Dagur - 31.08.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 31.08.1960, Blaðsíða 4
4 5 Skifting arðs og auðs ÞAÐ TOK langan tíma fyrir þjóð- ina að átta sig á því, að á íslandi er naumast liœgt að Iifa og ekki liægt að sækja fram til bættra lífskjara án víð- tæks samstarfs. í gegnum hinar myrku aldir blundaði trúin á mátt samtakanna og félagshyggjunnar, á meðan erlent vald réði lögum og lof- um, oft í skjóli íslenzkra stórbokka, eða með aðstoð þeirra. Bóndi, sem keypti kornmat eða annað til lífs- bjargar á öðrum verslunarstað en honum var fyrirskipað, var húðstrýkt- ur og sektaður. Fáir menn og ríkir sátu yfir hlut margra og fátækra og arðrændu þá miskunnarlaust þar til fjöldinn tók höndum saman til varn- ar og síðan til þeirrar sóknar á öllum sviðum efnaliags og atvinnumála, sem gerbreytti lífi íslendinga. ALLA STÆRSTU áfangana til bættra og jafnra lífskjara, sem við nú búum við á síðustu árum, má rekja til félagsmálaþróunarinnar, þeirra fjöl- skyldusjónarmiða að allir hafi rétt til lífsins gæða, hver veiti öðrum nokk- um stuðning og að mörgum er auð- velt að ryðja steini úr götu, sem ein- um er ofviða. Kaupfélögin brutu dönsku einokunina á bak aftur, sam- tök bænda, verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna eru sverð og skjöldur fjölmennra starfshópa og þannig mætti lengi rekja. Félagsmálaþróun- in varð sá aflgjafi, sem flestar fram- farir síðustu áratuga verða raktar til. í henni sameinaðist félagsöryggið og hið frjálsa framtak. AÐ SJALFSÖGÐU deilum við um skiptingu auðs og arðs og höfum allt- af gert síðan við höfðum nokkuð um þá skiptingu að segja. Þær deilur eru oft harðar. Fámennið skapar pólitísk návígi og of margir lúta boðum og bönnum stjórnmálaflokkanna, skilyrð- islaust. EFNAHAGSMÁLIN ERU alltaf dagsins mál og hljóta að verða það. I þeim hefur oltið á ýmsu, en þegar um þau er rætt af sanngirni, verður það flestum ofarlega í huga, að hvergi hafa lífskjör ahnennings verið jafnari en hér á landi og óvíða betri en þau voru orðin hin síðari ár. Þjóðartekj- umar hafa aukist mun meira en fólks- fjölgunin, vegna þess að atvinnutæk- in voru efld í risaskrefum, meðfram fyrir erlent Iánsfé. En einmitt vegna aukningar atvinnutækjanna og fram- leiðslunnar varð þjóðinni Iéttbærara að greiða vexti og afborganir erlendra lána en nokkru sinni fyrr. Framfara- stefnan, sem á félagshyggjunni byggð- ist, var ekki aðeins réttlætanleg held- ur bein undirstaða hinna góðu lífs- kjara. Þann tíma allan, sem framfarir urðu örastar, eða 30—40 síðustu árin, var hin alþjóðlega íhaldsstefna neydd til að draga inn klærnar. Islenzki íhaldsflokkurinn, sem skipti um nafn og kallaði sig Sjálfstæðisflokk, er í eðli sínu mótfallinn hinni öru þróun og jafnri skiptingu auðs og hann sit- ur nú að völdum. Kjaraskerðingar- stefna hans, sem nú er upp tekin, fel- ur í sér verkfallshættu. Ríkisstjómin getur enn afstýrt henni, t. d. með vaxtalækkun og öðrum þeim leiðum, sem brjóta sárasta oddinn af því vopni, sem nú ógnar lífskjörum hins almenna borgara. I byggðasafni á Grenjaðarstað Þegar byggðasafnið á Grenj- aðarstað í S.-Þingeyjarsýslu var opnað, 9. júlí 1958, sagði Jóhann Skaptason sýslumaður m. a. í ræðu sinni við það tækifæri: „Það er alþjóð kunnugt, að á síðustu áratugum hefur orðið gjörbreyting á lifnaðar- og at- vinnuháttum þjóðarimiar. Feð- ur okkar og mæður bjuggu við svipaða Iífshætti, sem forfeð- umir í 1000 ár. Nú allt í einu hafa öll göndu tólin og tækin verið lögð til hliðar og víða varpað á sorphauginn. Þau hafa týnst og horfið með gömlu torf- bæjunum, sem líka eru að kalla afmáðir. Það er álit margra góðra manna, að þjóðinni sé nauðsyn- legt að þekkja fortíð sína, vita á hvern hátt þjóðin lifði í þessu landi um þúsund ár.“ Á aðalfundi Bændafélags Þingeyinga 1950 flutti Jón Har- aldsson tillögu um að kosin yrði þriggja manna nefnd til að at- huga möguleika á stofnun byggðasafns í Þingeyjarsýslu og var hún samþykkt. Nefndin tók þegar til stSrfa og síðan bættist við maður í hverjum hreppi „til söfnunar muna í byggða- safnið“. Áhugi Þingeyinga fyrir varð- veizlu gamalla muna, sem oft- lega varð vart í viðtölum og í ræðum manna við ýmis tæki- færi, beindist nú að ákveðnu marki undir leiðsögn mjog dug- legra manna og undirbúningur var hafinn af fullum krafti. Páll H. Jónsson kennari á Laugum hefur manna mest unnið að söfnun, hann setti og upp alla munina, þar sem þeir eru nú, í gamla bænum að Grenjaðarstað og skrásetti þá. En fyrst var hinum gömlu mun- um komið fyrir á Stóru-Laug- um í Reykjadal, og urðu þeir fleiri og dýrmætari en nokkurn hafði grunað og áhugi almenn- ur mjög mikill. Skráð var saga hvers hluts. Eftir því sem safnið óx varð Ijósara en áður, að finna varð hentugt húsnæði. í miðri sýsl- unni, að Grenjaðarstað, var gamall bær, reisulegur, vígður sögulegum minningum. Orlög hans sýndust hin sömu og ann- arra íslenzkra torfbæja, en áhugamenn unnu að varðveizlu hans og Þjóðminjasafnið tók hann upp á sína arma. Bænda- félagið fékk nú bæinn til að geyma byggðasafnið í og þar hefur bær og safn verið til sýn- is í 2 ár. Safnið er ekki forn- gripasafn heldur munasafn. — Safnvörður er Olafur Gíslason bóndi á Kraunastöðum. Heimsókn í safnið. Fyrir nokkrum dögum átti eg þess kost að koma í byggðasafn- ið að Grenjaðarstað og skoða það í ró og næði undir hand- leiðslu Páls H. Jónssonar, en Olafur safnvörður leiðbeindi samtímis öðrum gestum. Fyrstu áhrifin, sem maður verður fyrir á leiðinni inn rökkvuð moldargöngin, eru sterk og næsta óþægileg. — Manni er beinlínis kippt 30—40 ár aftur í tímann á fáeinum sekúndum. Moldargólf og moldarveggir, hálfrökkrið, hið þunga loft torfhúsanna, hlóðar- eldhús, búrið með öllum gömlu kyrnunum, kollunum og trogun- um, gerðum af tré af íslenzkum höndum, baðstofan, hjónahúsið, stofan, skálinn, skemman og hvað þær nú heita allar vistar- verurnar 20 að tölu í hinum gamla bæ, og 1000 gamlir mun- ir, flestir á sínum stað. Allt er þetta óraunverulegt nú. Og maður spyr sjálfan .sig í alvöru: Getur það verið, að það séu aðeins 30—40 ár síðan allur þorri fólks á íslandi bjó í mold- arhúsum? Já, og flestir mið- aldra menn og eldri slitu barns- skónum í þeim. Mæður okkar velfullorðinna stóðu við hlóðir, rafmagn var lítt þekkt, útvarp og sími óþekkt orð í þeirra ung- dæmi. Afar okkar og ömmur þurftu sjálf að spinna og vefa öll klæði. Þá var enginn bíll, engin dráttarvél, túnin þýfð og slegin með orfi og ljá, bátar knúðir árum, engin flugvél til. Þá voru öll þau tól og tæki, sem nú eru varðveitt á byggða- safninu, sem sjaldgæfir hlutir, hin nauðsynlegu og algengu tæki í lífsbaráttunni. Það er e.t.v. erfitt fyrir ungt fólk að átta sig á því á byggða- safni, hve allir hlutir eru þar með fc-mlegum og fjarrænum blæ og þó flestir úr daglegu lífi fólks fram á fyrstu áratugi þessarar aldar. En það er ó- maksins vert að reyna það og líklegt til aukins skilnings á lífi feðranna, fremur en allt annað. Auðvitað kemur manni í hug hvort sú breyting, sem orðið hefur í atvinnu og lífsbar- áttu Islendinga, hafi ekki of- reynt þá taug, sem á hverjum tíma tengir nútíð við fortíð, og hvort fornar dyggðir hafi ekki farið forgörðum í þessari bylt- ingu. Svarið er ekki á reiðum höndum og er framtíðarinnar. Hitt er víst, að við höfum risið úr öskustónni, höfum fest hend- ur á fleiri og meiri hamingjunn- ar hnossum en afa okkar og ömmu dreymdi um. En enginn fékk okkur þetta upp í hend- ur nema þrotlaus vinna, mennt- un og sá kjarkur, sem ein kenndi þjóðstofninn fyrir þús- und árum og hélt í honum líf- Oft var góður biti í buri (Ljósm. Gunnar Rúnar). Gísli Ólafsson t. v. og Páll Jónsson. (Ljósm. Gumiar Rúnar). Kirkjan og gamli bærinn að Grenjaðarstað. (Ljósm. E. D.). inu allt til okkar daga. Tung- una fengum við líka í arf og bókmenntirnar sem eru einu listaverkin sem varðveittust til okkar daga. Það virðist ekki hætta á, að við höfum farið of hratt eða „týnt sálinni“ í hinni miklu þjóðlífsbyltingu, á með- an við kunnum fornsögurnar, syngjum ljóð Hallgríms Péturs- sonar, og Matthíasar, lesum Davíð og Einar Ben., og svæf- um bömin með orðum skálds- ins úr Oxnadal. Sporreka Fjalla-Bensa. I stuttri blaðagrein er cgern- ingur að lýsa nema örfáu af því sem fyrir auga ber í Byggða- safni Grenjaðarstaðar. Þar eru 1018 skrásettir munir í 20 vist- arverum. En Páll H. Jónsson fræðir mig um þá hluti, er sér- s.taklega vekja forvitni mína. Hér er til dæmis sporreka Fjalla-Bensa, eða Benedikts Sigurjónssonar, er frægur varð fyrir . fjárleitir, útilegur og hreysti. Sporrekuna notaði hann til að grafa sig í fönn, prófa ís og styðjast við. Hún er úr tré og gæti frá mörgu sagt, mætti hún mæla. Danska fílabyssan. Asamt öðrum gömlum skot- vopnum, sem flest eru fram- hlaðningar, er byssa ein mikil og falleg, númer 4 og fram- hlaðningur. Hún er smíðuð í Danmörku og ætluð til fílaveiða en komst í hendur íslenskra og var notuð sem selabyssa og þótti kjörgripur hinn mesti og undravel hefur hún verið hirt, því að hún er líkari nýrri byssu en gamalli. Maríus Benedikts- son sjómaður í Húsavík átti byssu þessa og banaði með henni mörgum sel. Síðan var hún í eigu sona Maríusar og er hún frá þeim komin á safnið. Silfurspónn Skarða-Gísla. Skarða-Gísli var landfrægur hagyrðingur. Hann gaf dóttur sinni silfurskeið mjög fagra árið 1859, stuttu fyrir andlát sitt. En aftan á skeiðinni er grafið: Hans Peter Rasck 1727. Skeiðin er skreitt og krotuð og meðal elstu muna safnsins á Grenjaðarstað. Ljósmóðurtaskan. Kristín Sigurðardóttir frá Sandhaugum í Bárðardal er önnur fyrsta íslenzka konan, sem nam Ijósmóðurfræði er- lendis. Ljósmóðurtaska hennar er á byggðasafninu ásamt nokkrum fremur frumstæðum áhöldum og lausnarsteini. Furuf jalirnar úr Lundar- brekkukirkju. Páll H. Jónsson rakst á tvær útskornar furufjalir uppi í turni í Lundarbrekkukirkju og voru þær undir sperru og öll- um gleymdar. Þær eru nú í byggðasafninií. ' Þær eru þétt- skornar á báðum hliðum, fögr- um og skýrum útskurði og hafa að geyma grafskrift um hjónin Jón Jónsson ríka á Mýri fædd- an 1768 og konu hans Herdísi Ingjaldsdóttir, fædd sama ár. Á bakhlið þeirra fjþlar, sem minningu Herdísar geymir, er þetta erindi: Rádvandur digda lærdu list lífs medan dvelur hér þetta líferni þóknast Christ því miskun veitir þíer leir jardar þo ad hold hylíst heidrud þín mining er en salin fær himnasæluvist sem aldrei framar þver: Höfundur og þeir er fjalirnar skáru, eru óþekktir. Stokkabelti og koffur. Safnið geymir m. a. stokka- belti og koffur úr silfri en gyllt, mjög fagurt hvort tveggja. Það átti Rósa Árnadóttir, sem eitt sinn var ráðskona hjá Bene- dikt Sveinssyni sýslumanni Þingeyinga. Ur eigu Jóns Sigurðssonar. Borð eitt mikið er þarna úr eigu Jóns Sigurðssonar forseta. Kristján Jónasarson frá Narfa- stöðum í Reykjadal keypti borðið á uppboði í HÖfn, en hann var þar búsettur. Síðar var borð þetta flutt í Narfa- staði og kom þaðan á safnið. Fyrsta orgelið. Orgelið var keypt til Skútu- staðakirkju um 1880. Það var flutt frá Húsavík á kviktrjám um Reykjahverfi og Hólasand til Mývatnssveitar. Þegar Skútu staðakirkja fékk annaj’S orgel varð Hjálmar á Ljótsstöðum í Laxárdal eigandi hins gamla hljóðfæris. Þórlaug dóttir Hjálmars eignaðist síðan orgel- ið og gaf hún safninu að Grenj- aðarstað það nýlega. Það er enn Hljómmikið og raddjfagurt og alveg ófalskt. Líkan af fyrstu brúnni. Þegar brúa skyldi Laxá ná- lægt Laxamýri, gerði hugvits- maðurinn Magnús Þórarins- son á Halldórsstöðum í Lax- ái'dal nákvæmar áætlanir að brúarsmíðinni og smíðaði líkan af brúnni úr tré. Líkan þetta er enn til og furðu lítið skemmt þótt það væri af börnum notað í brú yfir bæjarlæk. Áætlanir og líkan sendi Magnús sýslu- nefnd. En brú þessi þótti of dýr og var ekki farið eftir tillögum Magnúsar. En þegar nýja brúin var sett yfir ána, svignaði hún svo mjög að styrkja varð hana til muna frá því, sem gert var ráð fyrir. Trúlegt þótti mörg- um, að betur hefði verið farið að ráðum Magnúsar á Halldórs- stöðum. Þannig mætti lengi rekja. Hver munur á sína sögu og eru margar þeirra skrásettar og hinar merkilegustu. I byggðasafninu að Grenjað- (Framh. á 7. síðu). í baðstofunni var unnið og sofið. (Ljósm. Gunnar Rúnar). Vaxadi álmgi fyrir knattspyrnu segir Steingrímur Biörnsson í viðtali við biaðið Meðal knattspyrnumanna og knattspyrnuunnenda þykir það hinn mesti heiður að vera val- inn í landslið og keppa í lands- leikum í þessari íþróttagrein. Steingrímur Ingi Björnsson, 19 ára piltur úr Glerárhverfi á Akureyri, er eini Norðlending- urinn, sem notið hefur þessa heiðurs í sumar. Hann hefur getið sér góðan orðstír á knatt- spyrnuvellinum og án undan- tekninga hjá knattspyrnugagn- rýnendum. Steingrímur notar hvorki vín né tóbak og er traustur maður jafnt í starfi og leik. Sem drenghnokki vann hann að dreifingu Dags hér í bæ og var einn þeirra, sem hvorki brást trúnaði blaðsins í starfi eða í prúðri framkomu. Hann vinnur nú við afgreiðslu í Raflagna- deild Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri og fær samhljóða vitnisburð þar. í fyrstudeildar keppninni hefur Steingrímur gert 7 mörk af þeim 16, sem Akureyringar hafa gert. Hann svarar nú nokkrum spurningum blaðsins. Hvað finnst þér um úrslitin í f yrstudeildarkeppninni ? Urslit hinna ýmsu leika hafa verið mjög óvænt og gert keppnina bæði spennandi og tvísýna og gildir það jafnt um þau lið, sem nú hafa flesta vinninga og þá sem fæsta vinn- inga hafa. Akurnesingar eru efstir með 12 vinninga, en Ak- ureyringar lægstir með 4 vinn- inga. Sem dæmi um óvænt úr- slit má nefna, að Fram vann KR með 3:2, ÍBK vann Fram með 4:2 og ÍBA vann KR með 5:3. Þjálfun og val leikmanna? Jens Sumarliðason var þjálf- ari okkar síðastliðinn vetur og fram á sumar og Ríkharður Jónsson var hér í vikutíma síð- ast í júlí og þjálfaði okkur. En þá var oftast rigning og leik- menn ekki nægilega áhugasam- ir um æfingarnar. Fimm manna knattspyrnuráð velur liðið, sem leikur hverju sinni og mun seint verða valið svo að öllum líki. Leikur ykkar við KR á suimu- daginn vakti athygli? Já, sigur okkar í þeirn leik tel eg mest því að þakka hve sigurviljinn var mikill og sam- stilltur án nokkurra undantekn- inga. Við vorum eins og einn maður og náðum þess vegna svo vel saman í leiknum. Svo tókst okkur að gera fyrsta markið og lékum því líkast sem við hefðum aldrei þurft að leika varnarleik. Hvernig gengur ykkur í bar- áttunni við áfengið? Reglusemi hefur verið með ágætum í öllum þeim ferðum, sem farnar hafa verið í sumar. Margir okkar bragða aldrei áfengi, segir Steingrímur og telur á fingrum sér og mér skilzt að fullur helmingur okk- ar ágæta knattspyrnuliðs sé ósnortinn af blíðmælum Bakk- usar. Ilvað segir þú um aðstöðu til æfinga hér heima? Aðstaðan er ekki góð. Við *höfum eiginlega ekki aðstöðu til að æfa okkur yfir vetrarmánuð- ina og fram í júní. íþróttasalur- inn í íþróttahúsinu er of lítill til knattspymuæfinga, en hins vegar góður til margs konar æfinga af öðru tagi. Okkur er bannað að æfa á grasvellinum þar til síðari hluta júnímánað- ar. Það vilja koma flög framan líllííi. . **«*#**«#•#* í?fídí«í«;. tnsisíiiíssisr.v *s#*«4M««***a**£ %*4>****%******$. -r. x * yApUíV, /Jííííílíir, i ÍÍÍÍIIU Steingrímur Ingi Björnsson. við mörkin. Dálítið mætti bæta úr þessu með því að hafa laus og tilfæranleg mörk. Fer áhugi vaxandi fyrir knattspyrnunni? Já, það finnst mér vera greini legt, og eg álít, að Akureyrar- liðið samanstandi af eins góðum leikmönnum og þeim, sem leika í Reykjavíkurliðunum. Hvernig móttökur hafið þið fengið á hinum ýmsu stöðum? Móttökunar eru yfirleitt góð- ar, hvar sem við komum. Ann- ars höfum við ekki leikið neina gestaleiki í sumar og ber því að sjá um okkur sjálfir. Hins veg- ar sýndu Akurnesingar okkur þá rausn, að bjóða okkur í kaffi- samsæti eftir leikinn við KR, og Þróttur bauð okkm’ einnig til kaffidrykkjú eftir leik okkar við KR. En mikil samvinna hef- ur verið með Þrótti og Akur- eyringum að undanförnu. Hvað viltu segja um yngstu knattspyrnumennina? Að mínu áliti hefur allt of lítið verið hugsað um yngri flokkana, t. d. hefur 2. flokkur engan leik fengið í sumar, og framan af sumri var ekkert gert fyrir 3., 4. og 5. flokk og æfingar hjá þeim hófust ekki fyrr en í júlí. Það þarf að hafa mann, sem hugsar um þá yngri, sér þeim fyrir leikjum og held- ur þeim saman. Er það nokkuð að Iokum, sem þú sérstaklega vildir minn- ast á? Já, það þarf að byggja hér fullkominn æfingavöll hið allra fyrsta. Sú aðstaða, sem nú er til æfinga, er óviðunandi. Blaðið þakkar Steingrími fyr- ir svörin, tekur undir fram- bornar óskir og vonar að síð- ustu leikir íslandsmótsins verði leikmönnum á Akureyri hag- stæðir, ef ekki í sigrum, þá að haldgóðri reynslu. — E. D. Eftir að ofanskráð viðtal er skrifað, kepptu Akureyringar við Fram á íþróttavellinum hér á sunnudaginn. Þeim leik lauk með glæsilegum sigri Akureyr- inga 6:3, og virðist þeim hafa vaxið ásmegin í eldraun hinna hörðu leika í sumar. Með þessum síðasta leik hafa Akureyringar tryggt sér sæti áfram í fyrstu deild, jafnvel þótt þeir tapi í síðasta leik sín- um við KR á sunnudaginn. kemur. Sáttmáli um öryggi á liöfuiiiim undirritaður af fiörutíu ríkjum 40 ríki hafa undirritað hinn nýja sáttmála um öryggi á höf- um úti, sem var saminn nýlega á Lundúnarráðstefnu IMCO (hinnar alþjóðlegu siglinga- stofnunar). Onnur ríki eiga enn kost á að gerast aðilar að sátt- málanum. Til að fá gildi verður sáttmál- inn að fá staðfestingu 15 ríkja, en af þeim verða 7 ríki að eiga kaupskipastól sem er a. m. k. milljón brúttó-tonn. Meðal þeirra 40 ríkja, sem undirrituðu sáttmálann, eru Brazilía, Sovét- ríkin, Bretland, Frakkland, Lí- bería, Panama, ítalía, Grikk- land, Japan og Noregur. Dan- mörk, Finnland, ísland og Sví- þjóð hafa einnig undirritað hann. Sovétríkin, Búlgaría og Ung- verjaland skrifuðu undir sátt- málann með fyrirvara, að því er snertir 8. kaflann, sem fjallar um komu kjarnorkuknúinna skipa til erlendra hafna. Þessi ríki héldu því fram, að öryggis- ráðstafanirnar í þessum kafla væru ekki aðeins ónauðsynleg- ar, heldur kynnu þær einnig að hefta þróun kjarnorkuskipa. —■ «11111111111111111111111111111111111111III llllll IIIIIIIIIIIIMIIH* I Eimreiðin f Maí-ágústhefti Eimreiðarinn- ar flytur tvö kvæði eftir Þóri Bergsson, Minningar um E. H. Kvaran eftir Guðm. Hagalín kvæði um Grímsey eftir Þór- ólf Jónasson, smásögu eftir Oddnýju Guðmundsdóttur, Hempulaus klerkur og höfuð- skáld eftir Kristmund Bjarna- son, ljóð eftir Tom Kristensen, Vilhjálm frá Skáholti og F.G. Lorea, Jafnvel unað sinn skal til nokkurs gagns hafa, eftir Sig. Jónsson frá Brún. Grein er um Japan, ritdómar og margt fleira.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.