Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 Neytendur Helgi Valdimarsson, sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmisfræðum: Sykumeysla getur stuðlað að alls kyns vanlíðan - um 15% íslendinga meö bráðaofnæmi sem verður sífellt algengara „Ég sagði eitt sinn við ráðherra heil- brigðismála að ef ég fengi að gera eina aðgerð til að spara útgjöld í heil- brigðisgeiranum myndi ég banna innflutning á sykri. Sykur veldur ekki banvænum sjúkdómum en mig grunar að hann geti stuölað að alls kyns vanlíðan sem fólk leitar mikið til lækna út af,“ sagði Helgi Valdi- marsson, sérfræðingur í ónæmis- og ofnæmisfræðum, í samtali við DV í tilefni heilsuvikunnar. Sem dæmi um vanlíðan nefndi hann höfuðverk, þreytu, truflun á ristilstarfsemi og vöðvaverki. Helgi sagði íslendinga almennt neyta alltof mjkils sykurs en hann hefur m.a. örvandi áhrif á vöxt ger- sveppa í líkamanum og raskar þannig öi-veruvistkerfmu. Mikil sykurneysla getur líka valdið vanlíðan vegna þess að hún hefur í för með sér miklar sveiflur í blóðsykri. „Ef fólk byrjar t.d. daginn með því að drekka mjög sætan drykk á fastandi maga getur blóðsykur fallið það langt niður eftir 1-2 klst. að það valdi miklum slapp- leika og einbeitingarskorti. Það eru ótrúlega margir háðir sykri, eins kon- ar sykurfíklar, og hreinlega „detta í það“ þó þeir viti að það valdi þeim veruiegum óþægindum. Líkami þeirra virðist kaUa sterkt á sykur og þetta er t.d. áberandi hjá sumum kon- um rétt fyrir blæöingar," sagði Helgi. Ofnæmi sífellt algengara Tahð er að í kringum 15% íslend- inga hafi bráðaofríæmi af einhverju tagi þó þeir hafi ekki einkenni nema öðru hvoru. Helgi sagði að til væru nokkrar tegundir af ofnæmi. „Það er auðveldast að greina bráðaofnæmi sem orsakast af mikilh framleiðslu á svokölluðum E-mótefnum. Það er hins vegar oft erfitt að greina aðrar tegundir, einkum þær sem tengjast fæðu. Algengi bráðaofnæmis virðist fara vaxandi þó menn viti ekki hvers vegna,“ sagði Helgi. Mengun hefur veriö nefnd sem hugsanlegur of- næmisvaldur og bráðaofnæmi er t.d. algengara á meðal barna þar sem annar' eða báöir foreldrar reykja. Bráðaofnæmi fyrir fæðu er langal- gengast í ungbörnum, þannig hafa að sögn Helga yfir 30% íslenskra bama greinst með ofnæmiseinkenni fyrir 2 ára aldur. „Sýnt hefur verið fram á að börn- um hættir meira til að fá ofnæmi ef þau komast snemma í snertingu við ofnæmisvaldinn," sagöi Helgi. Hann ráðlagði konum með börn á brjósti, þar sem áberandi ofnæmi er í fjöl- skyldunni, að forðast mat sem er al- gengur ofnæmisvaldur því börn geti fengiö ofnæmi í gegnum brjósta- mjólkina. Sum fæðuefni eru meira ofnæmisvekjandi en önnur, t.d. mjólk, fiskur og egg. „Helstu ofnæm- iseinkenni barna eru roði í kringum munn, kröftug uppköst, kláðaexem og jafnvel astmi,“ sagði Helgi. Óþol algengara en ofnæmi Hann sagði fæðuóþol vera algeng- ara en fæðuofnæmi. „Læknar greina ekki fæðuofnæmi nema hægt sé að sýna fram á að einkennin orsakist af viðbrögðum ónæmiskerfisins. Hins vegar íinnur fólk oft fyrir óþæg- indum áf ákveðinni fæðu án þess að hægt sé að greina slík ónæmisvið- brögð. Þá er talað um fæðuóþol. Fólk getur t.d. fengið veruleg meltingaró- þægindi af mjólk vegna þess aö það myndar ekki ákveðið ensím sem klýfur mjólkursykur," sagði Helgi. Ger- og sykursnautt fæði Mikið hefur verið rætt um hve geróþol er algengt og að það geti átt rætur að rekja til ónæmisviðbragða gegn geri og afurðum þess. „Margvís- leg óþægindi hafa verið tengd ger- óþoli, bæði höfuðverkur, þreyta, bjúgþroti, lið- og vöðvaverkir. Ýmis- legt bendir til þess að þetta geti verið rétt en það hefur ekki ennþá verið sannað með fullnægjandi rannsókn- um,“ sagði Helgi. En auk höfuðverks og þreytu geta konur t.d. fengið bjúg og þrota fyrir blæðingar þannig að „Sykur veldur ekki banvænum sjúkdómum en mig grunar að hann geti stuðl- að að alls kyns vanlíðan sem fólk leitar mikið til lækna út af,“ sagði Helgi Valdimarsson, sér fræðingur í ónæmis- og ofnæmisfræðum. DV-mynd BG kviðurinn blæs upp. Helgi sagði það því vel ómaksins vert fyrir fólk sem haft hefur slík einkenni og leitaö ár- angurslaust til lækna án þess að fá greiningu að fara á ger- og sykur- snautt fæði í 2-3 vikur og athuga hvort líðanin batni. „Einnig getur fólk prófaö að drekka bjór og borða brauð og athugað hvort það fær ein- kenni,“ sagði Helgi að lokum. Nýju lögin um fjöleignarhús og húsaleigu: Svör við spumingum lesenda 991500: Nú býðst lesendum neytend- asíðunnar loksins tækifæri til að tjá síg eöa spyrjast fyrir um ýmis mál tengd neytendum með því að hringja í síma 99 1500 og velja 2 fyrir neytendur. Þetta er uppiagt fyrir þá sem vríja t.d. koma á framfæri ábendingum eða spurningum varöandi óvenjulega viöskipta- hætti, veröbreytingar, sniðug húsráð, uppskriftir, mataræði eða annað. Minútan kostar 39,90 kr. Við höldum áfram að birta svör við spurningum lesenda varðandi nýju fjöleignarhúsalögin og lögin um húsaleigu. Þeim sem hafa slík- ar spurningar er nú bent á að hringja í síma 99 1500, velja 2 fyrir neytendur og lesa inn spurning- arnar. Mikilvægt er að hafa þær stuttar og hnitmiðaðar. Svör þeirra Sigurðar Helga Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og höfundar laganna, og Guðrúnar Agnesar Þorsteinsdóttur lögfræðings birtast svo á neytendasíðunni næstu föstu- daga. 1. Hveijar eru hinar almennu reglur um húsdýr og breytast þær eitthvað varðandi þær reglur sem fyrir eru við gildistöku nýju lag- anna? Hunda- og kattahald í íjöl- eignarhúsi er háð samþykki allra eigenda, eða a.m.k. þeirra sem hafa sameiginlegan inngang, stigagang eða annað sameiginlegt húsrými. Þetta gilti áður um hunda en er nýlunda hvað varðar ketti. Það er ljóst að dýr, einkum kettir, geta valdið fólki margvislegum óþæg- indum og ama og jafnvel magnað upp sjúkdóma eins og ofnæmi og astma. Fólk sem fyrir því verður ber fyrir sig mannréttindum og tel- ur að eignaréttur þeirra og heimil- isfriður eigi að vera vemdaður fyr- ir slíku og löggjafinn taldi hags- muni þeirra vega þyngra en hinna. 2. Hvers vegna var dýraeigendum ekki gefinn lengri frestur og aðlög- unartími? Lögin voru samþykkt á Alþingi í mars með gildistökufresti í 9 mánuði, þ.e. til síðustu áramóta. Þessi tími var hugsaður og ætlaður til aðlögunar og rækilegrar kynn- ingar sem félagsmálaráðuneytið átti að annast samkvæmt lögum. Þvi miður hefur þessi kynning ver- iö lítil sem engin nema af hálfu Húseigendafélagsins og aðlögunar- tíminn því ekki gagnast sem skyldi. Sú spurning hefur komið upp hvers vegna menn fá ekki að hafa þau dýr sem fyrir eru á meðan þau lifa. Það hefur sennilega þótt erfitt í framkvæmd og ekki nægilega af- gerandi til að vernda þá hagsmuni sem vernda á meö þessum tak- mörkunum. 3. Hvernig eiga þeir að bera sig að sem vilja breyta hagnýtingu sér- eignar? Slík atriði hafa verið óþijótandi tilefni deilna í fjöleign- arhúsum, einkum varðandi at- vinnustarfsemi í húsnæði sem ætl- að er til íbúðar. Hingað til hefur réttur eiganda gagnvart sameig- endum verið ríkari. Hann hefur almennt haft frjálsar hendur, t.d. við að hefja atvinnustarfsemi í íbúð, og þeir lítiö getað aðhafst nema ónæðið hafi keyrt um þver- bak. Nú er dæminu snúið viö. Breyting á hagnýtingu séreignar er alltaf háö samþykki annarra eig- enda, ýmist allra, ef breyting er veruleg, eða einfalds meirihluta. Þó er komið til móts við viðkom- andi eiganda með því að hindra að aörir eigendur geti synjað um sam- þykki á ómálefnalegum grundvelli. Þá er breytt hagnýting á húsnæði háð samþykki byggingaryfirvalda og því þarf fyrirspyriandi að sækja um byggingarleyfi fyrir hinni breyttu hagnýtingu. 4. Skiptist rafmagn og hiti í sam- eign jafnt niður á allar íbúðir í fjöl- eignarhúsi án tillits til stærðar þeirra? Já. Allur sameiginlegur rekstrarkostnaður skiptist að jöfnu, s.s. rafmagn, hiti og vatn í sameign og kostnaður við umhirðu sameiginlegs húsrýmis og lóðar. I tilefhi heilsuviku DV er ekki úr vegi að koma með nokkur holl ráð varðandi matargerð. Við rák- umst á samantekt tveggja iðju- þjálfa, hjúkrunarfræðings og næringarráðgjafa af shkum ráð- um og birtum þau hér fyrir neö- an. Þar voru eftirfarandi fjögur atriði einkum höfð að leiðarljósi við matargerðina: - að nota Qölbreytt hráefni - að nota meira grænmeti - aðdragaúrfituogsparasykur - að draga úr saltnotkun Seltin í stað salts Seltin er notað alveg eins og salt en er talið hoUara, a.m.k. fyr- ir þá sem eru með of háan blóð- þrýsting. Það er þvi upplagt að nota það í stað salts í sumum uppskriftum. Salt bindur vatn í líkamanum svo nauðsynlegt er að nota það í hófi. Það er vel hægt að venja sig af mikilli salt- notkun og nota t.d. jurtakrydd og nýjar kryddjurtir í staðinn. Forðist tilbúnar kryddblöndur því þær innihalda oftast mikiö salt. Meðferð gervisætu- efna Þaö eru ekki allir sem vita að sum gervisætuefni þola hita en önnur ekki, þ.e. hægt er að nota sum þeirra í hakstur og elda- mennsku en önnur ekki. Sakkar- ín og cyclamate (t.d. Hermesetas) gefa rammt eftirbragð en þau er hægt að nota í bakstur. Sætuefnið aspartam (t.d. Canderel) gefur lít- ið eftirbragð en eyðileggst við suðu og er óhæft í bakstur. As- partam má þó setj a í heitan vökva eftir suðu. Ponnuuði til steikingar Ýmsar aðrar matreiðsluaðferö- ir eru heppilegri en steiking, s.s. að glóðarsteikja eöa baka i ofni, ef markmiðið er að spara við sig fitu. En ef steiking verður fyrir valinu er hægt að nota pönnuúða (t.d. Pam) í stað smjörlíkis til að takmarka fituna. Pönnuúði fæst í úðabrúsum í flestum matvöru- verslunum en einnig má pensla pönnuna með örlítilli olíu eða þurrsteikja á pönnum sem ekki festist við. í stað rjóma Yfirleitt má nota sýröar mjólk- urvörur i stað rjóma. Súrmjólkin hentar t.d. vel og til að fá hana þykkari má setja hana í kaífifilt- erpoka í 1-2 klukkustundir svo mysan siist frá. Einnig má nota kaffujóma í matargerð. Hann inniheldur töluvert minni fitu en rjóminn. Orkuinni- hald Hér á eftir fer tafla yfir orku- innihald (he.) í 100 grömmmn af nokkrum sýrðum mjólkurafurð- um; Sýrður rjómi, 18%, 193 he. Sýrður rjómi, 10%, 115 he. Síuö súrmjólk, 157 he. Súrmjólk, 66 he. Skyr, 62 he. Jógúrt án ávaxta, 67 he. Kotasæla, 110 he.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.