Dagur - 10.08.1977, Blaðsíða 7

Dagur - 10.08.1977, Blaðsíða 7
Jón H. Þorbergsson á Laxamýri 95 ára Þess er minnst um þessar mund- ir, að einn af merkustu búnað- arfrömuðum landsins, Jón H. Þorbergsson á Laxamýri er hálf tíræður. Hann er Þingeyingur í báðar ættir, fæddur á Helga- stöðum í Reykjadal 31. júlí 1882, sonur hjónanna Þorbergs Hall- grímssonar og Þóru Hálfdánar- dóttur, sem þá bjuggu þar. Var hann einn fjögurra bræðra, en hinir voru: Benedikt, sem dó ungur, Hallgrímur, sem lengi bjó á Halldórsstöðum í Laxár- dal, mikill fjárræktarmaður, og Jónas ritstjóri og síðar út- varpsstjóri yngstur. Þessir bræð ur misstu ungir móður sína og tvístraðist þá fjölskyldan og Jón var ráðinn matvinnungur að Glaumbæjarseli, ellefu ára gamall. Má ímynda sér, að þess- ir bræður hafi átt erfiðar stund- ir í uppvexti, en hitt varð þó enn ljósara, að þar voru mikil mannsefni að alast upp, gáfaðir menn og duglegir. Jón H. Þorbergsson fór ungur utan til náms, bæði í Noregi og Skotlandi, og auk lýðháskóla- náms nam hann búnaðarfræði, vann margvísleg landbúnaðar- störf og kynnti sér þó sauðfjár- ræktina öllu öðru fremur. Heim kominn gerðist hann ráðunautur Búnaðarfélags ís- lands, stóð fyrir búfjárræktar- sýningum um land allt og talið var, að hann hefði á nokkuð löngu árabili komið á flest ís- lensk bændabýli á landinu. En ýmist fór hann gangandi eða ríðandi og var einstaklega vask ur maður og svo áhugasamur og hvetjandi um búnaðarfram- kvæmdir og aukna menningu sveitanna, að hann var í sjálfu sér sá neisti, sem hvarvetna kveikti áhuga og bjartsýni. Starf Jóns var alveg ómetan- legt og verður vart ofþakkað, enda mun leitun að leiðbein- anda í landbúnaði, sem annað eins hefur á sig lagt í starfi fyrir bændastéttina. En ásamt dugn- aðinum var Jón, og er, mikill mælskumaður og mjög fær í sínu starfi. Árið 1916 varð Jón bóndi á Bessastöðum og keypti þá jörð og bjó þar rausnarbúi, en gaf sig auk þess að félagsmálum og var um skeið ritstjóri Freys og með eigandi blaðsins um skeið. Eftir ellefu ára búskap á Bessastöðum keypti Jón Laxa- mýri og bjó þar síðan og dvel- ur þar enn í skjóli afkomenda sinna. En auk búsýslunnar lét hann sér fátt óviðkomandi er að búskap og félagsmálum Ibænda /laut og tilj hans rná rekja ýmiskonar félagslegar um bætur. Mælska og ritleikni voru honum sem í blóð bornar og hefur hann um daga sína ritað mjög mikið um landbún- aðar-, félags- og menningarmál og einnig ævisögu sína, sem út kom er hann var um það bil áttræður. Hann ritaði um ára- bil þættina „Gróandi jörð“ í Dag á Akureyri, eldheitar hvatningar- og fróðleiksgreinar. Jón H. Þorbergsson. Á síðari árum hefur áhugi hans verulega beinst að trúmálum og þar hefur hann heldur ekki sett ljós sitt undir mæliker. Bændastétt landsins stendur í mikilli þakkarskuld við Jón H. Þorbergsson á Laxamýri og því minnist hún um þessar mundir öldungsins með hlýhug og virðingu. Norrœn menningarvika á Noráurlandi 13.-20. ágúst 1977 Dagskrá norrænu menninprvikunnar HUSAVIK Sunnudagur, 14. ágúst. Klukkan 1500. Barnaskemmtun brúðu- leikhússins í Samkomuhúsinu. Sunnudagur, 14. ágúst. Klukkan 2030 er norrænt skemmtikvöld með listafólki frá Noregi og Svíþjóð í Félagsheimilinu. Fimmtudagur, 18. ágúst. Klukkan 2100 skemmtir danski leikflokk- urinn Smedjen með vísum og söng í Samkomuhúsinu. AKUREYRI Laugardagur, 13. ágúst. Norræn Menningarvika á Norðurlandi sett klukkan 1400 f Skemmunni á Akureyri. Kynnt verður norr- ænt listafólk er sækir okkur heim. Laugardagur, 13. ágúst klukkan 1700 verður opnuð finnsk og norðlensk málverkasýning f húsi Iðnskólans á Akureyri. Laugardagur, 13. ágúst klukkan 2030 flytur Alþýðuleikhúsið Skollaleik f Samkomuhúsinu. Sunnudagur, 14. ágúst. Síðdegistónleikar á Ráðhústorgi. Sunnudagur, 14. ágúst. Klukkan 2100 tónleikar með Herði Ás- kelssyni og fleiri listamönnum í kirkjunni. Mánudagur, 15. ágúst. Danski leikflokkurinn Smedjen skemmtir í Samkomuhúsinu klukkan 2030 ásamt fjölmörgum norrænum listamönnum öðrum. Þriðjudagur, 16. ágúst. Síðdegistónleikar með Ingimar Eydal og félögum á Ráðhústorgi. Þriðjudagur, 16. ágúst, klukkan 2100 gftarleikur í Iðnskólanum. Litir og list. Miðvikudagur, 17. ágúst. Klukkan 2100. Philip Jenkins og Guðný Guðmundsdóttir leika norræn lög í Samkomuhúsinu. Fimmtudagur, 18. ágúst. Kirkjutónleikar með Arnaldi Arnarsyni. Föstudagur, 19. ágúst. Norrænu listamennirnir ferðast til Gríms- eyjar með lag og Ijóð. Föstudagur, 19. ágúst. Kvöldskemmtun í Sjálfstæðishúsinu með norrænu listamönnunum. Laugardagur, 20. ágúst. Klukkan 1600, jazz-hátíð í Skemmunni með Olli Ahvenlahti frá Finniandi, Lasse Werner frá Svíþjóð og Ingimar Eydal og félögum. SIGLUFIRÐI Sunnudagur, 14. ágúst. Alþýðuleikhúsið sýnir Skollaleik klukkan 2100 í Nýja Bíói. Þriðjudagur, 16. ágúst. Klukkan 2030 er norrænt skemmtikvöld í Bíóhúsinu. Listafólk frá islandi, Noregi og Svíþjóð skemmta með tónlist og söng. Miðvikudagur, 17. ágúst er danski leikflokkurinn Smedjen á ferð- inni með leik og söng. Laugardagur, 20. ágúst. Klukkan 1700 skemmtir brúðuleikhúsið í Nýja Bíói. ÓLAFSFIRÐI Þriðjudagur, 16. ágúst. Danski leikflokkurinn Smedjen skemmt- ir í Félagsheimilinu Tjarnarborg klukkan 2100. Svantes viser verða efst á baugi. Fimmtudagur, 18. ágúst. Klukkan 2030 skemmtir norrænt lista- fólk með tónlist og söng í Félagsheimilinu að Tjarnarborg. Laugardagur, 13. ágúst klukkan 1700 verður barnaskemmtun brúðuleikhússins í Félagsheimilinu. DALVÍK Sunnudagur, 14. ágúst. Barnaskemmtun brúðuleikhússins verður klukkan 1500 í Víkurröst. Sunnudagur, 14. ágúst. Klukkan 2100 verður danski leikflokkur- inn Smedjen í Samkomuhúsinu með vísna og skemmtikvöld. Miðvikudagur, 17. ágúst. Klukkan 2030 hefst norrænt skemmti- kvöld í Víkurröst. DAGUR•7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.