Dagur - 31.08.1960, Blaðsíða 7

Dagur - 31.08.1960, Blaðsíða 7
7 í byggðasafninu á Grenjaðarsfað Framhald af 5. siðu. arstað hefur verið reynt að láta baðstofu, eldhús, stóarhús og skemmu halda sér eins og bezt verður kosið og munum komið eðlilega fyrir. Annars staðar eru fleiri munir en eðlilegt má telja, svo líkara er safni. Fjöl- margir ferðamenn heimsækja hið myndarlega byggðasafn Þingeyinga. Þess er gætt af mikilli vandvirkni og um- hyggju. Það er ómaksins vert að koma þangað og dvelja nokkra stund. í gamla bænum er auðvelt að gera sér nokkra grein fyrir daglegu lífi geng- inna kynslóða. Þó ber þess að geta, að Grenjaðarstaðabær var ekkert venjulegur sveitabær, heldur höfðingjasetur og bygg- ingar í samræmi við það. Hvernig mun þá hafa verið um- horfs í kotbæjum? Kannski finnst einhverjum bæði dimmt og drungalegt innan torfveggj- anna, en þess er þá líka að geta, að oftast var margt manna og kvenna á hverjum bæ. Húsbændur höfðu margt hjúa gagnstætt því, sem nú er og samvera manna og kvenna og samvinna við útivinnu á sumr- in og við tóskap á löngum vetrarkvöldum hefur vissulega haft sínai' björtu hliðar. Fólkið varð sjálft að leggja til hin andlega skerf sér til sálubótar og gerði það, meðal annars með frásagnarlist, lestri góðra bóka og rökræðum jafnhliða hinum daglegu störfum. Ungt fólk á alveg sérstakt erindi á byggða- söfn til að setja sig um stund í spor horfinna kynslóða. E.D. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkomudag. Fleiri um boðið Til viðbótar þeim, sem í síð- asta blaði var sagt frá að hefðu sótt um framfærslufulltrúa- starfið hafa þessir bæzt við: Björn Guðmundsson, varðstj. Rafn Hjaltalín, skrifstofum. Stefán H. Einarsson, skrifst.m. Starfið verður veitt frá 1. sept. n. k. I BORGARBÍÓ É 1 Sími 1500 í = Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 í | VOPNA- I | SMYGLARARNIR | = Hörkuspennandi og við- i í burðarík, ný, frönsk kvik-1 mynd í litum og i ClNEMAScQpg É byggð á skáldsögu eftir Ge- i i orges Godefroy. § — Danskur texti. — Aðalhlutverk: i DOMINIQUE WILMS ! JEAN GAVEN. i Bönnuð yngri en 16 ára. i ;,HIIIIII||||||||||||||||||||||||ÍI|||||||I|||||,|,|||||||||'II'|> SELJUM ÓDÝRT FÆÐI Hentugt fyrir skólafólk. Sími 1672. TIL SÖLU 20” Fordfelgur, ásamt not uðum dekkum í 3 stærð- um. Einnig Fordhásing o. fl. Vilhjálmur Þórsson, Bakka, Svarfaðardal. H Æ N U R 20—30 2 ára hænur til sölu í Mið-Samtúni í Glæsibæjarhreppi. Vil selja nokkrar H Æ N U R Egill Halldórsson, Holtsseli. PRJÓNAVÉL TIL SÖLU í Fjólugötu 4. MÓTORHJÓL Sex hestafka Ariel-mótor- hjól til sölu. — Skipti á góðri skellinöðru koma til greina. SÍMI 2536. BARNÁVAGN TIL SÖLU. Uppl. í Fróðasundi 9. Sími 2071. NÝ 8 mm. KVIK- MYNDAVÉLASAM- STÆÐA Til sölu: Myndatökuvél, Yashica E III (Japan) nreð 3 yashinon f. 1:1.8 linsum, innbyggðum ljósmæli og ljóssíum (Filterum). 8—48 rnynda hraði á sek. Bak- vinda og „single frame“ hnappur. — Sýningarvél Meo 8 með „Polar“ f. 1:1.6 linsu. — Selst mjög ódýrt. — Uppl. í síma 2541 til miðvikudags- kvölds. I. O. O. F. — 142928V2 — Messað í Akureyrarkirkju kl. 10.30 árd. á sunnudaginn. Sálm- ár nr. 15—58—317—16—584. P. S. Messað í Lögmannshlíðai'- kirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn. Sálmar nr: 15—59—317—669— 584. P. S. Hjálparbeiðni Menn verða að ganga í gegn um mikla reynslu. — Lífið er oft erfitt og sumum harður skóli. — En þungu sporin verða léttari, ef samúð ríkir og hönd er útrétt til hjálpar. — Á þetta er minnzt vegna þess, að Steinunn Pálmadóttir 17 ára dóttir hjónanna Pálma Hall- dórssonar og Sóleyjar Jónas- dóttur, Bjarmastíg 6 varð alvar- lega veik í sumar og leiddi það til þess, að taka varð af henni annan fótinn. — Öllum má ljóst vera hvílík raun það er fyrir unga stúlku. — Ætlunin er, að Steinunn fari erlendis til þess að fá gerfifót, — en það verður henni mjög kostnaaðrsamt. — Þess vegna væri það kærkomið, að þér réttuð hennj hjálparhönd. — Blöðin munu góðfúslega taka á móti gjöfum yðar í þessu skyni. — Á þann hátt getið þér og sýnt Steinunni samhug og vináttu í erfiðleikum hennar. Og það er henni mikils virði. — Guð blessi gjafir yðar og fórnarhug. — Pétur Sigurgeirsson. Vandaðar FERÐATÖSKUR með trégjörðum nýkomnar. BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F. KOLAKYNTUR ÞVOTT APOTTUR óskast til kaups. Afgr. vísar á. KVÍGUR Vil kaupa nokkrar 8—12 mánaða gamlar kvígur af góðu kyni. Afgr. vísar á. ÞVOTTAPOTTUR kolakyntur, óskast til kaups. Afgr. vísar á. Hjónaefni. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína Sigurrós Jónsdóttir frá Stórafjarðarhorni í Strandasýslu og Páll Garðars- son Uppsölum Ongulsstaða- heppi. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í Akureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Hallfríður Bryndís Magnúsdóttir og Hörð- ur Arnar Daníelsson rafvirkja- nemi. Heimili þeirra er að Gler- árgötu 5 Akureyri. Fimmtug. Frú Kristín' Kon- ráðsdóttir Klettaborg 1 Akur- eyri varð fimmtug í gær. Dag- ur sendir henni hamingjuóskir og kærar kveðjur. Fíladelfía Lundargötu 12. Almennar samkomur hvern sunnudag kl. 8.30. N. k. sunnud. talar Sigurmundur Einarsson frá Reykjavík. Allir velkomnir. Barnav.fél. Akureyrar heldur hlutaveltu að Iðavöllum (leik- skólanum) sunnudaginn 4. sept. kl. 4 e. h. — Margt góðra muna. Nefndin. Leikskóli Leikfélags Akureyi'- ar mun senn taka til starfa. Sjá- ið auglýsingu í blaðinu í dag. GÓÐ JEPPABIFREIÐ TIL SÖLU Skipti koma til greina. Afgr. vísar á. TIL SÖLU G. M. C. TRUKKUR Selst ódýrt ef samið er strax. Afgr. vísar á. BIFREIÐ Standard-bifreið 5 manna nýupptekin til sölu nú þegar. — Selst ódýrt. — Uppl. í síma 2561. TIL SÖLU W olksvagen-bif reið, árgerð 1960, lítið keyrð. Afgr. vísar á. FORD JUNIOR, smíðaár 1946, til sölu. Afgr. vísar á. FORD JUNIOR, árgerð '46, í ágætu, öku- færu ástandi, er til sölu. Afgr. vísar á. FORD JUNIOR, Til sölu er mjög góður Ford Junior '46, með út- varpi og miðstöð. Uppl. gefnar hjá Stefáni Magn- ússyni íþróttakennara og í síma 2491 e. h. í dag. FORDJUNIOR í góðu lagi, verð kr. 26 þús. Uppl. á bílaverkst. Jóhannesar Kristjánss. x ? & Innilega pakka ég öllum þeim, sem sýndu mér sœmd f og vináttu með hlýjum orðum, gjöfum og heillaskeyt- % ? um á 75 ára afmali mínu. f I '4 | KARL M. GUÐMUNDSSON. § I * Hjartans þakkir til allra fjær og nær, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför dóttur minnar STEINUNNAR SIGURSTEINSDÓTTUR, Akurbakka, Grenivík. Þóra Kristjánsdóttir og aðrir vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð, blóm, skeyti og minningarspjöld, við andlát okkar elskulega sonar og bróður BJÖRGVINS ÁRNASONAR. Sérstaklega þökkum við öllum þeim, er veittu okk- ur margvíslega aðstoð og fyrirgreiðslu. Elísabet Jakobsdóttir og systkinin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÖNNU ÞORLEIFSDÓTTUR, Oddeyrargötu 12, Akureyri. Vandamenn. Hjartanlega þökkum.við öllum þeirn fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför STEINLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Jarlsstöðum, og vottuðu hinni látnu virðingu, með nærveru sinni við útför hennar, með minningargjöfum og öðru, sem verða mun okkur ógleymanlegt. Sérstakar þakkir færum við læknum og lijúkrunar- liði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra umönnun í hennar löngu og ströngu sjúkdómslegu. Guð blcssi ykkur öll. Aðstandendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.