Dagur - 31.08.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 31.08.1960, Blaðsíða 2
2 -Fyrstakirkjaná Hofsósivígð LITIÐ í BÆJARBLÖÐIN Framhald aj 1. siðu. hann Eiríksson tók fyrstur til máls og rakti byggingarsögu kirkjunnar. Fyrirmynd aS hinni nýju kirkju var sótt aust- ur undir Eyjafjöll og fengin teikning, sem byggt hafSi veriS eftir þar. Byggingin var hafin fyrir 7 árum. ÁSur áttu Hofsós- búar kirkjusókn aS Hofi, en þegar hreppaskiftingin varS, vaknaSi áhugi fyrir byggingu nýrrar kirkju. Bjöin GuSnason var yfirsmiSur kirkjunnar, og sjálfur stjórnaSi hann verki á staSnum. Ný^ja kirkjan er 720 rúmm. og kostaSi 450 þús krónur. Hún skuldar nú 228 þús. krónur. Margar gjafir bárust og v'inna, eSa samtals 120 þús. krónur auk áheita. SóknarnefndarformaSur þakkaSi gjafirnar, sem hann tilgreindi hverja fyrir sig, svo og allan stuSning viS fram- kvæmdina og lauk máli sínu meS því aS óska þess, aS kirkj- an mætti ætíS vera samein- ingartákn sóknarbarnanna, sem lyfti þeim á hærra þroskastig. Séra Sigurður Slefánsson vígslubiskup kvaddi sér næstur hljóSs. Hann flutti söfnuSinum kveSjur allra presta í Hólastifti hinu forna, bað söfnuSi og kirkjunni blessunar og lagði út af orSunum: GuSi sé lof aS hér er kirkja. Jón Björnsson formaður sókn- arnefndar á SauSárkróki tók næstur til máls. Hann sagSi frá ályktun fulltrúa yfir 20 kirkna í prófastsdæminu, aS einn sunnudagur á ári skyldi helgað- ur kristniboSinu í Afríku og að samskotabaukur yrSi festur upp í kirkjurnar fyrir gjafir til hins íslenzka trúboSs þar. Hann tilkynnti síSan, aS hann hefði meSferðis peningageymslu til aS setja í hina nýju kirkju fyrir þetta málefni. Séra Ragnar Fjalar Lárusson rifjaSi upp þann atburS, þegar hann tók fyrstu skóflustunguna í grunni kirkjunnar, en þaS var haustiS 1954. Séra Björn Björnsson prófast- ur talaði næstur og sagði frá mæðgunum tveim sem unnu fyrri hluta dagsins og báru sand og grjót til nýrrar kirkju- byggingar síSari hluta dags. Prófasturinn vonaSi, aS trú og fórnfýsi mætti sem lengst vera leiðarljós safnaSarir* á Hofsósi. Séra Árni Sigurðsson sóknar— prestur sagði meðal annars, að fyrsta kirkja á íslandi hefði ver- ið byggð í þessu héraði, að Neðra-Ási í Hjaltadal, síðan risu Hólar. Fimmtán kirkjur og bænahús voru í Hofsprestakalli þegar flest var, sagði hann. Séra Árni flutti söfnuðinum þakkir i heild og mörgum einstakling- um sérstaklega, svo sem Sveini Kjarval, arkitekt, sem gaf ljósa- teikningar, Ólafi Haraldssyni rafvirkjameistara og Pétri, út- lendum arkitekt, sem báðir lögðu kirkjunni verulegt lið. Kristján Ágústsson líkti kirkjubyggingunni við krafta- verk. Sóknarnefnd hafði 10 þús. krónur handbærar og loforð um lítilsháttar lán þegar vinna hófst. Trú og bjartsýni hefði hjálpað og væri annálsvert hve giftuamlega hefði tekizt. Biskupinn, hcrra Sigurbjörn Einarsson talaði síðastur í þessu myndarlega hófi. Hann minnti á, að þegar unnið væri að góðu málefni og göfugu fengju menn það hundraðfalt goldið. Hann kvað svipinn hafa hækkað á Hofsósi við kirkjubyggingu þessa. Kirkjan væri næstvegleg- asta guðshús héraðsins. Hóla- dómkirkja ein væri veglegri. Biskupinn þakkaði framkvæmd- ina fyrir hönd hinnar íslenzku kirkju, og bað henni og söfnuð- inum blessunar, en það gerðu og allir þeir, sem við þetta tæki- færi tóku til máls. ORGELVELTAN Aðalbjörg Randversdóttir skor- ar á: Kristbjörgu Sigurðardótt- ur Hafnarstræti 84, Steinunni Davíðsdóttur Goðabyggð 14, Guðrúnu Hólmgeirsdóttur Ilelgamagrastræti 40 Ólöf Jenný Eyland skorar á: Sigríði Dóru Jóhannsdóttur Byggðaveg 120, Rósu Gunnars- dóttur Byggðaveg 118, Þorgerði Tryggvadóttur Víðimýri 10. Kristján Ólafsson skorar á: Braga Jóhannsson Oddagötu 13, Jóhann Guðmundsson Brekku- götu 43, Tryggva Kristjánsson Munkaþverárstræti 16. María Ragnarsdóttir skorar á: Ástu Friðriksdóttur Oddeyrar- götu 34, Heiðu Þórðardóttur Möðruvallarstræti 1, Sigríði Waage Hafnarstræti 57. Lilja Randversdóttir hefur greitt kr. 100,00 í orgelsjóðinn. Framhald af 1. siðu. ins. Þeir vistmenn, sem sæmi- egum efnum voru búnir greiddu um 2 þús. til viðbótar og einnig utanbæjarmenn. Reksturshall- inn var svo greiddur af bænum, sem opinbert framlag á móti því opinbera. Sé hér um- víta- verða venju að ræða, hefur hún þó verið samþykkt af bæjar- stjórn og endurskoðendum. Næst gerðist það í máli þessu, að menn úr öllum stjórnmála- flokkum boðuðu til almenns borgarafundar í Bíóhöllinni, og varð þar þröng á þingi, og á sjötta hundrað manns saman- komnir. Þar kom þessi tillaga fram: „Almennur borgarafundur á Akranesi, haldinn í Bíóhöllinni 26. ágúst 1960, samþykkir að skora á bæjarstjórn Akraness að falla frá samþykktri tiilögu, er fiutt var af fulltrúuin Alþýðu- flokksins á síðasta bæjarstjórn- arfundi um að víkja Daníel Ágústínussyni bæjarstjóra úr starfi. — Að öðrum kosti verði bæjarstjórnarkosningar látnar fara fram nú þegar“. Tillagan var samþykkt með feikna atkvæðafjölda. Aðeins tveir voru á móti. Tók nú að sljákka í þeim ofstopamönnum „íslendingur“ er í öngum sínum út af því að upp komst að flokksbræður hans í ríkis- stjórninni breyttu um stefnu í landhelgismálinu, gáfu Bretum upp sakir fyrir nokkur hundruð landhelgisbrot, gáfu Landhelg- isgæslunni Tyrirmæli um hóf- legt eftirlit, sem starfsmenn á varðskipunum kalla skrípaleik, og féllust fúslega á samninga- viðræður um landhclgisdeiluna, þótt öllum viðræðum um þau mál væri áður hafnað, enda ekkert um að semja í því máli og síst við Breta, sem einir þjóða brjóta íslcnzk lög. En „íslendingur" á eina hugg- un. Hún er sú, að hvergi fyrir- finnst í samþykktum flokksins að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að svíkja í landhelgisdeilunni, og þar með á flokkurinn að vera hreinn af allri synd. En sú huggun er harla lítils virði vegna þess, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur svikið flestar opin- berar yfirlýsingar sínar og flokkssamþykktir. Yfirlýsingar hans, sem margar eru fallega orðaðar og jafnvel fjálglegar, til dæmis í landhelgismálinu, eru festar sviknar í framkvæmd. Störf stjórnmálaflokks og fram- kvæmd hinna ýmsu mála verð- ur að sjálfsögðu mælikvarði á flokkinn, en elcki hástcnundar yfirlýsingar, sem ekkert er far- ið eftir. Þetta hefur þjóðin ó- notalega rekið sig á síðustu mánuði og misseri. Það hefur auðvitað ekki verið prentuð nein ySirlýsing eða samþykkt Sjálfstæðisflokksins um, að hann sæti á svikráðum við hinn íslenzka málstað eða væri hálf- opinber vopnabróðir hinna stjórnarflokkanna, sem stóðu fyrir aðförinni við Daníel. Fjöldafunduz-inn sýndi ótvírætt, að það eru ekki heimamenn, sem óska að losna við bæjar- stjórann, heldur er árásinni stjórnað úr herbúðum stjórnar- flokkanna í Reykjavík. Þar þykir Daníel Ágústínusson hinn háskalegasti maður og sýnilegt að hann hefur mikla yfirburði yfir þá brodda stjórnmálaflokk- anna, sem ekki treysta sjálfum sér í næstu kosningum á móti Daníel. Rannsókn málsins mun óefað leiða í ljós hvort bæjarstjóri hefur brotið af sér í embætti sínu eða ekki. Sakir þær, sem bornar eru fram af andstæð- ingunum virðast þó líkari því, að um beina pólitíska ofsókn sé að ræða, má þar m. a. nefna brot á fundarsköpum og fárán- legir sleggjudómar stjórnarblað- anna, sem snúa hlutunum alger- lega við og ræða um ofbeldi bæjarstjóra við bæjarstjórnina. í dag mun verða kveðin upp dómur um það, hvort Daníel beri að víkja eða sitja og fram- haldi þessa leiðindamáls er yfir- leitt beðið með eftirvæntingu. Nýjar bæjarstjórnarkosningar væru e.t.v. réttasta lausnin. bresku útgerðarmanna. Sjálfstæðisflokkurinn hafði það heldur ekki á stefnuskrá sinni að skerða lífskjör fólks- ins í landinu um 11—1200 millj. en gerði það samt, þótt hann boðaði það fyrir kosningar að hann skyldi bæta lífskjörin. Sjálfstæðisflokkurinn gaf ekki út neina flokkssamþykkt um að, hann ætlaði að innleiða okur- vexti og taka með því allar framkvæmdir kverkataki. Þetta gerði hann þó, og hefur þó á stefnuskrá sinni að auka ein- staklingsframtakið. Sjálfstæðisflokkurinn gaf ekki út neina flokkssamþykkt um, að hann ætlaði að fara ráns- hendi um sparifé landsmanna og fyrirskipa með lögum, að það skyldi flutt tiI’Reykjavíkur. Þó gerði Sjálfstæðisflokkurinn þetta. Sjálfstæðisflokkurinn lof- aði að styðja einstaklingsfram- takið og létta mönum að ná þeim áfanga að eignast þak yfir höfuðið. Flokkurinn efnir þau loforð þannig, að framkvæmdir og uppbygging dragast saman svo að sementsnotkunin hefur minnkað um þriðjung eða meira. Sem dæmi um „við- reisn“ ríkisstjórnarinnar í fram- kvæmd hcfur einn maður að- ems í allri Norður-Þingeyjar- sýslu lagt út í það æfintýri að byggja íbúðarhús á þessu ári. Allir aðrir hafa hætt við það vegna aðgerða ríkisstjórnarinn- ax-. Þetta er hið frjálsa framtak íhaldsins. Sjálfstæðisflokkur- inn og núverandi ríkisstjórn hefur það svo sem ekki á stefnu- skrá sinni að koma á óðaverð- bólgu í landinu. Nei, hann gaf út margar yfirlýsingar uin, að hans aðalstefnumál væri að kveða verðbólgudrauginn nið- ur. Stöðvun verðbólgunnar án nýrra álaga á þjóðina var kjör- orðið fyrir kosningarnar. Það var fallega sagt og það væru til- valin orð fyrir „íslending“ að prenta upp og færa sem rök fyrir því að sá þáttur efnahags- málanna hefði vel tekizt og óða- verðbólga hefði ekki skollið á og væri ekki til. En hvernig eru efndirnar? Sjálfstæðisflokkur- inn samþykkti ekki á þingum sínum að auka skattana um mörg hundruð milljónir, heldur hét að lækka suma og afnema aðra alveg. Þrátt fyrir það nem- ur söluskatturinn um 550 millj- ónum yfir árið (áætlaður í fjár- lögum 437 millj., 9 mánuði árs- ins) og er að mestu nýjar álög- ur núverandi stjómar. Þegar þessi fáu dæmi af mörgum loforðum og svik Sjálf- stæðisflokksins eru höfð í huga, er það haldlaus vörn fyrir flokk- inn og málssvara hans, að benda á flokkssamþykktir, þær eru handhægustu sönnunargögnin fyrir því hve hinn tækifæris- sinnaði peningamannaflokkur er óábyrgur. Samþykktir, lof- orð við kjósendur og liátíðlegar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokks- ins eru orðnar að hinu af- skræmislegasta háðsnxerki, sem flokksþjónarnir ættu ekki að minnast á. - Aðfarirnar á Akranesi EINBÝLISHÚS EÐA TVEGGJA ÍBÚÐA HÚS óskast til kaups. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir laugard. 3. sept., merkt: „Hús“. HVER GETUR LEIGT 2—3ja herbergja íbúð í miðbænum eða ofarlega á Oddeyri. Tvennt fullorð- ið. Góð umgengni. Afgr. vísar á. ÍBÚÐ ÓSKAST Hjón með tvö börn óska eftir 2—3 herbergja íbúð frá 1. október. Afgr. vísar á. ÍBÚÐ ÓSKAST Tvö til þrjú herbergi. Uppl. í síma 1826. ÍBÚÐ ÓSKAST Tvennt lullorðið vantar eitt herbergi og eldhús, he-lzt á Oddeyri. Afgr. vísar á. í B Ú Ð Vantar íbúð í haust. Afgr. vísar á. ÍBÚÐ TIL LEIGU Til leigu er 4 herbergja íbúð í Þórunnarstræti 1ES frá 1. október n. k. Eriðrik Þorvaldsson. Sími 2247. TIL LEIGU tvö herbergi með for- stofuinngangi og aðgangi að síma. Húsgögn geta fylgt. Kringlumýri 23, sími 2046. HERBERGI TIL LEIGU í Brekkugötu 34. Uppl. gefur Arni Sigurðsson eftir kl. 7 á kvöldin. Sími 1554. EIERBERGI óskast nú þegar, helzt á Eyrinni. — Sími 1229. GOTT HERBERGI óskast til leigu, lielzt á Oddeyri. Reglusemi. Uppl. í síma 2267. HERBERGI ÓSKAST á Syðri-Brekkunni. Uppl. í síma 1786 eftir kl. 7 e. h. STRIGAPOKAR hentugir undir kartöflur. KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.