Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 11 Dýrir dropar Ilmvötn tilheyra jólailminum eins og svo margt annað. Sennilega verður ilmvatnsglas í mörgum jólapakkanum í ár eins og endra- nær. En droparnir eru dýrir. Ef við reiknum út hvað 1 lítri af ilmvatninu Jaipur, nýja ilminum frá Boucheron, kostar þá fáum við út svimandi háa upphæð eða nær 2 milljónir króna. Þá er um að ræða 7,5 ml af „ekta“ ilmvatni eða parf- ume í fallegu hönnuðu glasi sem kostar rúmar 14 þúsund krónur í verslun í Reykjavík þar sem við könnuðum verðið. Til er ódýrara glas af parfume með úða sem í eru 10 ml. Það kostar rúmar 10 þúsund krónur. Veikari styrkleiki er ódýr- ____________Bridge Reykja- víkur- mótí sveita- keppni Reykjavíkurmót í sveitakeppni 1995 verður spilað með fyrir- komulagi sem hefur verið prófað einu sinni áöur við góðar undir- tektir spilara. Ef þátttaka fer yfir 22 sveitir verður skipt í 2 riðla (raðað verður i riðlana eftir meistarastigum + 5 ára stig). Spilaðir verða 16 spila leikir. Ef þátttaka fer ekki yfir 22 sveitir verður spiluð 10 spila raöspila- keppni og í lokin verður spiluð útsláttarkeppni með þátttöku 8 efstu sveitanna. Eftir að riðlakeppni er lokið spDa 4 efstu sveitir í hvorum riðli (sigurvegarar hvors riðils veija sér andstæðing úr hinum riðlin- um sem endaði í 2.-4. sæti) út- sláttarkeppni þar til ein sveit stendur eftir sem hlýtur titilinn Reykjavíkurmeistari í sveita- keppni 1995. Á sama tíma spila þær sveitir sem enduðu í 7.-9. sæti í sínum riöh, 16 spila rað- spilakeppni um síðustu 3 sætin á íslandsmót (Reykjavík á rétt á 15 sveitum í undankeppni íslands- móts 1995). Keppnisdagar miðaö við þátttöku 24 sveita er þánnig: 4. janúar umferðir 1-2 5. janúar umferöir 3-4 7.-8. janúar umferðir 5-9 11. janúar umferðir 10-11 Ef þátttaka fer yfir 24 sveitir get- ur 12. janúar bæst við sem spila- dagur og hugsanlega spilaðar tvær fleiri umferðir helgina 7.-8. janúar. Úrshtakeppnin fer siðan fram eftirtalda daga; 18. janúar 8 sveita úrslit 21. janúar undanúrsht 22. janúar úrsht 21.-22. janúar 16 spha raðsveita- keppni um 3 siðustu sætin í und- ankeppni íslandsmóts. Ef gestasveitir spila í Reykjavik- urmótinu ghda öh úrslit á móti þeim en gestasveitum verður slönguraðaö neðan frá til að skekkja ekki styrkleikaröð Reykjavikursveita í riðlinura. Reiknaöur verður fiölsveitaút- reikningur og spiluð verða for- gefin sph. Keppnisgjald veröur 15.000 krónur á sveit og skráning- arfrestur er th 3. janúar. Tekið er viö skráningu hjá BSÍ í síms 879360. - lítrinn af ilmvatni á nær tvær milljónir Dýrmætir dropar. Um alla tið hafa menn notið þess að hafa góðan ilm í kringum sig eða á sér. ari. Þessi nýi hmur frá Boucheron er sagður „ættaður" frá Indlandi og er vinsæll meðal kvenna 25 ára og eldri. Vinsælasta ilmvatnið í Evrópu í dag hjá ungum stúlkum og konum upp að þrítugu er frá tískuhönnuð- inum Jean Paul Gaultier. Fallega hannað glas með 30 ml af parfume kostar nær 13 þúsund krónur. Háð tísku- sveiflum Ilmvötn eru háð tískusveiflum en Chanel no. 5 er klassískt. Þeir sem th þekkja telja vist aö þessi ilm- vatnstegund muni aldrei fara út tisku. Þegar kvikmyndastjarnan Marhyn Monroe var eitt sinn spurð að því í hverju hún svæfi sagðist hún bara nota einn dropa af Chan- el no. 5. En sami ilmur hentar alls ek-ki öllum. Sumir segja að það sé eins og með fötin, öllum fer ekki það sama jafn vel. Sérfræðingar segja að það eigi alls ekki að velja sér ákveðið ilmvatn af því að það lykti svo vel á einhverjum öðrum. Dm- vatn lyktar mismunandi á einstakl- ingum. Það þarf góðan tíma til að prófa ilmvatn og maður ætti ekki að prófa mörg í einu. Það er ekki fyrr en eftir um það bil eina klukkustund sem hægt er aö finna hvernig ilmur muni verða af manni meö tegundina sem prófuð var. Óþægileg ilmvatnslykt Þó svo að hmurinn sé unaöslegur þá getur hann orðið miður góður þar sem margir eru saman komnir með hmvatn á sér eins og til dæm- is í leikhúsi eða jafnvel bara í lyft- unni heima í blokkinni. Ekki verð- ur ilmurinn betri ef hann blandast lykt af þvottaefni, skolefnum, svitalyktareyði eða sjampói. Ilmvatnslykt getur veriö óþægi- leg fyrir astmasjúklinga eins og önnur sterk lykt. Margir eru hættir aö taka það illa upp ef minnst er á tóbaksreyk en ef imprað er á ilm- vatnslykt er ekki víst að sýndur sé jafn mikih skilningur. Það er ekki hægt að gera ráð fyr- ir að „ekta“ ilmvatn (parfume) eða veikari ilmur, eau de parfume eða eau de toilette, haldi sér endalaust. í opnaðri flösku, sem stöðugt er í notkun, helst ilmurinn í sex til tólf mánuði. Þess vegna er ráðlegt aö kaupa ekki of stóra flösku. Ilmur- inn fer fljótt ef flaskan er geymd í hita og þar sem sólin nær að skína á hana. Talið er ráðlegt að geyma óopnuð hmvatnsglös í kæliskáp. AÍllll 1 f i#t= 9 9*17*00 Verö aðeins 39,90 mín. 6smuwu2iií5!ŒS 11 Lottó 2 | Víkingalottó 3.1 Getraunir ^ðcins þnð bestn fjftit |»ig/ Rúm í skáp Springdýna Rammadýna TM - HÚSGÖGN Sjúkra rúm Síðumúla 30 — sími 68-68-22 Opið mánudaga-föstudaga 9-18 - laugardaga 10-17 - sunnudaga 13-17 Frá Jensen færðu allar gerðir af dýnum Amerísk dýna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.