Dagur - 10.08.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 10.08.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 10. ágúst 1977 Fallegur fjárhópur á haustdegi. (Ljósm. E. D.) Árið 1976 varð öfugþróun í landbúnaði við Eyjafjörð r segir Olafur G. Vagnsson ráðunautur BSE Blaðið hafði á mánudaginn sam band við Ólaf G. Vagnsson ráðu naut Búnaðarsambands Eyja- fjarðar og spurði hann um hey- skaparhorfur og fleiri almenn tíðindi úr sveitum. Hann svar- aði á þessa leið: Heyskapur hefur tæplega gengið nægilega vel við Eyja- fjörð í sumar, miðað við eyfirsk ar venjur. En í svona veðráttu kemur tæknin að bestum not- um, svo sem súgþurrkunin. Allmargir bændur hafa nú lokið heyskap sínum og margir eru með það síðasta slegið en eiga eftir að þurrka það. Lítið er verkað í vothey og jafnvel til, að nýjar flatgryfjur í ný- byggðum hlöðum eru ekki not- aðar til votheysgerðar, heldur látið í þær þurrt hey. Um heymagnið er það að segja, að sennilega verður það nálægt meðallaginu, þegar kal- árin eru undanskilin. Það sem fyrst var slegið var ekki mikið sprottið vegna langvarandi þurrka, en síðar spratt vel og varð þá kafgras. Til er, að þurr tún hafi ekki náð sér í sumar og gefa þau litla uppskeru heys. Kal var mjög lítið en þó til. Á sumum bæjum skemmist jörð nær árlega af kali, meira eða minna. Byggingar útihúsa munu vera svipaðar og síðastliðið ár, bæði fjós, fjárhús og hlöður og víða er verið að stækka gripahús og jafiivel hlöður líka. Jarðir fara nú ekki í eyði hér við Eyjafjörð, svo mér sé kunn- ugt um og er jafnvel leitað eftir búsetu á jörðum, sem búnar eru að vera í eyði um árabil. Nýir bændur í héraði eru: Garðar Banaslys Banaslys varð á Hegranesi í Skagafirði um helgina, er bif- reið valt skammt frá Garði og ökumaðurinn, ungur Reykvík- ingur, lét lífið litlu síðar, og far- þegi í framsæti slasaðist mikið. Tveir farþegar í aftursæti slös- uðust lítils háttar. Þorbjörn Árnason fulltrúi bæjarfógeta á Sauðárkróki óskaði að nafn hins látna væri ekki birt að svo stöddu. Hestamót Hestamannafélagið Hringur í Svarfaðardal og nágrenni held- ur tveggja daga mót um næstu helgi og hafa margir látið skrá hesta sína til keppni á kapp- reiðunum og í góðhestakeppni. Mótið verður haldið á skeið- velli félagsins, Tunguflötum. Hestaeign Svarfdælinga og Dalvíkinga hefur aukist mjög. Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur BSE. Steinsson, sem keypti Engihlíð á Árskógsströnd, Ármann Sveinsson og Rudolf Jónsson, sem nú búa félagsbúi á Stein- dyrum í Svarfaðardal, og í Garðshorni á Þelamörk býr nú Jóhann Stefánsson, allir frá Ak ureyri. Og í Flögu hefur tekið við búi Björn Pálsson, áður ráðsmaður á Möðruvöllum. Þá Þá hóf búskap í Litladal í Saur- bæjarhreppi Jónas Vigfússon og á Barká í Hörgárdal Pálmi Kára- son. Þar sem ég hef farið um af- réttarlönd, sagði ráðunautur- inn, eru þau álitleg og dilkar ættu að verða vænir í haust, ef ekkert óvænt kemur fyrir, hvað veðráttuna snertir. Þá eru horf- ur á ágætri kartöflusprettu í ár, ef haustfrostin takmarka ekki sprettuna því fyrr. Sú þróun varð á árinu 1976, að nautgripum fækkaði í héraði sem þessu. Væntanlega snýst sú þróun á ný til réttrar áttar. Þá er þess að geta, að nú er fast gengið eftir nautgripakjöti á markaðinum en vöntun er á því. Má vera, að þetta örvi á ný þá franileiðslu og að meira verði sett á af kálfum en áður, sagði ráðunauturinn að lokum, og þakkar blaðið upplýsingarn- ar. n r' QJ Jl- • Saknar blaktandi fána. Fjölskylda, sem oft á leið á flugvöílinn við Akureyri hefur beðið blaðið að koma þeirri ósk á framfæri, að við flugstöðina séu fánar við hún eins og áður hafi verið. Saknar hún þess að sjá ekki blaktandi fána á þessum stað. Er ósk þessari hér með komið á framfæri. • Góður vettvangur. Alltaf eru blaðinu að berast bréf um margs konar efni. Því miður eru mörg þessara bréfa nafnlaus og því verða þau ekki birt nerna bréfrit- arinn geri grein fyrir sér. — Hitt er svo samkomulagsat- riði og ekki miklum vand- kvæðum bundið að birta ekki nafn greinarhöfundar, ef hann óskar ekki að láta nafns síns getið. Hér með er greinarhhöfundum bent á þetta einu sinni enn. Þeir eiga að láta nafn sitt fylgja greininni, en geta einnig haft símasamband við ritstjóra. En bréfin, sem blaðinu eru send, eru mörg fróðlcg og því kærkomin. Og þar sem blöðin eru nú einu sinni sem kjörinn vettvangur fólks til að koma skoðunum sínum, ábendingum og aðfinnslum á framfæri, er ekkert sjálf- sagðara en að nota þann vettvang. • Faldi peningana í gjótu. Sá stórglæpamaður þýskur, sem íslendingar handtóku með berum höndunum í Reykjavík, hefur verið flutt- til heimalands sins. Þar tóku vopnaðir verðir laganna á móti honum og er hann því væntanlega úr sögunni, þar sem hans bíður nú löng fang- elsisvist. Þjóðverjinn hafði mikla peninga undir höndum á meðan hann dvaldi undir fölsku nafni hér á landi og geymdi þá meðal annars í bensínbrúsa í gjótu einni í Þingvallahrauni og sótti þá þegar skotsilfur þraut Þýskir lögreglumenn komu hingað til lands til að fylgjast með gangi mála, eftir hand- tökuna. En fleiri voru á ferð- inni, því tímarit eitt í Þýska- landi sendi hingað frétta- mann sinn til að skrifa um atburðinn, handtökuna og annað það, er ritið kýs að birta meira en milljón lesend- um sínum. • Hagurinn vænkast. Menn voru orðnir mjög ugg- andi um það, að á Suður- og Suðvesturlandi yrði þriðja óþurrkasumarið í röð, en það hefði knésett marga bændur á því svæði. En vikuþurrkur bjargaði þeim og er heyskap- ur nú langt kominn eftir þessa ágætu daga. En á sama tíma og sunnlenskir bændur unnu sem ákafast að hey- skap í góðum þerri, var rign- ing á Norðurlandi og á sum- um stöðum svo mikil, að hey skemmdust verulega. Nú hefur aftur rofað til hér fyrir norðan og eru heyskaparlok hjá mörgum á næsta Ieiti, en nokkrir hafa þegar lokið heyskap sínu mað fullu. • Samtökin. Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem cnn eru til, munu bjóða fram á Vest- fjörðum við næstu alþingis- kosningar, samkvæmt um- sögn Magnúsar Torfa Ólafs- sonar. En á flokksráðsfundi var í haust ákveðið að bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. En þrátt fyrlr þetta mun Karvel Pálmason bjóða sig frarn í því kjördæmi og segir það „óháð vestfirskt framboð“. Er nú illa komið fyrir svo- kölluðum samtökum vinstri manna í landinu, sem stofn- uð voru til þess að sameina allt vinstra sinnað fólk og samvinnufólk til sjávar og sveita, því samtökin hafa öll- um pólitiskum samtökum síður sameinað eitt eða neitt Ungu mennirnir vinna vel Guðmundur Jónasson á Ási í Vatnsdal sagði blaðinu fyrir helgina að mokveiði væri í Vatnsdalsá. Þar veiddust einn daginn nú í vikunni þrjátíu lax ar, annan dag 37 og þriðja dag- inn 50 laxar. Veitt er á fjórar stengur. Leigutakinn, Englend- ingurinn Ashley Cooper, ásamt ráðskonu sinni og fylgdarmanni kom nýlega hingað. Hann hefur komið árlega síðan 1962, veitt hér og fylgst með ánni, sérstak- ur ágætismaður. Nú er annar þurrkdagurinn eftir óhemju mikla rigningu, og í dag og á morgun verður mik- ið hirt af heyi, sem sumt er far- ið að hrekjast, ef þurrkur verð- ur og þá verða engin vandræði í Húnaþingi. Líklega verður stutt í það, sagði Guðmundur, að bannað verði að reka hross til heiða á sumrin. Búið er þegar að tak- marka það þannig, að ekki má reka þau fyrr en 15. júlí. í heimahögum verður of þröngt nema fækka hrossunum. Á þessu verður sennilega mikil breyting áður en langt líður. Héðan er hrossasala á erlendan markað lítil. Kannski höfum við ekki lagt okkur nægilega vel fram um hrossakynbætur, eftir að nýr tími sporthestanna rann upp. En hér er þó alltaf verið að temja og áhersla er lögð á kynbætur. Verið er að leggja hitaveituna á Blönduósi, en þar hef ég ver- ið nokkra daga og það er mér ánægja að geta sagt frá því, að ungir menn vinna rösklega við framkvæmdir og hef ég horft á það, svo það fer ekki á milli mála. Ætlunin er, að hitaveit- an komi í gagnið strax í haust. En byggðin er dreifð og því seinlegra að leggja hitaveituna um allan staðinn. Þeir moka upp laxinum úr Blöndu og í Miðfjarðará er meiri laxveiði en nokkru sinni áður. En Svartá má heita dauð ennþá, enda gengur laxinn að jafnaði seint í hana, og Laxá á Ásum er líklega svona sæmileg, en mikið er þó búið að veiða í henni. En nú ætlum við að fara hringveginn, rangsælis, og leggja af stað á mánudaginn, sagði fréttaritarinn að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.