna blur.dar alltaf sú von að eignast eigin stöð, nota lind eða læk í eigin landi, sem orkugjafa. Tvennt skorti einkum, fjármagn, og þó miklu .fremur faglcga aðstoð við framkvæmd- irnar. Þingeyskir hugvitsmenn. Þrír frændur í Ljósavatns- hreppi, bræðurnir á Ljósavatni, Björn og Hreinn Þórhallssynir, og Jón Sigurgeirsson í Ártúni (nýbýli frá Granastöðum), hafa að miklu leyti tekið að sér hið ágæía starf hugvits- cg athafna- mannsins í Hólmi. Fyrir 10 árum byggðu þeir bræður stóra rafstöð lieima hjá sér að Ljósavatni, ásamt föður sínum, Þórhaili Björnssyni, hin- um ktínna smíðr.kennara á Laug um, sem trúlega hefur lagt haga hönd að verki með þeirn. Eftir það viida margir byggja raf- síöðvár cg urðu kapítulaskipti í þessum málum í nágrenninu. Til dæmis um þetta eru þar nú 4 stórar heimilisrafstöðvar í bygg- ingu, meo aðstoð þcirra fcræðra. — Þeir liafa þsg- ar smíðað vatnspípur úr tré, svo eo þúsundum metra skiptir og munu vera þeir fyrstu hér á ágætlega, þótt þeir sýnist ein- faldari í smíðum en erlendir. Þetta er því athyglisverðara afrek bóndans í Ártúni', að hann er sjálímenntaður í verklegum fræðum, en varð þó fyrstur ís- lenzkra manna til ao leysa þetta verkefni. Lítið atvik í þessu sambandi talar hér skýru máli: Þingeyskur j i bóndi bað Laiidssmiðjuna í Reykjavík að smíða fyrir sig gangráða í allstóra vatnsvél. Hún neitaði og kvað það ógerlegt, cn vísaði hins vegar til bóndans í Ártúni! Með þetta í huga ók eg austur yfir Vaðlaheiðina til að heim- sækja þessa hagleiksmenn og hefur reyndar margur lagt lykkju á leið sína fyrir minna. Feðgarnir á Ljúsavaini. — (Ljósmynd: E. D.). Artúni eru bjcrt og hlý og bera | Að Ártúni. greiniléga merki heimilisraf- stöðvanna. Þar þarf enginn að hugsa um að slökkva ljós af sparnaðarásíæðum eða taka straum aí öðruni rafmagnstækj- um, smáum eða stórum af þeim í síöðvarhúsi bændanna á Kambsstöðum og Birningsstöðum. — (Ljósmynd: E. D.) Hugvit og framtak. landi, sem það gera af þeirri kunnáttu að telja verour til fyr- irmyndar. Jón getur það, en Landsmiðjan ekld. Frænai þeirra í Artúr.i hefur smíðað vatnsvélsr (túrbínur) á verkstæði heima hiá sér og það sem maira er: Hann heíur fund- ið upp cg smíðað allmarga gang- ráða á vatnsvélar sínar og er- lendar vélar. Hafa þeir gefizt ^Jppfinningamaðurinn í Ártúni við rennibekk sinn. (Ljósm Bændurnir á Birningsstöðum og Kambsstöðum gátu þess við mig fyrir nokkru, að eg væri velkominn, ef eg vildi skoða raf- stöðina þeirra, og fór eg þangað og skoðaði nýja 30 kilowatta raf- stöð, undir leiðsögn Hermanns bónda Tryggvasonar á Kambs- stöðum. Milli fcæjanna er Kambs áin í lirikalegu gljúfri. Ur henni er vatnið tekið og þrýtur aldrei. Frá vatnsgeyminum er það leitt í trépípum, 1S þumlunga víðum, girtum 8 mm. járni, smíðuðum af Ljósavatnsbræðr- um. Þær eru vel þéttar. í stöðvarhúsiriu cr vatnsvél, smíðuð af Jóni í Ártúni með áföstum gangráða. Aíköst hennar hafa verið mæld og reynast full- komlega samkvæmt áætlun. — Leiðsögumaður og hinn eigandi þessarar rafstöðvar, Ferdinant Jónsson á Birningsstöðum, full- yrða að þessi vatnsvél hafi kost- að 40 þúsundum króna minna en lægsta tilboð erlendis frá hljóðaði upp á. Þetta hafi ráðið úrslitum um það, að stöðin var byggð. Ótrúlegt en satt. Bræðurriir á Ljósavatni settu þessa rafstöð upp og undruðust bændur verklag þeirra og dugn- að, og eru þeir þó sjálfir ekki með öllu óvanir að taka til hendi. Heimilin á Kambsstöðum, Birningsstöðum, Ljósavatni og sökum. Þar skilur á rnilli heim- ilisrafstöðva og stóru rafveit- anna. Að Ljósavatni. Að Ljósavatni var gaman að koma. Þar blandast saman gam- alt og nýtt. Hluti af ibúðarhús- inu er reyndar byggður af við- um úr kirkju, er eitt sinn stóð við Eyjafjörð. Þeir eru ófúnir enn, þótt liðin séu 67 ár frá því þeir höfðu vistaskipti og ekki ólíklegt að þeir hafi þá þegar verið eitthvað komnir til ára Mér var forvitni á að sjá, hvernig bræðurnir hyggju til vatnspípurnar, svo ódýrar sem raun ber vitni og-svo vandlega vafðar járni. í staðiim fyrir að skrúfa hvern járnhring saman utan um pípurnar, hafa þeir bú- ið sér til eins konar vci, scm vindur S mm. járnið utan um stokkana eins og tvinna cr und- ið á kefli. Vél þessi er raunar hugvitsamlega gerð, og þar sá eg gamlan kunningja: Héstasláttu- vél, eða hluta úr henni, í nýju hlutverki. Á verkstæðinu er þröng a þingi, vélar cg efni til margra hluía, en lítill friður til verk- stæðisvinnu frá bústörfum, og þó fremur hinu, að margir leita ráða og aðstoðar á þennan stað. Einkum þegar rafstöðvar etu í smíðum í nágrenninu. Mér þótti girnilegt til frekari fróðleiks að hitta Jón bónda í Ártúni, og bauð Björn bifreið sína og settist sjálfur undir stýri. Eg sá aldrei á hraðamælinn. Enda bílhræddum mönnum ekki hollt þegar hart er farið. Á Granastöðum og nýbýlinu Ár- túni eru miklar og vandaðar byggingar, sem þar hafa risið á síðustu 10—12 árum. Jón er ekki heima, en kemur von bráðar. Hann er í steypuvinnu hjá ná- granna sínum. „Sjaldan er flýtir að flækingum,“ hugsaði eg um leið og eg gekk með bónda á ; verkstæði hans. Það er ekki stór bygging. En nokkuð er það at- hyglisvert að vélarnar hefur hann smíðað sjálfur, bæði tré- smíðavélar og rennibekk mikinn til járnsmíðanna, auk minni verkfæra. Og þarna smíðaði hann gangráðann, fyrstur hérlendra manna og vatnsvélar í stærri og smærri heimilisrafstöðvar, svo sem áður getur. —o— Uppfinningamaðurinn í Ártúni og frændur hans á Ljósavatni láta lítið yfir sér. Þeir hafa ekki „lært“ neina iðngrein, og hafa þau ein „réttindi" að vera kall- aðir til aðstoðar um vandasamar framkvæmdir vegna óvenjulegs hagleiks og dugnaðar. Þessu kalli hlýða þeir af mikilli óeigin- girni og vitnisburður sveitung- anna er hverju prófblaði betri. Að síðustu vil eg þakka veizlu- borð á hverjum bæ og góða fylgd bóndans á Kambsstöðum og Björns á Ljósavatni. Ferðin var ekki löng, en hún sannaði engu að síður, að stundum þarf ekki langt í ævintýraleit og enn gerast ævintýri í sveitum. E. D. - Kirkjuliátíð (Framhald af 1 .síðu.) guðfræðiprófessorarnir dr. theol. Hal Koch frá Kaupmannahöfn og séra Magnús Már Lárusson. Kirkjunni bárust miklar og góðar gjafir, þar á meðal ljós- prentað eintak af Guðbrands- biblíu, gefið af börnum Hannesar Hafstein, sem fæddist á Möðru- völlum 4. des. 1861 og var þar bernskuárin. Kveðjur bárust frá biskupi ís- lands, herra Ásmundi Guð- mundssyni, og ýmsum fjarstödd- um vinum kirkjunnar. Præp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.