Dagur - 31.08.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 31.08.1960, Blaðsíða 8
8 BETUR MÁ EF DUGA SKAL Þátttaka í norrænu sund- keppninni er slök það sem af er hér á Akureyri. Þessu er þó enn hægt að kippa í lag, ef bæjar- búar minnast þess, að nú ríður á að sérhver geri skyldu sína. Stundum heyrir maður því fleygt, að íþróttafólk okkar Ovart tvö í skoti Sex Akureyringar fóru ný- lega á hreindýraveiðar. Fimm þeirra höfðu leyfi til að skjóta tvö dýr hver. Þeir lögðu þó ellefu dýr að velli því að óvart fellu tvö dýr að velli í síðasta skoti. Kjötið var um 60 kg. af hverju dýri. Blaðið mun segja nánar frá þessari veiðiferð síðar. Brjóstlíkan af Nonna Zontaklúbbnum á Akureyri hefur borizt brjóstlíkneski af séra Jóni Sveinssyni (Nonna), að gjöf frá hinum þýzka útgef- anda Nonnabókanna dr. Herder. Líkneskið er úr gifsi og hef- ur verið komið fyrir í Nonna- húsinu. Magni Guðmundsson hefur gefið Nonnasafninu 1000.00 kr., og margar fleiri gjafir hafa bor- izt safninu. leggi sig ekki nóg fram, svo að því megi auðnast að færa bæn- um sigur á ýmsum íþróttamót- um. Nú er það ekki lítill flokk- ur manna, sem keppir, heldúr allur almenningur. Sérhver Akureyringur, sem eitthvað getur fleytt sér, ætti nú, ein- hvern næstu daga, að koma upp í laug og synda 200 metrana og stuðla þannig að sigri bæjar síns. Allan daginn er útilaugin til afnota og innilaugin verður opin fiá kl. 8—9 á morgnana og eftir kl. 6 á kvöldin eingöngu þeim, sem ætla að synda 200 m. í innilauginni er gott næði og friður. Seinast þegar keppni fór fram syntu 1508 Akureyringar.' Nú eru þeir enn ekki nema 1169. Akureyri vann bæjar- keppnina seinast, hafði 18,6% á móti 17,6% í Hafnarfirði og 15,2% í Reykjavík. Kæri samborgari, frestaðu ekki lengur þátttökunni í nör- rænu sundkeppninni, komdu í dag eða í fyrramálið. H. Heyskap að ljúka Leifsluisum 30. ágúst. — Hey- skap er að ljúka hér í sveit. Vafalítið er heyfengur með allra mesta móti, því víðast hvar var kafgras í báðum slátt- um á túnunum. Grasspretta var líka feikna mikil í úthaga, en ekkert er nú heyjað á engjum, svo að segja má, að útheyskapur tilheyri liðinni tíð. í sl. viku var á nokkrum bæjum byrjað að taka upp kart- öflur á sumarmarkaðinn. Upp- skera er yfirleitt mjög góð, enda hefur veðráttan verið frábær- lega góð í sumar. Almennt er álitið að dilkar verði vel vænir í haust. S.V. ÞRÍR HÉÐAN Þrír Akuréyringar eru kvadd- ir til Reykjavíkur til að taka þátt í pressuleiknum þar annað kvöld. Steingrímur Björnsson leikur í landsliðinu og í pressu- liðinu Jakob Jakobsson og Jón Stefánsson. Bóndi varð undir raksirarvél 11 ■ 11111 n ■ 111 ■ i ii ■■ 111 ■ 11 ■ i i.ii i ■ ! Daguk i kemur næst út miðvikudaginn 7. september. Það slys varð í Birkihlíð í Ljósavatnsskarði á sunnudaginn að bóndinn þar, Bragi Ingjalds- son varð undir rakstrarvél, skaddaðist á höfði og var flutt- ur á sjúkrahús. Honum líður sæmilega eftir atvikum, og er ekki talinn í lífshættu. Slysið bar að með þeim hætti, að Bragi var að heyskap með hesta-rakstrarvél, hesturinn fældist, maðurinn datt af vél- inni og lenti með höfuðið undir öðru hjóli vélarinnar. Læknir og sjúkrabíll komu á slysstað- inn, og var Bragi þegar fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Nauðsynlegar hafnarframkvæmdir á Hofsósi Hofsósi 28. ágúst. f dag fer frarn vígsla nýrrar kirkju hér á Hofsósi og er það mikill hátíðis- dagur. Kirkja hefur ekki verið hér áður. Söfnuðurinn hefur verið áhugasamur og samtaka í flest stærri skip geta lagt að hafnargarðinum. Sökkt var keri, 10x10 metra að stærð en steypt 10 metra bil milli kersins og enda hafnargarðsins. í sumar hafur verið fremur góður afli, bæði á línu og hánd- færi. Hér er einn 22ja tonna dekkbátur og milli 15 og 20 trillur eru notaðar til sjósóknar. Kaupfélag Austur-Skagfirð- inga hefur hér frystihús og er það hagræði fyrir útveginn, sem nú ætti að geta farið ört vax- andi vegna hafnarbótanna. Undanfarin ár hefur félags- heimili verið í undirbúningi og hefur grunnur hússins verið steyptur. íbúar Hofsós eru um 300 og því erfitt að hrinda fram mörgum félagslegum fram- kvæmdum í einu. Við gátum ekki gert hvort tveggja í einu, að reisa kirkju og byggja félags- heimili, þótt við þyrftum þess. Veðráttan hefur verið með fádæmum góð svo heyskapur hefur gengið framúrskarandi vel. Sprettan var góð. Utlit er fyrir að bændur mæti næsta vetri vel undirbúnir. Hin góða veðrátta hefur líka verið hag- stæð fyrir framkvæmdii'nar, bæði við höfnina og kirkjubygg- inguna því aldrei hefur vinna fallið niður vegna veðurs. Margir fagrir verðlaunaskildir og bikarar til keppni í sýslunni. íþróttamál í S.-Þingeyjarsýslu Eins og kunnugt er, verður landsmót ungmennafélaganna haldið að Laugum í Reykjadal næsta vor. I sumar fer fram ýmis konar undirbúningur að Laugum. Hafa ungmennafélög í H. S. Þ. unnið í sjálfboðavinnu að lagfær- ingu kringum íþróttavöllinnn. í- þróttaáhugi er vaxandi í héraðinu og stendur J)að í sambandi við hið væntanlega mót, auk þess sem áhugamenn um íþróttir leggja sinn skerf til að glæða áhuga og skilning á ]>eim málum. Skíðaíþróttin. Annars hefur skíðaíþróttin átt mestu iylgi að fagna í S.-Þing, einkiun skíðaganga, eins og kunn- ugt er. Nú hefur ýmsum hins vegar þótt, sem áhugi væri dvín- andi fyrir skíðaíþróttum, og hafa sýnt ]>að í verki, að þeir vilja reyna að endurvekja hann. Hafa ýmis fyrirtæki og einstaklingar gefið nokkra verðlaunagripi til keppni um í göngti og svigi. Eru það silfurskildir mjög fagrir. Silfurskjöld til keppni um í svigi, A-flokki karla, gaf Söltunar- stöð Venna h.f., Húsavík. Silfurskjöld til keppni í 15 km göngu, A-flokki, gaf Kaupfélag Þingeyinga. Silfurskjöld til keppni í 15 km göngu drengja, 17—20 ára, gaf Skóbúð Húsavíkur (Jónas Jónas- son). Silfurskjöld til keppni í 10 km göngu drengja, 15—17 ára, gaf Snorri Jónsson, Húsavík. Er það von unnenda skíða- íþróttarinnar, að þessir htgru grip ir verði til þess að hleypa nýju ljöri í ]>essa liollu og göfugu í- þrótt. Til þess að efla áhuga ungling- anna í héraðinu fyrir íþróttum og íþróttastarfsemi, hefur H. S. Þ. komið á íþróttakeppni á milli unglinga á aldrinum 10—15 ára. Þetta er þriðja árið, sem þessi keppni fer fram, en hún fer venjulega fram í ágúst. Arngrímur Gíslason, íþrótta- kennari sambandsins, sér um keppnjna. Keppt er í fjórum greinum frjálsíþrótta, og er keþpni á milli sambandsfélaga, þannig að það félag, sem flest stig hlýtur, vinnur hverju sinni. Níels Hermannsson, fréttaritari Dags á Hofsósi. því að reisa kirkjuna og gera hana vel úr garði, svo sem hún sjálf vitnar um. Biskup íslands, vígslubiskup Hólastiftis og marg ir aðrir vígðir menn verða við- staddir, ásamt sóknarbörnum og mörgum öðrum gestum innanhéraðs og utan. Verið er að lengja hafnar- garðinn um 20 metra og munu Keppt er um bikar, sem Óskar Agústsson gaf til hennar, og er farandgripur. Einnig er þeim beztu í hverri grein veitt áritað heiðursskjal sem viðurkenning, en þau eru einnig gefin af Óskari Ágústssyni. Margs konar keppni Telja forráðamenn íþróttamála héraðsins þessa keppni rnjög þýð- ingarmikla fyrir unglingana og í- þróttastarfsemina í héraðinu, og enda er áhugi mikill fyrir henni. En það er márgt fleira, sem H. S. Þ. hefur á sínum snærum. Að undanförnu liefur larið fram á vegum þess innanhéraðskeppni í brigde og tafli, annað hvort ár í hvorri grein. Verðlaunáskjöld úr silfri til handa þeirri sveit, sem sigraði í brigdekeppni, gaf Óli Kristinsson, Húsavík. Hefur farið fram ein keppni síðastl. vetur, og vann þá skjöldinn sveit Húsvík- inga. Hafnarbæturnar á Hofsósi veita skilyrði til vaxandi útgerðar (Ljósm. E.D.). Óskar Ágústsson, form. H.S.Þ. Silfurskjöld til skákkeppninnar gaf Óskar Ágústsson á Laugum. Hefur einnig farið fram ein keppni um hann, og vann sveit H úsvíkinga. Héraðsbúar kunna vel að meta vinsemd og áhuga þeirra manna og fyrirtæka, sem gefið hafa verð- launagripina. — Hinum ungu í- þróttamönnum er ]>að mikill styrkur og uppörvun, að finna svo myndarlega stutt við bak ]>eirra í íþróttamálunum. Norræna sundkeppnin. Nú stendur sem hæst nórræna súndkéþpnin. Hafa nijög margir Þingeyingar þegar synt. Þannig vill til, að í tvö skipti af þremur sem þessi keppni hefur farið fram, hefur þátttaka í sundinu verið lvlutfallslega mest í Suður-Þing- ey*arsýslu af öllum sýslum lands- ins. Þótt margir hafi þegar synt, þá vantar allmikið á, að sigur Þing- eyinga að þessu leyti sé tryggður nú. Til þess að efla áhuga héraðs- búa á norrænu keppninni, hefur Óskar Ágústsson á Laugum gefið verðlaunabikar, sem sá hreppur sýslunnar hlýtur, sem flesta þátt- takendur á í sundinu miðað við íbúatolu. Er mikil eftirvænting í héraðinu að vita, hver hlutskarp- astur verður, og vex nú mjög þátt- taka í sundinu. Formaður H. S. Þ. er Oskar Á- gústsson, kennari að Laugum. Pdll H. 'Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.