Dagur - 10.08.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 10.08.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 10. AGÚST 1977 34. TÖLUBLAÐ \m. t 1 paW'i Fannst látinn í Héöinsfirði Föstudaginn 5. ágúst fannst Aðalsteinn Guðmundsson, vistmaður á Dvalarheimil- inu Hlíð, Akureyri, örend- ur í Héðinsfirði. Fór hann, sem áður var getið í frétt- um, fótgangandi frá Dal- vík til Ólafsfjarðar, gamla gönguleið og var 20 klukku stundir á leiðinni, enda þoka og maðurinn rúmlega áttræður að aldri. Aðalsteinn ætlaði frá Ólafsfirði til Siglufjarðar, eða Fljóta, og þegar hann kom ekki fram, var leit hafin frá Siglufirði, Ólafs- firði og Fljótum. Fljóta- menn fundu Aðalstein ör- endan í Héðinsfirði, en þar er nú engin byggð. Aðalsteinn Guðmunds- son var atorkubóndi á Flögu í Hörgárdal í áratugi. (Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar á Akur- I Dýr hitaveita á Akureyri? Eftir að birt var í blöðum gjaldskrá Hitaveitu Akur- eyrar, hefur mönnum orð- tíðrætt um, að hún væri dýr og nokkru dýrari en < {; sumar aðrar hitaveitur á landinu. Fyrir hvern mín- útulitra einbýlishúss þarf að greiða 3.300 krónur, miðað við hemil en ekki mæli. Þá verða heimæða- gjöldin á Akureyri reikn- uð á öll hús á viðkomandi lóð, tengt hitaveitu eða - ekki, 165 þúsund krónur að viðbættum 180 krónum í fyrir hvern rúmmetra hús- næðisins. Kvartanir yfir háu verði Hitaveitu Akur- eyrar heyrast oft meira og minna rökstuddar með samanburði. Sovétmenn sprengja dag eftir dag í ánni Veiðimenn í Fnjóská hafa flHj tjáð sig lítt hrifna af því, að . sprengingar fara fram í . .- ánni og er þó ekki um gerð fiskvegar að ræða. Það eru sovéskir vísindamenn, sem halda til á Litlutjörnum og meðal annarra rannsókna sprengja í Fnjóská, stund- um morgun eftir morgun. Þetta gera þeir norðan við nýju Fjóskárbrúna, en um tilgang þeirra er blaðinu ekki kunnugt. Það er mjög 1 óeðlilegt að leyfa spreng- ingar í laxveiðiám þegar '; laxfiskar eru að ganga upp eftir ánni og göngu- seiði eru á leið til sjávar. Hús nötra í fleiri kílómetra fjarlægð við sprengingar þessar. Hér sýnist freklega gengið á rétt veiðimanna. |;K í ■ I m kemur næst út miðvikudaginn 17. ágúst. Greinarhöfundar eru beðnir að skila vélrituðum hand- ritum ef kostur er. Norræn menningarvika á Norðurlandi 13.-20. ágúst Tannlæknar og tannsmiðir taka til starfa á Húsavík Nú hallar sumri og styttist sá tími, er skólar bæjarins og allir skólar landsins hefjast á ný og þúsundir barna og ungs fólks setjast á skólabekk. Hér á Akureyri hefur að venju verið auglýst eftir mörg- um kennurum við grunnskól- ana, sem eru á fimm stöðum. Fjöldi kennara hefur þegar verið ráðinn, en þó vantar enn fólk í nokkrar kennarastöður, þrátt fyrir það, að nokkrir rétt- indalausir kennarar hafi verið ráðnir. En ráðning réttinda- lausra kennara bendir ótvírætt á kennaraskort í landinu. Þessi mynd er af nýjasta skólahúsinu í bænum, sem enn er í byggingu, en þar verður ný álma tekin í notkun í haust. Lundarskóli er yngsta skólabygging bæjarins og enn í smiðum. (Ljósm. E. D. Norræn menningarvika hefst hér á Akureyri á laugar- daginn og verður sett í íþróttaskemmunni klukkan 2 síðdegis og lýkur laugardaginn 20. ágúst. Norræni menn- ingarmálasjóðurinn hefur lagt fram nokkurt fjármagn til að halda þessa menningarviku, en framkvæmdin er í höndum Norrænu félaganna á hverjum stað. Framkvæmdastjóri þess- arar Norrænu menningarviku er Ólafur Rafn Jónsson. SKemmia nuiuiensKum menn- ingarvikugestum, kynnt með skemmtilegum hætti. En vik- unni lýkur í íþróttaskemmunni á laugdaginn með jasshátíð. Búið er að prenta mikið upp- lag dagskrár fyrir alla þá kaup- staði, er þátt taka í þessum óvenjulegu hátíðahöldum og verður hún borin í hvert hús á viðkompndi stöðum. Er því ekki ástæða til að rekja það nánar. Húsavík 8. ágúst. Húsavíkurbær og önnur þau sveitarfélög, sem sfpnda að heilsugæslustöðinni á Húsavík, hafa í sumar látið gera stofu fyrir tannlæknaþjón- ustu á efri hæð Efnalaugar KÞ við Garðarsbraut. Heilsugæslu- stöðin hefur fengið til starfa tvo unga tannlækna, þá Sigurjón Benediktsson og Stefán Haralds son. Þeir eru að hefja störf og mun fyrsta reglulega móttakan hjá þeim verða á morgun, 9. ágúst. Tveir ungir tannsmiðir, Orn Ármann Jónsson og Anna Gerður Richter, munu innan skamms taka til starfa á sama stað. Mikill fengur er fyrir fólk á Húsavík og í stórum hluta Norðausturlands, að fá þessa þjónustu. Framkvæmdastjóri og formað- ur Norrænafélagsins á Akur- eyri, Ólafur Rafn Jónsson og Bárður Halldórsson gerðu grein fyrir hátíðahöldunum með blaðamönnum í gær. Kaupstað- irnir á Norðurlandi, nema Sauð- árkrókur, taka þátt í Norrænu menningarvikunni, hver með sínum hætti og misjafnlega mik- ið, en á Akureyri stendur hátíð- in alla vikuna. (Erlent listafólk mun jheim- sækja Akureyri og fleiri hina norðlensku kaupstaði og inn- lendir listamenn leggja fram sinn skerf. Þá verður á laugar- daginn opnuð málverkasýning í Iðnskólanum og þar sýna, auk margra íslenskra málara, sjö finnskir málarar, og að kvöldi sama dags sýnir Alþýðuleikhús- ið Skollaleik í Samkomuhúsinu á Akureyri. í ráði er að menntamálaráð- herra verði viðstaddur setning- arathöfnina og þá verður allt listafólkið, sem síðar á að Enginn tannnlæknir hefur verið á Húsavík síðan Magnús tannlæknir Torfason flutti héð- an til Keflavíkur í fyrrahaust. Frá því er þorskveiðibanni létti 2. ágúst s.l. hefur enginn bátur getað farið til veiða vegna norðanáttar og brælu nema tog arinn Júlíus Hafstein, sem kom inn í nótt með 90 tonn eftir 5 daga útivist. Kaupfélag Þingeyinga er að láta gera byggingarvöruverslun í vöruskemmu sinni við Vall- holtsveg, Húsavík. Gert er ráð fyrir, að hægt verði að opna nýju verslunina á komandi hausti. Þ. J. Jarðborinn Dofri hefur nú verið settur upp á Grísará í Hrafnagils- hreppi og væntanlega byrjaður að bora. (Ljósm. Eðv. Sigurgeirss.) Spreng- ingar í Leirhnjúk Fyrir einni viku varð maður einn vitni að gufusprengingu viff Leirhnjúk, en hann var staddur skammt frá. Jarð- hræringar urðu ekki og gos- ið féll niður eftir örlitla stund. Fleiri slíkar hafa orð- ið, bæði á föstudag og laug- ardag. Hvort þetta er fyrir- boði stærri tíðinda er ekki Ijóst, en þó cr liaft eftir jarð- fræðingi, að hvað sem cr geti gerst á þessu eldvirka svæði. DAGUR Enn vantar nokkra kennara

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.