Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1995 Meiming__________________________________________________________pv Norræn menningarhátíð haldin í tengslum við þing Norðurlandaráðs: Heildarkostnaður hátt í 50 milljónir króna - yfir 60 atriði verða í boði í Reykjavík og á Akureyri og ísafirði islenski dansflokkurinn verður með atriði á norrænu menningarhátiðinni Sólstöfum sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri og ísafirði í febrúar og mars. Mikil norræn menningarhátíð, sem fengið hefur nafnið Sólstafir, verður haldin í Reykjavík, á Akur- eyri og ísafiröi í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem fram fer í Reykjavík dagana 27. febrúar til 2. mars næstkomandi. Er áætlað að heildarkostnaður vegna hátíðarinn- ar verði um og yfir 45 milljónir króna. í norrænu fjárlögunum er gert ráð fyrir hliðstæðu framlagi til hátíðar- innar hér og veitt var til hátíðarinnar í Sfokkhólmi í fyrra, þ.e. 3,5 milljón- um danskra króna eða um 39 milljón- um íslenskra króna. í DV var greint frá því í mars í fyrra að tæpar 40 milijónir kæmu frá Norðurlandaráði vegna hátíðarinnar. Við norræna framlagið bætist beinn og óbeinn kostnaður hér heima. Ráðuneytið hefur kostað undirbúningsvinnu vegna hátíðarinnar, auk þess sem stofnanir og aðilar, sem standa að dagskráratriðum, leggja til vinnu og aðstööu. Þá fékk ráðuneytið hækkun í fjárlögum í fyrra og í ár til norræns samstarfs vegna undirbúnings og framkvæmdar hátíðarinnar. Þá hef- ur Norræni menningarsjóðurinn veitt styrki beint til ýmissa atriða sem verða á hátíðinni. Til saman- Bíódagarfá góðadómaí Danmörku Bíódagar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, hefur fengið góða dóma í dönskum hlöðum en myndin hefur verið sýnd þar síð- ustu vikur. í vikublaðinu Week- end Avisen er fariö mjög lofsam- legum orðum um myndina og henni líkt við Cinema Paradiso og fleiri frægar myndir af svip- uðu tagi. Þá birtist viðtal og um- fjöllun um Friðrik Þór í Politiken þar sem íslensk kvikmyndagerö er sögð nánast standa og falla með einum manni en hann sé aö leikstýra tveimur myndum og sé auk þess framleiðandi að fjórum. Listasjóður Pennansstyrkir unga listamenn Listasjóður Pennans hefur veitt Guðrúnu Hjartardóttur mynd- listarmanni 300 þúsund króna styrk og keypt málverk af Sig- tryggi Bjama Baldvinssyni. Markmið sjóðsins er meðal ann- ars að styðja við bakið á ungu myndlistarfólki sem hefur staðið sig vel í námi og er að leggja af stað út á listabrautina. Var það einróma álit sijórnar sjóðsins að Guðrún væri verðug- ur fúlltrúi yngri listamanna sem nýkomnir eru heim úr námi. Hún hafi sýnt óveniu mikla fjölhæfni og framsækni í verkum sínum og sé órög aö tefla saman huglægu efni og hlutlægum formum. Guð- rún útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1991 og var í framhalds- námi i fjöltækni í Hollandi 1991- 1994. Hún hefur tekið þátt í fjöida sýninga. Sigtryggur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1990 og lauk námi í fjöl- tækni f Frakklandi 1994. Hann hefur haldið eina einkasýningu og tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. burðar við fjárframlög til þessarar norrænu menningarhátíðar má nefna aö opinber íjárframlög til Listahátíðar í Reykjavík námu 30 milljónum króna í fyrra. Stendur í sex vikur Norræna menningarhátíðin hefst Sigurjón J. Sigurasson, DV, fsafirði: Á fimmtudag í síðustu viku fór fram aö viðstöddu fjölmenni formleg afhending á nýbyggðu verkmennta- húsi Framhaldsskóla Vestfjarða. Við athöfnina voru tólf nemendum af iðn- og vélstjórnarsviðum aíhent prófskírteini en tólfmenningamir hafa allir lokið áfangaprófum sem veita réttindi að lokaprófum af braut. Guðmundur H. Ingólfsson, formað- 11. febrúar og mun standa í um sex vikur. í boði verða yfir 60 dagskrár- atriði sem flokkast undir mismun- andi Ustgreinar: bókmenntir, mynd- list, byggingarlist, hönnun, dans, leikhús, tónlist, kvikmyndir, auk málþinga, fyrirlestra og samkoma af ýmsu tagi og tónlistar, leikhúss og ur byggingarnefndar hússins, sagði m.a. við opnunina: „Það var bjart- sýni ríkjandi yfir skólahaldi hér fyrstu árin en það hefur syrt að. Skól- inn hefur hin síðari ár ekki getað staðið af sér samkeppni við hliðstæða skóla sem hafa reynst betur búrúr og getaö veitt nemendum fjölbreytt- ara og gróskumeira nám. Það var þetta sem sveitarstjómarmenn á norðanverðum Vestfjörðum sáu þeg- ar þeir stofnuðu til samstarfs um að kvikmynda fyrir börn og unglinga. Meðal þeirra sem koma fram á Sólstöfum eru íslenski dansflokkur- inn, danski leikflokkurinn Café Köl- bert, sem vakti athygli á dönskum dögum í haust, Frú Emilía, ýmis norræn leikrit og kvikmyndir o.fl. Þá verður sérstök dagksrá í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans. Hátíðin er orðin fastur liöur í starf- semi Norðurlandaráðs og er haldin í því landi þar sem formennska ráð- herranefndarinnar er hverju sinni og tengist þá þingi Norðurlandaráðs. Markmiðið er að vekja athygli á fjöl- breytni norrænnar menningar og á menningarsamstarfi norrænna þjóða og jafnframt að stuðla að auk- inni samvinnu á þessu sviði. Undirbúningur hátíðarinanr hér á landi hófst í vor en framkvæmda- stjóri hennar er Bergljót Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ís- lenskrar tónverkamiðstöðvar. Fyrsta menningarhátíðin af þess- um toga var haldin í sambandi við þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í byrjun mars 1994 undir heitinu „Norden í Stockholm" en því næst í tengslum við haustþing ráðsins í Tromsö í nóvember með yfirskrift- inni „Nord í Norden“. byggja upp bætta aðstöðu fyrir verk- menntun við skólann." Hiö nýja verkmenntahús er 571 fer- metri að stærð á einni hæð, nema miökjarni hússins sem er á tveimur hæðum. Eiríkur og Einar Valur hf. skiluðu verkinu 30. desember sl. og haföi verkið þá aðeins tekið fimm og hálfan mánuð. Áætlaður byggingar- kostnaður við húsið og önnur þau verkefni sem að því lúta er 56,7 millj- ónir króna. Bókumfjöi- skylduna Landsnefnd um Ár fjölskyld- unnar 1994 og félagsmálaráðu- neytiö hafa gefið út bókina Fjöl- skyldan, uppspretta lifsgilda. Bókin hefur að geyma á þriðja tug erinda sem flutt voru á málþingi í janúar 1994 en þar íjölluðu sér- fræðíngar, hver á sínu sviði, um ytri og innri aðstæður fjöl- skyldna. Er fiallað um opinbera fiölskyldustefnu, Qölskylduna í skuggsjá sögunnar, afkomu heimilanna, lagalega stöðu fiöl- skyldunnar o.fl. í bókinni er einn- ig að finna skýrslu landsnefndar- innar sem nefnist Umhverfi fiöl- skyldunnar en hún var unnin á árinu 1992. Málþingum menningarmál Borgarstjórinn í Reykjavik, IngibjörgSólrún Gísladótth', boð- ar til tveggja málþinga um menn- ingarmál og stefnu borgaryfir- valda í menningarmálum. Fyrra málþingið mun fialla um hags- muni og aðstööu listamanna í Reykjavík og það síðara um lista- og menningarmiðlun i Reykjavfk. Fyrra málþingið verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag og er öllum opið. Fundarstjóri verður Halldór Guðmundsson. íslenskaóperan: Frumsýningá LaTraviata íslenska óperán frum- sýnír óperuna LáTraviataeft- ir Giuseþpe :; Verdi 10. febrú- ar ; næstkom- andi. Óperan er byggð á sög- unni Kamilíufnínni eftir Alex- andre Dumas. í aðalhlutverkum veröa Ólafur Árni Bjarnason, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Berg- þór Pálsson. Kolbeinn Ketilsson mun siðan skipta viö Ólaf Árna og Keith Reed við Bergþór. ís- lenska óperan frumsýndi La Tra- viata síðast 1983 og gekk óperan þá lengi við geysimikla aðsókn. Tværfrumsýn- ingarí Þjóðleik- húsinu Þjóðleikhúsið frumsýnir tvö leikrit í þessum mánuði. Á litla sviðinu veröur Oleanna frum- sýnd 20. janúar. Oleanna fiallar um unga stúlku í háskólanámi sem leitar ásjár kennara síns þeg- ar hún sér fram á að faUa á mikil- vægu prófi. Smátt og smátt taka samskipti þeirra á sig óvænta mynd. Fyrr en varir standa áhortendur frammi fyrir stórum siðferðilegum spurningum um misbeitingu valds, samskipti kynjanna og kynferðislega áreitni. Aðalhlutverk leika Jó- hann Sigurðarson og Elva Ósk Ólafsdóttir. Taktu lagið, Lóa! heitir verk sem frumsýnt verður á Smiða- verkstæðinu 28. janúar og er eftir breska leikritaskáldið Jim Cartwright, Lóa er uppburðarlítil ung stúlka sem hýr viö ömurlegar aðstæöur. Einu minningarnar sem hún á um látinn fóöur sinn er gamalt plötusafn meö tónlist frægra söngkvenna. Nær hún mikilli leikni í aö herma eftir söngkonunum og eygir góðvinur móður hennar gróðavon í hæfi- leikum Lóu. Með aðalhlutverkið fer Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Edda Heiðrún Backman er hér í hlutverki Sallyar Bowles í söngleiknum Kabarett sem Borgarleikhúsið frumsýnir I kvöld. Framhaldsskóli Vestfjarða: Nýtt verkmenntahús tekið í notkun - kostnaðuráætlaðurum57milIjónirkróna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.